Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1996, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 12 erlend bóksjá I Metsölukiljur 1 ••••••••••••••* Bretland Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: ÍThe Horse Whlsperer. 2. Ken Follett: A Place Called Freedom. 3. Patrlcla D. Cornwell: From Potter’s Fleld. 4. Stephen Klng: Nlght Journey. 5. Michael Crichton: The Lost World. 6. Pat Barker: The Ghost Road. 7. Nlck Hornby: High Fldellty. : 8. Josteln Gaarder: Sophle's World. 9. Danlelle Steel: Llghtnlng. 10. Tom Sharpe: Grantchester Grind. Rlt almenns eðlls: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Simon Nye & Paul Dorman: A-Z of Behaving Badly. ; 3. Gltta Sereny: Albert Speer: Hls Battle wlth Truth. 4. Margaret Forster: Hidden Lives: A Famlly Memolr. ; 5. Gore Vldal: Pallmpsest: A Memoir. | 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. 8. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 9. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. lO.Paul: The Nemesis Flle. Innbundnar skáidsögur: 1. Ben Elton: Popcorn. 2. Chrls Ryan: Stand By, Stand By. 3. John Grlsham: The Runaway Jury. 4. Kevln J. Anderson: X-Files 4: Ruins. 5. Danlelle Steel: Mallce. Innbundin rit almenns eölis: 1. Patrlck Cordingley: In the Eye of the Storm. : 2. Deepak Chopra: Seven Spirltual Laws of Success. 3. Wendy Beckett: The Story of Painting. 4. Richard Holmes: War Walks. 5. R. Bauval & G. Hancock: Keeper of Genesls. (Byggt á Tho Sunday Tlmes) íþróttir hollar UnguJlWel i einasta heilbrigðari á því að stunda lík- amsrækt, heldur einnig ánægð- ari með sjálfa sig. Það kom í ljós þegar skoðuð voru svör flmm þúsund 16 ára unglinga á Bret- landi við spurningiun um þá sjálfa. Þeir sem sögðust stimda meiri 5 líkamsrækt, einkum þó þeir sem voru í íþróttum, komu einnig )) betur út á prófum þar sem til- finningaleg vellíöan var mæld. Frá þessu segja sálfræðingarnir Andrew Steptoe og Neville Butler í læknablaðinu Lancet. • Líkamsræktin hafði einnig “ áhrif á heilsufarið. Piltar stirnd- | uðu íþróttir í meiri mæli en | stúlkur og fleiri stúlkur til- | kynntu veikindi. Stöðuvatn á suðurskauti Rússneskir og breskir vísinda- I menn skýrðu frá þvl í sumar að þeir hefðu uppgötvað risastórt I ferskvatnsstöðuvatn undir íshell- 1 unni á suðurskautinu. Vatn þetta er allt að einnar í milijónar ára gamalt og það kann að geyma mikinn fjölda fomra baktería og örvera. Notuð var nýjasta tækni til að mæla stöðuvatnið, sem er undir * rannsóknarstöð Rússa, og reynd- 1 ist það vera 125 metra djúpt og I ámóta stórt og Ontario-vatn í Norður-Ameríku. Umsjón | —------------------------- Guðlaugur Bergmundsson Nóbelsskáldið T.S. Eliot í nýju Ijósi í ensku menningarlifi, og reyndar líka vestan Atlantshafsins, var ameríska nóbelsskáldið T.S. Eliot, sem lengst af bjó og starfaði í Englandi, tekinn nánast í guða tölu fyrir mörgum áratugum vegna þeirra djúpu spora sem hann mark- aði í sögu nútímaljóðlistar, einkum með frægu kvæði sínu, The Wasteland (Eyðilandið). Umræður um manninn og verk hans hafa ver- ið mjög á eina leið, ef frá er skiliö leikrit sem samið var um samskipti hans við fyrri eiginkonuna sem end- aði lif sitt á geðveikrahæli. En nú hefur orðið nokkur breyt- ing á þessari einhliða lofgjörð. Því valda tvær nýjar bækar sem hafa vakið umræður um neikvæða þætti í lífi og starfi Eliots. Forvitnilegt er að önnur þessara bóka, sem kemur út eftir rúma viku (9. september), er eftir Eliot sjálfan! Klám og klúryrði Thomas Steams Eliot fæddist árið 1888 í St. Louis í Bandaríkjun- um