Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Keanu Reeves flýr á mótorhjóli undan sprengingu. Chain Reaction í Háskólabíói: Orka unnin úr vatni Háskólabíó frumsýndi í gær spennumyndina Chain Reaction. í byrjun fylgjumst við með þar sem hópur vísindamanna við háskólann í Chicago er að gera tilraunir með orku sem á að leysa gas og olíu af hólmi. Eftir mikla vinnu hafa þeir náð hinum ótrúlega árangri að vinna orku úr vatni. Þetta er upp- götvun sem mun breyta heiminum. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og þeir gera sínar ráðstafanir til að hindra það að þessi tilraun komi nokkum tímann fyrir augu almennings. Meðal vísindamannanna era Eddie Kasalivich og Lily Sinclair, sem lifa af mikla sprengingu, og áður en þau geta áttað sig á hlutun- um eru þau ákærð fyrir morð og eru hundelt af lögreglunni og glæpa- mönnum. Þau leita á náðir frægs vísindamanns og segja honum frá leyndarmálinu um orkuna og sam- an taka þau þrjú til sinna ráða gegn ofureflinu og þar er helst að finna út hver það er sem er á bak við sam- særið. Það eru Keanu Reeves og Rachel Weisz sem leika hina ungu visinda- menn og Morgan Freeman leikur læriföður þeirra. Aðrir leikarar eru Fred Ward, Kevin Dunn og Brian Cox. Leikstjóri Chain Reaction er Andrew Davis, sem hefur sérhæft sig í spennumyndum. Sú mynd sem hefur hingað til haldið nafni hans á lofti er The Fugitive, sem hann gerði 1993 með Harrison Ford í aðal- hlutverki. Davis er fæddur og upp- alinn í Chicago og kominn af leik- húsfólki. Hann byrjaði atvinnuferil sinn sem ljósmyndari og blaðamað- ur enda er hann með háskólpróf í blaðamennsku frá háskólanum í 111- inois- ríki. Þegar hann fór að vinna sem þáttagerðarmaður við almenn- ingssjónvarpsstöðina PBS fór hann einnig að fitla við kvikmyndatöku- vélar og fyrsta reynsla hans í kvik- myndaheiminum kom þegar hann var aðstoðarkvikmyndatökumaður Haskell Wexler við Medium Cool, sem tekin var í Chicago árið 1969. í framhaldi af því vann Davis sem tökumaður við ýmsar kvikmyndir og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Stony Island, árið 1979. Hann fluttist til Hollywood snemma á níunda ára- tugnum og leikstýrði meðal annars Chuck Norris í tveimur kvikmynd- um. Það voru vinsældir Under Siege sem gerðu það að verkum að hann fékk boð um að leikstýra The Fugi- tive, en í millitíðinni hafði hann leikstýrt Steal Big, Steal Little með Andy Garcia og Alan Arkin í aðal- hlutverkum. -HK Keanu Reeves í Chain Reaction: Hæverskur og kurteis „Leikur minn gerði það ekki að verkum að ég varð frægur leikari héldur fjölmiölar," segir leikarinn Keanu Reeves. Sykursæti Reeves með drengjalega útlitið er á hraðri uppleið í Hollywood og fær sífellt bitastæðari hlutverk. Honum fór að ganga betur á ferlinum eftir leik sinn í spennumyndinni Speed sem sló í gegn vestra og hér heima. Hann leikur nú aðalhlutverkið í kvikmyndinni Chain Reaction sem frumsýnd verður um helgina. „Ég er mjög venjulegur strákur. Ég er mjög þakklátur því að geta unnið. Einnig er ég þakklátur því fólki sem líkar vinnan mín vel. Ég sýni því fólki virðingu," segir Reeves í viðtali við tímaritið Premi- ere. Reeves fæddist 2. september 1964 í Beirút i Líbanon. Faðir hans er ætt- aður frá Kína og Hawaii en hann fluttist með íjölskyldunni frá Líb- anon til Ástralíu þegar Reeves var einungis tveggja ára gam- all. Þaðan flutti fjölskyldan til New York og settist loks að í Toronto. Þar var Reeves hockeystjama í skóla áður en hann hætti námi og fór að læra leiklist. Reeves lék i fyrstu kvikmyndinni árið 1984 en það var The Prodigal. Á eftir fylgdu Flying Dream to Believe, 1985, Youngblood, Brother- hood of Justice, 1986; The Rivers Edge, 1987; The Night before Permanent Record, The Prince of Pennsylvania, Dangerous Liaisons, 1988; Bill and Ted’s Excellent Adventure, Parenthood, 1989; I Love You to Death, Tune in Tomorrow, 1990; Point Break, Till & Teds Bogus Journey, My Own Pri- vate Idaho, 1991; Bram Stoker's Dracula, 1992; Much Ado about Not- hing, Freaked, 1993; Even Cowgirls Get the Blues, Little Buddha, Speed, 1994; Johnny Mnemonic, A Walk in the Clouds, 1995; Chain Reaction, Feeling Minnesota, 1996. Fyrst var tekið eftir Reeves í mynd Tims Hunters, River Edge. Auk þess hef- ur hann