Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 DV m_____________________________________________________________ Anna Dóra Theódórsdóttir hefur búið í Frakklandi í 18 ár: „Eg var gift kona á Islandi en einn góðan veðurdag ákvað ég að yf- irgefa landið og hef ekki komið al- komin heim síðan. Það var bara til- viljun að ég fór til Frakklands. Ég fór út ófrísk og reddaði mér vinnu, húsnæði og öllu sem þurfti. Ég var líka svo heppin að fá strax vinnu við að kenna ensku í einkaskóla þvl að ég var víst mjög góð í ensku þó að ég sé slæm í henni í dag,“ segir Anna Dóra Theódórsdóttir en hún hefur búið í Frakklandi í rúm 18 ár, flutti utan 23ja ára gömul. DV greindi frá því í sumar að Anna Dóra hefði farið ásamt ætt- ingjum sínum út í Papey, en hún á einmitt ættir að rekja þangað, og látið skíra dætur sínar tvær, Gwennaelle ísadóru, 11 ára, og ísól, 5 ára, í Papeyjarkirkju en Anna Dóra á einnig einn son, Yannick Víking, 17 ára, sem fæddist í Frakk- landi. Eftir skirnina var boðið upp á veitingar í gamla bænum í Papey. Langafi Önnu Dóru, Gísli Þor- varðarson, keypti Papey um síðustu aldamót og átti þar heima en faðir Önnu Dóru, Theódór, er sonur Ingólfs Gislasonar, fyrr- verandi læknis á Djúpavogi Anna þá mannfjöldinn í eynni talsvert. Anna Dóra hefur tekið virkan þátt í lífinu á eynni og kynnst fólkinu þar vel enda sé hún önnur tveggja út- lendinga á eynni. - En hvernig ætli það hafi verið fyrir hana að flytjast alein til Frakk- lands fyrir 18 árum? Hafa litla n sama rétt ^ og „Pegar eg hef att i erfioleikum hefur mer oft nægt að hugsa til langafa míns, Gísla í Papey, og langömmu minnar, Margrétar, sem lést af slysförum því aö það var ekki hægt að ná í lækni,“ segir Anna Dóra Theódórsdóttir, þriggja barna einstæð móðir í Frakklandi en hún lét skíra dætur sínar, l'sól og ísadóru, úti í Papey í sumar til að heiðra minningu langafa síns. Hér er hún með Yannick Víkingi og ísól en ísad- óra var fjarverandi. DV-mynd JAK %>. S* sO s/en *ð IV- þolinmæði „Það var bara skemmtilegt en ég mundi ekki leggja það á mig í dag því að ég mundi ekki hafa sama þrekið. Ég myndi ekki geta búið í París í dag auk þess sem það er svo erfitt að læra frönsku þegar maður hefur enga undirstöðu. Ég myndi ekki gera það í dag,“ segir hún og kveðst í upphafi hafa reynt að bjarga sér á ensku í París en fljót- lega séð að það gengi ekki. Frakkar svari á frönsku þó að þeir skilji kannski enskuna og hafi litla þol- inmæði til að hlusta á önn- ur tungumál. „Ég hef allan Dóra hefur fengið mikinn áhuga á ættfræði með aldrin- um og þrosk- að með sér sterkar taugar til langafa síns. Hún talar um hann af mikilli virðingu og ákvað að láta skíra stelpurnar sínar úti í Papey til að heiðra minn- ingu hans. „Þetta var góður maður og mikill höfðingi í sér. Hann sagði á sínum tíma að hann vildi verða aílögufær til að geta gert eitthvað fyrir aðra. Hann styrkti til dæmis Ríkharð Jónsson myndhöggvara til náms með því að gefa honum kú og fóður í heilan vetur. Þegar maður býr er- lendis fer maður að hugsa um ræt- ur sínar," segir hún. „Þegar ég hef átt í erfiðleikum hefur mér oft nægt að hugsa til langafa míns, Gísla í Papey, og langömmu minnar, Margrétar, sem lést af barnsförum úti í eyju því að það var ekki hægt að ná í lækni. Ef maður hugsar til þess hvað lifið hef- ur verið erfitt hjá þeim hefur mað- ur ekki efni á þvl að kvarta," segir hún. Stofnar hótel Anna Dóra hefur búið í Frakk- landi í 18 ár, þar af tíu ár í París. Hún