Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Síða 29
28 LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 JLlV LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 37 Frjálsíþróttakapparnir Guflrún Arnardóttir og Jón Arnar Magnússon: Af þeim íslendingum sem þátt tóku í Ólympíuleikunum i Atlanta vöktu Guðrún Arnardóttir og Jón Arnar Magnússon mesta athygli. Guðrún Arnardóttir keppti í 400 metra grindahlaupi og tvíbætti ís- landsmetið. Hún átti annan besta tímann í undanrásum og var ekki langt frá þvi að komast úr milliriðli í sjálft úrslitahlaupið. Jón Amar bætti enn einu sinni ís- landsmetið í tugþraut, nú um ein 26 stig. Hann náði 8274 stigum þrátt fyr- ir að vera nokkuð frá sínu besta í langstökki og kringlukasti. Jón hafh- aði í 12. sæti af 40 keppendum sem hófu keppni og sýndi þar með að hann er i hópi fæmstu tugþrautar- manna heims. Sérfræðingar i grein- inni eru sammála um að þau eigi bæði framtíðina fyrir sér og geti stórbætt árangur sinn, fái þau tæki- færi til þess. Bæði em þau á besta aldri, Guðrún 25 ára og Jón Arnar árinu eldri. Hleypur áfram Guðrún forðast að skipuleggja fer- ilinn of langt fram í tímann. „Þó að ég sé aðeins 25 ára gömul er of snemmt fyrir mig að taka stefnuna á Ólympíuleikana í Sydney árið 2000. Ég vildi gjaman fara þangað ef ég gæti en er ekki farin að skipuleggja tímann svo langt. Ég er ákveðin í að halda áfram að hlaupa. Það eru 3 ár síðan ég einbeitti mér fyrst og fremst að 400 metra grindahlaupinu, með því markmiði að keppa í þeirri grein í Atlanta," sagði Guðrún. „í vetur gekk mér samt ekkert of vel í þeirri grein og því var þetta nokkurt taugastrið fyrir mig. Per- sónulega finnst mér skemmtilegra að æfa 100 metra grindahlaupið. Þjálfarinn hvatti mig hins vegar til þess aö einbeita mér að 400 metrun- um, en hann lagði jafnframt mikla áherslu á að það væri mín ákvörðun hvora greinina ég veldi. Ég hugsa að ég einbeiti mér áfram að 400 metrun- um eftir að hafa náð þessum árangri. Hins vegar á ég eftir að hlaupa 100 metra grindahlaupið áfram, eins og ég gerði í vetur. Ég æfði það hlaup ekkert í vetur, en setti samt íslands- met. Ég var í ágætu formi og hef allt- af mjög gaman af 100 metrunum. Ætli ég haldi mig ekki áfram við hlaupin og ég geri ekki ráð fyrir að fara út í aðrar greinar. Ég er til dæmis alveg vonlaus í köstum. Tæknilega hliðin í köstum virðist ekki vera í mér. Ég er einnig von- laus í hástökkinu, er allt of þung í það. Þaö kemur þvi varla til greina fyrir mig að reyna til dæmis við sjö- þrautina. Þó tæknilega hliðin hjá mér í hlaupunum sé alveg þokkaleg þá er ég fyrst og fremst kraftakerling og fer hlaupin á kröftunum," sagði Guðrún. „Ég verð að viðurkenna það að Ólympíuleikarnir í Sydney árið 2000 eru mjög freistandi markmið," sagði Jón Amar. „Ég tel mig eiga töluvert inni í flestum greinum, en ég hef verið með sifelldar bætingar í velf- iestum greinunum. Ef mér tækist að æfa árið um kring við toppaðstæður væri það náttúrlega draumurinn. Ef það stæði til boða og ég fengi til þess stuðning myndi maður ekki hugsa sig tvisvar um. Það verður ekki hjá því komist að æfingarnar trufli fjölskyldulífið hjá manni. Æfingar í tugþraut taka óneitanlega meiri tíma en hjá þeim sem keppa aðeins í einni grein. Við tugþrautarmenn