Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 29
28 fclgarviðtaliðj. LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 DV LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Qklgarviðtalið * w Viðtal við Agúst Matthíasson sem hryggbrotnaði í stangarstökki 1951, þá 16 ára: Ágúst Hallmann Matthíasson var 16 ára 1951 og átti heima í Garði í Gerðahreppi á Reykjanesi, hjá ömmu sinni og afa. Hans aðaláhugamál voru íþróttir. Ágúst stundaði knatt- spyrnu af miklum áhuga - en það kom líka fyrir að hann léki sér í öðrum íþróttagreinum. Það var á hvítasunnudag 1951 að hann var, ásamt tveim jafnöldrum sínum, að reyna við stangarstökk og snúran var komin býsna hátt og aðeins ein tilraun eftir. Eitt stökk í viðbót - því ekki það - og Ágúst lagði sig allan fram þvi ef hann kláraði hæðina myndi það tryggja honum sigur. En það fór á annan veg því í uppstökkinu brotn- aði stöngin og eftir lá Ágúst í sand- gryfjunni, Ula á sig kominn, því drengurinn hafði hryggbrotnað. DV leit við hjá Ágústi á Reykja- lundi þar sem hann hefur verið tíður gestur undangengin ár. Áhuginn fyrir íþróttum er enn hinn sami, það hefur ekkert breyst - en hér var staddur 61 árs gamall maður, lam- aður og bundinn við hjólastól - af hverju? Jú, af því að hann hafði reynt við þriðju tilraun í stangar- stökki, við frumstæðar aðstæður, fyrir 45 árum. Hinn örlagaríki dagur „Það var aldrei meiningin hjá mér og Knúti að fara í stangarstökk í Garði þenna hvítasunnudag heldur kringlukast. Til þess að geta farið í stangarstökk þurfti þrjá til, tvo sem héldu sinn hvorri súlunni uppi og um leið í endana á snærinu sem við notuðum fyrir rá. Þá birtist allt í einu strákur sem ég kannaðist lítillega við og þá var tekin sú ákvörðun að breyta um grein. Við notuðum venjulega bam- busstöng við stangarstökkið en hún var ekki til staöar að þessu sinni en í staðinn notuðum við trausta spýtu, að okkar mati, ekki ósvipaða þeim sem voru í rimlum fimleikasala og mátulega löng. Þetta gekk allt vel hjá okkur til að byrja með - en svo fór að rigna og aðstæður versnuðu til muna en ákveðið að ljúka samt keppni því - spurði 6 ára polli á sinn barnslega hátt manninn í hjólastólnum aðeins ein umferð var eftir og röðin komin að mér. Ég undirbjó atrennuna mjög vel því ég ætlaði að gefa mig allan í þetta - og lagði upp af miklum hraða. Þegar kom að uppstökkinu lét ég stöngina hafna í holunni og vatt mér upp, allt var þetta eðlilegt tfam að þessu - en svo ekkert meir. Þessu lauk á einu litlu augnabliki og ég lá allt í einu í sandgryfjunni, hálfmeð- vitundarlaus. Ég heyrði samt til félaga minna, eins og þeir væru ein- hversstaðar í órafjarlægð - en fannst þeir þó nálgast mig. Strákamir virkuðu mjög hræddir og höfðu á orði að það yrði strax að sækja hjálp. Ég reyndi að koma skilaboðum til þeirra um að við skyldum hinkra aðeins við því þetta hlyti að lagast. - Ég veit ekki enn hvort þeir skildu hvað ég var að reyna að segja. Eftir skamma stimd fór ég að finna til ýmissa óþæginda og þá sérstaklega í fótunum því mér fannst þeir blása út. Ég reyndi af veik- um mætti að þukla með höndunum á lærunum og at- huga hvort þetta reyndist rétt en fann ekkert athuga- vert. Mér var orðið flökurt og leið afar illa