Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 49
T>V LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Pétur Östlund með námskeið Hinn kunni trommari, Pétur Östlund, heldur námskeið í Samspils-versluninni, Lauga- vegi 168, í dag, kl. 14. Pétur er staddur hér á landi vegna RúRek-hátíðarinnar og verður einn af nokkrum trommuleikur- um sem leika í Loftkastalanum á þriðjudagskvöld. Hausttónleikar Hetjuklúbbsins Hetjuklúbburinn býður klúbb- félögum og öðrum á tónleika á 22 annað kvöld, kl. 22. Hetjumar í Vindva Mei leika ásamt Dar- neuzi Vuca. Tónsmiðurinn Hermes skemmtir börnum í Gerðubergi í dag og á morgun. Tónleikar fyrir börn í dag og á morgun, kl. 15 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi, mætir tónsmiðurinn Hermes og heldur tónleika fyrir börn. Á efnisskrá er frumstæð tónlist og þjóðleg frá ólíkum heimshornum. Hermes leikur á suður-amerískar flautur, afrísk ásláttarhljóðfæri, kínverskar pípur, frumstætt ástralskt hljóð- færi sem nefnist didjeridu, skjaldbökuskel og hefðbundin klassísk hljóðfæri. í gervi Hermesar er Guðni Franzson en sérstakur gestur er gítarleikar- inn Einar Kristján Einarsson. Dúettinn Harmslag leikur á Hótel íslandi Dúettinn Harmslag leikur í Ásbyrgi á Hótel íslandi í kvöld. í dúettinum eru Stína Bongo og Böðvar á nikkunni. Suðræn sveifla verður í fyrirrúmi. Harmslag hefur leik upp úr mið- nætti. Englaspil í Kringlunni í dag verður brúðuleikhúsið 10 flngur með sýninguna Engla- spil. Sýningin hefst kl. 14.30 og er um 40 mínútur í flutningi. Samkomur Morgunstund jafnaðarmanna í dag hefjast morgunstundir jafnaðarmanna í Borgarbyggð og á Akureyri. Á Akureyri verða þær i Deiglunni frá kl. 10-12 og í Hyrnunni í Borgar- byggð á sama tíma. SL Matteusarkórinn í Skálholti Hinn þekkti sænski kór, St. Matteusarkórinn i Stokkhólmi, er nú á tónleikafor um ísland. í kvöld kl. 20.30 heldur kórinn tónleika í Skálholtskirkju. Heiðar Jónsson á Gullöldinni Heiðar Jónsson snyrtir verð- ur með njdt og ferskt prógramm í bland við gamalt á Gullöldinni, Hverafold 1, kl. 21 í kvöld. Hljómsveit Stefáns P. og Péturs Hjábnarssonar leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara. Kópavogi Gömlu dansamir verða í Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar, Auðbrekku 17, í kvöld, kl. 21. M "" aagsonn 57 Það verða litlar breytingar á veðr- inu í dag, áfram verða ríkjandi Veðrið í dag sunnanáttir. í dag er spáð hægri sunnan- eða suðaustanátt. Skýjað en úrkomulaust verður sunnan- og austanlands en bjartviðri um norð- anvert landið. Það verður sannkall- að sumarveður á mestöllu Norður- landi, sól og allt að 16 stiga heitt yfir hádaginn. Sunnanlands verður vindur hægur og hitinn gæti farið upp í 14 stig. Smávon er til þess að höfuðborgarbúar sjái til sólar í dag. Sólarlag í Reykjavík: 20.19 Sólarupprás á morgun: 07.11 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 01.17 Árdegisflóð á morgun: 01.17 Veörið kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri hálfskýjað 15 Akurnes skýjað 12 Bergstaðir léttskýjað 14 Bolungarvík skýjað 12 Egilsstaðir léttskýjað 14 Keflavíkurflugv. skýjaö 11 Kirkjubkl. alskýjað 10 Raufarhöfn Reykjavik skúr 12' Stórhöfði þokumóða '10 Helsinki skýjað 10 Kaupmannah. léttskýjað 14 Ósló alskýjað 12 Stokkhólmur hálfskýjaö 10 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam þokumóóa 12 Barcelona skýjaö 24 Chicago hálfskýjað 11 Frankfurt alskýjað 15 Glasgow léttskýjaó 16 Hamborg léttskýjaö 14 London alskýjað 14 Los Angeles alskýjaö 19 Madrid alskýjað 15 Malaga skýjað 24 Mallorca skýjað 25 París skýjað 15 Róm skýjað 22 Valencia úrkoma í grennd 25 New York heiðskírt 16 Nuuk rigning 2 Vín rign. á síð.kls. 12 Washington léttskýjað 16 Winnipeg léttskýjaö 9 RúRek-djasshátíðin: Djassað um alla borg Ríkisútvarpið, Reykjavíkmborg og djassdeild Félags íslenskra hljómlistar- manna efna til sjöttu RúRek djasshátíð- arinnar í Reykjavik dagana 22. til 28. september. Hátíðin verður sett í Tón- leikasal FÍH við Rauðagerði á morgun kl. 17.00 og kemur þar fram fjöldi hljóð- færaleikara, meðal annars píanóleikar- inn Jon Weher og Pétur Östlund. