Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Vaxandi suðaustanátt - hiti verður á bilinu 10-13 stig Gréta opnar sýningu í Gallerí Fold. Gotland og önnur ævintýri I dag klukkan 15 opnar Gréta - Elsa Margrét Þórisdóttir - sýn- ingu á vatnslitamyndum og myndum unnum meö blandaðri tækni í Gallerí Fold við Rauðar- árstíg. Sýninguna nefhir Gréta Gotland og önnur ævintýri. Sýn- ingin stendur til 15. september. Á sama tíma verða kynnt vatns- litaþrykk eftir Þórdísi Elinu Jó- elsdóttur í kynningarhomi gall- erísins. Sýningar Vatnslitamyndir Erlu í dag verður opnuð sýning á vatnslitamyndum Erlu Sigurð- ardóttur í Ráðhúskaffi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni eru vatnslitamyndir sem allar eru náttúrustemningar. Sýningin stendur yfir til 30. september. Skemmtidagskrá í dag verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn opinn frá 10-22.30. Ýmislegt verður til skemmtunar þennan dag, sprell leiktæki frá 14-18 og aftur um kvöldið frá 20-22. Kvölddagskrá hefst kl. 20.30 þar sem Valgeir Guðjónsson leikur létt lög. Djasstónleikar í dag verða haldnir síðustu djasstónleikar smurbrauðsveit- ingahússins Jómfrúin sem fram fara klukkan 16-18. Jómfrúar- torgið er á milli Lækjargötu 4 og Hótel Borgar. Þeir sem leika em Kjartan Valdemarsson á píanó, Þórður Högnason á bassa og Einar Scheving á trommur. All- ir djasstónlistarmenn eru hvatt- ir til að mæta með hljóðfærin sín og spila með. Tónleikar Verkstæðistónleikar í dag heldur Caput-hópurinn verkstæðistónleika í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 18. Á tónleikunum mun Caput-hópur- inn m.a. frumflytja nýtt verk, Body, Legs, Head, sem Lars Graugaard samdi sérstaklega fyrir hópinn og tileinkar hon- um. Caput vinnur nú að upptök- um á nýjum geisladiski með verkum eftir Graugaard. Danskir dagar Nú standa yflr Danskir dagar á Akureyri. í dag leikur rokk- hljómsveitin Undercover frá Kaupmannahöfn á Oddeyrar- bryggju frá kl. 14-17. Veitinga- hús á Akureyri bjóða upp á danskan mat og Kaffi Karólina verður með smörrebröd. Sagaklass Hljómsveitin Sagaklass held- ur stórdansleik á Hótel Sögu i kvöld. Fjórar hljómsveitir Fjórar hljómsveitir spila á tónleikum á veitingastaðnum 22 á sunnudagskvöldið, sveitimar Reptilicus, Vindva Mey, Still- uppsteypa og Fantasía. í dag er búist við vaxandi suð- austanátt, hvassviðri með rigningu um landið suðaustan- og vestanvert Veðríð í dag nálægt hádegi. Síðdegis hvessir einnig af suðri og suðaustri um landið austanvert og þar má reikna með rigningu annað kvöld. Fremur hlýtt verður í veðri, einkum norðan- lands. Hiti verður á bilinu 10-13 stig. Sólarlag í Reykjavik: 20.46 Sólarupprás á morgun: 06.10 Síðdegisflóð í Reykjavik: 20.17 Árdegisflóð á morgun: 08.39 Veörid kl. 12 á hádegi: Akureyri skýjað 12 Akurnes léttskýjað 13 Bergsstaðir skýjaó 12 Bolungarvík léttskýjað 12 Egilsstaðir skýjað 14 Keflavíkurflugv. hálfskýjaó 11 Kirkjubkl. hálfskýjaö 12 Raufarhöfn rigning 9 Reykjavík súld á síó. kls. 10 Stórhöfði skýjaó 11 Helsinki skýjaö 21 Kaupmannah. léttskýjaó 19 Ósló skýjað 19 Stokkhólmur skýjaó 23 Þórshöfn léttskýjað 11 Amsterdam skýjað 18 Barcelona rigning 20 Chicago skýjað 23 Frankfurt rign. á síð. kls. 15 Glasgow léttskýjað 17 Hamborg alskýjað 16 London skýjað 17 Los Angeles heiðskírt 21 Madrid léttskýjað 23 Malaga léttskýjaó 26 Mallorca skýjað 22 Parls skýjað 17 Róm skýjaó 25 Valencia skýjaó 24 New York heiöskírt 21 Nuuk heiðskírt 5 Vín skýjað 21 Washington heiöskírt 21 Winnipeg heiðskírt 14 Borgarleikhúsið: Hausttónleikar Harðar Torfa Hausttónleikar Harðar Torfa í byijun septembermánaöar ár hvert era orðnir fastir liðir í menningarlífi