Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 17
DV LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 17 Atli Orvarsson fákk orðu fyrir tónverk í Bandaríkjunum: Kvikmyndatónlist á erindi á tryggwg Þrefaldur 1. vinningur! Boston var ég ekki búinn að ákveða að læra kvikmyndatónlist. Ég datt niður á þessa grein eftir að ég var byrjaður í skólanum. Það er margt mjög spennandi sem maður lærir á þessari námsbraut eins og tónsmið- ar, útsetningar, stúdíóvinna og tölvuvinnsla. Ég sá að þetta samein- aði mjög margt sem ég hafði áhuga á.“ Berklee er mjög stór tónlistar- skóli með tæplega 3.000 nemendum og telur Atli það vera mikinn kost. Honum líkar mjög vel við skólann og telur hann henta sér vel. Atli hef- ur kynnst mörgum tónlistarmönn- um á meðan á skólavistinni stóð og aldrei að vita hvað það hefur í för með sér síðar. Stærð skólans segir hann góðan vegna fjölbreytninnar sem hægt er að kynnast ef maður hefur augun opin. mér grein fyrir. Þeir halda fast í rætur sínar í tónlist en þeir eru á mörkum þriggja heimsálfa. Meira að segja danstónlistin var þeirra tónlist að miklu leyti. Ég er að flytja burtu þannig að við getum ekki beinlínis haldið áfram með hljóm- sveitina. Okkur langar þó til þess að spila eitthvað saman næsta sumar en það er aldrei að vita hvað ger- ist,“ segir Atli. -em „Ég samdi lag fyrir samkeppni sem haldin var um lög fyrir út- skriftina. Ég sigraði og lagið var leikið við útskriftina í vor og ég fékk fyrir það orðu,“ segir tónlistar- maðurinn Atli Örvarsson sem sigr- aði í samkeppni um besta útskrift- arlagið í tónlistarskólanum Berklee College of Massachusetts í Boston þaðan sem hann er að ljúka námi. DV náði sambandi við Atla í miðj- um prófónnum þar sem hann er að ljúka síðustu einingunum til BS- gráðu í tónlist með kvikmyndatón- list sem aðalfagi. Þeir sem vel eru að sér í tónlistar- lífmu kannast vel við Atla en hann á ekki langt að sækja tónlistargáf- una því hann er sonur Örvars Krist- jánssonar tónlistarmanns og bróðir Grétars Örvarssonar og Karls Örv- arssonar. Einnig á hann yngri syst- ur, Þórhildi sem er i söngnámi og Atli segir hana vera afar efnilega. Atli hefur leikið á hljómborð hjá mörgum þekktum íslenskum hljóm- sveitmn. Hann hóf ungur tónlistar- nám á Akureyri. Hann lék á hljóm- borð í Stuðkompaníinu þegar það sveitin sigraði í Músíktilraunum árið 1987. Þegar hann flutti til Reykjavíkur fór hann að leika sem aukamaður hjá Todmobile. Atli spil- aði með Sálinni hans Jóns míns frá 1991 til ársins 1993 þegar hann hóf nám í Berklee. Hann tók sér að þvi búnu eins árs frí frá náminu til þess að safna peningum fyrir skólagjöld- um og spilaði með SSSól. Atli segist hafa tekið þátt í út- skriftinni þrátt fyrir að eiga nokkr- ar einingar eftir vegna þess að hann hafí sigrað í samkeppninni. Orðurn- ar voru veittar í tilefni fímmtíu ára afmælis skólans og var það í síðasta skipti sem þær voru veittar. Þeir sem sköruðu fram úr í skólanum fengu viðurkenningu ásamt kennur- um sem búnir voru að þjóna lengi og vel. Atli hefur verið í þrjú ár í Boston og flytur eftir mánuð til Norður- Karólínu þar sem hann hefur mast- ersnám. Hann er ógiftur en á fimm ára dóttur á íslandi sem heitir Hild- ur Svava. Hann samdi tónlist við sjónvarpsmyndina Laggo sem sýnd var um páskana í fyrra í Sjónvarp- inu. Námið sameinar margt „Ég get ekki séð núna hvað verð- ur fram undan hjá mér eftir námið en margt hefur gerst síð- ustu þrjú árin. Þeg- ar ég kom til hvar sem er „Ég hef fengið mikla at- hygli hjá fjölmiðlum á ís- landi vegna orðunnar. Ég held að markaðurinn fyrir mig eftir að námi lýkur sé meðal annars heima á íslandi. Ég er viss um að það er markaður fyrir kvikmyndatón- list þar. Ég vil í raun og veru vinna hvar sem er og það er ekki ólíklegt að ég reyni fyrir mér í Bandaríkjunum eft ir mastersnámið sem tekur tvö ár,“ Tónleikaferð til Kýpur „Skólafélagar mínir og kennarar settu saman hljómsveit sem fór til Kýpur i tónleikaferð í sumar. Við héldum sex tónleika og lékum mest- megnis popptónlist en einnig gríska og ameríska tónlist ásamt tónlist frá Kýpur. Það var mjög skemmtilegt að koma þangað og ferðin var mjög mikil upplifun. Tónlistarmenning Kýpurbúa er mjög ólík því sem ég hafði ímyndað mér en þeir eru minna vestrænir heldur en ég gerði Baðkar Stærð 170x70 cm. ÖHtækin erufrá samaa8Ha,se«n try"LSaUt áferð og Handlaug á vegg 43x55 cm WC í vegg eða gólf meðvandaðri harðri setu í sama lit. RAÐGREIÐSLUR ]CW) SIÐUMULA 34 (Fellsmúlamegin) • SIMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTÖSC9-18 • LAUGARDAG 10-14 Atli Örvarsson fékk orðu hjá bandarískum tónlistarskóla fyrir lag sem hann samdi fyrir útskriftina í vor. Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.