Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996
15
Listaverk Samúels Jónssonar og
mannvirki í Brautarholti í Selár-
dal hafa undarlega sterk og jafhvel
seiðandi áhrif á þá sem njóta.
Áhrif listaverkanna, saga þeirra
og listamannsins á þessum út-
kjálka eru meiri en í fagurlega
skreyttum listasöfnum stórborg-
anna þar sem gnóttin er yfirþyrm-
andi. Stöku sinnum berast fréttir
eða myndir af hinum sérstæðu
listaverkum sem eru að veðrast og
eyðileggjast verði ekki gripið til
róttækra björgunaraðgerða.
Listamaður
með barnshjarta
Samúel Jónsson, listamaðurinn
með bamshjartað, lést árið 1969.
Hann hafði þá búið á Brautarholti
í tvo áratugi, lengst af einn síns
liðs. Um aldarfjórðungi eftir lát
hans níddi vatn, frost og vindur
niður verk hans öll, enda voru þau
umsjónarlaus. Menn voru séun-
mála um að eitthvað þyrfti að gera
en ekkert var að gert. Það er ekki
fyrr en nýlega að Ólafur Gíslason
á Neðrabæ í Selárdal tók við um-
sjón hinna niðurníddu verka.
Hann reynir nú, nánast upp á sitt
eindæmi, að bjarga því sem bjarg-
að verður. Draumsýn Ólafs er hins
vegar sú að koma verkum Samú-
els í upprunalegt horf. Við það
verk ræður hann hins vegar ekki
einn.
Saga Samúels Jónssonar er
merk saga fátæks bónda sem á efri
árum gat loks sinnt listþörf sinni.
í þessum pistli er stuðst við upp-
lýsingar úr ágripi af sögu lista-
mannsins og verka hans. Ólafur
Gíslason tók það saman og geta
þeir sem listasafn Samúels skoða
fengið það ágrip.
Samúel Jónsson fæddist árið
1884 i Mosdal i Amarfirði. Hann
fluttist í æsku á Barðaströnd og
síðar í Selárdal með móður sinni
þar sem hann ólst upp. Þar bjuggu
þau uns móðir hans dó og Samúel
hóf búskap með ráðskonu sinni.
Um rúmlega tuttugu ára skeið
bjuggu þau síðan í Tálknafirði uns
þau fluttu aftur í Selárdalinn þeg-
ar Samúel var kominn á efri ár.
liggur pípa og úr neðri enda henn-
ar er mjó leiðsla fram í kjaft allra
ljónanna. Þegar vatni er hellt í
kerið efst í súlunni kemur vatns-
bogi fram úr hveiju ljóni.
í gárðinum er einnig mynda-
stytta af Leifi heppna þar sem
hann skyggir hönd fyrir auga er
hann hefur landsýn af Vínlandi
hinu góða. Myndir eru og af rost-
ungi og furðudýri úr sjó auk álftar
með unga á baki. Einnig er þarna
sækýr og drengur.
Hugur flaug víða
Listamaðurinn vestfirski fór í
huganum til Granada suður á
Spáni. Fyrirmynd listaverkanna
var hins vegar aðeins ein mynd.
En hugur hans flaug víðar því
hann gerði brú yfir Signu úr eld-
spýtustokkum og líkön af Péturs-
kirkjunni í Róm' og Taj Mahal-
musterinu á Indlandi. Þessi líkön
voru tálguð úr hundraðum smá-
hluta sem negldir voru og límdir
saman. Þessi verk eyðilögðust í
ófullgerðu og óupphituðu húsi eft-
ir að listamaðurinn var allur.
Verkin illa farin
Þessi undursamlegu listaverk
eru illa farin. Þrjú ljón hafa fallið
með bilaða fætur. Grannir hlutir
útilistaverka og girðinga um sval-
ir og hús hafa látið á sjá sökum
veðrunar og gefið sig. Timburgólf-
ið í sýningarsEilnum, sem aldrei
þurfti að bera þunga sýningar-
gesta, gaf sig eftir 30 ára ánauð
vatns og fúa. Hinn býsanski næpu-
turn kirkju Samúels var gerður úr
íjögur hundruð spýtukubbum sem
listamaðurinn hafði tálgað með
vasahníf. Undirstöðukubbar vora
orðnir fúnir nánast allan hringinn
og því haldlitlir. Turninn hefði því
fokið á haf út ef Ólafur Gíslason í
Neðrabæ hefði ekki gripið til
varna. Turninn var styrktur,
timbur í kirkjuþaki hefur verið
endm-nýjað og þak jámað. Rúður í
gluggum hafa verið endumýjaðar
og kirkjugólfið einnig. Það má því
segja að kirkjan sé fokheld á ný.
Þetta er þó aðeins byrjunin, eins
og Ólafur segir sjálfur. Margt er
ógert svo hrömunin utan frá verði
stöðvuð. Listasafnið og ibúðarhús-
ið þurfa styrkingar og endurbóta
Varðveisla þjóðareignar
Listasmíð fyrir
ellilífeyri
Samúel missti konu sína
skömmu eftir að þau fluttu að
Brautarholti í Selárdal árið 1947.
