Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 56
Þref&Mssr
I. vmmmgur
Vertu viSbúin(n) vinningi
Vinningstölur
19.9/96 UHl
3)(19) 20^9/96 (4)(11)(16}(1í
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
Flugleiðir:
Fjarlægðu
hnetur vegna
sjúklings
DV, Suðurnesjum:
„Ungi drengurinn er ofnæmis-
sjúklingur og má ekki komast í
snertingu við hnetur. Dæmi eru um
að flugvélar hafi þurft að millilenda
með fólk sem hefur fengið heiftar-
legt ofnæmiskast. Þess vegna var
brugðið á það ráð að fjarlægja allar
hnetur úr vélinni fyrir brottför og
setja saltstangir í staðinn. Við ger-
um allt fyrir farþegana," sagði Sig-
urður Jónsson, deildarstjóri flugeld-
húss Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli, við DV.
Þjónusta sú sem Flugleiðir veittu
tíu ára gömlum Svía hefur vakið at-
hygli. Drengurinn, sem er með of-
næmi fyrir hnetum, var að fara í
ferðalag með foreldrum sínum frá
Stokkhólmi til Baltimore í Banda-
ríkjunum. Á meðan sum flugfélög
gátu ekki tekið ákvörðun um hvern-
ig ætti að snúa sér í málinu, brugð-
ust Flugleiðir skjótt við svo fjöl-
skyldan kæmist í ánægjulegt og
ógleymanlegt ferðalag. Þeir létu
fjarlægja allar hnetur úr flugvélinni
í Stokkhólmi og keyptu saltstangir i
staðinn.
Flugvélin millilenti síðan á Kefla-
víkurflugvelli og á meðan drengur-
inn flýgur með Flugleiðum verða
engar hnetur um borð. Fjölskyldan
er enn stödd í Baltimore en flýgur
með Flugleiðum til baka: Að sögn
Sigurðar er þetta í fyrsta skipti sem
þurft hefur að fjarlægja mat úr flug-
vélum Flugleiða. Hins vegar hafa
þeir farþegar sem hafa ofnæmi get-
að sérpantað mat eftir sínum þörf-
um um leið og þeir kaupa farseðil-
inn.
-ÆMK
Ólafsfjörður:
Mjölpokinn
straukst
viö manninn
ER AL CAPONE
KANNSKI MÆTTUR í
VILLTA VESTRIÐ?
L O K I
Eiginkonu skólastjóra Birkimelsskóla vikið fyrirvaralaust úr starfi:
Mafía bæjarfulltrúa
í ofsóknum gegn mér
- segir Helga Nönnudóttir í Vesturbyggð sem hyggst leita réttar síns
„Bæjarstjórinn kom til mín í
fyrrakvöld og bað mig um að hætta
störfum. Ég sagði honum að það
myndi ég ekki gera og þá hafði
hann í hótunum við mig. Hann
sagði að ef ég drægi mig í hlé gæti
ég væntanlega fengið vinnu síðar
og þaö sem meira er að ég gæti
fengið laun í einhverja mánuði og
af því þyrfti enginn að vita. Að öðr-
um kosti hefði ég verra af,“ segir
Helga Nönnudóttir, kennari og eig-
inkona skólastjórans í grunnskól-
anum í Vesturbyggð. Eins og sagt
var frá í DV í gær er mikill hiti í
fólki í tengslum við skólann.
Forsaga ósættanna er rakin rúm
þrjú ár aftur í tímann, til þess er
bílstjóri skólabílsins var látinn
hætta akstri vegna sögusagna sem
gengu um hann. Helga segist hafa á
sínum tíma rætt við umræddan
mann þar eð hún hafi átt bam í
skólanum og viljað fá úr því skorið
hvemig mál væru vaxin. Hún seg-
ist ekki hafa kært sig um að barn
sitt umgengist manninn el sögu-
sagnirnar væru sannar. „Annað
hef ég ekki gert þessum mannni og
ég og samkennari minn, kona um-
rædds bílstjóra, höfum aldrei átt í
útistöðum. Það getur starfsfólk
skólans staðfest. Það sem hins veg-
ar er hér á ferðinni er mafía bæjar-
fulltrúa í kringum þennan bíl-
stjóra. Frændi hans er í bæjar-
stjóm og systir konu bílstjórans á
tengdaföður í bæjarstjóm. Þessi
mafía bílstjórans hefur staðið í of-
sóknum gegn mér í á fjórða ár og
þeir menn sem að þessu standa em
góðir vinir bæjarstjörans/ segir
Helga.
