Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 Forráðamenn Stöðvar 3 búnir að skipta um myndlykla: Gáfust loksins upp á bandaríska „ruglinu" - hef aldrei kynnst öðrum eins svikum, segir stjórnarformaður Stöðvar 3 Þar kom að því, hefði einhver get- að sagt í gær þegar frá þvi var greint að Stöð 3 hefði ákveðið að skipta um myndlykla og rifta samn- ingi við bandaríska framleiðandann Veltech Industries. Fjölrása mynd- lyklar fyrirtækisins hafa ekki virk- að hér á landi og haft það í för með sér að Stöð 3 hefur ekki getað rukk- að inn áskriftargjöld frá fyrsta út- sendingardegi 24. nóvember 1995. Að vísu er stöðin farin nú að rukka þá sem vilja borga, þótt öll dagskrá- in sé enn opin. Segja má að stöðin standi því og falli með velvilja sjón- varpsáhorfenda um sirin. Forráðamenn Stöðvar 3 hafa ákveðið að höfða mál gegn Veltech vegna vanefnda á samningi. í stað- inn hafa þeir snúið sér að framleið- anda myndlykla í Evrópu og vonast til að geta dreiít nýrri tegund í nóv- ember nk. eða um það leyti þegar Stöð 3 fagnar 1 árs afmæli sínu. Jafnframt eru uppi áform um að selja áskrift að einstökum dagskrár- liðum, eða það sem kallast á ensku „pay-perview“. Segja má að Veltech Industries í Flórída hafi farið heldur illa með forráðamenn Stöðvar 3. Þeir héldu í vonina um að tæknileg vandamál leystust og voru reglulega með yfir- lýsingar í fjölmiðlum, sér i lagi í Morgunblaðinu, um að myndlyklum yrði dreift innan tíðar og ráð fynd- ust við vandanum. Það lenti einkum á sjónvarpsstjóranum, Úlfari Steindórssyni, að halda mönnum góðum og víst er að hann kann Vel- tech ekki bestu þakkir í dag fyrir aö standa ekki við gefin loforð. Viövörun í DV í þessu sambandi er rétt að rifja upp frétt sem birtist í DV 16. desem- ber 1995. Þar var haft eftir sjón- varpsstjóra bandarískrar stöðvar, Belanger nokkrum hjá Pagoda Wireless í Pensylvaníu, sem hafði pantað sömu gerð myndlykla og Stöð 3, að þeirra eintök heföu ekki virkað. Jafnframt furðaði sjón- landarísk sjónvarpsstöð bíður eftir myndlyklum sömu gerðar og Stöð 3: éngum prufueintak sem virkaöi ekki - segir Cflfar Steindórwon .Myndlyklar cru tll hjá c5cX- ur en þaö haía englr verið »f«* hentír áíkriíendum okkar. V|6 vUjura ekki þaö fyn- ea viö höíum fcnstíi nógu raars* tnyndlykia,- sagói Olíar Sitía* dóruon. sjónvarpusOórf StööV-' ar 3, vlö DV þcgar hann var spuröur hvort stöðin \*ri yf- Irtófuö búin aó fá rayndlyklt aíhcnta frá Vtítek Industrks II Flórlda. Eíasemdir bafa vcriö Upþlí um oö lyklaralr veru kmmntr:; til landslns og þess vegn* bcíðl Stöö 3 Akveölö aö hafj dagakrána óru&Uöa i d«- cmbcr. Olfrr sögöl þetu ekid rttt. Hann vlldt engu að siður okki gefa upp hvcrsu razrgir Ij'klar heíöu komifi til landí| ins. Þcgar CflCar var spurfiar' hvc marjjir áskriíeDdur vjenÚ *fi Stfiö 3 vildi hann ckkl bOM Frétt DV frá 16. desember 1995 sýnir og sannar að tækjabúnaöur Veltech Industries var ekki allur þar sem hann var séöur. Fréttaljós Björn Jóhann Bjömsson Gunnar M. Hansson. varpsstjórinn sig á því að Stöð 3 hefði valið afurð Veltech. Forráðamenn stöðvarinnar hefðu Úlfar Steindórsson. betur tekið meira mark á þessari frétt og sagt strax skiliö við Veltech. En áfram héldu þeir að treysta fyr- irtækinu. Þannig var blásiö í her- lúðra fyrir páska og sagt að mynd- lyklum yrði dreift eftir páska. Þeim sem greiddu áskrift var lofað páska- eggi í staðinn. Páskaeggin stóðust en ekkert bólaði á myndlyklunum. Það var ekki fyrr en nú í sumarlok að þolinmæði Stöðvar 3-manna í garð Veltech brást, níu mánuðum eftir að fyrirtækið lofaði fyrst rugl- unarbúnaði sem myndi virka. Sviknir um heildarlausn Gunnar M. Hansson er stjómar- formaður íslensks sjónvarps hf. sem rekur Stöð 3. Hann sagði í samtali við DV að vissulega hefði Veltech fari illa með Stöð 3. „Maður hefur aldrei kynnst öðr- um eins svikum, ósannindum og blekkingum og hjá þessu fyrirtæki. Reyndar fengum við lausn sem gengur en hún gengur bara hjá hluta af okkar útsendingarsvæði. Fyrirtækið sveik það að geta fundið heildarlausn. Við héldum lengi í vonina en vorum komnir með hinn framleiðandann í sigtið strax f