Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 fólk Sigrún Edda Björnsdóttir ráðin hjá Þjóflleikhúsinu: Sigrún Edda verður < a&alhlutverki í Þjóöleikhúsinu í vetur. Á mánudag skýrist hvaöa leikrit þaö veröur. DV-mynd Pjetur Mörgum er í fersku minni þegar Sigrún Edda lék Snæfríöi íslandssól í Hinu Ijósa mani i vetur. Skrifar handrit að þáttum fyrir sjónvarp „Ég er ótrúleg tilfinningavera, stundum óþolandi. Vinir mínir segja mér að það sé vegna þess að ég er meyja með rísandi sporðdreka og í því sé vandinn fólginn. Ég tek oft mikilvægar ákvarðanir eftir tilfinn- ingu og eyði svo næstu vikum á eft- ir í að setja þær í rökrænt sam- hengi,“ segir Sigrún Edda Bjöms- dóttir leikkona sem eftir tíu ára starf hjá Leikfélagi Reykjavíkur hef- ur sagt samningi sínum lausum. „Eftir að ég sagði upp hjá Borgar- leikhúsinu fór ég að skoða mögu- leikana á því að vinna eftir eigin höfði og nota eigið frumkvæði. Ég hef skrifað handrit að þáttum um Bólu fyrir Sjónvarpið undanfarin ár og kem til með að halda því áfram í vetur, auk þess sem ég reikna með að talsetningar á bamaefni verði stór hluti af mínu starfi í vetur. Ég hef unnið að því í sumar að skrifa handrit að fimm þátta röð fyrir böm tengdri jólum sem ég er að vonast til að verði sýnd á Stöð 2 í desember, nú og svo hafa nokkrir leikarar komið til mín og beðið mig að leikstýra sér og það finnst mér mjög spennandi, hvað svo sem úr verður," segir hún. Það leggst mjög vel í Sigrúnu að starfa í Þjóðleikhúsinu. „Ég get ekki sagt frá því á þessari stundu hvaða verkefni það er sem ég leik í, þar sem ég reikna með að þjóðleikhús- stjóri vilji sjáifur segja frá verkefn- um komandi leikárs.“ Sigrún er að vísu ekki alveg ókunnug því að leika í Þjóðleikhús- inu. Hún starfaði þar í fimm ár eft- ir að hún útskrifaðist úr Leiklistar- skólanum. Sigrún Edda er ein dáð- asta leikkona landsins. Nokkur leynd hefur hvílt yfir því hvað hún muni taka sér fyrir hendur að lokn- um störfum hjá LR. Sigrún segir að deilumar í Borgarleikhúsinu hefðu „Ég var mjög oft valin í stelpuhlutverk í byrjun leikferilsins," segir Sigrún Edda sem hér er í hlutverki prakkarans Línu langsokks. vissulega haft sitt að segja hvað varðaði ákvörðun hennar og hún hefði ekki verið sammála öllu því sem þar fór fram. Þó væri aðalá- stæðan kanski fyrst og fremst sú að sér hefði fundist tími til kominn að kíkja aðeins í kringum sig og bjóða forlögunum birginn. „Margir sögðu við mig aö ég væri brjáluð, það yrði enginn dans á rósum að vera í lausamennsku í leik- list. Það er örugglega rétt, en ég hef verið þekkt fyrir ýmislegt annað en skyn- semi í gegnum tíðina." Tvjsvar Snæfríð- ur íslandssól Sigrún er afar fjölhæf leikkona og hefur sýnt það og sannað alit frá því hún útskrifaðist úr Leik- listarskóla Islands 23 ára gömul árið 1981. Eitt af lokaverkefnum hennar þar var í íslands- klukku Halldórs Lax- ness þar sem hún lék Snæfríði íslandssól unga. Hún fór síð- an aftur með hlut- verk Snæfríðar í uppfærslu Leik- felags Reykja- j víkur á Hinu Ijósa mani í Borgar- léikhús- inu á síð- asta leik- tímabili. „Ætli Sriæfríður sé „ ekki eitt uppá: haldshlutverkið