Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 2
2 %éttir LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 JÉLP"V íslenskir brotaþolar jafnt sem Víetnamar halda aö sér höndum í brotamálum: Þora ekki að kæra af ótta við hefndir að þegja yfir afbrotum er aö stuðla að framgangi þeirra, segir lögregla „Já, ég hef orðið vör við þetta. Eg hef bæði séð þetta hjá íslendingum og öðrum sem hér búa. Að undan- fornu hefi ég hvatt þá sem orðið hafa fyrir tjóni til að gefa skýrslu og það hefur fólkið okkar gert i auknum mæli. Það bar á þessu fyrst en nú hefur þetta breyst,“ sagði Hólmfríður Gísladóttir, deildar- stjóri hjá Rauða krossi íslands, að- spurð hvort borið hefði á því að Ví- etnamar sem hafa orðið fyrir hót- unum og skemmdarverkum undan- farið hafi veigrað sér við að kæra af ótta við hefndaraðgerðir. Ómar Smári Ármannsson hjá lög- reglunni í Reykjavík sagði að vart hefði orðið við hliðstæðan hefnda- rótta hjá íslendingum í óskyldum málum. „Þetta er ekki eingöngu bundið við nýbúa,“ sagði Ómar Smári. ,Við höfum líka orðið varir við þetta í tengslum við mál þar sem íslend- ingar hafa verið beittir hótunum eða ógnunum. Þetta er ótti sem við þekkjum á fólki úr fíkniefnaheimin- um, málum tengdum bruggi og vegna líkamsmeiðinga. Síðan þegar atburðir hafa þróast telur fólk sig knúið til að upplýsa um stöðu mála og þá hægt að grípa inn í,“ sagði Ómar Smári. Ómar sagði að komið hefði fram að undanförnu vegna kærumála á hendur fjórum Asíubúum að sam- landar þeirra hefðu ekki þorað að kæra ógnanirnar til lögreglu. „Af þessu tilefni er rétt að upp- lýsa að með því að þegja yfir afbrot- um í formi ógnana er fólk í raun að stuðla að framgangi brotanna. Þess vegna er svo mikilvægt að tilkynna slíkar ógnanir eða hótanir til lög- reglu. Gerist það ekki getur reynst erfitt fyrir hlutaðeigandi aðila að bregðast við sem skyldi, auk þess sem erfiðara verður en ella að koma lögum yfir viðkomandi aðila. Ef fólk er meðvitað um hvernig það á að bregðast við i hverju tilkviki fyrir sig ætti að vera tiltölulega auðvelt að uppræta slíkt hér á landi.“ Ómar Smári sagði að veitinga- menn í Reykjavík af asískum upp- runa hefðu orðið fyrir svipuðum hótunum fyrir um tveimur árum. Þá hafi þeir látið lögreglu vita sem gripið hafi til aðgerða sem fengu viðkomandi til að láta af athæfi sínu. Rannsókn stendur yfir hjá RLR vegna nýbúanna fjögurra sem grun- aðir eru um að hafa krafist vemd- arfjár með hótunum, ógnunum og skemmdarverkum að undanfórnu. Hin almenna lögregla hefur hins vegar gripið til sérstakra eftirlitsað- gerða. Þær urðu beinlínis til þess að þrír af fjórmenningunum eru nú grunaðir um þjófnaði í vikunni. Einn þeirra var handtekinn við þjófnað í Kringlunni á miðvikudag. -Ótt Internetið: Aukið framboð barnakláms „Framboð á barnaklámmyndum hefur aukist mjög á Internetinu og er ný hætta sem steðjar að í þessum efnum. Það er búið að taka þetta mjög fyrir hér á ráðstefnunni. Ég er sannfærð um að þetta er eitthvað sem mun aukast heima á Islandi á næstunni ef ekki verður spomað við því,“ sagði Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, við DV í gærkvöld, en hún er stödd á al- þjóðlegri ráðstefnu um barnaklám sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. „Eitt af því sem komið hefur fram á ráðstefnunni hér í Stokkhólmi er að meirihluti klámmyndanna á Int- ernetinu eru ekki raunverulegur. Það eru teknar myndir af nöktum konum úr klámblöðum og svo er konulíkamanum skeytt við höfuð af barni. Síðan er brjóstunum breytt og þannig litur þessi tölvumynd út eins og bam með þroskaðan líkama. Það er virkilega óhugnanlegt að sjá þessar myndir en lögregluménn, sem em staddir hér, em sammála um að erfitt sé að koma upp um þá sem gera svona myndir á netinu,“ sagði Kristín. -RR Læknadeilan: Ekki árás á neina launastefnu Það er óhætt að segja að sumariö sé endanlega úti þegar skólarnir hefjast. Menntaskólinn við Sund var settur í gær og þær Birta og Erla, nemendur í öðrum bekk C, fengu afhentar stundaskrár fyrir veturinn. Ekki er annaö að sjá en þær séu tilbúnar í slaginn og staöráönar í að standast prófin. DV-mynd BG „Það er alls ekki hugmynd okkar að brjóta niður launastefnu ríkisins heldur eram við að tala um leiðrétt- ingu á málum sem ríkið hefur ekki sinnt sem skyldi," segir Atli Áma- son, í samninganefnd Læknafélags íslands, um ummæli Friðriks Soph- ussonar fjármálaráðherra í DV i gær. „Þetta virðist snúast núna um það að Friðrik sé að brjóta niður heilbrigðisþjónustuna í landinu og færa ástand þeirra mála aftur til ársins 1973 þegar ekki var til nein heilsugæsla og það er ekki að sjá að heilbrigðisráðherra geri neitt til að stöðva þessa framgöngu fjármála- ráðherrans.