Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Flokksþing repúblikana og demókrata skipulögð sem afþreying fyrir sjónvarpsáhorfendur: „Héöan er ekkert að frétta,“ sagöi Ted Koppel, aðalsjónvarpsþulur Nightline-þáttar ABC sjónvarps- stöðvarinnar, pirraður þegar hann strunsaði út af flokksþingi repúblik- ana í San Diego fyrr í mánuðinum og hélt áleiðis heim. Orð Koppels þykja á margan hátt lýsandi fýrir flokksþing heggja stóru flokkanna í Bandaríkjunum, Repúblikana- flokksins og Demókrataflokksins, sem er nýlokið. Þar er höfuðáhersla lögð á glæsilega og lýtalausa glæsi- sýningu á kostnað málefnalegrar umræðu. Pólitískt karp selur ekki. Lengi var sagt að flokksþing væri í raun tvö þing: Það sem ætti sér stað í hliðarsölum og á göngum ráð- stefnuhússins, þar sem baktjaldam- akk og samningar um stefnumál áttu sér stað, og síðan það þing sem blasti við sjónvarpsáhorfendum. í dag þykir einimgis eitt þing eiga sér stað, það sem sést á sjónvarpsskján- um. Fjölmiðlamenn Doles höfðu séð til þess að allt var slétt og fellt; eng- inn ágreiningur, engar óvæntar uppákomur og ekki einu sinni safa- rík kjaftasaga fyrir dálkahöf- undana. Allt sem slapp út til fjöl- miðla var fyrirfram skipulagt. Spilað á tilfinningar En skipuleggjendur flokksþings repúblikana voru sigri hrósandi í lok þess, sögðu það hafa slegið ræki- lega i gegn. Repúblikanar fóru heim með það veganesti að Bob Dole gæti skotið skoðanakönnunum ref fyrir rass og borið sigurorð af Bill Clint- on i forsetakosningunum í nóvem- ber. En sú niðurstaða fékkst ekki eftir ítarlega málefnaumræðu þar sem skipst var á skoðunum eða rif- ist um hvers vegna Dole hundsaði ste&iuskrá flokksins, heldur eftir glæsilega skrautsýningu þar sem ekkert var til sparað og spilaö var á tilfinningar þingfulltrúa og, ekki síst, sjónvarpsáhorfenda. Fullyrt var að sjaldan hefði jafn miklum peningum verið eytt í jafn magurt málefhainnihald. Buchanan eyðilagði Skipuleggjendur flokksþingsins höfðu reyndar vítin til að varast þau. Vildu þeir alls ekki endurtaka mistökin fyrir fjórum árum þegar vofa Pats Buchanans, sem þrumaði yfir þinggestum um hann við fóstur- eyðingum, spillingu og kristileg lifs- gildi, sveif yfir vötnum og niður- staða sjónvarpsáhorfenda var klofn- ingur, sundurlyndi og leiðindi. Kvenkyns kjósendur forðuðust þá repúblikana og þóttu eiga sinn þátt í tapi George Bush. Þess vegna var Pat Buchanan nú vísað í hús langt frá aðalþingsalnum þegar hann vildi segja meiningu sína. Þess vegna fékk Newt Gingrich, oddviti flokksins í fulltrúadeild Bandaríkja- þings, ekki að tala nema í fimm mínútur. Og það utan aðalsjón- varpstímans. Undantekningin var Colin Powell, fyrrum yfirmaður herafla Bandarikjanna og hetja úr Flóa- striðinu. Þó hann vogaði sér að tala fyrir frelsi kvenna í fóstureyðingum var hann of mikilvægt tákn fyrir mikilvæg gildi repúblikana og al- menn þjóðhetja til að vogandi væri að ýta honum til hliðar. Hann sagði repúblikana það stóran flokk og það stórlynt fólk að þar væri pláss fyrir ósamlyndi en um leið væri hæfi- leiki til að vinna að sameiginlegu markmiði, að endurreisa ameríska Flokksþing bandarisku stjórnmálaflokkanna eru stórkostlegar skrautsýn- ingar, skipulagöar fyrir beinar útsendingar sjónvarpsstöövanna en ekki heföbundna málefnaumræöu. Hér er Bob Dole aö taka viö hyllingu fjöldans á flokksþingi repúblikana í San Diego fyrr í mánuöinum, umvafinn pappírs- sneplum í fánalitunum. Símamyndir Reuter Fréttaljós á laugardegi Haukur L. Hauksson drauminn. Allt ætlaði um koll að keyra í fagnaðarlátum. En þar með var allt máleöiatal á enda. Jafnvel þó að brokkgengur ræðumaður að nafni Bob Dole ætti eftir að stlga í pontu. Nancy fjallaði um sjúk- dóm Reagans Sjónvarpsstöðvamar, sem hafa snarminnkað útsendingar frá flokksþingunum vegna lítilla vin- sælda slíks efnis meðal áhorfenda, höfðu skorið beinar útsendingar niður í eina klukkustund á dag. Og þær klukkustundir voru þrautnýtt- ar. Fóru þær ekki undir pólitískt karp heldur