Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 51
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚS'l' 1996 Woody Harrelson gerir það gott í Hollywood: „Ég var nokkuð hissa þegar Oli- ver Stone kallaði mig á sinn fund og bað mig að fara með aðalhlutverkið í Natural Born Killers á móti Juli- ette Lewis. Það fyrsta sem ég sagði þegar ég kom heim til hans var: Af hverju ég? Hann svaraði að bragði: Af því að ég sé ofbeldi í þér,“ sagði hinn 34 ára gamli Woody Harrelson eða Woody í Staupasteini, eins og margir þekkja hann. Woody nýtur nú vaxandi vin- sælda sem leikari eftir fljúgandi start í Staupasteini þar sem hann fór með hlutverk hins heimska bar- þjóns, Woody Boyd. Leikur hann að- alhlutverkið í Kingpin, sem Sam- bíóin frumsýna um þessa helgi. Hans fyrsta alvöruhlutverk var í svipuðum stíl er hann lék í mynd- inni Doc Hollywood. Það var svo ekki fyrr en í myndinni White Men Can’t Jump sem hann sýndi hvað í honum bjó. Nú hefur hann jafnvel skotið Ted Danson ref fyrir rass og er mun eftirsóttari á hvíta tjaldinu en hann. Sagt er að hann fái 3 millj- ónir Bandaríkjadala (195 milljónir ísl. króna) eða meira fyrir hverja mynd sem hann leikur í. Ekki áhyggjur af ímynd „Woody hefur aldrei áhyggjur af því að tapa niður einhverri ímynd. Hann einfaldlega gerir það sem gera þarf. Hann hefur ekki minnstu áhyggjur af því hvort áhorfendum komi til með að líka við hann í ein- hverju hlutverki. Hann er alveg laus við það,“ sagði James L. Brooks sem leikstýrði honum í einni myndinni. Innsæi Olivers Stones varð tU þess að Woody lék sitt besta hlut- verk til þessa í myndinni Natural Born KiUers. Þar leikur hann fjöl- miðlasjúkan fjöldamorðingja og fer á kostum. E.t.v. tók Oliver sénsinn á því að Woody hefði erft eitthvað af skapferli föður síns en hann var fangelsaður þegar Woody var sjö ára gamaU fyrir að hafa banað manni gegn greiðslu. Faðir hans morðingi Woody ólst upp í Midland i Texas og var hið ofvirka miðjubarn en hann átti einn eldri bróður og einn yngri. Tíu árum eftir að faðir hans banaði manni gegn greiðslu var hann fangelsaður á ný, og nú tU frambúðar, fyrir að hafa banað dómara í Texas. Synir hans vissu ekki betur en hann hefði bara farið að heiman en eftir þetta flutti móð- ir þeirra með bræðurna til Ohio. Það var þar, í bókasafni skólans, sem framtíð leikarans var ráðin. Ferillinn ráðinn Woody hafði náð góðum tökum á því aö herma eftir Elvis og dag einn í kennslustofunni hvöttu vinir hans hann til þess að herma eftir Elvis og sýna hinum í bekknum. Eftir nokk- ur mótmæli lét hanr. sig hafa það, Sam-bíóin: Tveir skrýtnir og einn verri Tveir skrýtnir og einn verri (Kingpin) er gamanmynd í farsastíl. Aðal- persónan er Roy Munson sem Woody Harrelson leikur. Hann þótti á árum áður bestur allra keUuspilara og var ófeiminn við að svindla á öðrum tU að halda sér á toppnum. En það kom að því að hann var tekinn í landhelgi og gerður útlægur úr keUukeppni. Sá sem fór svona Ula með hann var að- alkeppinauturinn, Emie McCracken (BUl Murray). Sautján árum síðar er Munson orðin samnefnari fyrir alla þá sem geng- ur illa í keUunni og vinnur hann fyrir sér sem sölumaður og að sjálfsögðu selur hann keUubolta. Eitt sinn þegar hann er á söluferðalagi rekst hann á Ishmael (Randy Quaid) sem býr meðal Amish-fólksins í Pennsylvaniu. Is- hmael