þurfum kannski að æfa 3 greinar á dag. En ég er svo heppinn að eiga þolinmóða eigin- konu. Ég geri ráð fyrir að reyna að ná mér í einhverja hvíld á næstunni eftir átökin und- anfarna mánuði, en tíma- bilið ari íþrótt þyrftu tugþrautarmenn að keppa fyrir einhverja klúbba erlend- is. „Ég er orðinn of gamall til að fara út í skólanám og fá styrki þaðan. Ég er kannski aö stunda snarvitlausa íþrótt því það er miklu minna um peninga í frjálsum heldur en til dæmis í fótboltanum eða handbolt- anum. En þegar menn eru komnir á ið prófi. „Fagið sem ég tók heitir „Exercise Science og Fitness Speci- alist“ og ég hef loki BA-gráðu. Ég er ekki alveg búin að ákveða næstu skref, en ætla að byrja á því að æfa hérna heima í haust. Ég get ekki hvílt mig strax á hlaupunum því fram undan er bikarkeppni í frjáls- um um þessa helgi. Ég æfi mig með félögum minum i Ármanni," sagði Guðrún. Jón Arnar er með íþróttakennara- menntun. „Ég veit lítið um framtíð- ina hjá mér, hvort maður hverfur til starfa sem íþróttakennari. Því miður held ég að það geti ekki farið saman að sinna íþrótta- kennslu og reyna að bæta sig í tugþrautinni. Maður verður að vera heill og óskiptur í því verkefni. Ég hef verið að æfa þetta 8-10 tíma á dag til að ná þessum árangri. Það er ekki jafnmikil hætta á því í tug- þrautinni að maður æfi um of, eins og oft vill brenna við ef menn æfa eina grein. Tug- þrautin er svo fjölbreytt," Bættur árangur er fljótur að skila sér til baka í stigum. Ef ég hefði til dæmis stokkið 8 metra í langstökk- inu hefði ég fengið 110 stigum meira sem hefði sennilega nægt í 7. sætið. En tugþrautin er nú einu sinni þannig að menn ná ekki toppárangri i öllum greinum og það er það sem gerir hana skemmtilega. Það fæst ekkert gefins og menn verða að hafa fyrir lífinu. Það er ekki ljóst hvert maður gæti komist ef tækifæri gæfist til að ein- beita sér að greininni í nokkum tíma. Þeir voru að tala um það úti í Atlanta að ég hefði innbyggt svokall- að „raw power“. Vandamálið snerist um að nýta það við réttar aðstæður. Ég veit að ég er í góðum höndum hjá Gísla Sigurðssyni, þjálfara mínum, og hann veit alveg hvað hann er að gera. Ég er ekkert viss um að annar þjálfari næði fram betri árangri hjá mér. Hitt gæti reynst mér betur að geta æft við toppaðstæður megin- hluta ársins, en það hef ég aldrei get- að,“ sagði Jón. reyndar ekki búið. Um þessa helgi er bikarkeppni í Laugardalnum en ég keppi ekki í tugþrautinni þar heldur aðeins 1 einstaka greinum. Það er óvíst hversu burðugur maður verð- ur þar. Síðan er önnur stærsta tug- þraut þessa árs eftir í Frakklandi. Hvað framtíðina varðar þá er HM í frjálsum íþróttum haldið annað hvert ár. Næsta HM-mót verður haldið á næsta ári, bæði innanhúss og utanhúss. Ég stefni að því að verða meðal keppenda þar. Það kæmi sér vel ef einhverjir vildu kaupa mann. Ég hef trú að því að þátttaka frjálsíþróttamanna sé mjög góð landkynning." Jón sagði að til að komast inn í hringiðu peningastreymisins í þess- toppinn í frjálsum íþróttum þá eru þeir miklir." - Sigurvegarinn í tugþraut í ár, Dan O’Brien, er þrítugur þannig að Ijóst er að aldurinn er á engan veg þröskuldur fyrir Jón Amar. „Ég hef alls ekki mikla reynslu í tugþrautinni því það eru ekki nema tvö ár síðan ég byrjaði á