segist hafa lagt ýmislegt fyrir sig gegnum tíðina og verið meðal annars í því að stofna íslenska skól- ann í París. Hún hafi meðal annars fundið ókeypis húsnæði fyrir skól- Engfand ann en síðan flutt frá Paris í sæluna úti á ferða- mannaeyjunni Fagurey á vesturströnd Frakklands. Það tekur um fjórar klukkustundir í lest að fara þangað frá París. Þar hefur Anna Dóra búið í tæp níu ár og lík- ar vel enda eyjablóð í æðum henn- ar. „Ég var búin að búa í nokkur ár í París þó að ég sé enginn stórborgar- búi í mér. Ég átti því um tvennt að velja, annað hvort að flytja heim til íslands eða detta niður á einhvern stað sem-mér fannst líkur íslandi," segir hún og bætir við að náttúran á Fagurey sé mik- il og falleg og eyjan sé mikil listamannaeyja. Mikið sé að ger- ast þar í listalíf- inu og mikið af frægu fólki sem komi þangað. Mitterrand Frakklandsfor- seti hafi til dæmis gjarnan komið til Fagur- eyjar til að hvíla sig. „Ég stofnaði lítið hótel, nokkurs konar heimagistingu, og leigði út herbergi barnanna á sumrin þegar þau fóru til íslands. Svo hef ég líka verið í vinnu á sjúkrahúsinu á eynni en þar er einmitt mikið af opinberum stofnunum. Á sjúkrahúsinu hef ég mikið unnið með þroskaheftum og geðveikum og farið með fólkinu út í náttúruna, unnið með því og og ver- ið með því. Núna síðast vann ég á endastöðinni - í biðsal dauðans," segir Anna Dóra. e.«> Belgía Rouen Lenz • París Þýskaland Nancy Laval • FagureyX Fagurey Frakkland • Bordaux Spánn Anna Dóra fer aftur utan innan tíðar og snýr sér þá að því að opna listagallerí með íslenskum vörum, til dæmis lífolíu úr birki og blágresi frá Vallamesi á Héraði, og málverk- um eftir erlenda og íslenska málara. Hún ætlar að halda áfram með rekstur sinn og reka hótelgistingu í tveggja hæða gömlu húsi miðsvæðis á Fagurey. Húsið fékk hún til umráða og er nú að gera upp og vonast til að geta flutt inn í sept- ember. Hún er mjög hrifin af íslenskum náttúruvörum, til dæmis spennum úr skeljum og mun bjóða upp á þær í galleríinu. Um 70.000 ferða- menn sækja Belle Ile de Mer, eða Fagurey, heim á hverju sumri en þar búa aðeins um 4.500 manns. Anna Dóra segir að eyjan sé mikil nátt- úruparadís, klettótt og strandimar ljós- ar - og þá vanti bara fjöllin og hver- ina - og hún ætlar að hafa opið um jól og páska enda eykst Sviss Ítalía # • Nice Cannes fransk- ur ríkis- borgari þó að ég sé íslenskur ríkisborgari. Ég hef sam- lagast þjóðfé- laginu mjög vel enda verður mað- ur að læra á þjóðfé- lagið og skilja það,“ segir hún. Bömin hennar hafa gengið í skóla í Frakklandi þó að þau hafi komið til íslands á sumrin. Yannick Víkingur klárar menntaskóla í vor og ætlar að koma til íslands í há- skólanám. Hefur áhuga á málum geðveikra Anna Dóra segist hafa mikinn áhuga á málefnum geðveikra, enda unnið við þau úti á Fagurey, og hef- ur reynt að kynna sér þau mál hér á landi meðan á dvöl hennar hefur staðið. Stundum er sagt að glöggt sé gests augað og Anna Dóra hefur myndað sér mjög ákveðan skoðun á málefnum geðveikra á Islandi. Hún telur að þeim málum sé einkenni- lega hagað og sér sýnist vanta mik- ið upp á að þau séu í nógu góðu horfi. íslendingar séu fremri Frökk- um að mörgu leyti en því miður virðist íslendingar hafa mikla for- dóma í garð geðveikra. „Fólk hefur það yfir höfuð mun betra hér en í Frakklandi og því hefði ég haldið að þessi mál ættu að vera í stórgóðu lagi,“ segir eyjakon- an Anna Dóra Theódórsdóttir. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.