Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
15
DV-mynd GVA
Skólar og námskeið
„Hvað er osmósa?" spurði sonur
minn fyrr í vikunni. Hann sat við
eldhúsborðið og lærði heima.
Hann á skrifborð i sínu herbergi
en þótti það sterkari leikur að
sýna foreldrunum dugnaðinn þeg-
ar að hausti, í upphafi skólaárs.
Það er ekki alveg að ástæðulausu
því hann varð fyrir talsverðri
gagnrýni í fyrra fyrir önnur
áhugamál en heimalærdóm.
Osmósa
„Osmósa,“ sagði ég og setti upp
spekingslegan svip. „Ætli það sé
ekki uppskrift að flskrétti með
sósu, helst ostasósu." Ég vissi ekki
alveg við hvaða námsgrein piltur-
inn glímdi en las ákveðna uppgjöf
í svipnum. Ég skaut því á að mál-
ið tengdist hússtjóm og matar-
gerð. „Þú ert „vei át of læn“,“
sagði strákurinn og brá fyrir sig
engilsaxnesku. „Þetta er tilraun í
efnafræði um það hvemig efni
breytast í vatni. Maður tekur kart-
öflur og sker þær ýmist í skífur
eða franskar og mælir hvort þær
sjúga í sig vatn, lengjast og
breikka. Þú hefur greinilega farið
á einhverju hundavaði yfir efna-
fræðina í gamla daga.“ „Sko, vissi
ég ekki,“ sagði ég og reyndi að
klóra í bakkann. „Þetta var eitt-
hvað um kartöflur."
Oft má satt kyrrt liggja en það
er rétt hjá stráknum að efnafræði
var ekki mín sterkasta grein,
hvorki í gagnfræða- né mennta-
skóla. Það var því ekkert gagn í
mér þegar kom að fyrmefndri
osmósu. Stúdentsefnið hélt því
áfram eitt og óstudd í efnafræði-
náminu. Ég gaf stáknum auga
annað slagið en hafðist ekki að.
Nokkru síðar sá ég að efnaskiptin
urðu eitthvað hraðari í honum,
liklega vegna þekkingarskorts föð-
urins á osmósunni. Hann reif
osmósublaðið úr möppunni
krampaði það harkalega og henti
því á gólfið. Því næst rauk hann á
fætur, formælti skólanum, efna-
fræðinni og sérstaka dembu fékk
osmósan.
Efnafræðileg athuga-
semd
í stöðunni naut ég langrar upp-
eldisreynslu minnar. Ég lét kyrrt
liggja. Það leið enda ekki á löngu
þar til ég sá efnafræðinemann
koma á ný að eldhúsborðinu.
Hann tók upp bréfkúluna með
osmósunni og slétti úr henni. Til
þess að sýna áhuga á námi sonar-
ins fékk ég að lesa um fyrirbrigð-
ið. Þar sem komið var að kvöld-
mat fékk ég vatn í munninn við að
lesa um þessar efnafræðilegu til-
raunir á frönskum kartöflum og
skífum. Ég var hins vegar engu
nær um fræðin en drengurinn. Ég
hvatti hann til dáða og lofaði
dugnað hans við námið. Nú gæti
hann spurt kennara sinn á morg-
un um osmósuna. Áður hefði hann
aðeins kíkt í fræðin rétt fyrir próf
og því ekki haft hugmynd um það
allan veturinn að hann vissi
hreint ekkert um osmósu, hvað þá
flóknari fyrirbæri efnafræðinnar.
Að þessum fyrirlestri loknum
bað ég hann að skjótast sem
snöggvast út í búð eftir frönskum
með sósu en sleppa osmósunni. Ég
greindi ekki að neminn kynni að
meta þessa efnafræðilegu athuga-
semd.
Námstækni
Ég lét það eiga sig að nefna það
við piltinn að ég sá sjálfan mig í
honum. Ég man ekki betur en það
væri mín tækni á sama aldri að
taka góða skorpu í lestri náms-
bóka rétt fyrir próf en slaka á þess
á milli. Hann má þó eiga það að
hafa náð að þróa þessa tækni enn
lengra. Ég átti þó yfirleitt bækurn-
ar en það þykist ég muna rétt að
stúdentsefnið hafi náð því að fara
gegnum heilu annirnar án þess að
hafa fyrir þeim kaupum.
Tækifæri haustsins
Haustið er afar merkilegur tími
ársins. Þá fer allt í fastar skorður
á ný. Skólinn bíður barnanna og
vinnan foreldranna eftir frí og til-
breytingu sumarsins. Á þessum
tima fer að rigna sunnanlands og
við því er vist ekkert að gera
nema flytja norður eða austur. Á
haustin strengja menn þess heit að
byrja enn einu sinni nýtt líf,
ganga, hlaupa, synda eða fara á
námskeið. Verða heilbrigðari þjóð-
félagsþegnar. Þessi hauststemning
er þó talsvert ríkari í konunni en
mér.