tilflnningahlaðnar upp- ákomur. Nancy Reagan, fyrrum forsetafrú, steig í pontu eftir að myndband með eiginmanni hennar, Ronald Reagan, hafði verið sýnt. Fjallaði hún á til- finninganæman hátt um baráttu eiginmanns síns við alzheimer-sjúk- dóminn. Þá brá Elizabeth Dole, eig- inkona forsetae&iisins, sér í hlut- verk rabbþáttastjórnanda. Gekk hún um með þráðlausan hljóðnema meðal þingfulltrúa og fjallaði um eiginmann sinn á persónulegum og mjúkum nótum. Haldið var sérstakt kvennakvöld þar sem konur og böm vom í öndvegi. Styrkja varð ímynd Repúblikanaflokksins sem mjúks flokks. Demókratar líka Áður fyrr þóttu demókratar líða fyrir ágreining sem opinberaðist á flokksþingum og voru undir í bar- áttunni við repúblikana þar sem flokksþing voru annars vegar. En demókratar voru fljótir að læra. Þeir héldu stormandi flokksþing fyrir fjómm árum. Og á nýliðnu flokksþingi í Chicago, þar sem Bill Clinton hlaut útnefningu sem for- setaefhi, virtust þeir hafa slegið eig- ið met. Og enn var höggvið í sama knérunn þar sem tilfinningahlaðin skrautsýning yfirgnæfði alla til- burði til málefhaumræðu. Og kæmu málefni á dagskrá var sviðsetningin slík að vart auga var þurrt. Eins og hjá repúblikönum héngu risastórir sjónvarpsskjáir í þingsalnmn svo sjá mætti ræðumenn í nærmynd og hvarma vökna. að hafa fallið af hestbaki. Vildi hann minna á þá sem minna mega sín; fatlaða og sjúka. Andrúmsloftið var eins og þegar verið er að heiðra gcunla leikara við óskarsverðlauna- afhendingu; risið úr sætum, klapp- að og grátið. Og ekki má gleyma for- setafrúnni, Hillary Clinton, sem ræddi lengi um fjölskylduna og gildi hennar. Þannig var takmörkuðum tíma sjónvarpsstöðvanna varið. í fréttaskýringum erlendra dag- blaða kemur fram að demókratar hafi verið jafn staðráðnir í því og repúblikanar að forðast máleöiaum- ræðu. Áherslan hafi öll verið á mjúka þætti, fi-ægt fólk og tilfinn- inganæmar ræður. Mestu skipti að sjónvarpsáhorfendur fengju ein- hverja skemmtun út úr þeim litla tíma sem sjónvarpsstöðvamar nenntu að vera með beina útsend- ingu. Herma breskir íhalds- menn eftir? Fram til þessa hefur verið rætt um flokksþing þessi sem séramerísk fyrirbæri. En nú má búast við glæs- isýningum víðar. Breskir íhalds- menn sendu helstu áróðursmeistara sína á flokksþingið í Chicago þar sem þeim var ætlað að læra helstu trikkin. íhaldsmenn eiga undir högg að sækja fyrir þingkosning- cnnar næsta vor. Þá hefur Verkamanaflokkurinn tileinkað sér ýmislegt frá Bandaríkjamönnum enda talinn halda flottari flokksþing en íhaldsmenn. Sundurlyndi og deilur hafa mjög Spilaö er á tilfinningar þegar sjónvarpsstöövarnar sýna beint frá fiokksþing- unum og rúlluðu hjólastólarnir á sviöiö á flokksþingi demókrata í San Diego. í einum þeirra sat leikarinn Christopher Reeve, lamaöur eftir slys á hestbaki. Inn með hjólastólana í beinum en stuttum sjónvarpsút- sendingum frá flokksþingi demókrata mátti sjá souldrottning- una Arethu Franklin syngja. James Brady, fyrrum lífvörður Reagans, sem skotinn var í tilræðinu við for- setann 1981, mætti á sviðið í Chicago í hjólastól ásamt eiginkonu sinni. Hélt hún „grátbólgna" ræöu um baráttu Clintons gegn ólöglegri byssueign og byssufontum. Með lamaðan eiginmann sér við hlið fékk hún þingsalinn strax á sitt band. Og enn rúllaði hjólastófl inn á sviðið. í honum sat Christopher Reeve, leikarinn sem lamaðist eftir sett svip sinn á íhaldsflokkinn und- anfarin misseri og vilja menn beina athygli sjónvarpsáhorfenda frá þéim neikvæðu þáttum. Því hefur verið nefnd sú hugmynd að Margrét Thatcher, fyrrum flokksformaður og forsætisráðherra, haldi opnunar- ræðu á flokksþingi ihaldsmanna í haust. Slíkt mundi gera stormandi lukku og sameina flokkinn í sund- urlyndinu vegna Evrópusambands- ins og fleiri heitra mála. í það minnsta í beinni útsendingu á sjón- varpsskjánum. Svo er hara að sjá hvaða leikarar verða dregnir upp á svið. Reuter, Guardian, Financial Times, Observer o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.