Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Þeir renna saman í blauta gráa uU í huganum þessir súldardagar og ég man ekki hvort hann hékk þurr um morguninn fimmtudag- inn tólfta, eöa ekki. Þetta hefur veriö þannig að maður hefur þakk- að fyrir að sjá fáeinar húsalengdir frá sér. Einn daginn man ég að ég grillti ekki í Háskólabíó þvert yfir Hagatorg og er það þó bygging af þeirri stærð að nokkuð þarf til aö manni sjáist yfir hana. Dulnefhi lagahöfundarins ágæta rann upp, hvað mig varðaði um klukkan sjö. Heimilisfólkið var allt komið á stjá skömmu síðar, nema heimasætan, sem ekki þarf að mæta í skólann fyrr en eftir há- degi. Við hjónum skiptum með okkur skólaskutlinu á morgnana, þar eð einn á fimmta ári byrjar í ísaks- skóla klukkan hálfníu, en annar á unglingsaldri þarf akstur alla leið vestan úr bæ og í Garðaskóla þess- ar vikurnar, fram að búferlaflutn- ingi fjölskyldunnar. Eftir að hafa kysst og vinkað og horft á eftir yngsta skólapiltinum ganga í snotmri röð á eftir kennar- anum sínum inn í skólann var komið að upphafi vinnudags, ein- um kaffibolla fyrir níu. Ég ákvað að stela einum degi frá verkkaupendum mínum ytra og helga þennan dag öðru en því verkefni sem ég fæst annars við nú, og líklega allmarga mánuði í viðbót. Ég tók að skrifa atburðalýsingu að bíómynd, eða „treatment" eins og það heitir á alþjóðlega kvik- við bakið á KR-ingum í átökum við Svíana í AIK klukkan sjö, en auk þess var komið að því að fara með gamla jeppagarminn í sprautun, enda illa farinn af þeirri tegund holdsveiki sem leggst á bíla, sem hvergi eiga höfði sínu að halla í hinni frónsku vætutíð, sem stend- ur gjaman allt árið. Þetta tókst allt saman með dyggri aðstoð bróður míns sem býr nærri vellinum. Við gengum það- an, töluverður frændaflokkur, vel fyrir leik til að tryggja okkur sæti. Blundað á vellinum Hvort sem um var að kenna hinni hamslausu rigningu og lága loftþrýstingi eða ekki, þá sofnaði sonurinn ungi skömmu fýrir lok fyrri hálfleiks og svaf fram undir leikslok. Enda búinn að hrópa og skemmta sér duglega fram að því í KR-gallanum sínum frá frænda. Því miður fór á svipaða lund fyr- ir KR-ingunum sjálfum úti á renn- blautum vellinum, nema hvað þeir rumskuðu um stund í byrjun síð- ari hálfleiks. Þegar úrslitin lágu fyrir voram við bræðumir sammála að það væri ágætt að vera Valsarar og að- eins gestir í áhangendaliði KR. Að- eins flóknara verður það fyrir unga knattspymuáhugamanninn sem næsta sumar verður líklega farinn að sækja æfingar hjá UMFB, í KR-gallanum og með Vals-ættemið á bakinu. Þá verður súldin þó vonandi horfin. „Þegar úrslitin lágu fyrir vorum viö bræöurnir sammála um aö þaö væri ágætt aö vera Valsarar og aöeins gest- ir í áhangendaliöi KR,“ segir Sveinbjörn I. Baldvinsson eftir tapleik hjá KR. Á leiknum svaf Finnur Sigurjón vært. DV-mynd Pjetur Dagur í lífi Sveinbjörns I. Baldvinssonar: Gestir í liði KR myndamálinu, en framleiðandi nokkur þurfti á þessu að halda í lok dagsins. Kærkomin ögrun Þar sem þetta er hugmynd sem ég hef gengið með alllengi var þetta kærkomin ögrun og tækifæri í senn til að koma henni úr hinu kalda og ferkantaða úrdráttar- formi og á þetta næsta stig í hand- ritsgerðinni. Verkið sóttist vel og fyrsta gerð lá fyrir um hádegið, til- búin til yfirlestrar og athuga- semda. Þá gerði ég hádegishlé og sótti skólapiltinn unga og við fengum okkur brauð og tilheyrandi saman, áður en við tókum til við verk okk- ar. Ég settist aftur við tölvuna, en hann fór að teikna og æfa sig að skrifa stafi. Hann truflaði mig ekki frekar en vanalega, en leit inn ann- að veifið til að fá meiri pappír. Eftir tvær atrennur með yfir- lestri og athugasemdum mínum og framleiðandans var kominn prýði- legur skikkur á atburðalýsingu seinni partinn. Það stóð töluvert til hjá okkur feðgum, því við hugðumst styðja Finnur þú fimm breytingar? 377 Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og fimmtu getraun reyndust vera: Nafn: Heimili: Vigdís Þorsteinsdóttir Lækjargötu 10 530 Hvammstangi Steinunn Pálsdóttir Háteigi 6 230 Keflavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að. verðmæti kr. 4.900, frá Bræðranum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond- bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 377 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.