þar sem ég lá og fann fyrir ótta í fyrsta skiptið. - Hvað var eig- inlega að gerast með mig? Stuttu síðar kom vörubíll, því enginn sjúkrabíll var í Keflavík í þá daga - og var mér lyft upp á vöru- bílspallinn. I hvert sinn sem bíllinn fór i holu fann ég til mikils sársauka. Það þótti því skynsamlegast að fara með mig í næsta hús. Árni Bjömsson lýtalæknir var kallaður til og skoðaði hann mig vel og vandlega og strauk höndum eftir bakinu á mér og sagði, alvarlegur á svip, að ljóst væri að eitthvað meira en lítið væri að - og hringdi þegar í stað eftir sjúkrabíl frá Reykjavík. Á leiðinni til Reykjavíkur var líð- an mín mjög slæm og fannst mér ferðin aldrei ætla að taka enda. Ég var með stanslaus uppköst alla leið- ina og var orðinn mjög örmagna þeg- ar við loks komum á Landspitalann. Þá var klukkan orðin 6 á mánudags- morgni og voru því liðnir 14 klukkutímar frá því ég slasaðist. Fimm ár á Landspítalanum „Eftir myndatöku daginn eftir sagði Snorri heitinn Hallgrímsson yfirlæknir við mig að þetta væri mjög alvarlegt því ég væri hrygg- brotinn og þaö yrði að skera mig upp hið bráðasta. Mér brá mjög við þessa fregn og barðist við grátinn. Ég reyndi þó að bera mig mannalega - en auðvitað var þetta mikið reiðarslag fyrir mig, 16 ára unglinginn. Ég trúði þessu varla og fannst að þetta hlyti bara að vera vondur draumur. En því miður var það ekki þannig. Eftir aðgerðina var ég settur í gips, alveg frá hnakka niður á rass - og lá ég í því í tólf vikur. Þetta var mjög erfiður tími og strax eftir fyrstu Handboltalið Garöspiltanna sem sigraði Njarðvíkinga, 10-9, árið 1950. Aftari röð frá vinstri: Þorleifur Matthíasson tannlæknir, Gunnar R. Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri, Eyjólfur Gíslason, örygg- isvöröur í Flugstöðinni í Keflavík, og Bjarni Jóhannesson kennari. Fremir röð frá vinstri: Þorvaldur Sveinbjörnsson, verkfræöingur hjá NASA og bandarískur ríkisborgari, Ágúst H. Matthíasson sögu- maður og Magnús Gíslason, fyrrverandi blaöamaöur en nú starfsmaður á Keflavíkurflugvelli. vikuna steyptist ég állur út í sárum á fótleggjum, lærum og vinstri síðu, sem var verst, því þar var ég með til- finningu. Ég þorði aldrei að spyrja neinn hvort ég ætti nokkum tíma eftir að geta gengið framar - og enginn talaði heldm- við mig um það. En smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir því að ég myndi aldrei stíga í fætuma fram- ar og fannst mér það sár tilhugsun.” Hællinn datt af „Fyrstu mánuðina á Landspítalan- um var ég oftast með mikinn hita og leið mér mjög illa. Einn morguninn þegar ég vaknaði lagði sterkan fnyk af mér og þegar þetta fyrirbæri var athugað nánar kom í ljós að hællinn á vinstra fæti hafði bókstaflega rifnað af því byrjað var að grafa í ökklanum og ristiimi. Þetta sár átt eftir að valda mér miklum óþægind- um allt næsta ár. Dvöl minni á Land- spítalanum lauk á jólunum árið 1956 og var ég mjög þakklátur fyrir þá umönnun sem ég fékk þar.” Bandaríkjaferðin „Ég eygði nýja von því á þriðja dag jóla 1956 fór ég til Bandaríkjanna og var lagður inn á Mayo- sjúkrahúsið í Rochester i Minnesota en það er eitt fullkomnasta sjúkra- hús Bandaríkjanna. Þar hófst strax mikil endurbygg- ing á mér og byrjað á því að