Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 27 munnmnmm Sefur undir hundinum sínum Söngkonan Mariah Carey, sem kölluö hefur verið hin hvíta Whitney Hou- ston, var nýlega á fyrsta söng- ferðalagi sínu í Evrópu. Sex ár eru liðin síðan lag hennar, Plötur Mariah Carey Vision of Love, hafa selsl' meira en komst efst á vin- 75 m1i,NitTm ein,aka , , , , um allan heim. sældalistana 1 poppheiminum. Núna eru umsvifin í kringum Carey orðin allsæmileg. Plötur hennar hafa selst í 75 milljón- um eintaka og af nýjustu plötu hennar, Daydream, hefur Fantasy komist inn á flesta vinsældalista. Hægt er að fá talsverðar upplýs- ingar um Carey á Intemetinu en söngkonan samþykkir ekki allt sem stendur um hana þar. Nýlega birti tímarit viðtal við Carey sem tekið var af Intemetinu. Viðtalið var hins vegar falsað, að því er Carey heldur fram i viðtali við Extra Bladet í Dan- mörku. Hún segist annars vera illa að sér í tölvumálum. Söngkonan á þrjá ketti og þrjá hunda, þar af tvo af tegundinni do- bermann pinscher. Að sögn Carey er annar þeirra villtur og hafa margir ráðlagt henni að losa sig við hann. „En ég get það ekki því ég er sú eina sem skilur hann. Hann er vanur að sofa ofan á mér því hann fékk að gera það þegar hann var hvolpur. Þetta er svolítið erfítt núna þegar hann er orðinn stór.“ Að sögn Carey er eiginmaður hennar, Tommy Mot- tola, lítt hrifinn af hundinum. q\it milli hlrrilfc V. X Smáauglýsingar brosað ACompAirHOiman Loftpressur og fylgihlutir Skútuvogi 12, s. 581 2530 Getur loksins Bandaríska stúlkan Chelsey Thomas, átta ára, hefur átt undar- lega ævi á mælikvarða flestra því að hún fæddist með sjaldgæfan galla sem gerir það að verkum að hún getur hvorki brosað né hlegið, hvað þá sýnt tilfinningar sínar á annan hátt, og svo á hún erfltt um mál. Chelsey hefur nú gengist undir nokkrar aðgerðir sem gera henni nú kleift að brosa. Þegar Chelsey fæddist átti hún í erfiðleikum með að andardrátt og sjúga hrjóst eða drekka úr pela og varð næstum hungurmorða því að læknamir skildu ekkert hvað gekk að baminu. Hún var nokkmm sinn- um flutt á sjúkrahús í snarhasti og vakin til lífsins og fékk svo næringu gegnum slöngu. Læknarnir uppgötvuðu smám saman að Chelsey vantaði vöðva í andlit, hún átti í erflðleikum með að hreyfa augun auk þess sem hendi hennar var vansköpuð og fingumir fastir saman. Þegar Chelsey var tveggja ára tilkynntu læknamir að hún myndi aldrei getað talað. Þess- ir spádómar hafa þó ekki ræst. Chelsey var send til talmeina- fræðings, sem kenndi henni að tala neðan úr hálsinum, og hún lýsti því yflr við foreldra sína eitt sinn er hún var að horfa í spegil að mest af öllu langaði sig til að geta brosað og hlegið. Það skipti sig engu þó hún yrði að gangast undir flóknar og áhættusamar skurðaðgerðir. Árið 1994 hittu foreldrar Chelsey skurðlækninn í fyrsta skipti þar sem hann útskýrði aðgerðimar fyr- ir fjölskyldunni þar sem hún fékk nýjan vöðva. Aðgerðirnar urðu að vera mjög nákvæmlega unnar, hver taug varð að vera rétt tengd og hvert saumspor á réttum stað til að aðgerðin heppnaðist. Chelsey hefur gengist undir nokkrar skurðaðgerð- ir síðustu árin og átt í erfiðri sjúkrahússlegu en náð bata hægt og sígandi. Chelsey hefúr þó náð því stigi núna að geta brosað en á enn langt í land með að geta sýnt tilfinningar sínar og kátínu með virkilega breiðu brosi. Chelsey Thomas fæddist meö galla sem geröi þaö aö verkum að hún gat ekki brosað. Hún hefur nú gengist undir nokkrar skuröaðgeröir og getur nú loksins brosaö veiku brosi. HVAÐ inDEPEDDEDCE 0 A V „...einfaldlega of stórkostleg og heillandi skemmtun til að þú megir missa af henni.“ A.I.MBL.21.JÚLÍ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.