leikið í nokkrum sjón- varpsmyndum. Einnig hefur Reeves leikið í Hamlet á sviði og í Romeó og Júliu. Reeves hefur um skeið leikið á bassa í hljómsveitinni Dogstar. Hljómsveitin leikur aðallega svolít- ið poppaða þjóðlagatónlist. Hann segist spila í hljómsveitinni sér til gamans en vill þó að tónlistin þeirra sé góð. Dogstar hefur haft talsvert að gera í Los Angeles auk þess sem hún fór í tónleikaferðalag til Tokyo í fyrra. Þeim sem vinna með Reeves finnst hann mjög kurteis og hæverskur. Hann er ekki með stjörnustæla en er prúður í fram- komu og virðist stundum feiminn. Reeves er sagður fámáll og segja einungis það nauðsynlegasta. Þegar hann telur sig vera búinn að svara spurningum blaðamanna hættir hann. -em Keanu Reeves í hlutverki Eddie Kasalivich í Chain Reaction. Hfrikmyndir a a Svaðilförin í Stjörnubíói: Orlagarík ferð skút- unnar Albatross Haustið 1960 hófu þrettán ungir menn ævintýraferð um borð í skút- unni Albatross, sem var kennslu- skip á vegum bandaríska fiotans. Þetta var ársferð og reyndi á allar hliðar drengjanna, sem þurftu að sýna áræði við ýmsar aðstæður. Mjög strangur agi var um borð og þótti mörgum nóg um. Það var því mikil eftirvænting og gleði síðustu dagana áður en skútan kom í heimahöfn. En í einu vetfangi varð ferðin að martröð, mikið óveður skall á og skipið sökk á nokkrum mínútum. Fjórir nem- endur létust og tveir úr áhöfninni. Þeim sem eftir lifðu var bjargað eftir að hafa verið tvo daga í bát- um. En mál- ið hafði sín- ar afleiðing- ar. Skip- stjórinn, Christopher Sheldon, var sóttur til saka vegna þess að þeirri spurningu ur-Indíum. Þar sem Jeff Bridges hafði ekki mikla þekkingu á stórum seglskútum voru fengnir menn til að kenna honum og ungu leikurun- um handtökin. Þar voru fremstir í flokki hinn raunverulegi Christoph- er Sheldon og tveir úr áhöfninni sem komust lífs af og höfðu þeir þá ekki hist í þrjátíu ár. Ridley Scott er meðal þekktustu leikstjóra nútímans og á hann að baki nokkrar ágætar kvikmyndir. Hann stundaði nám í grafiskri hönnun áður en hann sett- ist á skóla- bekk í Royal Academy of Art. Vegna góðs námsár- angurs fékk hann styrk til að stunda nám í Banda- ríkjunum og byrjaði þar að gera heimilda- myndir. Eftir að heim kom hóf hann störf hjá BBC en stofnaði eftir þrjú ár þar á bæ eigið fyr- irtæki sem fljótlega varð leiðandi í var ósvarað Jeff Bridges leikur skipstjórann sem þarf aö auglýsinga- hvort hann svara fyrir gerðir sínar. Með honum á myndinni gerð í Evr- hefði vegna er Jeremy Sisto, sem leikur einn af ungu sjó- ópu. ónograr monnunum. kunnáttu orðið til þess að áhafnar- meðlimir létust, þar á meðal eigin- kona hans, eða hvort hann hefði með miklum aga og góðri kennslu átt þátt í að bjarga þeim sem eftir lifðu. Við réttarhöldin kom ýmislegt fram um að ekki hefði verið allt sem sýndist þegar nemendurnir voru látnir rifja upp ferðina. Um þetta fjallar nýjasta kvik- mynd Ridleys Scotts, Svaðilfor (White Squall) sem Stjörnubíó frum- sýndi í gær. Það er Jeff Bridges sem fer með hlutverk skipstjórans Sheldons, Caroline Goodall leikur eiginkonu hans og John Savage einn skipverja, meðal þeirra sem leika nemendurna má nefna Scott Wolf, Jeremy Sisto og Balthazar Getty, sem allt eru ungir leikarar sem eru að skapa sér nafn vestan- hafs. Kvikmyndatakan fór fram í Vest- Arið 1978 gerir hann fyrstu kvikmynd sína, The Duelists sem vakti mikla at- hygli fyrir stíl og fékk hann að laun- um dómnefndarverðlaun á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Með annarri mynd sinni, hinni frægu hryllingsmynd Alien, sló hann í gegn. Hann fylgdi henni eftir með Blade Runner, sem nú þykir hafa markað spor í gerð framtíðar- mynda. I kjölfarið fylgdu Legend, Someone to Watch over Me og Black Rain, sem allar ollu nokkrum von- brigðum. Ridley Scott náði sér aftur á strik með Thelma and Louise, en náði líklegast lægsta þrepi ferils síns með 1492: Conquest of Paradise, sem var næsta mynd hans. Scott er með mörg jám í eldinum, á ásamt bróður sínum, Tony Scott, fram- leiðslufyrirtæki auk þess sem hann stjórnar enn auglýsingafyrirtæki sínu. -HK Verslun, Laugavegi 26 - Verslun, Laugavegi 96 - Verslun Kringlunni s. 525 5040 s. 525 5065 S. 525 5030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.