Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 12 |teilsa____________________________________________________ Flestar konur verða að berjast við sveppasýkingu einhvern tíma á lífsleiðinni: Gott að breyta klæða burði og mataræði - margar hætta að borða sykur og ger og fá sár ávexti í staðinn Sveppir valda flestum konum óþægind- um einhvern tíma á lífsleiöinni og sumum veikindum. Meö því aö endur- skoöa mataræöiö, boröa holla og góða fæöu og hætta sykur- og geráti geta flestar konur lifaö eðlilegu lífi. Langflestar konur verða einhvem tímann á ævinni varar við sveppa- sýkingu af völdum sveppsins Candida albicans og margar þeirra verða fyrir vemlegum óþægindum af völdum sveppsins einhvern tím- ann á lífsleiðinni og sumar veikjast jafnvel hastarlega. Sveppurinn er alltaf til staðar í líkamanum, bæði hjá konum og körlum þó að karlar séu oft einkennalausir. Sveppasýk- ingin hjá konum nær sér á strik við ger- og sykurát og vegna notkunar pillunnar eða eftir sýklalyf. Að sjálf- sögðu raskast jafnvægið einnig við þungun. Mörgum konum hefur gengið erf- iðlega að ráða niðurlögum sveppa- sýkingarinnar þrátt fyrir tíðar heimsóknir til lækna og kannski er heldur ekkert eitt ráð til heldur verður hver og ein að finna út sjálf hvað henni hentar. Eitt er þó ljóst. Minnkað sykur- og gerát og aðgát i mataræði hjálpa upp á sakirnar. Sumar konur hafa átt í svo miklum óþægindum vegna sveppanna að þær hafa farið á sérstakt mataræði og baka til dæmis sitt eigið brauð og snerta ekki sælgæti. Fötin geta skipt máli í bókinni Kvennafræðarinn eftir dr. Miriam Stoppard segir að æski- legt sé fyrir konur, sem þjást af sveppasýkingu, að klæðast víðum undirfótum og fótum úr bómull og er konum ráðlagt að hætta að ganga í sokkabuxum. Stoppard segir að forðast beri áfengi, sykur og ger en borða þess í stað mikið af ferskum ávöxtum, grænmeti og setja jafnvel AB-mjólk á túrtappa upp í leggöng- in. I AB-mjólkinni eru acidophilus- sýrur sem ráðast á sveppinn. ís- lenskir kvensjúkdómalæknar taka undir þetta með mataræðið. „Það ber mikið á kvörtunum í meðgöngu vegna óþæginda vegna sveppa. í meðgöngu er það ekki óeðlilegt vegna þess að þá minnkar mótstaða kvenna gegn sýkingum, en aðrar þjóð- ir, bæði í formi sæl- gætis og gosdrykkja og brauð- metis,“ segir hann. Arnar telur að fleiri þættir geti eflaust gert það að verkum að sveppirnir séu famir að valda meiri óþægindum en áður, til dæmis gætu lyf gegn sveppum orðið til þess að það myndist mótstaða og lyfjagjöf vegna sveppasýkingar beri því ekki jafn góðan árangur. -GHS „Hins vegar virðist hafa borið meira á óþægindum meðal kvenna síðustu árin heldur en eldri kolleg- ar kannast við. Við kvensjúkdóma- læknar höfum velt fyrir okkur hvort það geti verið út af aukinni sýklalyfjanotkun og tíðari notkun almenningsbaða en áður. Við neyt- um líka miklu meira af kolvetna- ríkri fæðu en nokkru sinni og meira þar á meðal gegn bakteríum og sveppum, og svo er konan móttækilegri fyrir sveppum vegna lífeðlisfræðilegra breytinga. Svo lengi sem sveppir valda engum óþæg- indum er engin sérstök ástæða til að meðhöndla þá því að þeir eru hluti af eðli- legri flóru í líkamanum," segir Amar Hauksson kvensjúkdóma- læknir. Úþægindin hafa aukist erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Stephen Klng: Coffey on the Mlle. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Catherine Cookson: The Obsession. 4. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 5. Ken Follett: A Place Called Freedom. 6. Patrlcla 0. Cornwell: From Potter’s Fleld. 7. Mlchael Crlchton: The Lost World. 8. Josteln Gaarder: Sophie's World. 9. Barbara Taylor Bradford: Dangerous to Know. 10. Pat Barker: The Ghost Road. Rit almenns eblis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorcnzo Carcaterra: Sleepers. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Daniel Goleman: Emotional Intelllgence. 5. Paul Bruce: The Nemesls File. 6. Jung Chang: Wild Swans. 7. Margaret Forster: Hidden Uves: A Famlly Memolr. 8. Gitta Sereny: Albert Speer: Hls Battle wlth Truth. 9. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 10. Gore Vidal: Pallmpsest: A Memolr. Innbundnar skáldsögur: 1. Dlck Francls: To the Hilt. 2. Frederlck Forsyth: lcon. 3. Ben Elton: Popcom. 4. Stephen Klng: Desperatlon. 5. Len Delghton: Charity. Innbundin rlt almenns eölis: 1. Dave Sobel: Longitude. 2. R. Andrews & P. Schellenberger: The Tomb of God. 3. Antonla Fraser: The Gunpowder Plot. 4. Rlchard Holmes: War Walks. 