Helga segir að nú sé það notað
gegn sér að eiginmaður hennar,
Torfi Steinsson skólastjóri, hafi séð
um að ráðningu hennar á hverju
hausti frá 1987 og því sé mjög und-
arlegt ef fara eigi að nota það gegn
þeim nú.
„Þessir menn hafa vitað um
tengsl okkar í mörg ár og fyrir
viku hét þetta mál ekki það að
Torfl mætti ekki ráða mig. Þá var
lagður ffam listi frá einhverjum
hulduher með órökstuddum ásök-
unum á mig. Þegar ljóst var að
ekki væri hægt að nota hann gegn
mér var gripið eitthvað annað. Það
er alveg ljóst að ég hef allan rétt
mín megin og fer með málið eins
langt og þarf, til Kennarasam-
bandsins og ráðuneytisins. Málinu
er ekki lokið,“ segir Helga. -sv
Vinnuslys varð við höfnina í
Ólafsfirði um miðjan dag í gær. Ver-
ið var að hífa mjölpoka um borð í
skip, hann rifnaði og féll niður og
straukst við mann sem var að vinna
á bryggjunni. Pokinn er um tonn á
þyngd og því má maðurinn þakka
fyrir að hafa ekki orðið undir hon-
um. Hann fór í skoðun á heilsu-
gæslustöðina en fékk að fara heim
að henni lokinni.
FIB trygging:
A 7. þúsund
hafl samband
Hér má sjá fyrsta farminn af nýjum drykk sem bráðlega kemur á markað hér á landi. Um er að ræða nýja gerð áfengra
drykkja sem fást í sex bragðtegunum og eru 4,7 til 5,3% að styrkleika. Drykkurinn ber nafniö Woody’s og að sögn
Guömundar Þórs Oddssonar, sem er annar tveggja innflytjenda, hefur þessi drykkur veriö aöal tískudrykkurinn í
Bretlandi í sumar en þaðan er hann uppruninn. Einhver bið verður á að Woody’s komi á almennan markað en kynn-
ingar hefjast um næstu helgi og spáir Guðmundur að hann muni slá út vinsældir bjórsins. DV-mynd BG
Veðrið á morgun og
mánudag:
Skýjað
en hlýtt
Á morgun og mánudag verður
austan- og suðaustanátt, víða all-
hvöss sunnan- og suðvestanlands
en heldur hægari í öðrum lands-
hlutum. Skýjað en úrkomulítið
verður norðan- og norðvestan-
lands en súld eða rigning annars
staðar. Hitinn verður á bilinu 10
til 14 stig.
Veðrið í dag er á bls. 57
13°
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel
en ekkert er hægt að segja um hve
margir tryggjendur eru komnir
vegna þess að ekki nærri allir eru
lausir frá fyrri tryggingafélögum.
Fólk byrjar yfirleitt að fá upplýsing-
ar og þeir sem eru með sínar trygg-
ingar lausar akkúrat í dag fá sent
tryggingaskírteini, sagði Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB,
við DV í gærkvöld.
Að sögn hans hafa allir símar log-
að hjá FÍB tryggingu og á skrifstofu
FÍB allt frá því FÍB trygging tók til
starfa á miðvikudag og telja starfs-
menn að samtals á báðum stöðum
hafi á sjöunda þúsund manns leitað
upplýsinga eða afgreiðslu, bæði
símleiðis eða með því að koma á
annan hvorn staðinn.
Gísli Maack, framkvæmdastjóri
FÍB tryggingar, vildi ekki gefa upp
hve mörg tryggingaskírteini hefðu
þegar verið gefm út þar sem þáð
bryti í bága við tryggingareglur.
Tryggingafélögin hafa kvartað und-
an því að hafa ekki fengið afhenta
verðskrá FÍB tryggingar og að-
spurður um þetta sagði Gísli að í
umhverfi þar sem samkeppni væri
engin gætu tryggingafélög skipst á
verðskrám en nú væri komin sam-
keppni í bílatryggingum og FÍB
trygging afhenti ekki samkeppnis-
aðilum verðskrár sínar.
-SÁ
SENOIBU
533-1000
f
Kvöld- og
helgarþjónusta
Flexello
Vagn- og húsgagnahjól
Suöurlandsbraut 10. S. 568 6499