Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTl 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. r Ovinir þjóðarinnar Hér á landi hefur fólk á hverjum degi greiðan aðgang að tugum dagblaða af margs konar gerðum. Ef það sætt- ir sig ekki við verð eða gæði innlendra dagblaða, getur það keypt útlend dagblöð í bókabúðum eða lesið úr þeim á netinu. Markaður dagblaða er frjáls hér á landi. Ríkið leggur ekki stein í götu innfluttra dagblaða. Það skattleggur þau ekki umfram innlend dagblöð. Sami virðisaukaskattur er á erlendum og innlendum dagblöð- um. Þetta ástand er kallað frjáls markaður og er abnennt talið vera hornsteinn ríkidæmis Vesturlanda. Þegar markaður er frjáls, þurfum við enga reikni- meistara til að segja okkur, hvort vara eða þjónusta sé of dýr eða ekki. Sjálfvirkni markaðarins finnur jafn- vægi, sem er nærtækara og sanngjarnara en ákvarðanir þeirra, sem taka sér vald til að ákveða verðlag. Um grænmeti eins og tómata og gúrkur gilda hins veg- ar ekki markaðslögmál eins og um dagblöð og flestar aðrar vörur. Tómatar og gúrkur njóta sérstakrar vernd- ar ríkisvaldsins eins og aðrar garðyrkjuvörur sem og raunar aðrar afurðir innlends landbúnaðar. Við getum hvorki valið milli innlendra og erlendra tómata né keypt innflutta tómata á tollfrjálsu verði eins og innflutt dagblöð. Það eru voldugir aðilar í landbúnað- arráðuneytinu og hagsmunastofnunum landbúnaðarins, sem taka um þetta ákvarðanir fyrir okkur. Ákveðið er að ofan, hvenær erlendir tómatar mega fást á íslandi og hve miklir ofurtollar eru lagðir á þá. Þetta er angi af þeim fjötrum, sem stjórnmálamenn og aðrir hagsmunagæzlumenn landbúnaðarins hafa bundið íslenzkum neytendum og skattgreiðendum. Þessi glæpsamlega iðja er þjóðhættulegri í grænmetis- verzlun en í öðrum þáttum landbúnaðarins, af því að hún heldur niðri neyzlu á grænmeti, sem íslendingar borða allt of lítið af samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Ríkið heldur þjóðinni frá neyzlu grænmetis. Til að bæta gráu ofan á svart hindrar ríkið, að íslenzk- ir neytendur geti utan innlenda uppskerutímans neytt þess grænmetis, sem hollast er, það er lífrænt ræktaðs grænmetis. Slíkt grænmeti er dýrt í innkaupi og marg- faldast svo í verði vegna ofurtolla ríkisins. Með innflutningshöftum og ofurtollum á grænmeti spilla ráðamenn landsins heilsu landsmanna og magna upp ýmsa sjúkdóma. Forustuna hefur Guðmundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra, sem hef- ur reynzt óvenjulega forhertur hagsmunagæzlumaður. Ríkið er þessa dagana að kikna undir kostnaði við sjúkrahús og aðra þætti veikindageirans. Það ætti að leggja áherzlu á forvarnir með því að tryggja algert markaðsfrelsi þeirra matvæla, sem bezt áhrif hafa á heilsuna, svo að ódýrt og gott grænmeti fáist allt árið. íslenzk garðyrkjusamtök hafa heimtað innflutnings- höft og ofurtolla ríkisins og bera á þeim fulla ábyrgð. Þau bera jafnframt fulla ábyrgð á kostnaðaraukanum, sem þetta hefur valdið íslenzkum heimilum, og heilsu- tjóninu, sem stafað hefur af neyzlustýringu þessari. Þeim hæfir vel að nota hluta af illa fengnum gróða til að framleiða nafnlausa auglýsingu, sem kastar ríkis- reknum tómötum í þá framleiðendur, sem keppa við er- lenda framleiðslu án nokkurra innflutningshafta eða tolla af hálfu ríkisins, það er að segja innlend dagblöð. Ekki verður dregin fjöður yfir svívirðilegt ástand í vöruúrvali og verðlagi grænmetis af völdum samsæris stjórnmálamanna og garðyrkjusamtaka gegn þjóðinni. Jónas Kristjánsson Sigurreifur forseti missir aðalráðgjafa Að afstöðnum þingum beggja stóru flokkanna í Bandaríkjunum er ekki um að villast að Bill Clint- on forseti og merkisberi demókrata stendur mun betur að vígi en keppinautur hans, Bob Dole, úr Repúblikanaflokknum í viðureigninni um forsetaembætt- ið í kosningum í nóvemberbyrjun. Skoðanakannanir sýna að meðal þeirra sem líklegir eru til að greiða atkvæði eru yfirburðir Clintons fram yfír Dole frá 13 til 15 af hundraði. Sama er uppi á teningnum þeg- ar leitað er álits Bandaríkja- manna á persónulegri afstöðu þeirra til forsetaefnanna. Um eða yfir helmingur svarenda hefur já- kvæða afstöðu til Clintons en um eða innan við fjörutíu af hundraði hafa samsvarandi álit á Dole. Á flokksþingi demókrata í Chicago kom í ljós að í kjarna flokksins ríkir bjartsýni á að takast muni að hnekkja meiri- hluta repúblikana í annarri ef ekki báðum deildum Bandaríkja- þings í kosningum. En svo bar það næstum upp á sömu stundu að Clinton hélt stefnuræðu sína í lok flokksþings- ins í Chicago og það fregnaðist að nánasti stjómmálaráðgjafi hans hefði sagt af sér vegna kynlífs- hneykslis með pólitísku ívafi. Þegar forsetaferill Clintons stóð lægst