og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hann hlaut menntun í Harvard-háskólanum, hélt síðan til Parísar, staðnæmdist á Englandi árið 1914, komst í kynni Ezra Pound og væntanlega eiginkonu sína, Vivien, og átti upp frá því aðsetur í Bretlandi. Þegar á skólaárunum fór Eliot að yrkja. Árið 1910 ákvað hann aö safna ljóðum sínum saman, keypti minnisbók, skrifaði nafn utan á hana - Inventions of the March Hare - og færði þar inn æskuljóð sín allt til ársins 1914. Átta árum síðar, 1922, reif hann nokkuð blöð úr minnisbókinni - en þau höfðu að Málverk af Thomas Stearns Eliot. Umsjón Elías Snæland Jónsson geyma klámfengin og klúr kvæði sem hann sendi vini sínum Ezra Pound. Minnisbókina seldi hann lögfræðingi sínum í New York, John Quinn, fyrir 140 dali en sama manni gaf hann reyndar handritið að Eyðilandinu í þakklætisskyni fyrir veittan stuðning. í bréfi, sem fylgdi minnisbókinni, sagðist Eliot telja ljóðin óprenthæf. „Ég bið þig að hafa þau fýrir sjálfan sig og sjá til þess að þau verði aldrei prentuð," segir Eliot í bréfinu til Quinn. Þrátt fyrir þetta eru ljóðin í minn- isbókinni, og líka þau sem skáldið reif úr og sendi Pound, að koma út í Bretlandi, og þá undir því nafni sem Eliot ritaði á kápusíðuna. Þótt ekkja Eliots hafi samþykkt fyrir- hugaða útgáfu hafa margir orðið til að gagnrýna að ljóð sem höfundur- inn hafði sjálfur lýst sem óprent- hæfum skuli geftn út að honum látnum. Gyðingahatur Aðrir hafa bent á að í þessum æskuljóðum komi fram áberandi neikvæðir þættir í fari Eliots sem aðdáendur hans hafi reynt að líta fram hjá en geti ekki lengur. Hann hafi verið haldinn sterkum fordóm- um sem komi fram í þessum og reyndar fleiri verkum hans. Þar er ásökunin um gyðingahatur einna alvarlegust. Breskur lögmaður, Anthony Jul- ius, sendi fyrir nokkrum mánuðum frá sér bókina T.S. Eliot: Anti- Semitism and Literary Form. Hún hefur orðið tilefni mikilla skrifa í þekkt bókmenntatímarit, svo sem The New York Review of Books. Skáldið James Fenton, sem er pró- fessor í bókmenntum í Oxford, efndi til sérstaks fyrirlesturs um málið þar sem hann tók sterklega undir áscikanimar á hendur Eliot um gyð- ingahatur. Fleiri hafa lagst á sömu sveif opinberlega, en ýmsir aðdá- endur Eliots snúist til vamar. Flestir sem tjáð hafa sig um mál- ið virðast sammála um að þessar tvær bækur, og umræðurnar um þær, hafi þegar skaðað nokkuð þá helgimynd sem búin var til um T.S. Eliot. Bóluefnið til barnanna gegnum legköku móður I framtíðinni verðxn- kannski óþarfi að bólusetja ung börn með hefð- bundnum hætti gegn öllum sjúk- dómum af þeirri einfoldu ástæðu að þau fá bóluefnin gegnum móður sína, á meðgöngu- tímanum. Þannig má segja að slegnar verði tvær flugur í einu höggi. Barnið losnar við spraut- umar og strax við fæðingu er það vemdað gegn smiti. Þetta er að minnsta kosti von hóps vísindamanna sem hafa verið að gera tilraunir með þessa nýju tækni gegn lifshættulegri bakteríusýkingu. Bóluefiiið fer frá móður til bams gegnum legkökuna. Frá þessu var sagt í læknablaðinu Lancet. í fyrstu umferð hafa vísinda- mennimir gert tilraunir með bólu- efni gegn hinum hættulega lungna- bólgusýkli, sem getur valdið lifs- hættulegum sýkingum í öndunar- vegi og heilahimnubólgu. Baktería þessi gerir ekki síst mikinn usla í þróunarlöndunum og talið er að hún verði 1,6 milljónum ungbarna aö bana á ári hverju. Hópur vanfærra kvenna var bólu- settur í kringum 34. viku meðgöng- unnar. Bólusetningin varð þess valdandi aö ónæmiskerfi ófrísku konunnar myndaði vemdandi mót- efni gegn lungnabólgusýklinum. Enn þá mikilvægara var að mótefn- in fluttust