Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 Fjölskylda á kafi í íþróttum: Þetta er algjört brjálæði stundum - segir Guðmundur Karlsson, sleggjukastari og þjálfari KAPELLUBRAUN! SÖNNUÖA KL U b Þaö getur stundum veriö erilsamt hjá þeim Guðmundi og Björgu. „Það er ekkert óeðlilegt við það að við veljum okkur félaga úr sport- inu þvi við erum bæði „sportidí- ótar“. Mesti tíminn fer í að vera á æfíngum þannig að maður hittir frekar fólk í íþróttunum,“ segir Guðmundur Karlsson, íslandsmet- hafi í sleggjukasti. Hjónin Guðmundur Karlsson, ís- landsmethafi í sleggjukasti og ís- lands- og bikarmeistari meira og minna síðustu tíu árin, og Björg Gilsdóttir handboltakona hafa ekki setið auðum höndum um ævina. Þau hafa bæði verið á kafi í íþrótt- um frá barnæsku og kynntust fyrir fimmtán árum þegar bæði æfðu handbolta með FH. Þau eru nú 32 og 33 ára, giftu sig fyrir þrettán árum og eiga þrjár dætur, tólf, sjö og fjög- urra ára gamlar, Ragnheiði Rósu, Arnheiði og Heiðdísi Rún. Guðmundur hefur æft handbolta og fótbolta með FH upp í meistara- flokk á báðum sviðum. Hann æfði einnig frjálsar íþróttir frá þrettán ára aldri og hefur einnig átt íslands- met í kúlu, kringlu og spjóti. Sleggj- an er seinni tíma mál hjá Guð- mundi en hann þjálfar meistara- flokk karla á Selfossi í handbolta og rekur sportvöruverslun í Hafnar- firði. Það gefur auga leið að oft hlýt- ur fjölskyldan að þurfa á góðum skipulagshæfileikum að halda þar sem Björg hefur æft handbolta með FH í mörg ár og meðal annars orðið íslandsmeistari með liðinu. Björg hefur þó að mestu leyti verið heima- vinnandi síðan stelpumar fæddust og segir það létta sér að komast á æfingarnar. Björg hefur æft handbolta frá níu ára aldri og hefur æft stöðugt nema rétt á meðan hún eignaðist börnin. Hún byrjaði þó að æfa yfirleitt fjór- um til sex vikum eftir barnsburð. Björg var valin besti leikmaður árs- ins 1999-1991, þá orðin tveggja barna móðir. sjö ára dóttirin, er einnig farin að æfa. Stúlkurnar drekka handbolt- ann í sig með móðurmjólkinni. „Þetta er bara brjálæði stundum því það er svo mikið að gera hjá okkur. Elsta stúlkan okkar hefur verið mjög almennileg og aðstoðar okkur við að passa hinar tvær. Reyndar eru þær öllu vanar því þeg- ar við vorum í Þýskalandi spilaði konan og ég þjálfaði. Ragnheiður Rósa lá á maganum á mér í maga- belti á meðan. Stelpurnar eru líka orðnar vanar að fara með mömmu sinni á æfingar. Það er engin leið fyrir þær að komast hjá því að verða íþróttakonur. Þetta heimili snýst um sport því það er ekkert annað sem kemur til greina. Við höfum samt ekkert á móti því þó þær geri eitthvað annað,“ segir Guðmundur. Reyndi að drífa á markið Tilviljun að sleggjan var valin „Ég byrjaði að kasta sleggju þeg- ar ég var hættur öllum öðrum kast- greinum. Það var meira tilviljun. Ég eyðilagði á mér olnbogann og byrj- aði að prófa þetta af forvitni. Ég var of gamall til þess að geta keppt á heimsklassa en gat náð ágætum ár- angri á íslandi. Það er að vísu ekki útséð á hvað ég stefni. Ég datt reyndar út vegna meiðsla í sumar. Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég byrja að æfa aftur því ég hef ekki mjög mikinn tíma,“ segir Guðmund- Fór í eróbikk „Ég kann eiginlega ekki að hætta að spila handbolta, ég prófaði það í vetur og fór í eróbikk. Þá fór ég fjór- um til fimm sinnum í viku því ég þekki ekkert annað en vinna svona mikið. Það var að sumu leyti mjög þægilegt þegar ég var ekki að æfa því þá var hægt að hafa heitan mat á kvöldin. Ef ég væri að vinna frá átta til fimm og Guðmund- ur líka ætt- um við erfitt með að réttlæta þetta. Ég er alltaf ur Björg segir Björg bætir við að Ragnheiður Rósa hafi einstaka boltatækni. Hún sé yfirburðamanneskja í sínum flokki. Hún var í burðarrúmi og kom með á æfingar. Hún skaut á mark þegar hún var tveggja eða þriggja ára á æfingunum. Liðið beið á meðan hún reyndi að drífa á markið en hitti að sjálfsögðu ekki því hún var of lítil. Hún var eina barnið og ekkert því til fyrirstöðu að hún væri með. Hjónin eru sannfærð um að íþróttir séu mjög uppbyggilegar og góðar fyrir unglinga því það haldi þeim frá rugli. Einn af kostunum segir Björg vera að hún viti alltaf nákvæmlega hvar elstu dóttur sína sé að finna því hún umgangist aðal- lega félaga úr handboltanum. „Okkur hefur alltaf tekist að sigla á milli skers og báru og ef erfitt var að púsla saman einhverju leystum við málin. Við eigum svo góða að. Ragnheiður Rósa er svo vel upp alin og hún stendur sig vel,“ segir Guð- mundur. Guðmundur og Björg ásamt dætrunum Ragnheiöi Rósu, Arnheiði og Heiödísi Rún. DV-myndir JAK ann hafa verið mikinn þegar hún var að byrja að spila handbolta. Stelpumar sem æfa í dag sleppa úr æfingum ef þær ætla á skólaball. Það kom aldrei til þegar Björg var yngri. Þá mættu stelpurnar með blautt hárið og íþróttatöskuna á skólaböllin. Björg tók sér í fyrsta sinn frí í vetur en ætlar að byrja á fullu að æfa handboltann í haust. þjálfunar og segist hafa ágætan grunn og gæti í raun og veru einnig tekið að sér þjálfun í frjálsum íþróttum en hann lauk prófi frá íþróttaháskóla í Köln. Á meðan Guðmundur var við nám æfði Björg handbolta með liði sem Guðmundur þjálfaði. Hún saknaði handboltans þegar hún tók sér frí. Það hefur þó oft verið mikið að gera hjá fjölskyld- unrii og stelpurnar eru orðnar al- vanar að fara á æfingar með mömmu sinni. Elsta stúlkan, Ragnheiður Rósa, æfir handbolta og er að sögn for- eldranna mjög efnileg. Arnheiður, heima á morgnana og þegar þær koma úr skóla og leikskóla. Ég tek þær líka oft með mér á æfingar. Ég er mjög mikið með þeim þannig að það breytir engu þó ég fari í tvo tíma á kvöldin. Stelpunum finnst oft gaman á æfingum með mér en fer að líða að vori eru þær orðnar þreyttar á því. Ég tek þær ekki með þegar ég fer að keppa því þá vil ég vera í friði. Ég ætla að byrja að æfa á fullu í haust," segir Björg. I poka á maganum Guðmundur er menntaður á sviði Shell Rally-Cross

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.