Böm sin þijú höfðu þau misst í
frumbernsku. Listamaðurinn
vann því einn að list sinni. Hann
lét ellilífeyri nægja sér til lífsvið-
urværis en sat ekki auðum hönd-
um. Ævinni hafði hann eytt í
brauðstrit og uppbyggingu á þeim
stöðum sem hann bjó á. Nú helg-
aði hann sig listagyðjunni.
í ágripi Ólafs segir að þrátt fyr-
ir þröng fjárráð sé næsta ótrúlegt
hverju hann einn fékk áorkað á
þessum tíma. Hann málaði mikinn
Qölda málverka og innrammaði
þau í útskoma ramma sem hann
bjó til sjálfur. Hann hélt nokkrar
málverkasýningar í næstu kaup-
túnum og þijár í Reykjavík. Hann
smíðaði kistla og skápa og þakti
eftir kúnstarinnar reglum með
skeljum og kuðungum úr fjörunni.
Þá skar hann út ýmsa muni og gaf
Selárdalskirkju 9 margra arma út-
skoma kertastjaka.
Kirkja utan um
altaristöfluna
Þá er ónefht það sem lýsir lund
listamannsins. Hann málaði alt-
aristöflu sem hann hugðist gefa
kirkjunni í Selárdal á aldarafmæli
hennar. Rammi töflunnar er út-
skorinn og íburðarmikið listaverk
ekki slður en taflan sjálf. Selár-
dalskirkja átti hins vegar virðu-
lega gamla altaristöflu og þáði þvi
ekki gjöf listamannsins i dalnum.
Samúel lét það ekki á sig fá. Altar-
istaflan skyldi fá sinn veglega sess
og því byggði hann aðra kirkju í
Selárdal utan um töfluna.
Ólafur lýsir því hvemig fátækt
en um leið hyggjuvit listamanns-
ins réðu gerð frumstæðra skrið-
móta við byggingu kirkjunnar.
Hann steypti steina sem ákveða
skyldu þykkt veggjanna. Þá setti
hann upp á endann í veggjamótin.
Lítið var um uppsláttartimbur og
því síður mótavír. En hann hafði
þvingur og spennti með þeim eitt
umfang af borðum að steinunum.
Þannig þokuðust veggirnir upp
uns lokið var.
Jónas Haraldsson
Gallerí við hæfi
íbúðarhús stækkaði listamað-
urinn og jók við hæö sem vera
skyldi gallerí. Við fyrstu og einu
listsýninguna þar kom í ljós að
gólfiö í sýningarsalnum var ekki
nægilega traust. Samúel brá því á
það ráð að byggja nýtt gallerí við
hlið kirkjunnar. Allt steypuefni,
sand og möl, sótti hann í fjöra og
bar á sjálfum sér. Ólafur segir því
að húsin tvö, sem þama standa,
hafi í raun verið borin á baki eins
manns neðan úr fjöra á byggingar-
stað. Steypunni hellti hann I mót-
in úr fati sem hann bar upp stiga
þegar veggimir hækkuðu.
Bernsk og einlæg list
Hugmyndaflug hins aldna lista-
manns var bernskt og einlægt.
Fyrir framan íbúðarhúsið eru úti-
listaverk úr steinsteypu. Þar er
eftirlíking af ljónagarðinum í Al-
hambrahöllinni í Granada, frá
þeim tímum er Márar réðu Spáni.
HöUin er talin vera fegursta höU
sem Márar byggðu á veldistíma
sínum í Evrópu. Á sinn hátt
byggði Samúel Jónsson hina feg-
urstu höU i Selárdal en entist ekki
aldur tU að ljúka verkum sínum
þar. Eftirlíkingin af gosbrunnin-
um í Alhambra er þannig að ljón-
in sex standa í sveig og horfa út úr
hringnum. í miðju hringsins er
steypt súla. Upp í gegnum hana
við. Gera þarf við útUistaverkin og
koma konungum dýranna, ljónum
Samúels, aftur á fætur.
Skjótra endurbóta er
þörf
Vísi að listasafni hefur verið
komið fyrir í kirkju Samúels. Þar
era til sýnis fram- og eftirgerðir
málverka listamannsins auk ann-
arra listmuna. Þótt þeir sem skoða
leggi fram aðgangseyri dugir hann
skammt tU þeirra miklu endur-
bóta sem þörf er á. LítiU árangur
er af styrkjabeiönum. Vanefni
réðu verkhraða Samúels á sinum
tíma og þau ráða einnig uppbygg-
ingarhraðanum. Því er þörf á
átaki.
Þessi einstæðu verk Samúels
Jónssonar, listamanns í Selárdal,
era eign þjóðarinnar og það er
hennar að varðveita þau. Þeim
verður ekki bjargað nema tU komi
stuðningur hins opinbera. Það ríð-
ur á að sá stuðningur komi sem
fyrst og dugi tU þess aö koma í veg
fyrir að verk hins bemska lista-
manns eyðUeggist.
Það væri mikil vansæmd ef svo
færi.