Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 ftéttir Haldin verður siglingakeppni frá Plymouth í Bretlandi til íslands á næsta ári á vegum The Royal Western Yacht Club í Bretlandi í samvinnu við Siglingaklúbb Reykjavíkur. Jón Skaptason formaður segir að bátarnir séu 35-45 fet og veröi að hámarki 50 talsins. Hver þeirra er með tveggja manna áhöfn þannig að keppnin verður talsverö þolraun. DV-mynd JAK Gríðarstór siglingakeppni verður haldin frá Bretlandi til Islands næsta sumar: Mikill hvalreki fvrir ið,“ bætir hann við. í keppninni verður siglt sam- kvæmt forgjöf og er þá búið að reikna út hvað bátarnir geta siglt hratt. Spurningin er svo hvað áhafnarmeðlimir nái að komast ná- lægt þeim hámarkshraða, sem bát- arnir geta náð, og hvort þeir geti haldi honum út alla tíu dagana. Panta legupláss og hátíðarsal Hámarksfjöldi er á bátunum, sem sigla til íslands, og verða þeir því í mesta lagi 50 talsins. Jón segir að þetta hafi verið ákveðið þannig að hægt yrði að gera ráðstafanir fyrir fram, panta sali fyrir verðlaunaaf- hendingu, pláss í höfnum enda sé skipulagningin unnin í samvinnu við Reykjavíkurhöfn. „Við höfum haft áhuga á að halda siglingamót kringum ísland og ver- ið að vinna að því og það kom hing- að blaðamaður á vegum Yachting World, sem er eitt útbreiddasta sigl- ingatímaritið, og birti grein um hugmyndir okkar. Þessir menn í Royal Westem hafa líklega séð þá grein,“ segir hann. í greininni er sagt frá því þegar Siglingaklúbbur- inn Þytur í Hafnarfirði stóð fyrir heimsmeistarakeppni í siglingu svo- kallaðra Secret báta í fyrra. Jón segir að íslenskir siglinga- menn séu mjög spenntir fyrir keppni hjá Western Royal enda sjaldgæft að svona keppni reki á fjörur íslenskra siglingaáhuga- manna. Hann á þó ekki von á því að siglingamenn hérlendis taki þátt i keppninni, bátaflotinn sé það lítill að líklega eigi íslendingar aðeins einn bát, sem sé nógu stór til að geta tekið þátt. -GHS Flug og hótel kr. 24.930 London - vinsælasta borg Evrópu Londonferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og hundruð sæta hafa nú selst til þessarar vinsælustu borgar Evrópu. Nú eru fyrstu ferðirnar uppseldar. Glæsilegir gististaðir í boði og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Verð frá kr. 19.930 Flugsæti til London með o°ð.s'verð flugvallarsköttum. Verð frá kr. 24.930, M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand, 3 nætur, 30. sept, 14/21 okt- HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Félavtttarf Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Byrjendur og framhald. tamkvæmHdamar ■ Rokk- Kántrij - Gömlu damarnir Hópæf inyar með dan$ konnara ffifinyaaðitaða Skommtiloytfólk Innritun og upplýsingar 1.-10. sept. kl. 10.00 - 23.00 ísíma 564 -1111 Ath. opið hús á laugardagskvöldum agMeAKStoa tfícjf-irrmi DflnUKOLI Sigurðar Hákonarsonar Dansfélagið Hvönn Auðbrekku 17 - Kópavogi Úr umfjöllun Yachting World um ísland. íslenska siglingamenn - 35-45 feta bátar sigla hingað - manndrápsfleyturnar sigla til Bandaríkjanna Einn þekktasti siglingaklúbbur í heimi, The Royal Western Yacht Club, stendur fyrir siglingakeppni frá Plymouth í Englandi til íslands næsta sumar í samstarfi við Sigl- ingaklúbb Reykjavíkur, Brokey. Þar er um þekkta keppni að ræða, sem fram að þessu hefur falist í því að sigla frá Bretlandi til Rhode Island 1 Bandaríkjunum. Ákveðið hefur ver- ið að skipta keppninni í tvennt og sigla minni bátamir, frá 35 upp í 45 fet, til íslands en hinir sigla til Rhode Island. „Þeir bátar sem taka þátt i keppn- inni til Rhode Island eru svo miklu hraðskreiðari en hinir - það eru þessir tvíbolungar og þríbolungar, sem sumir vilja kalla manndráps- fleytur. Það var orðið svo langt milli fyrsta báts og síðasta báts í keppn- inni til Rhode Island að það var ákveðið að skipta keppninni í tvo flokka," segir Jón Skaptason, for- maður Siglingaklúbbs Reykjavíkur, Brokeyjar. Erfið sjóleið til Islands „Þegar þeir voru að skipuleggja keppnina til Rhode Island og höfðu tekið ákvörðun um að skipta henni tóku þeir ákvörðun um hvað þeir vildu fara langt og hvort þeir vildu fara norður eða suður. Þeir vildu fara norður, ekki suður, og fóru svo í sjókort og þá lá ísland vel við. Þetta er erfið sjóleið þannig að hún reynir jafnmikið á þolrifin og sigl- ing til Nýfundnalands eða Rhode Is- land. Það eina sem þeir sleppa við er þokan við Norður-Ameríku," seg- ir Jón. Hann segir að sumir mannanna, sem taki þátt í keppninni, séu ekki atvinnusiglingamenn heldur sigli í sumarleyfinu og því hafi siglingin til Rhode Island þótt of löng. Margir mannanna sigli á áfangastað í keppninni, skipti þar um áhöfn og þá komi vinir og vandamenn um borð og sigli með þeim á svæðinu. „Svo taka þeir kannski vikufrí á íslandi og sigla kringum landið áður en þeir fara út aftur. Það er ekki lengur hægt með Rhode Island þvi að sú keppni er orðin það löng að menn eru búnir með fríið um leið og þeir koma út og þurfa þá að leggja af stað beint heim aftur. Þess vegna var ákvörðun tekin um að skipta keppninni í tvennt,“ segir hann. Þrekraun Jón segir að siglingakeppni af þessu tagi sé heilmikil þrekraun því eitt af skilyrðunum í keppninni sé að hafa aðeins tvo menn í áhöfn. Rætt er um að keppnin hefjist í Plymouth 7. júní á næsta ári og seg- ist Jón búast við að siglingamenn- irnir tínist hingað til lands kringum þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Þetta er erfið sigling, sérstaklega í ljósi þess að þeir eru bara tveir á. Það þarf alltaf annar hvor að vera vakandi. Ég held að menn séu komnir niður i ansi stuttar vaktir þegar þeir fara að nálgast islenska landhelgi, kannski niður í hálftima vaktir ef siglingin hefur verið erf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.