yfir í fóstrið gegnum leg- kökuna og bömin fæddust því með mótstöðukraft gegn þessum hættulega sýkli. Mótstöðukraftur- inn hélst fyrstu fimm til sex mán- uðina af lífi barn- anna en það er sá tími þegar bakter- íusýkingin er hvað hættulegust. Þessi nýja bólu- setningaraðferð er sérlega heppileg þegar lungna- bólgubakterían er annars vegar. Það er nefnilega svo að fyrst eftir fæðing- una þolir barnið ekki að vera bólu- sett gegn bakteríu þessari þar sem ónæmiskerfi þess er ekki nægilega þroskað. Hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum er óvíst en það verður spennandi að sjá hvort hægt verður að beita þess- ari nýju aðferð við aö bólusetja gegn öðrnm bakteríum og veimm. Allar vilja jú losna við að láta sprauta sig, ef hægt er að fá bóluefnin á annan hátt og einfaldari. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Patrlcia Cornwell: From Potter’s Fleld. 2. Stephen King: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacroiz. 3. Pat Conroy: Beach Muslc. 4. Danielle Steel: Llghtnlng. 5. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 7. Rosamunde Pllcher: Coming Home. 6. Ken Follett: A Place Called Freedom. 8. Nora Roberts: Daring to Dream. 10. Dean Koontz: Strange Highways. 11. Stephen Klng: The Green Mile: Coffey’s Hands. 6. Ken Follett: A Place Called Freedom. 12. Stephen Klng: The Green Mile: The Two Dead Glrls. 13. Stephen King: The Green Mile: The Mouse on the Mlle. 14. John Grisham: The Ralnmaker. 15. Joseph R. Garber: Vertlcal Run. Rit almenns eðlis: 1. Mary Pipher: Revivlng Ophella. 2. Mary Karr: The Llar’s Club. 3. Colln L. Powell: My American Journey. 4. Thomas Cahill: IHow the Irlsh Saved Clvlllzatlon. 5. John Feinstein: A Good Walk Spoiled. 16. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 7. Jack Miles: God: A Biography. 8. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 9. Isabel Allende: Paula. 10. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 11. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Ught. 12. Maya Angelou: I Know Why the Caged Blrd Slngs. 13. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. : 14. Andrew Well: Spontaneous Healing. 15. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. (Byggt á New York Tlmes Book Review) __________ Fædmg stjarnanna Bandarískir stjamvísinda- menn hafa, með aðstoð Hubble geimsjónaukans, séð það sem • þeir telja að sé fæðing allra > fyrstu stjamanna í alheiminum. „Við fúndum hluti sem eru j mjög langt í burtu og þess vegna j mjög fjarlægir í tíma, hugsanlega | fyrsta kynslóð sfjama að fæð- i ast,“ segir Kenneth Lanzetta, ■ stjamfræðingur við háskólann í ^ Stony Brook. Vísindamennirnir segja að ; ljósið frá hlutum þessum sé bjag- ! að yfir í rauða hluta litrófs hins sýnilega ljóss. Það hljóti því að hafa ferðast um langan veg. Lanzetta segir að hlutimir gefi ! hugmynd um hvemig umheim- urinn var þegar hann var aðeins fimm prósent af þeim aldri sem hann hefúr nú náð, sem er milli 9 og 17 milljarðar ára. Gjaldeyrir og iðuköst Gjaldeyrismarkaðir haga sér • eins og straumhart vatn og hægt ; er að reikna út hreyfingar þeirra, upp að vissu marki, að sögn þýskra og svissneskra eðlisfræð- inga sem rannsökuðu málið. Þeir segja að niðurstöður þeirra geti veitt innsýn 1 verðmyndun. Þeir tóku jöfnur sem notaðar eru til að reikna út vatnssvelgi yfir lengri tíma og beittu þeim á upplýsingar frá mörkuðunum. Eðlisfræðingarnir segja svo frá því í tímaritinu Nature að aðferð þessi hafi passað ótrúlega vel, betur en aðrar tilraunir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.