henni. Ljóst er því að ég er tæknilega séð nokkuð á eftir þeim fremstu. Það tekur yfir- leitt mörg ár að ná tökum á tækn- inni í greinum tugþrautarinnar," sagði Jón Amar. Iþróttafræði Guðrún stundaði nám í Bandaríkj- unum í íþróttafræðum og hefur lok- sagði Jón. - Það er gaman að velta því fyrir sér hvar Jón Arnar hefði endað ef hann hefði jafnað sinn besta árangur í öllum greinum. Stokkið 8 metra í langstökkinu, 4,90 í stangarstökki, kastað spjótinu einhverjum metrum lengra og 2 metra í hástökkinu. „Þá hefði ég sennilega unnið Dan O’Brien," sagði Jón Arnar. Það sýn- ir hve nálægt fremstu tugþrautar- mönnum heims Jón er kominn. „Það er svo óraunhæft að toppa í öllum greinum tugþrautarinnar og það ger- ist afskaplega sjaldan. Busemann frá Þýskalandi tókst þó hið ótrúlega og bætti besta árangur sinn í einum sjö greinum af tíu. Byrjað um fermingu Guðrún hefur æft frjálsar íþróttir hálfa ævina. „Ég byrjaði að hlaupa sama árið og ég fermdist. Löngu fyrr hafði mig langað að fara að æfa frjálsar iþróttir, en ég var allt of mikil gúnga og þorði ekki að mæta á æfingar. Ég var þó alltaf góð í leik- fimi og fann til dæmis að ég var góð i langstökki án atrennu fyrir utan það að vera spretthörð. Það sem kom mér af stað var að leikfimikennar- inn minn hafði samband við þjáifara í frjálsum íþróttum og sagði honum frá mér. Ég hef aldrei orðið eins glöð á æv- inni og þegar þjálfarinn kom til mín og spurði mig hvort ég vildi keppa á veginn þannig að ég datt inn í landsliðið í frjálsum íþróttum þegar ég var 15 ára gamall. En ég byrjaði Guörún og Jón Arnar eru bæði íslandsmethafar í spretthlaupum. DV-myndir BG Islandsmótinu. Ég keppti síðan að- eins viku seinna og vann í lang- 110 metra grindahlaup er ein greinanna í tugþrautinni en aöaigrein Guörúnar er 400 metra grindahlaup. Hæö grindarinnar er misjöfn eftir því hvort keppt er í karla- eða kvennaflokki. stökki án atrennu í mínum aldursflokki. Þetta kveikti alveg í mér og ég fékk brenn- andi áhuga. Sá áhugi hefur þó ekki verið alveg óslitinn. Ég hætti til dæmis að æfa í um hálft ár rétt áður en ég fór utan til náms. Mér hafði gengið illa þar á undan og var þung á mér. En ég náði mér upp úr því og hef held ég aldrei haft eins gaman af því að hlaupa og nú.“ Þjálfari Guðrúnar í Bandaríkjun- um, Norbert Elliott, sem er frá Ba- hamaeyjum, hefur óbilandi trú á hæflleikum hennar. „Elliott er mjög þekktur og þjálfar meðal annars eina af stúlkunum i bandaríska liðinu sem keppti í 4x100 metra hlaupinu í Atlanta. Elliott hefur lengi reynt að berja það inn í hausinn á mér að ég hafi trú á sjálfri mér og ég hafi ekkert minni hæfileika en þær bestu. Hann segir að ég eigi að geta hvað sem er. Ég hef alla tíð verið frekar jarð- bundin og þetta hefur því reynst Elliott erfitt verk. En vegna þess hve ég komst langt núna ætti það kannski að ganga betur. Hins vegar talaði Elliott alltaf út frá því að ég kæmist í sjálft úrslitahlaupið. Ég þurfti alltaf að minna hann á það að ég ætti jyrst eftir að vinna mér sæti í undanúrslitum. Það- voru því mikl- ar væntingar áður en ég hljóp. Mér finnst það mjög eðlilegt að fólk geri kröfur til mín og finnst það ekkert fara illa með mig,“ sagði Guðrún. Jón Arnar hefur einnig lengi ver- ið viðloðandi íþróttirnar, en stutt er síðan