rétta á mér tæmar því þær voru orðnar svo kræklóttar aö ég átti enga möguleika að komast í skó. Heima var mér sagt að slík aðgerð gengi ekki vegna þess að það myndi aldrei gróa. Læknamir leystu málið þannig að þeir ristu upp hverja tá og pinni síðan rekinn upp í þær - og þær því næst réttar af. Þessar aðgerðir uröu til þess að ég gat, síðar meir, komist í skó og fannst mér það mjög góð til- finning.” Sá beran lærlegginn „Einn morguninn veitti ég athygli sári á vinstra læri, á stærð við tí- i eyring. Mér fannst þetta bara vera smáskeina sem myndi hverfa. En annað kom í ljós því vegna þessarar skeinu gat ég ekki setið uppi lengur en í eina klukkustund í senn því þá var líðanin orðin mjög slæm og hiti hár. Daginn eftir var ég því drifinn á skurðarborðiö í eitt skiftið enn. - Þegar verið var að skipta á um- búðum í fyrsta sinn eftir aðgerðina fékk ég spegil til aö berja sárið aug- um og brá mér mjög því við mér blasti ber lærleggurinn en ekkert hold, því það var orðið ónýtt og búið að hreinsa út svæði á stærð við lófa. Ég var lengi að jafna mig eftir þessa aðgerð og varð að liggja í 14 mánuði á maganum, sem var mjög þreytandi. Það var þó bót í máli að ég var ekki bundinn algerlega við rúmið því ég fékk til umráða fjór- hjóla vagn sem ég var ólaður í, á maganum, og komst óhindraður allra minna ferða á þessu undrafar- artæki. Alls fór ég í tíu aðgerðir í Minnesota sem flestar voru mjög erfiðar.” „Ég þarf svo að míga" „Ég kynntist þó nokkrum íslend- ingum í Minnesota og var Valdimar heitinn Bjömsson, fjármálaráðherra fylkisins, þeirra þekktastur. Fyrstu kynni mín af honum voru þó svolítið hrjúf: Það var bankað á dymar hjá mér og þær opnaðar og þar var þá Valdi- mar kominn og spurði hvort Ágúst væri á þessari stofu. „Jú,” svaraði ég. „Heyrðu vinur, hvar er klósettið, ég þarf svo að míga!” var sagt á góðri íslensku. Valdimar var stórt nafn í Minnesota og fannst mér hann alltaf mjög hress í bragði.” Valtýr heitinn Bjömsson læknir og kona hans, Sigríður Jóhannsdótt- ir, sem lifir mann sinn, reyndust mér mjög vel meðan ég dvaldi vestra. Hinni árangursríku en erfiðu dvöl minni í Minnesota lauk í september 1958. Heimkoman var mikiÚ áfangi og í raun stór sigur í höfn þvi Banda- ríkjaferðin gaf mér von um betri framtíð.” „Ég á þremur mönnum mest að Aðgerðir á færibandi „I öllum þeim aragrúa aðgerða á mér gegnum árin gátu læknamir ekki látið hjá líða, svona af og til, að hirða eitt og annað úr mér sem varð að vikja og var farið að valda mér óþægindum. Eitt skiptið tóku þeir annað nýrað, síðan þvagblöðruna, gallblöðruna og loks 65% af magan- um og guð má vita hvað. Ég hef oft sagt að ef ég hefði verið rolla hefði bóndinn, að öllum líkindum, verið búinn slátra mér fyrir löngu. Allar aðgerðir sem hafa verið framkvæmdar á mér hafa komið á hálfgerðu færibandi því þegar ein- hverju hefur verið komið í lag þá hefur annað gefið sig svolítið seinna. Svona hefur þetta gengið allan tim- ann. Ég hef farið í um 50 aðgerðir gegnum árin og margar hverjar stór- ar og hafa flestar þeirra farið fram á Landakots- eða Landspítalanum - og sú erfiðasta fannst mér vera nýma- aögerðin 1982.” „Þarna kemur lamaði íþróttamaðurinn!" „Frimann Helgason var ávallt mjög