“ -saa Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um læknadeiluna: Mjög þungt en reynt að byggja brú milli aðila „Þetta er auövitað mjög þungt en það leggja sig allir fram um að halda uppi lágmarkslæknisþjón- ustu. Læknafélagið og héraðslækn- ar styðja okkur í þvi. Við héldum sameiginlegan fund með fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis- Jnsjog^nenn^erumú^aö^^reyna^að Þó getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að bjóða út rekstur fangelsa? byggja brú milli aðila. Fjármálaráð- herra sendi Læknafélaginu bréf þar sem verið er að kanna að gera einn heildstæðan kjarasamning vegna starfa lækna í þágu ríkisins,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra um hvernig hún meti þær aðgerðir sem gripið var til í kjara- deilu lækna í gær. Ingibjörg sagði að Læknafélagið hefði fallist á að gera undanþágu með að koma á neyðarþjónustu á Vopnaflröi og Djúpavogi þar sem þörfln hafi verið brýn. Síðan verði samkvæmt ákvæði í lögum sett á stofn störf 8-9 héraðshjúkmnar- fræðinga til að létta undir með hjúkmnarfræðingum. Héraðslækn- ar muni síðan halda áfram störfum í sínum kjördæmum. „Síðan verður reynt að þétta ör- yggisnetið enn frekar í samvinnu við Læknafélagið. Einnig þarf að styrkja starfsemi sjúkrahúsanna úti á landi,“ sagði heilbrigðisráðherra. -Ótt Óprúttnir þjófar: Stálu frá sjóndapurri konu Tveir menn bönkuðu upp hjá full- orðinni sjóndapurri konu í Hamra- hlíð á flmmtudagskvöldið. Annar mannanna spjallaði við konuna í anddyri hússins meðan hinn fór inn fyrir og komst í veski hennar. Talið er að hann hafi tekið 20-30 þúsund krónur úr veskinu. Mennimir hurfu síðan á braut og eru enn ófundnir. -RR Þórshöfn: Völlurinn vígður þótt tækin vantaði Þann 26. júlí síðastliðinn var nýr flugvöllur vígður á Þórshöfn á Langanesi. Það var í tengslum við verslunarafmæli Þórshafnar að flugvöllurinn var vígður. í tilefni hátíðahaldanna mætti Vigdís Finn- bogadóttir á staðinn og var sú heim- sókn síðasta opinbera heimsókn hennar sem forseti íslands. Enda þótt mánuður sé liðinn síð- an flugvöllurinn var vígur er hann sáralítið notaður vegna þess að tæki vantar í flugtuminn. Þegar spurt var um ástæðuna fyrir norðan urðu allir afar sposkir, slógu úr og í en bentu að lokum á Flugmálastjóm. „Það er veðurmælir sem enn vant- ar. Ég á von á að hann verði kominn eftir hálfan mánuð. Það var nú bara vegna þessa afmælis og heimsóknar Vigdísar sem ákveðið var að vígja völlinn þótt tækin vantaði," sagði Jó- hann H. Jónsson hjá Flugmálastjóm í samtali við DV. -S.dór Enn kraumar í Borgarleik- húsinu Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhús- stjóri í Borgarleikhúsinu, hefur sagt upp starfsfólki í markaðs- og kynn- ingardeild leikhússins, alls 5 manns, og ákveðið að auglýsa í stöð- urnar. Óánægja er með tímasetning- ar á þessum uppsögnum þar sem markaðsstarf er komið á fullt fyrir komandi leikár. Þórhildur hefur jafnframt sagt að hún útiloki ekki uppsagnir á leikurum, einkum þeim af yngri kynslóðinni. Þessi ummæli hafa valdið ólgu og óvissu innan leikhússins, samkvæmt heimildum DV, og jafnframt vonbrigðum þar sem menn töldu að ró kæmist á eft- ir átök síðasta leikárs. -bjb Krabbameinssjúk börn Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama heldur upp á 5 ára afmæli sitt mánudaginn. Af því tilefni eru vel- unnarar félagsins, hvattir til að líta inn á skrifstofu SKB aö Suðurlands- braut 6 á milli klukkan 10 og 18 nk. mánudag. Stuttar fréttir Fleiri læknar segja upp Þrjátíu heimilislæknar, sem unnið hafa í hlutastörfum á landsbyggðinni, hafa sagt upp störfúm vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í samningaviðræð- um ríkis og Læknafélags íslands. Aöstoð bæjarfélaga Bæjarfélög hér á landi vörðu um 900 milljónum króna í fjár- hagsaðstoð til íbúanna í fyrra. Aðstoð Reykjavíkurborgar á hvem íbúa er þrefalt hærri en þess bæjarfélags er næst kemur. RÚV greindi frá þessu. Samkeppnisstofnun Kvörttm hefur borist til Sam- keppnisstofnunar þess efiiis að sveitarfélög brjóti samkeppnis- lög með því að hvetja sauðfjár- bændur til að kaupa kvóta. RÚV greindi frá þessu. Kanaríeyjaferöir Mikil sala hefur veriö undan- farið á ferðum til Kanaríeyja og hafa Flugleiðir selt tæp 40% af sætaframboði vetrarins á einni viku en félagið býður um 3600 sæti alls. Ályktun frá Kvennalista Þingflokkur Kvennalistans sendi frá sér álykttm í gær þar sem lýst er yfir þungum áhyggj- um af ástandinu í samningavið- ræðum vegna kjaradeilu heilsu- gæslulækna og rikisins. Flokk- urinn skorar á deiluaðila að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.