Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 56
I KÍN ♦i I. Vertu víðhúin(n) vúmingi í s o FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 HB og Miönes: í eina sæng Undirrituð hefur verið viljayfir- lýsing um sameiningu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og Miðness hf. i Sandgerði undir nafni —-xsr fyrrnefnda fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi um næstu áramót en fram að þeim tíma verður samvinna í rekstri fyr- irtækjanna aukin. Hlutafé hins sameinaða félags verður 1,1 milljarður króna. Hlutur Haraldar Böðvarssonar í fyrirtæk- inu er rúm 72%. Aflaheimildir verða rúmlega 21 þúsund tonn í þorskígildum talið. -bjb Veiðimenn: Fengu flugu í hálsinn sama kvöldið „Ég var að veiða í Elliðaánum og hafði ekkert fengið þetta kvöld. Ég ætlaði að taka eitt kast enn og sveifl- aði flugunni aftur fyrir mig og hún festist í hálsinum á mér og læstist á bólakaf þegar ég henti fram. Þegar ég kom niður á slysadeild þá var mér tjáð að ég væri annar sem kæmi þangað sama kvöld með flugu i háls- inum og það er ansi skondið að tveir lendi í svona sama kvöldið," sagði Steinar Friðriksson fluguveiðimaður við DV. „Ég verð að viðurkenna að _ -s þetta var spaugileg uppákoma. Þegar ég kom niður á slysadeild með flug- una hangandi í hálsinum gláptu allir á mig og kona sem þar var stödd fór að skellihlæja og kannski skiljanlega. Ég fann ekki mikið fyrir þessu. Læknir deyfði mig og náði flugunni síðan út. Flugan var samt erfið og lækninum tókst að stinga sig á henni. Ég er byrjaður að veiða aftur enda óforbetranlegur. Ég hef passað mig betur nú síðustu daga enda hef ég lítinn hug á að lenda í þessu aft- ur,“ sagði Steinar. -RR 4x4 árprfl 1997 er komin! Ingvar Helgason hf. SavarhöfHa 2 Sími 525 8000 L O K I Afleiðingar læknadeilunnar aö veröa alvarlegri: Fólk dregur of lengi að leita til læknis - vegna deilunnar, segir Matthías Halldórsson aöstoöarlandlæknir „Það er ákaflega erfitt að segja til um hvað megi rekja beinlínis til læknadeilunnar. Það má ef til viil segja að í sumum tilfellum megi segja að deilan eigi þátt í því að sjúklingur hegðaði sér á annað hátt en hann hefði annars gert. En það er ekkert dauðsfail sem við getum rakið beinlínis til deilunnar, það væri allt of sterkt til orða tekið. Það eru dæmi af fólki með kransæðastíflu sem hefur beðið lengur með að fara til læknis en þaö hefði annars gert vegna deil- unnar,“ sagði Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir í samtali við DV i gær. Hann sagði að á fundi fjármála- ráðherra, heilbrigðisráðherra og landlæknis um læknadeiluna í gær hefði verið ákveðið að reyna að skipuleggja neyðarþjónustu enn frekar í samráði við Læknafélagið. í bréfi, sem félagið hefur sent til landlæknis, kemur fram að það er tilbúið til að vinna að því. „Þá er í bígerð að skipa héraðs- hjúkrunarfræðinga í öllum 8 lækn- ishéruðunum, en þær stöður eru til samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu, en hafa ekki verið starf- andi áður,“ sagði Matthías í gær ritaði fjármálaráðherra bréf til Læknafélagsins þar sem hann segist hafa tilnefht menn í nefhd til að endurskoða allt skipu- lag á störfum heilsugæslulækna og óskar eftir því að Læknafélagið skipi líka í nefndina. „Hann óskaði eftir þessari nefnd- arskipan fyrir nokkru, en við telj- um að nefhdarstörfin muni taka lengri tima en svo að það geti tengst lausn deilunnar. sagði Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands. Hann segir að það ekki geti ann- að verið en læknadeilan leysist á næstunni. „Það þarf að hækka föstu launin og það má gera í áfongum. Á sama tíma verður að taka á því hvemig laun heimilislækna verða til að öðru leyti, þannig að þetta verði ekki hrein hækkun. Þetta hefur alltaf verið vitað og ef menn vilja bara setjast niður og horfast í augu við þessa staðreynd þá leysist deil- an mjög fljótt," sagði Sverrir Berg- mann. -S.dór Ólafur Ragnar Grímsson forseti ásamt Guðrúnu Katrínu og Matthíasi Bjarnasyni, fyrrum ráðherra. DV-mynd Hlynur Forsetaheimsókn: Helgur staður í hjörtum okkar DV, Þingeyri: Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, fór í sína fyrstu op- inberu heimsókn, eftir að hann tók við forsetaembættinu, í gær. Vest- firðir, æskuslóðir forsetans, urðu fyrir valinu. Hann hóf heimsóknina að Hrafnseyri þar sem hann lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sig- urðssonar. Við það tækifæri sagði forsetinn að „Hrafnseyri væri helg- ur staður í hjörtum okkar“. Á eftir afhenti hann Hrafnseyramefnd að gjöf mynd af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðsveldisins. Matthí- as Bjarnason, fyrrum ráðherra og formaður Hrafnseyramefndar, tók við gjöfinni. -HA Sunnudagur Mánudagur Veðrið á morgun: Votviðri Á morgun er búist við suðvestlægri átt og víða allhvössu, einkum um landið sunnan- og austanvert. í flestum landshlutum verður votviðri. Hiti á bilinu 10 til 16 stig, hlýjast austanlands. Veðrið á mánudag: Norðvestanátt Á mánudag er búist við að vindur snúist í skammvinna en allsnarpa norðan- og norðvestanátt með kólnandi veðri, rigningu norðan- og norð- austanlands en annars staðar ætti að verða þurrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.