Ég minnist að vísu á það að nú
væri sniðugt að skreppa til Þing-
valla og skoða haustlitina, ganga
um þjóðgarðinn og anda að sér
fersku haustloftinu. Ég læt þó þar
Jónas Haraldsson
við sitja og fer ekki fet. Það er
hvort sem er alltaf rigning. Ég
nefni það líka að gaman væri að
fara á hverju kvöldi í Fossvogsdal-
inn eða Elliðaárdalinn og ganga
sér til heilsubótar. Ég bíð líka með
það, einkum vegna rigningarinn-
ar. Þá hefúr konan nefnt það mörg
undanfarin haust að ég hefði gott
af því að fara i likamsrækt. Ég hef
náð að humma þetta fram af mér.
í þeim efnum get ég ekki kennt
rigningunni um þar sem líkams-
ræktin er innanhúss. Þess í stað
dreg ég inn kviðinn og spenni
brjóstkassann og segi konunni að
þessi líkamsrækt sé bara fyrir
fitubollur. Hún á það þá til að
klípa í meintar ástarhöldur, rétt
ofan við beltisstað. Það er ekki
hægt að draga þær inn þótt maður
sé lengi á innsoginu.
200 brjóst
Þetta slugs á ekki við minn
betri helming. Hún nýtir haustið
vel. Námskeið alls konar og íundir
eiga vel við hana enda er hún fé-
lagslynd. Hún var í kór í fyrra. Sá
er eitthvað slappur þessa septem-
berdaga en hún kann ráð við því.
Kvöld eitt sá ég hana snurfusa sig
fyrir framan spegilinn, setja vara-
lit á snúðinn og fara í hælaskóna.
„Ég er að fara á kóræfingu," sagði
mín og tók stutta roku upp og nið-
ur tónskalann. Ég þóttist vita af
slappleika kórsins og hváði. „Við
systur gengum í Kvennakórinn,"
sagði frúin og var rokin með það
sama. Hún ætlaði að koma við hjá
systur sinni og taka hana með á
æfinguna.
Ég er ekki vel heima í Kvenna-
kómum en átta mig þó á því að
þar syngja konur einar og óstudd-
ar af hinu djúpraddaða kyni. Ég
hef lúmskan grun um að þeim
þyki það skemmtilegt eins og
margt annað sem þær bralla einar
og sér. Einu afskipti mín af nefnd-
um kór era þegar fulltrúi hans
hafði samband við mig fyrir einu
eða tveimur árum. Þá stóðu fyrir
dyrum tónleikar Kvennakórsins.
Kórfulltrúinn bað um kynningu á
sönghópnum fagra með mynd.
Undirtektir undirritaðs þóttu
daufar. Dugði lítt þótt sagt væri að
þess væri að vænta að hundrað
konur hæfu þar upp raust sína.
„Hvað er þetta, maður?“ sagði kór-
fulltrúinn. „Áttar þú þig ekki á því
að þarna verða tvö hundruð brjóst
saman komin? Það ætti að vera
eitthvað til að mynda.“
Ég sendi myndasmiðinn, enda
áhugasamur um nefnd líffæri.
Ekki veit ég hvað Karlakór
Reykjavikur eða Fóstbræður ættu
að bjóða fram til þess að kveikja
áhugann.
Áhugamálin
Konan lætur það ekki á sig fá
þótt ég nenni ekki í leikfimi í til-
efni haustkomunnar. Hún er byrj-
uð og er alsæl. Yngri dóttir okkar
hjóna er þegar skráð í ballett og sú
eldri nefndi Ijósmyndanámskeið.
Framboðið á alls konar tómstund-
um er geysilegt. „Hefur þú ekki
áhuga á neinu?“ spurði konan.
Mér vafðist tunga um tönn. „Jú,
jú,“ sagði ég til þess að vinna tíma.
Mér kom ekkert í hug. Ég gat
ómögulega hugsað mér að fara í
kvæðamannafélag. Rímnakveð-
skapur hefur aldrei höfðað sér-
staklega til mín. Fluguköst og
fluguhnýtingar eru ekki inni í
myndinni. Innhverf íhugun, jóga
og heilun koma vart til greina. Ég
hef heldur ekki skilning á frí-
merkjasöfnun eða félagsvist og
dansi.
Dansinn nefni ég alls ekki. Þar
óttast ég hið skelfilega, hjónanám-
skeið í dansi. Ég tók svo fálega í
slíkt námskeið fyrir nokkrum
áram að konan hefur ekki nefnt
það beint síðan. Hún hefur að vísu
komið óbeint að málefninu á árs-
hátíðum og öðrum meiriháttar
skemmtunum þar sem reynir á
danslistina. Þá er það gefíð í skyn
til séu betri dansherrar. Svo til
eina kunnátta mín í þeirri fögru
list er grunnspor í samba. Það er
víst hægt að ofnota það, sérstak-
lega ef hljómsveitin leikur rúmbu
eða vals.
Plast fyrir konur
Haustið er því líflegur tími og
skemmtilegur. Árstíminn gæti allt
eins heitið heitið skólar og nám-
skeið. Það breytir engu þótt ég
komi mér með lagi hjá námskeið-
unum. Konan er svo önnum kafin
að hún má ekkert vera að því að
hugsa um það. Ég áttaði mig end-
anlega á því þegar hún fór beint af
kóræfingu á svokallaða tupperver-
kynningu, þar sem konum era
seld plastílát, og boðaði við heim-
komu að hún ætlaði sjálf að halda
aðra slíka eftir helgina.