borgarinnar. Tónleikar hans era samkvæmt venju undanfarinna ára í stóra sal Borgarleikhússins sunnu- dagskvöldið 1. september og hefjast klukkan 20.00. Tónleikar þessir bera þaö sterk- lega með sér að Hörður er leikari og leikstjóri, enda komast yfirleitt færri aö en vilja. Tónleikunum má skipta í tvennt. Fyrir hlé mun Hörður vera einn með gítar sinn en eftir hlé verð- ur hljómsveit honum til aðstoöar. Að þessu sinni leggur Hörður áherslu á Skemmtanir nýtt efni. Margt af því er að koma út á nýjum diski sem ber heitið Koss- >;• inn. Herði til aðstoðar á þessum tón- | leikum veröa Jens Hansson á saxó- fón, Hjörtur Howser á hljómborð, Björgvin Gíslason á rafmagnsgítar, Friðrik Sturluson á bassa, Eysteinn Eysteinsson á trommur og áslátt, Magnús R. Einarsson á mandólín og fleiri. Hausttónleikar Haröar Torfa í Borgarleikhúsinu eru fastur liöur á hverju ári. Myndgátan ÍA£> K6MA rk ÞtH~ ^JBÓHpÍ MÍNNjjy Greiðslubyrði Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki dagsönn Háskólabíó, Laugarásbíó og Regnboginn sýna stórmyndina Independence Day en hún hefur 1 slegið eftirminnilega í gegn bæði j vestanhafs og hérlendis. Nú hafa fjórir tugir þúsunda gesta séð | myndina i kvikmyndahúsum hér- lendis. Mikið er búið að fjalla um þessa mynd í heimspressunni og sjálfsagt vita allir að hún fjallar i um árás geimvera á jörðina. | Skyndilega og án viðvöranar fær- ; ist skuggi yfír sjóndeildarhring- | inn þegar risavaxin geimfor líða í gegnum gufuhvolfið og nema ’ staðar fyrir ofan helstu stórborg- Iir jarðarinnar. Innan fárra mín- útna mun líf hvers einasta jarðar- búa breytast. Kvikmyndir Vísindamaðurinn David (Jeff | Goldblum) gefur sig fram við for- seta Bandaríkjanna (Bill Pullman) og telur sig geta ráðið samskiptaform hinna óboðnu gesta. Fljótlega kemur í ljós að geimverurnar hafa illt í hyggju, baráttan virðist vonlaus en eigi að síður grípa jarðarbúar til vamaraðgerða. Handrit myndar- innar er skrifað af Roland Emmerich og Dean Devlin. Nýjar myndir: í Háskólabíó: Hunangsflugumar. Laugarásbíó: Mulholland Falls. Saga bíó: Happy Gilmore. f Bíóhöllin: Eraser. Bíóborgin: Tveir skrýtnir og annar verri. Regnboginn: Independence Day. Stjömubíó: Multiplicity. Dygðir og gerðir í dag klukkan 14 efnir Félag áhugamanna um heimspeki til fyrirlestrar í stofu 101 í Odda. Dr. Eyjólfur Kjalar EmUsson flytur fyrirlesturinn „Dygðir og gerðir í siðfræði Platons og ann- arra fornmanna". í fyrirlestrin- um mun Eyjólfur Kjalar rök- ræða dygðahugtak forngrískra heimspekinga, einkum hug- myndir Platons. Eyjólfur Kjalar er prófessor í heimspeki við há- skólann í Ósló. Samkomur Félag eldri borgara Félag eldri borgara í Reykja- vik heldur félagsvist í Risinu að Hverfisgötu á morgun, sunnu- dag, klukkan 14. Dansað verður í Goðheimum á sunnudaginn klukkan 20. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 183 30.08.1996 kl. 9.15 Eininn Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,010 66,350 67,990 Pund 102,780 103,310 102,760 Kan. dollar 48,270 48,570 49,490 Dönsk kr. 11,5410 11,6020 11,3860 Norsk kr 10,2900 10,3460 10,2800 Sænsk kr. 9,9800 10,0350 9,9710 Fi. mark 14,7680 14,8560 14,2690 Fra. franki 13,0260 13,1000 13,0010 Belg. franki 2,1669 2,1799 2,1398 Sviss. franki 55,0500 55,3500 53,5000 Holl. gyllini 39,8100 40,0500 39,3100 Þýskt mark 44,6300 44,8600 43,9600 ít. líra 0,04362 0,04390 0,04368 Aust. sch. 6,3400 6,3800 6,2510 Port. escudo 0,4350 0,4377 0,4287 Spá. peseti 0,5275 0,5307 0,5283 Jap. yen 0,60870 0,61240 0,62670 írskt pund 106,810 107,480 105,990 SDR 96,07000 96,65000 97,60000 ECU 83,9300 84,4400 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.