mitt. Einhveijum reiknaðist svo til að Snæfríður í Hinu ljósa mani væri stærsta kven- hlutverk sem hefur verið leikið á ís- lensku leiksviði og er það ekki ótrú- legt. Ég stóð á leiksviðinu í þrjá klukkutíma, þetta var toppurinn á tilverunni og ég gat með góðri sam- visku farið í tveggja mánaða sum- arfrí upp til heiða sem ég hef ekki gert i mörg ár,“ segir Sigrún Edda. Valdist í stelpuhlutverk Sigrún Edda lék sitt fyrsta hlut- verk eftir útskrift hjá Leikfélaginu í Iðnó þar sem hún hljóp inn í hlut- verk Elskunnar í Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson, í leikgerð Kjart- ans Ragnarssonar. Á sama tíma var hún ráðin við Þjóðleikhúsið þar sem hún starfaði í fimm ár. Sigrún hefur leikið fjölmörg minnisstæð hlutverk á leikferlinum og má þar nefna túlkun hennar á Steinunni í Galdra-Lofti, Línu langsokk, Ronju ræningjadóttur, Sonju í Vanja frænda, Aldinblóð í Atómstöðinni, Elínu Helenu og Valentínu í sam- nefndum leikritum, Báru í Land míns föður og Ófelíu, svo eitthvað sé nefnt. „Ég var mjög oft valin í stelpu- hlutverk í byrjun leikferilsins enda var ég mjög ung þegar ég hyrjaði að leika. Ég hélt því reyndar áfram fram eftir öllum aldri. Ronju ræn- ingjadóttur lék ég 34 áia en hún var ellefu ára í upphafi leikritsins. Hver veit nema maður haldi áfram að leika stelpur þangað til það verður orðið verulega pínlegt," segir Sig- rún Edda og glottir. Lýsir eftir lengri sólar- hring „Því er oft þannig farið með leik- ara eins og aðra að sjálfsvirðing þeirra er fólgin í starfinu. Þar er ég engin undantekning. Það er náttúr- lega alveg afleitt aö vera svona. M.a. þess vegna vil ég hafa svolítið um það að segja hvað ég tek mér fyrir hendur og í hvers konar umhverfi ég starfa. Það getur aftur á móti ver- ið talsvert flókið að koma hlutunum heim og saman þegar maður er lausráðinn. Við íslendingar erum því marki brenndir að allar ákvarð- anir eru teknar á síðustu stundu og þar er skemmtanabransinn engin undantekning. Það er nauðsynlegt að hafa mörg jám í eldinum, því blessuð gluggabréfin halda áfram að koma inn um lúguna hvort sem manni líkar betur eða verr. Ég hef að undanfornu farið hamfórum í að leggja drög að verkefnum og nú er svo komið að mig vantar 24 tíma til viðbótar við sólarhringinn til að koma öllu heim og saman því flest virðist ætla að ganga eftir sem ég hef undirbúið. Það er ljúfur vandi fyrir vinnufikil eins og mig. Ég tek það fram aö ég ber engan kala til Leikfélags Reykjavíkur, þvert á móti. Ég á því félagi margt að þakka og þar á ég góða vini og sem leik- maður í lausamennsku býð ég mig fram til starfa í öllum leikhúsum. hverju nafni sem þau nefnast, og þar er Borgarleikhúsið engin und- antekning. Því, eins og skáldið sagði: Ég vil vinna og vinna, æfa og æfa, vera í þrotlausi vinnu frá morgni til kvölds!“ segir Sigrún Edda sem ætlar að hasla sér völl sem lausráðin leikkona, handrits- höfundur og hugsanlega leikstjóri í vetur. Lesendur eiga áreiðanlega eftir að fá að sjá meira af henni þó hún hafi yfirgefið fjalir Borg- arleikhússins að sinni. -em ■ ' ■ > - i i < I *, 4 4 I i I 9 -m i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.