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Um kvöldið leikm Norræna kvenna- stórsveitin (April Light Orchestra) á Hótel Sögu. Hljómsveitina skipa tutt- Skemmtanir ugu hljóðfæraleikarar, þar á meðal ís- lenki gítarleikarinn Guðrún Hauks- dóttir. Söngkona hljómsveitarinnar, Al- maz Yebio, er frá Svíþjóð en einnig syngur Andrea Gylfadóttir með sveit- inni. Á Hótel Borg annað kvöld mun söng- konan Þóra Gréta syngja með eigin hljómsveit, á Hominu leikur Tríó Hilmars, Péturs og Matthíasar og á Pí- anóbamum leikur Prim kvartettinn. Bandaríski píanóleikarinn Jon Weber leikur á setningarhátíöinni í Tónleikasal FÍH á morgun. Myndgátan Neðanmálsgrein Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki Gifsskúlptúrar og málverk í dag opna Ólöf Nordal og Gunn- I ar Karlsson sýningar í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, og í setustofu safhsins sýnir þýski list- hópminn Kunstcoop. Ólöf Nordal sýnir gifsskúlptúra í |l neðri sölum safiisins og á efri hæð málverk unn- I in úr sandi. Ólöf stundaði Iframhalds- nám í Banda- ríkjunum við | Cranhrook listaakademí- una og síðar við Yale há- skólann i New Haven. Hún hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í samsýningum. Gunnar Karlsson sýnir málverk á efstu hæðinni sem unnin eru á þessu ári. Gunnar stundaði fram- haldsnám við Konunglegu listaaka- demíuna í Stokkhólmi. Hann á að baki nokkrar einkasýningar ásamt samsýningum. Sýningar Kunstcoop setur upp intemet- verk í Setustofunni og er yfirskrift Íþess Artwarpeace Sculpture Plan. I Verk þeirra eru einnig aðgengileg | gegnum netið á heimasíðunni: http://www.fo- ebud.org/kcoopawd/lis- land/isla.htm Sýningarnar eru opnar daglega : frá kl. 14.00-18.00 og þeim lýkm sunnudaginn 8. október. Hjóladagur Landssamtökin íþróttir fyrir alla standa fyrir hjóladegi fjöl- skyldunnar á morgun. Markmið hjóladags er tvíþætt. Annars veg- ar að stuðla að hollri og góðri hreyfingu enda eru hjólreiðar kjörin leið til heilsueflingar. Hins vegar að benda fólki á þá stað- reynd að engin nauðsyn sé á því að læsa hjólin inni í geymslu eða bílskúr þótt farið sé að hausta. Á hjóladeginum á morgun er boðið upp á um það bil 20 kíló- metra hring á stígakerfínu og fá þeir sem hjóla hringinn viður- kenningu. Hringurinn er frá Tjörninni, að Suðmgötu, niðm að stígnum vestan við flugvöll, þaðan stíginn upp að Elliðaárdal (að drykkjarstöð) og til baka að stígn- íþróttir um sem liggm meðfram Suður- landsbraut og efri hluta Lauga- vegs, niðm að Snorrabraut og meðfram Sæhraut, stíginn meö- fram Kalkofnsvegi að drykkjar- stöðinni við Tjörnina. Engu máli skiptir í hvaða átt hjólað er né hvar fólk byrjar. Ekki verður um hópstart að ræða, fólk getur byrj- að að hjóla hvenær sem er milli klukkan 11.00 og 14.00. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 205 20.09.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,840 67,180 66,380 Pund 103,800 104,330 103,350 Kan. dollar 48,760 49,070 48,600 Dönsk kr. 11,4670 11,5280 11,6090 Norsk kr 10,3100 10,3660 10,3430 Sænsk kr. 10,1060 10,1620 10,0220 Fi. mark 14,7320 14,8190 14,7810 Fra. franki 13,0070 13,0810 13,0980 Belg. franki 2,1420 2,1548 2,1795 Sviss. franki 53,7700 54,0600 55,4900 Holl. gyllini 39,3500 39,5800 40,0300 Pýskt mark 44,1200 44,3500 44,8700 It. lira 0,04379 0,04407 0,04384 Aust. sch. 6,2680 6,3070 6,3790 Port. escudo 0,4328 0,4354 0,4377 Spá. peseti 0,5241 0,5273 0,5308 Jap. yen 0,60820 0,61180 0,61270 irskt pund 107,190 107,850 107,600 SDR 96,36000 96,94000 96,83000 ECU 83,7000 84,2000 84,4200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.