hann fór að taka á þeim af al- vöru. „Ég var að fikta við boltaí- þróttir eins og aðrir á minum yngri árum. En það atvikaðist einhvern reyndar mjög seint að æfa eitthvað fyrir al- vöru, reyndar fyrir aðeins tveimur árum þegar ég tók stefnuna á tug- þrautina," sagði Jón. íþróttamenn í ættinni Guðrún Amardóttir er ekki sú eina í fjölskyldunni sem er góð í hlaupum. Friðrik, bróðir hennar, 27 ára, er einn besti 100 metra hlaupari landsins. „Friðrik byrjaði miklu seinna en ég að æfa. Þegar við vor- um yngri fór það alltaf svolítið í taugarnar á mér að hann vann mig alltaf í kapphlaupi," sagði Guð- rún. - Fjölskylda Jóns Arnars hefur alla tíð verið mikið í íþrótt- um, sérstaklega móð- urætt hans. Móðir Jóns, Þuriður Jóns- dóttir, var þekkt frjálsíþróttakona. „Bræður hennar voru einnig þekktir frjálsíþróttakappar, Guðmundur, Sigurður og Kári. Við erum af Hurðarbaksættinni í Ár- nessýslu, en margir þekktir íþróttakappar eiga ætt ir að rekja til hennar. Sonur Guðmundar, Ólafur, er einnig mjög efnilegur tugþrautar- kappi. Hann er jafngamall mér og er á hraðri uppleið. Ég á einnig frænku, Sigríði Ingvarsdóttur, en hún keppir í sjöþraut. Síðan er ann- ar frændi minn, Sævar Þór Gíslason, í fótboltanum og pabbi (Magnús Ósk- arsson) var góður hlaupari. Eflaust mætti tína fleiri til, en ég kann ekki að nefha þá,“ sagði Jón Amar. Öflugt kerfi Guðrún er mjög hrifln af því hvernig skólakerfið í Bandaríkj- unum styður við íþróttamenn. „Ég var á styrk frá mínum skóla sem nægði nánast fyrir öflum útgjöldum. Ég þurfti ekki að bæta miklu við til að endar næðu saman. Við sem stunduðum íþróttir í skól- anum þurftum lítið að hafa fyrir líf- inu. Ef við fengum kvef var læknir kallaður til og ekki þurfti að hafa áhyggjur af útgjöldum. Ef maður lenti í vandræðum í náminu fór maður til námsráðgjafans sem sá um að koma málum í lag. Það er engin spurning að þetta kerfi er öflugt fyr- ir íþróttamenn og virkar mjög vel. Annars gekk mér ágætlega í skólan- um, en að vísu nokkuð erfiðlega i byrjun vegna þess hve mikla áherslu ég lagði á íþróttaæfingar. En ég gerði mér fljótlega grein fyrir að námið verður að fylgja með. Það skiptir miklu máli þegar mað- ur er kominn langt í íþróttunum að þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af peningamálum. Enginn af okkur sem erum i frjálsum íþróttum hér- lendis er í þessu til að græða pen- inga, við viljum fyrst og fremst standa okkur vel og vekja athygli á landinu. Þetta kostar allt saman pen- inga en með fjárstuðningi kemur oft meiri pressa og kröfur um árangur. Því er mikflvægt fyrir íþróttamann- inn að valda þeirri pressu. Þeir sem eru á skólastyrkjum í Bandaríkjun- um mega heldur ekki vinna sér inn neina peninga á mótum," sagði Guð- rún. Jón Arnar naut ekki skólastyrkja til að geta stundað sína íþróttagrein. Hann gerði hins vegar tímamóta- samning við nokkur fyrirtæki á Sauðárkróki. Fjárstyrkur frá þeim nægði að mestu til að hann gæti æft af kappi. „Nú að Ólympíuleikunum loknum er samningi mínum við fyr- irtækin á Sauðárkróki lokið og því hef ég ekki lengur fjárhagsstuðning til æfinga. Sá samningur var ein- stakur í sinni röð hér á landi og var mér ómetanlegur. Ég stefni að sjálf- sögðu að því að halda áfram í tug- þrautinni, en nú er að setjast niður