í almenningsáliti og pólitískum áhrifum, eftir að repúblikanar unnu meirihluta í báðum þingdeildum fyrir tveim árum, sneri hann sér til gamals kunningja frá ríkisstjóraferlinum í Arkansas og gerði Dick Morris að helsta stjórnmálaráðgjafa sín- um. Meðal flokkssystkina forsetans mæltist valið á stjórnmálaráðu- naut miðlungi vel fyrir. Bæði kom til að hann hafði undanfarið unnið fyrir repúblikana og var kunnur fyrir að vera lengra til hægri í stjórnmálalitrófinu en meginhluti áhrifamanna í Demókrataflokknum. En eins og oftar reyndist Clint- on hafa sýnt pólitíska þefvísi. Með afstöðu sem Morris átti rík- an þátt í að móta tókst forsetan- um að færa ímynd sína nær hinni breiðu miðju bandarísks kjós- endahóps. Hann hélt þannig á málum í viðureigninni við meiri- hluta repúblikana á þingi að al- menningur kenndi þingliðinu um allt sem miður fór, þar á meðal ít- rekaða stöðvun opinberrar þjón- ustu vegna togstreitu um fjárlög, og Newt Gingrich, forseti full- trúadeildarinnar og hugmynda- fræðingur meirihluta repúblik- ana, er orðinn óvinsælasti stjórn- málamaður í Bandaríkjunum. Erlend tíðindi Magnús Torfi Úlafsson Hámarki náði þessi miðleitni- stefna Clintons nú nýverið þegar hann ákvað að undirrita frum- varp frá þinginu um að færa fá- tækraframfæri í Bandaríkjunum frá alríkisstjóminni til ríkjanna og þrengja um leið aðgang að því til muna. Þessi nýja lagasetning er eitur í beinum demðkrata af gamla skólanum sem stæra sig af að bandarískt velferðarkerfi sé verk þeirra flokks. En fátæklingar skiia sér illa á kjörstaði í bandarískum kosning- um þar sem skattgreiðendur sem sjá ofsjónir yfir háum framlögum til fátækraframfærslu láta sig miklu síður vanta. Með því að undirrita lagasetningu repúlik- ana um þetta efni firrti Clinton sig árásarefni af þeirra hálfu í kosningabaráttunni. Hann losn- aði líka við meiri háttar gagnrýni eigin manna á flokksþinginu, þótt óánægðir væru, af því að við hann eru bundnar sigurvonir flokksins í nóvember. Uppljóstrun slúðurblaðs um samband Dicks Morris við dýr- selda skækju í Washington, sem á að hafa fengið að hlýða á símtöl hans við forsetann og heyrt hann hafa persónur forsetahjónanna í flimtingum, er kærkomin viðbót í vopnabúr áróðursvélar repúblik- ana. í þeim herbúðum hefur lengi verið leitast við að útmála núver- andi Bandaríkjaforseta sem glaumgosa af kynslóð blóma- barna og konu hans sem valda- fíkna misindismanneskju, sér í lagi í fjármálum. En eftir er að sjá hvort fall Dicks Morris hrín á Clintonhjón- unum. Þótt maðurinn sé víðkunn- ur meðal þeirra sem lifa og hrær- ast í bandarískum stjórnmálum og fréttamennsku hefur hann haldið sig bak við tjöldin og utan sviðsljóssins, eins og ráðgjafa valdhafa ber. Bandarískur almenningur fréttir því ekki af tilveru hans fyrr en við þennan atburð. Bill og Hilary Clinton veifa til þingheims í lok flokksþingsins í Chicago. Símamynd Reuter oðanir annarra Konunglegar endurbætur „Georg sjötti, faðir Elísabetar Englandsdrottningar, sagði eitt sinn að konungsfjölskyldan væri eins og fyr- irtæki. Líkt og hver annar framkvæmdastjóri undir gagnrýni hefur Elisabet brugðist við og skipað fjöl- skyldumeðlimi í framtíðarnefnd sem endurskoða á markmið fyrirtækisins á leið þess inn í nýja öld og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Líkurnar á að kon- ungdæmið lifi áfram eru sterkar en sagan hefur sýnt fram á aðlögunarhæfni þess. Almenningur virðist og styðja konungdæmið. Venjan er áhrifarík og kann að verða sterkasti bandamaður konungdæmisins á erfið- um tímum.“ Úr forustugrein New York Times 26. ágúst. Styrkjabrjálæði „Evrópusambandið líður fyrir gríðarlegt styrkja- og niðurgreiðslubrjálæði sem hvorki kemur atvinnulíf- inu né neytendum til góða en kannski stjórnmála- mönnunum sem veita þá og skrifstofubákninu sem annast veitingu þeirra. Því miður halda margir stjómmálamenn enn að ríkisstyrkir skapi atvinnu. Það er reginfirra. Afnám ríkisstyrkja og niður- greiðslna ætti að vera efst á dagskrá ríkjaráðstefnunn- ar í stað framtíðarsýnar þar sem evrópskt atvinnulíf og milljónir manna lifa á framfæri hins opinbera." Úr forustugrein Jyllands Posten 26. ágúst. Ríkisheróín „Ef tilraun með dreifingu ókeypis heróíns getur átt sér stað undir nauðsynlegu eftirliti og án þess að virkja hvetjandi á veikar sálir tii að gerast fikniefna- neytendur á reikning ríkisins getur það komið samfé- laginu og fikniefnaneytendunum til góða. Hin dapra þróun sl. ára hefur því miður veitt okkur meiri vit- neskju um hvaða ráð duga ekki gegn neyslu og sölu fikniefna en hvaða ráð duga. Þess vegna eru nýjar hugmyndir nauðsynlegar." Úr forustugrein Jyllands Posten 27. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.