hjálpsamur að koma mér á knattspymuleiki og þau vom ófá skiptin sem hann ýtti mér inn um hliðið á Melavellinum. Ég gekk oft undir heitinu lamaði íþróttamaðurinn og fannst mér það allt í lagi - en eitt var það sem fór hroðalega í taugarnar á mér. Á Melavellinum var yfirleitt mikiU fjöldi áhorfenda á leikjunum og í hvert sinn sem Frímann ýtti mér gegnum hlið vallarins tilkynnti Bald- ur Jónsson vállarvörður stöðugt í hátalarakerfið „að lamaði íþrótta- maðurinn væri nú að koma inn á völlinn,” - og lá við að áhorfendur snem sig úr hálsliðnum við að horfa á undrið. Mér leiddist þetta framtak Baldurs og bað Frimann að sjá til að þessu yrði hætt.” Eins og þú hefur sjálfsagt tekið eft- ir þá hef ég óskaplega gaman af að fylgjast með íþróttum og þá ekki sist knattspymunni - og er ég viss um að íþróttimar hafa á sinn hátt haldið í mér líftórunni alveg fram til þessa því þær hafa gefið mér svo mikið. Að vera fær um að fara út á i- þróttavöll og fylgjast með knatt- spymuleik em forréttindi. Nú orðið er hægt að fylgjast með leikjum í sjónvarpinu og það jafnvel í beinni útsendingu og nýt ég þess einnig mjög vel. Þó finnst mér alltaf stærri viðburður að vera á staðnum og á ég margar ógleymanlegar minningar frá knattspyrnuvöllunum. „Ert þú ekki maður?" „Spumingar og svör bama geta oft vakið kátínu og hef ég oft haft gaman af skoðunum þeirra. Tók út refsingu „Þrátt fyrir mikil veikindi reyndi ég ávallt að fylgjast með þvi sem hæst bar í knattspymunni hverju sinni og talandi um árið 1968 kemur upp í huga minn leikur Vals gegn Benfica frá Portúgal í Evrópukeppni þakka að mér skyldi auðnast að kom- ast til Bandaríkjanna. Það voru þeir Frímann Helgason úr Val og íþróttafréttaritara Þjóðviljans, Bene- dikt Waage, forseti ÍSÍ, sem báðir era látnir, og Lúðvík Þorgeirsson, fyrr- verandi kaupmaður á Hverfisgöt- unni og mikill Framari. Allir þessir ágætu menn sáu um að fjármagna Bandaríkjaferð mína og studdu mig yfirleitt á allan mögu- legan og ómögulegan hátt í erfið- leikum mínum. Eitt er víst að ég væri ekki hér á Reykjalundi ef þeirra hefði ekki notið við. Albert heitinn Guðmundsson var mér líka mjög hjálpsamur síðar. Rausnarskapur bandarisku lækn- anna var og mikill því þeir gáfú mér allar skurðaðgerðfrnar og blóðgjaf- imar sem var mikið vinarbragð. Ég mun ávallt minnast þessara manna með hlýjum hug. Það bjóst enginn heima við því að ég yrði tvö ár í Bandaríkjunum - það var reiknað með svona sex til sjö mánaða dvöl, í mesta lagi. Ég efast um að ég hefði verið sendur út ef það hefði verið vitað fyrirfram. Við undirbúning heimferðarinnar skrifaði ég Snorra Hallgrímssyni og spurði hann hvort ég mætti dvelja á Landspítalanum meðan ég væri að ná áttum. Ekkert svar kom frá hon- um og þótti mér það mjög leitt því Snorri hafði alltaf reynst mér vel. Endirinn varð að ég hafnaði á Reykjalundi í fyrsta skipti og hefur mér alltaf liðið mjög vel þar. í upp- hafi urðu samt erfiðleikar þar sem ég var ekki berklaveikur en þá vora aðeins berklasjúklingar vistaðir þar þó það hafi nú breyst Ég er búinn að vera á sjúkrahús- um samfellt frá því árið 1968 og nú dvel ég á sjúkrahúsinu í Keflavík sem orðið er nánast heimili mitt.” meistaraliða sem fór fram á Laug- ardalsvelli