og athuga með peningahliðina. Ég myndi fagna því ef ég gæti fengið stuðning áfram. Ég held að fyrirtækin hafi verið ánægð með þann samning sem þau gerðu við mig, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt nein óánægjuorð frá þeim. Þau fengu einnig töluverða auglýsingu út á samninginn. Þessi styrkur nægði mér að mestu fyrir út- gjöldum. Mér finnst afskaplega leiðinlegt að vera að sníkja fé frá öðrum, finnst það óttalega hallærislegt. En það er ekkert launungarmál að ég er tilbú- inn að gera samning ef eitthvert fyr- irtæki vill nota mann í auglýsinga- skyni,“ sagði Jón. Samheldinn hópur íþróttamenn eru sammála um það að hápunktur allra íþrótta sé að fá tækifæri til að keppa á Ólympíuleik- um. Jón Arnar var spurður að því hvemig tilfinning það væri að keppa gegn bestu tugþrautarmönnum heims. „Það hafði nú engin sérstök áhrif á mig. Ég hef keppt áður gegn þeim öllum og við erum allir með svipaða komplexa. Maður er alveg hættur að vera hræddur við þessa kalla, enda er andinn mjög góður yfirleitt á milli tugþrautarmanna. Þetta er eins og fjölskylduhópur sem mætist reglu- lega á vellinum. Menn eru alltaf til í að fíflast og gera að gamni sínu á vellinum. Það kom til dæmis félögum mínum í tug- þrautinni ekkert á óvart þegar ég mætti til leiks með skeggið skraut- lega. Strákamir era farnir að þekkja mig. Ég hef iðulega verið með svona skraut í andlitinu í keppni, þó aö ég hafi hingað til ekki litað skeggið. Menn vora famir að spyrja mig fyr- ir keppnina hvernig ég ætlaði að vera núna. Þessar tiktúrur hafa ákveðinn tilgang hjá mér, létta lund- ina og dreifa huganum sem er mikil- vægt.“ - Þú hefur aldrei hugleitt hvort þú sért í vitlausri frjálsíþróttagrein. Nú átt þú til dæmis best 8 metra í lang- stökkinu sem er ekki langt frá verð- launasæti á Ólympíuleikum. „Ég held ekki, annars veltir mað- ur þessu auðvitað fyrir sér og gæti hugsanlega orðið bitur eftir á,“ sagði Jón. Vekur athygli Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hlauparar af svörtum kynstofni eru áberandi ríkjandi á styttri vegalengdum. Talað hefur verið um aðra líkamsbyggingu þeirra sem geri þá betur faflna til spretthlaupa, þeir hafi lengri hásin en fólk af hvítum kynstofni. Það vek- ur því athygli hve góðum árangri Guðrún nær í sinni grein. Guðrún var spurð að því hvort hún teldi að fólk af hvítum kynstofni ætti almennt minni möguleika í styttri hlaupum. „Ég held ekki, að minnsta kosti ekki í minni grein. Heimsmethafinn í minni grein fyrir Ólympíuleikana er Sally Gunnel frá Bretlandi, en hún er hvít á hörund. Þvi miður komu meiðsli hjá henni í veg fyrir góðan árangur að þessu sinni. Svo má nefna Ludmilu Enquist frá Rússlandi (sem orðin er sænskur ríkisborgari) sem sigraði í 100 metra grindahlaupinu og Norð- manninn Vebjorn Rodal sem sigraði í 400 metra hlaupi. En það er að vissu leyti rétt meö þeldökka hlaupara að þeir eru fljót- ir. Það er aragrúi góðra hlaupara frá Bandaríkjunum og Karíbahafinu og maður trúir því varla hvað þeir eru margir. Það er meira áberandi hjá körlunum hvað þeldökkir era sterk- ir í stuttum vegalengdum. En það hefur oft vakið athygli þegar ég er eina hvíta konan sem hleypur í úr- slitum," sagði Guðrún. -ÍS i■ ' ■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.