Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 13 .; » fólk Sigrún Anna Davidsdóttir hefur ferðast um allan heim og æft tækvondo: Með sérsveitarmönnum og m ■nnnni Fáar konur hafa lagt stund á tækvondo og hefur Sigrún Anna því umgengist karla mikið í íþrótt- inni. Hún segir að það sé lítið mál að kenna þeim sjálfsvarnaríþróttina og þeir séu góöir félagar sínir en auövitaö missi hún stundum af einhverju, til dæmis sturtutalinu. DV-mynd Pjetur Sigrún Anna Davidsdóttir hefur æft tækvondo í nokkur ár og er nú ein þriggja aðalþjálfara hjá júdódeild Ármanns. Hún hefur ferðast um heim- inn og æft tækvondo, meðal annars meö land- gönguliöum og sérsveitarmönnum í Afríku. DV-mynd GVA „Ég fór til Súdans árið 1989 til að vinna þar við þróunarhjálp og ætlaði í háskólanám til Bandaríkjanna. Mér datt í hug að það væri gáfulegt að læra sjálfsvamaríþrótt en ég var búin að vera mikið í íþróttum frá því ég fædd- ist. Ég vissi af tækvondo því að yngri bróðir minn var í því í Sádi-Arabíu. Vinur minn í Súdan var að þjálfa bandaríska landgönguher- menn og ég sagði við hann að ég hefði áhuga á að læra sjálfsvamaríþrótt. Hann sagði að ég mætti vera með,“ segir Sigrún Anna Davids- dóttir. Sigrún Anna er sérfræðingur í sjálfsvarnar- íþróttinni tækvondo sem á rætur að rekja til Kóreu og Norður- Kína. Hún hefur farið viða um heim til að vinna og lært tækvondo í leið- inni og að sjálfsögðu hefur hún lent í ýmsum ævintýrum á ferðalögum sínum. Þegar hún kynntist tækvondo fyrst æfði hún með banda- rískum landgönguliðum, eins og áður segir, og segir að það hafi verið mjög góður hópur. Tækvondo hafl fylgt sér æ síðan og hún hafi kynnst ýmsum afbrigðum íþróttarinnar víðs vegar um heiminn. „Svo kom Persaflóastríðið og ég varð að flýja úr landi ásamt öðrum útlendingum og kom til íslands því að ég átti ekki að byrja í háskólanum í Bandaríkjunum fyrr en síðar á árinu. Ég fór í íslensku fyrir erlenda stúdenta og sá auglýsingu fyrir tækvondo hjá dönskum þjálfara sem var að byrja hjá ÍR. Ég gekk í fé- lagið og æfði hér á vetuma en fór alltaf utan á sumrin til að vinna,“ segir hún. Alltaf með búninginn Eftir Persaflóastriðið og stutta íslandsdvöl fór Sigrún Anna til Eþíópíu til að fylgjast með fyrstu lýðræðislegu kosningunum þar og varð mjög hrifm af landinu, þjóð og menningu. Hún fékk sér vinnu og dvaldist í Eþíópíu allt sumarið. Tækvondobúningurinn do bok er alltaf með í för og fann Sigrún Anna strax tækvondofélag í Eþíópíu og æfði þar undir leiðsögn kóresks þjálfara. Þar sem bannað var að æfa sjálfsvarnaríþróttir í Eþíópíu komm- únismans fengu einungis sérsveitarmenn að læra tækvondo en það átti sem betur fer eftir að breytast. „Hann var í byrjun að þjálfa lögreglusveit i Sádi-Arabíu en var kominn til Eþíópíu og var farinn að æfa 40 manns eftir hrun kommún- ismans, þar af fimm sérsveitarmenn. Ég var samt í hópi þeirra sem lengst voru komnir. Við æföum í mjög fátæku hverfi í Addis Ababa svo að ég þurfti að ganga gegnum hverfið til að fara á æfingar. Fólkinu fannst gaman að sjá hvíta konu í fátækrahverfinu og kom til að spyrja mig um tækvondo og labba með mér,“ segir hún. Sigrún Anna segist aldrei hafa orðið fyrir neinu aðkasti eða árásum, hvorki í Addis Ababa né síðar á ferðum sínum um heiminn. Hún segist hafa kunnað vel við sig í Eþíópíu, fólkið þar sé mjög trúað og friðsamt og hún hafi farið þangað aftur síðar og haldið þá áfram að æfa með sérsveitarmönnunum. Kóreski þjálfarinn hafi þá verið búinn að yfir- gefa Eþíópíu en sérsveitarmennirnir hafi ver- ið teknir við þjálfuninni því að þeir hafi ver- ið lengst komnir af öllum í félaginu og þeir hafi stjórnað félaginu með sóma. Einu sinni fékk Sigrún Anna þó slæmar móttökur. Þegar hún dvaldist í litlu þorpi í Bandarikjunum og vildi æfa tækvondo bank- aði hún upp á hjá tækvondo félaginu á staðn- um. Þar fékk hún þau svör að hún fengi ekki leyfi til að byija að æfa nema meistarinn gæfi leyfi sitt. Henni fannst þetta undarlegt og því æfði hún bara karate það sumar. „Ég fer alltaf til útlanda til að læra meira. Það hefur aldrei verið neitt mál að fá að æfa hjá öðrum félögum og það er mjög góð leið til að kynnast fólki,“ segir hún. Agi og virðing Sigrún Anna leggur þunga áherslu á heim- spekina að baki íþróttinni. Hún segir að í Kóreu sé kennt að bera virðingu fyrir manns- lífum og öðru fólki, ekki bara í keppni heldur líka í daglegu lífi, og agi sé ríkur þáttur í íþróttinni. Hún segist alltaf hvetja lærisveina sína hér heima til að bera virðingu fyrir öðru fólki - sjálfsvamaríþróttir geti verið skaðleg- ar ef þær eru notaðar á rangan hátt. „Hluti af þessu er að læra að forðast átök og slagsmál. Það er ekki gott að lenda í slagsmál- um í lifinu og eignast óvini. Maður á að forð- ast slíkt. Mér líður alltaf vel yfir að kunna þessa íþrótt og það gefur mér gífurlega mikið sjálfstraust en það er gjörsamlega ónauðsyn- legt að lenda í slagsmálum," segir hún. Fremur óvenjulegt er að konur stundi sjálfsvarnaríþróttir og gildir það ekki bara um ísland heldur flest lönd þar sem tækvondo íþróttin er stunduð. Konur hafa þó verið að sækja í sig veðrið hér á landi og er það ef til vill lýsandi að tveir af aðalþjálfurum af þrem- ur hjá júdódeild Ármanns era konur og er Sig- rún Anna önnur þeirra. Hún segir að þáð sé lítið mál að kenna karlmönnum tækvondo enda séu allir vinir í íþróttinni. Það sé einna helst sturtutalið sem hún missi af. Sigrún Anna, sem er komin með svarta beltið í tækvondo, er af íslenskum ættum, móðir hennar er íslensk en faðir hennar bandarískur. Hann hefur starfað í bandarísku utanrikisþjónustunni og hefur Sigrún Anna því búið um allan heim. Hún er nú nýgift Norðmanni sem er að læra læknisfræöi í Há- skóla íslands. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.