Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 mik» w w Miklar vonir eru bundnar við kraftlyftingamanninn Guðna Sigurjónsson þegar hann stígur í hringinn í fyrsta sinn f byrjun september. Guðni Sigurjónsson er fyrstur íslendinga til að keppa í boxi atvinnumanna í Las Vegas: Guðni vinnur fyrsta leikinn Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. Verð frá: 1.890 kr í stærðfræði Mikið úrval reiknivéla „Guðni er hörkutól og fílhraust- ur. Ég veit þó ekki mikið um hæfni hans á tæknisviðinu," segir Guð- mundur Arason, forstjóri og áhuga- maður um boxíþróttina. Kraftlyftingamaðurinn Guðni Sigurjónsson hyggur á atvinnu- mennsku i þungavigtarflokki í boxi í Bandaríkjunum. Umboðsmaður- inn John Black hefur tekið hann upp á sína arma og ætlar að gera boxara' úr honum. Black hefur samið við Guðna um fæði, húsnæði, vasapening og prósentur af leikjun- um. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, þjálfara Guðna, er ekki samið um mikla peninga en þeir aukast eftir því sem velgengnin eykst. Boxarar þurfa að keppa í fimm til sex leikj- um og helst vinna alla áður en pen- ingamir fara að skila sér. Guðni á að baki langa sögu í íþróttum. Hann spilaði um tíma í unglingalandsliðinu í fótbolta. Einnig var hann íslandsmeistari í sjómann. Hann hefur verið framar- lega á kraftlyftingamótum auk þess sem hann er heimsmeistari í dauða- lyftu. Guðni er 31 árs og er kvæntur oj; á tvö böm. A tvo boxara Black er sá sami og Hjalti Úrsus og Andrés Guömundsson voru í samningum við fyrir tveimur árum en Black rekur líkamsræktarstöð þar sem Tyson og gulldrengurinn, Oscar de la Hoja, æfa í Las Vegas. Black á tvo boxara og hann hefúr verið mjög spenntur fyrir íslensk- um kraftlyftingamönnum. Ef Guðna gengur vel í fyrstu leikjunum á hann sannarlega von á að græða eitthvað á boxinu. Ekki hefur enn þá verið ákveðið hvort og þá hvenær fjölskyldan flytur til Guðna en hann er um þessar mundir stadd- ur við æfingar í San Diego þar sem ekki reyndist unnt að ná sambandi við hann. Það fer eftir því hvort hann ílengist í Las Vegas, Mekka boxins. Guðni slæst í fyrsta sinn í hringnum i flokki atvinnumanna í segir Olafur Asgeirsson þjálfari Las Vegas um næstu helgi eða sömu helgi og Tyson og Seldon eigast við. „Það var ofsalega gott að þjálfa Guðna því hann er atvinnumaður fram í fingurgóma. John Black bauð Guðna bestu aðstæðumar en hann gat ekki haldið áfram hér á landi þar sem boxíþróttin er bönnuð. Guðni er fyrsti íslendingurinn sem slæst í atvinniunannaleik en þeir Hjalti Úrsus Ámason og Andrés Guðmundsson hafa báðir slegist í flokki áhugamanna," segir Ólafur Andrés vann tvo áhugamanna- leiki í Bandaríkjunum en varð að hætta þegar hann sprengdi á sér vöðva í keppni. Til stóð að hann keppti tii úrslita í keppni fyrir hnefaleikara sem keppt höfðu færri en fimm leiki. Það varð ekki. Hjalti Úrsus gerði samning við John Black og stefndi á sínum tíma á atvinnu- mennsku í boxi en eitthvað varð lít- ið úr því hjá honum og hann hætti efth: rothögg í leik. Ólafur segir það kraftaverk að Guðni skuli fá að keppa í flokki at- vinnumanna áður en hann reynir fyrir sér á sviði áhugamanna. Al- gengt sé að boxarar leiki 40-50 áhugamannaleiki áður en þeir kom- ist að sem atvinnumenn. Menn þurfa oft að leika sem áhugamenn í fjögur til fimm ár áður en þeir ná þangað sem Guðni er kominn núna. Tröllatrú á Guðna „Guðni fékk tækifærið strax og þurfti ekki að bíða en það er mjög sérstakt. Líkast til hefúr John Black tröllatrú á honum. Hann hefur svo margt til að bera. Guðni var 124 kíló þegar við byijuðum að æfa fyrir tveimur árum en hann er orðinn 98 kíló núna. Ég er alveg viss um að Guðni vinnur fyrsta leikinn þó svo andstæðingurinn búi yfir miklu meiri reynslu en hann,“ segir Ólaf- ur. Hugsanlegt er að Stöð 3 sýni frá leik Guðna en Ólafúr lýsir leik Ty- sons og Seldons á Stöð 2 þann 7. september. Guðni keppir á móti manni sem hefur töluvert fleiri leiki heldur en hann á bak við sig en Ólafur er ekki viss um hvað hann heitir. Að sögn Guðmundar Arasonar er boxið að breytast og þungvigtin að færast meira út í kraftamennsku og höggþungastíl. „Mér finnst þessi stíll leiðinlegur því ég vil hafa þetta létt og leikandi," segir Guðmundur. -em ism staögreiöslu og greiöslukortaafsláttur og stighcekkandi birtingarafsláttur a»t mll» hlrrtir^ Smðauglýs)ngar ssosooo Blómatilboð Fflcus 70-90 cm, kr. 590. 90-100 cm, kr. 990. Drekatré 50 cm, kr. 360. Friðarlilja 50 cm, kr. 440. Schefflera 40 cm, kr. 290. Stofuaskur 20 cm, kr. 160. Krótoti, 50 cm, kr. 490. Sólhlífarblóm, 50 cm, kr. 490. Naglakaktus, kr. 390. Fíkus (tvílitur), 50 cm, kr. 390. Bergfléttubróðir, 50 cm, kr. 490. Blómstrandi pottablóm, 20-50% afsl. Gúmmítré, 50 cm, kr. 490. (jarðshom Meyjarkoss kr. 390. Aralía 60 cm, kr. 980. v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500. Opið alla daga 10-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.