er undramaður í keUu og Munson tekur hann að sér. Nú er stund hefndarinnar runnin upp. Þeir félagar ferðast nú saman þvert yfir Banda- ríkin og eins og vænta má verður sú ferö hin kostulegasta. Auk þeirra Woody Harrelsons, BUls Murrays og Randys Quaids leikur í myndinni Vanessa Angel. Leikur hún stúlku sem þeir félagar taka upp í á leiðinni tU Reno. Sú kann ýmislegt fyrir sér sem ekki þolir dagsins ljós. Þeir sem gera Kingpin em þeir sömu og gerðu Dumb and Dumber. Pet- er FareUy var í leikstjórasætinu og bróðir hans, Bobby, var framleiðandi. Nú eru þeir báðir skrifaðir sem leikstjórar. Þeir bræður hafa starfað sam- an lengi og skrifað í sameiningu fimmtán handrit. Þá hafa þeir einnig skrifað fyrir hinn vinsæla sjónvarpsþátt, Seinfeld. Bræðurnir ólust upp á Rhode Island og lauk Peter námi í bókmenntum frá Columbia háskólan- um. Hann hefur skrifað eina skáldsögu, Outside Providence, og er aö vinna að nýrri bók sem á að heita Danke Doheny. Þeir bræður voru búnir að strögla lengi áður en árangurinn kom með Dumb and Dumber sem var ein vinsælasta kvikmynd ársins 1994. Þeir höfðu úr mörgu að velja en ákváðu að slá til með Kingpin en þeir skrifuðu ekki handritið. Þeir bræður og Woody Harrelson hafa þekkst í tíu ár og á tímabili leigðu Woody og Peter saman herbergi, því þótti þeim sjálfsagt að endurnýja kynni sín og starfa saman. Harrelson segir það hafa verið nýja reynslu fyrir sig aö vinna með tveimur leikstjórum við sömu mynd en segir samvinnu brærðanna það mikla að það hafi ekki komiö að sök. Bill Murray segir: „Það er stórkost- legt að vinna með tveimur leikstjórum. Þegar mér líkaði ekki hvað annar sagði tók ég ekkert mark á honum og sneri mér að hinum og spurði hvað ég ætti að gera.“ Þessu svarar Bobby Farrelly: „Þetta er bölvuð vitleysa i honum, hann fór ekki eftir neinu sem við sögðum honum að gera.“ -HK stökk upp á borð og söng með til- þrifum við góðar undirtektir skóla- félaganna. Fólk klappaði og dillaði sér í takt við sönginn. „Það var stelpa þar, þú hefðir átt að sjá hana, hún hét Robin Rogers. Hún var langsætust, mjög vinsæl og var á föstu með einni af íþróttastjömum skólans. Sú staðreynd að hún skyldi svo mikið sem tala við mig var stór- kostleg. Hún gekk til min og sagði rétt si svona: Þú ættir að leggja leik- list fyrir þig,“ sagði Woody dreym- inn á svip. Svo bætti hann við: „Ætli Robin Rogers gruni hversu þungt orð hennar vógu.“ Sáttur við aukahlutverk Margir segjast alltaf vorkenna karakternum sem Woody leikur á hvíta tjaldinu, hann sé eitthvað svo aumkunarverður útlits. Það er þó erfitt að vorkenna einhverjum sem þénar 195 milljónir fyrir að leika í einni kvikmynd. Staöreyndin er sú að Woody finnst ekkert verra að vera annar af tveimur aðalleikurum eða leika sterkt aukahlutverk. „Ég kunni vel við mig í Staupasteini. Mér finnst gott að leika mikilvægt aukahlutverk. Á vissan hátt hef ég líka gaman af því að vera aðalleik- arinn en ég vil þó heldur vera á skjánum u.þ.b. helming tímans sem myndin er sýnd. Á þann hátt áttu ekki á hættu að áhorfendur venjist þér. Þú kemur inn í þriðju hverri senu og átt þá kost á því að stela senunni,” sagði Woody. IKOLABIO A miðnætti, fínnmtudaginn 15. ágúst í 5 kvikmyndahúsum samtímis. FORSALA hafin: Opft tii kk 22 öíj kvöJd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.