en Portúgalamir vora þá eitt af toppliðum álfunnar. Ég hef aldrei lagt annað eins á mig til að komast á knattspymuleik eins og ég gerði í það skiptið. En von- brigðin mín urðu mikil þó leikurinn hefði verið markalaus, sem var gott fyrir Val, þá var hann leiðinlegur og ollu Portúgalamir mér vonbrigðum. Ég varð að taka út mikla refsingu vegna Evrópuleiksins því daginn eft- ir var ég kominn með mjög háan hita og drifinn í aðgerð vegna þrálátu sáranna og lá á grúfu í enn eitt skiptið, nú í níu mánuði. Hvað leggur maður ekki á sig fyrir fótbolt- ann.” Einn góðviðrisdag í fyrrasumar ] tók ég strákling upp í bílinn þegar ég j var á leið út í Garð. Eftir stuttan < akstur spyr hann mig: „Ert þú álf- ■' ur?” „Ha, er ég álfur? Nei, nei, það f held ég ekki,” svaraði ég. Mér datt í J hug síðar þegar ég ók fram hjá | hinum fögra Berghólum i Leira að , svar mitt hefði átt að vera á þann j veg að kannski væri ég bara álfúr. j í annað sinn var ég í hjólastólnum j á leið í apótekið í Keflavík og mætti þrem 6-7 ára pollum. Þá kallaði einn ■ þeirra til mín: „Heyrðu, ert þú ekki \ maður?!” „Jú, jú,” svaraði ég. „En þú ert minni en Stebbi frændi sem er \ bara 12 ára,” svaraði stráksi. Það er 1 oft fátt um svör þegar stórt er spurt.” | Ég trúi ekki á hvað sem er „Jú, auðvitað trúi ég á guð al- máttugan - en ég trúi þó ekki á hvað sem er. Ég trúi því til dæmis ekki að hægt sé að lækna mig með ein- hveijum hallelújasöng í beinni út- sendingu. Það er af og frá. Slíkt er hreinn loddaraskapur. Eitt sinn bað ég þó prest um að biðja fyrir mér og var það rétt áður en ég fór í mjög erfiða skurðaðgerð og viðurkenni að mér leið miklu betur fyrir vikið. Þrátt fyrir guðstrú mína er ég ekki kirkjurækinn en það er nú allt önnur saga. Fyrstu árin átti ég mjög erfitt með að sætta mig við hvemig komiö var fyrir mér en smátt og smátt tókst mér að vinna mig út úr þeim vanda og er bara nokkuð vel sáttur við tilveruna í dag. Mikilvægast í því sambandi er að falla ekki í gryfju vorkunnseminnar. Auðvitað sækir stundum að mér þreyta og kvíöi en maður verður að kasta svoleiðis hugsunarhætti frá sér tafarlaust. Annað dugar ekki. Menn hafa mis- jafha skapgerð og ég hef verið hepp- inn því mér er sagt að ég hafi erft hið góða skap móður minnar. Ég er elstur systkina minna, á tvo bræður og eina systir, Kristínu, og hef oft látið hana vita að ef hún félli frá yrði ég ósjálfbjarga með öllu - því hún er mér allt.” r Eg er bjartsýnn „Ég fer oft í kvikmyndahús. - Einnig kemur fyrir að ég skrepp í leikhús ef eitthvað skemmtilegt er í gangi. Og ekki má gleyma knatt- spymuleikjunum og öllum kunningj- unum sem hafa oft sýnt mér mikla vináttu og ótrúlega þolinmæði. Ég tel framtíðarhorfur mínEU góð- ar því ég kemst næstum allt sem mig langar á eigin bíl sem ég ek sjálfur. Já, ég er bjartsýnn á framtíðina,” sagði Ágúst að lokum. -Hson Ágúst Hallmann Matthíasson er fæddur á ísafirði 1935. Hann man eftir sér á Akranesi 1937 en fluttist suöur í Garð á Reykjanesi 1938 þar sem hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigríður Jóhannsdóttir, ættuð frá Súgandafirði, og Matthías Hallmannsson, ættaöur úr Garöi. Þau eru bæöi látin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.