vor,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði aðspurður að auð- vitað mætti deila um hvort ekki hefði átt að slíta samningum fyrr viö Veltech en málið væri ekki svo einfalt. Sá aðili í Evrópu sem þeir hefðu snúið sér aö hefði ekki verið tilbúinn fyrr en nú með þessa gerð myndlykla til fjöldaframleiðslu. Gunnar vildi ekki gefa upp hvaða framleiðandi þetta væri, hann væri þó ekki kunnur hér á landi. Enginn lifir án tekna „Vandinn hefur að sjálfsögðu ver- ið sá að við höfum verið tekjulaus- ir. Það er ekki til fyrirtæki sem get- ur lifað þannig. Viö erum bjartsýn- ir á aö okkur takist að safna auknu hlutafé. Við erum með góðan og tryggan áskrifendahóp sem hefur staðið vel við bakið á okkur. Við höfum komið upp öflugu dreifikerfl, fólk þekkir dagskrána okkar og starfsfólkið hefur fengið góða þjálf- un þannig aö viö erum ekki á byrj- unarreit. Sömuleiðis erum við ánægðir með þennan nýja framleið- anda og treystum því að hann skili okkur myndlyklum á réttum tíma. Þvi getum við farið að horfa fram á veginn," sagði Gunnar M. Hansson. Þess má að lokum geta að nýráð- inn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, Heim- ir Karlsson, tekur formlega við af Úlfari þann 15. september næstkom- andi. Heimir kemur án efa ferskur inn en líklega er þungu fargi létt af Úifari. Hann snýr sér nú að fisksölu á Spáni fyrir SÍF, reynslunni ríkari úr sjónvarpsheiminum og þarf væntanlega ekki að hafa afskipti af Veltech þar. -bjb Keflavíkurflugvöllur: Nýr flugaðili, Suðurflug, að hasla sér völl - Flugleiðir gerðu tilboð í byggingu félagsins Ingimar Örn við flugskýli Suöurflugs. DV-mynd DV, Suðurnesjum. „Það má segja að þetta sé í fyrsta skipti sem annar flugaðili en Flug- leiðir sé að ná fótfestu á Keflavík- urflugvelli. Við erum að vonast eft- ir því að þjónusturýmið verði til- búið fyrir áramót. Eldsneytisaf- greiðslan verður einnig tilbúin á svipuðum tíma. Óhætt er að segja að þetta sé í fyrsta skipti sem elds- neyti fyrir minni vélar verði í boði hér á vellinum," sagði Ingimar Öm Pétursson, framkvæmdastjóri Suð- urflugs hf. á Keflavíkurflugvelli. Ingimar segir að þeir hjá Suður- flugi séu langt komnir með að ljúka byggingu flugskýlis á Kefla- víkurflugvelli. Það er nánast við hliðina á viðhaldsskýli Flugleiða. Áætlaður kostnaður er um 85 millj- ónir en verkið er vel innan áætl- ana. Búiö er aö kaupa nánast allt í húsið og á næstunni á að raða því saman með útboðum sem hafa ver- ið send til fyrirtækja. Húsið er 1700 m2 að stærð, skýlið sjálft er um 800 m2 og þjónusturým- ið er um 450 m2 á tveimur hæðum. Suöurflug á tvær flugvélar af smærri geröinni og ekki er ætlun- in að fjölga í flugflotanum. Helsta tekjulind félagsins verður aö sögn Ingimars í flugskýlinu og þjónustu við flugvélar þar. Það verði nóg fyrir svona lítið félag að koma þessu af staö í rekstri. „Takmarkið er að fá þjónustu fyrir smærri flugvélar sem á Kefla- víkurflugvelli lenda. Hins vegar er það svolítið örðugt vegna einka- réttar Flugleiða á allri þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Samningurinn er ekki í samræmi við viðskiptahætti í heiminum nú því viðskiptamúrar eru að falla alls staðar og það er ekkert sem ætti að verða öðruvísi hér með þjónustu við þessar vélar. Samningur Flug- leiða rennur út 15. des. 1997 og það er von okkar að þeim samningi verði breytt þannig að við getum farið að þjóna þeim flugvélum sem ekki er vel þjónað í dag. Suöurflug hefur farið út í hiuta- fjárauknitigu sem gengur vel. Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur reynst Suð- urflugi í þeim efnum mjög vel. Sandgerðisbær og Eignarhaidsfélag Suðumesja hf. hafa þegar keypt hluti og er mikill áhugi nærliggj- andi bæjarfélaga að taka þátt í verkefhunum með okkur. Flugleiðir sendu inn formlegt kauptilboð i húsið og höfðu áhuga á að kaupa alla bygginguna sem og byggingarrétt sem fýlgir. En það er ekki stefna Suðurflugs að svo fari heldur að veita þá þjónustu sem upp- runalega var farið af stað með þann- ig að tilboðinu var hafnað," sagði Ingimar Örn Pétursson. -ÆMK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.