5. Orlando Flges: People’s Tragedy. (Byggt á The Sunday Tlmes) Portúgalir bíða enn eftir nóbelnum Antonio Lobo Antunes er 54 ára gamall portúgalskur rithöfundur. Hann hefur sent frá sér tólf skáld- sögur á ámnum frá 1979. Þær hafa selst vel í heimalandinu og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Portúgalir líta almennt á hann sem fremsta rithöfund þjóðarinnar um þessar mundir og álíta að hann eigi skilið aö fá bókmenntaverðlaun Nóbels. Antunes er mikill vinnuhestur. í nýlegri umfjöllun um rithöfundinn og verk hans í danska blaðinu Poli- tiken kemur fram að hann situr gjarnan við skriftir í átta til tólf klukkustundir á dag. Hann kveðst alltaf vinna á sama hátt; fyrst geri hann áætlun en handskrifi síðan frásögnina. Að því loknu fái hann handritiö hreinskrifað og fari svo yfir textann aftur og aftur. Hann er, eins og margir aðrir rit- höfundar, á því að innblásturinn fe- list í því að setjast niður á sama tíma dag eftir dag og skrifa. Það sé fyrst og fremst spurning um aga. „Þegar ég var fimmtán ára skrifaði ég til Celine, sem ég dáðist að, og sagði honum að ég vildi verða rit- höfundur,“ segir Antunes í viðtal- inu í Politiken. „Ég var himinlif- andi þegar hann svaraði mér. Hann lagði mér lífsreglurnar: þú verður að vinna og vinna ef þér finnst að þú verðir að skrifa. Skrifaði, breyttu, vertu aldrei sáttur við fyrsta uppkast! Þess vegna tekur það allan tímann minn að skrifa.” Skrifaði fyrir sjálfan sig Antunes segist hafa skrifað skáld- sögur fyrir sjálfan sig án þess að hafa hugsað um að láta gefa þær út. „Einn vina minna fékk dag nokk- Antonio Lobo Antunes. Umsjón Elías Snæland Jónsson urn handrit að láni hjá mér og fór með það til útgefanda án þess ég vissi af því. Þessi fyrsta bók min, Memria de Elefante, kom út þegar ég var 37 ára og seldist í meira en 200 þúsund eintökum. Þegar næsta bókin, Os cus des Judas, kom út sex mánuðum síðar hafði bandarískur umboðsmaður samband við mig. Ég hélt að það væri grín en fljótlega kom annað i ljós og hlutirnir fóru að gerast hratt. Ég var óþekktur einn daginn en þekktur hinn næsta og síðan hef ég ekki átt neitt einka- líf hér í Portúgal,“ segir hann. Það var árið 1986 sem Antunes lét af störfum sem sálfræðingur og helgaði sig alfarið ritstörfunum. Áður hafði hann starfað á geð- sjúkrahúsi en um það fjallar hann í skáldsögunni Conhecimenteo do In- femo. Antunes ólst upp í Portúgal ein- ræðisstjórnar sem hélt dauðahaldi í nýlendur í Afríku. Sem ungur mað- ur, á árunum 1971-1973, gegndi hann herþjónustu í Angóla en sú reynsla setur sterkan svip á margar skáldsögur hans. „Það var óhugnanlegt," segir hann í viðtalinu. „Við vorum af- skaplega einangraðir þama niðri í Afríku og vissum vel að við voru þátttakendur í skítugri og óréttlátri styrjöld. Við vorum bara strákar sem höfðum ekkert að gera þarna suður frá. Við vildum ekki drepa neinn. Eitt sinn var ég í þann veg- inn að strjúka úr hemum en yfir- manni mínum tókst að fá mig til að skipta um skoðun." Sú skáldsaga sem margir telja mikilvægasta verk Antunes, Fado Alexandrino frá árinu 1983, fjallar einmitt að verulegu leyti um ný- lendustríðið í Afríku og stjórnar- byltinguna árið 1974 þegar einræðis- stjóminni var loks velt úr sessi. Nýjustu skáldsögur hans taka hins vegar á mjög gagnrýninn hátt á lífinu í Portúgal síðustu áratugina. Trato de Paixoes da alma (1991), Or- dem Natural de Coisas (1992) og A morte de Carlos Gardel (1995) em sameiginlega nefndar Benfica-þrí- leikurinn, eftir úthverfi Lissabon þar sem sögurnar gerast á þeim ríf- lega tveimur áratugum sem liðnir eru frá því lýðræði var innleitt í Portúgal. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen Klng: The Green Mlle: Nlght Journey. 2. V.C. Andrews: Melody. 3. Sue Grafton: „L“ Is for Lawless. 4. Sldney Sheldon: Mornlng, Noon & Nlght. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. John Grlsham: A Tlme to Klll. 7. Patrlcia Cornwell: From Potter's Fleld. 8. Pat Conroy: Beach Muslc. 9. Ken Follett: A Place Called Freedom. 10. W.E.B. Griffin: Behlnd the Llnes. 11. Stephen Klng: The Green Mile: The Bad Death of Eduard Detacroiz. 12. Ollvia Goldsmith: The Flrst Wives Club. 13. Danielle Steel: Llghtnlng. 14. M.P. Kube-McDowell: Shield of Lles. 15. Nancy T. Rosenberg: Trial by Flre. Rit almenns eölis: 1. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 2. Mary Karr: The Llar’s Club. 3. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvllizatlon. 5. Colln L. Powell: My American Journey. 6. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 8. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 9. Gall Sheehy: New Passages. 10. Isabel Allende: Paula. 11. John Felnstein: A Good Walk Spoiled. 12. Jack Mlles: God: A Biography. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 15. Andrew Well: Spontaneous Heallng. (Byggt á New York Tlmns Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.