Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Verð írá ■ ferðir Louvre- Ferðamenn sem heimsóttu Júgóslavíu á fyrri helmingi þessa árs voru 1,7 milljónir, sem er 8% fækkun frá sama tímabili í fyrra. Vitað er að striðsátökin á svæðinu hafa ráðið mestu um fækkunina. Síðan gamla Júgóslavía gliðn- aði í marga parta, hafa héruðin Serbía og Montenegro tekið upp hið gamla nafn landsins sem þau voru hluti af áður. íslensk þjónusta Nýlega hóf starfsemi á Spáni fyrirtækið Multi-service á Las Mimosas sem er stutt frá sólar- leyfisstaðnum Torrevieja. Starfsmenn fyrirtækisins tala íslensku, ensku og spænsku. Torrevieja er bær sem býður upp á fjölbreytt skemmtana- og strandlíf og fjölda verslana. Multi- service veitir alhliða þjónustu við ferðamenn og hús- eigendur á svæðinu, svo sem flutning fólks til og frá flugvell- inum á Alicante, á hina eftir- sóttu útimarkaði, ferðir á diskóstaði, kaupstaðarferðir, dagsferðir á áhugaverða staði o.s.frv. Einnig sér fyrirtækið um eftirlit og þrif á húsum, leigumiðlun og alla aðra al- menna þjónustu við ferðamenn. Údrekkandi vatn Yfir 70% af neysluvatni í Rússlandi er óhæft sem drykkj- arvatn. Yfirmaður vatnsveitu- mála í Rússlandi viðurkenndi þessa óhugnanlegu staðreynd á blaðamannafjmai í vikunni. Ástandið er venju fremur slæmt í höfuðborginni Moskvu en þar er nú keppst við að bora í leit að nýjum og nothæfum vatnsuppsprettum. Endalaus vandræði ítalska flugfélagið Alitalia hefur undanfarin ár verið rekið með miklu tapi sem ógnað hef- ur tilveru félagsins. Enn bætist á vandræði flugfélagsins því í síðustu viku fóru flugvallar- starfsmenn Alitalia í sólar- hringsverkfall sem truflaði allt flug félagsins. Samstarfssamningur Finnska flugfélagið Finnair skrifaði í vikunni undir sam- starfssamning við eistneska rikisflugfélagið Estonian Air. Samningurinn gengnr í gildi þann 27. október og gengur út á beint daglegt flug milli Helsinki og Tallin. Sleppa við biðraðir Gestir Stríðið fælir safnsins fræga í Par- ís kannast margir við óþægilega langar biðraðir sem myndast við kaup á aðgöngumiðum. YFmvöld safnsins hafa nú ráðið nokkra bót á þessu vandamáli og byrj- að er að selja aðgöngumiða víða í París. Þeir kosta 50 krónum meira en þeir sem keyptir eru við safnið, en þeim fýlgir sá kostur að menn losna við að bíða í biðröðum eftir miöum. Skipsstrand Hópur farþega á þýsku skemmtiferðaskipi, sem strand- aði við vesturströnd Kanada í síðustu viku, varð að yfirgefa það því ekki tókst að ná því á flot á ný. Óvíst er hvenær það tekst. Naples á Flórída er nýr áfangastaður Úrvals-Útsýnar: Hreinlæti og öryggi í fyrirrúmi Sveitarfélagið ■ Naples hefur úr heilmiklu fjármagni að spila og þess vegna er mikið lagt upp úr snyrtilegu umhverfi. les og sólríkt með afbrigðum. Vegna nálægðar við sjóinn verður sjaldan of heitt,“ sagði Sigmar. „Hin ástæðan er sú að „efnaðir“ Bandaríkjamenn hafa margir sest þarna að, hluta ársins eða allt árið. Munurinn á Naples og öðrum stöð- um á Flórída er sá að íbúamir þarna eru látnir borga skatta. Sveit- arfélagið hefur þvi úr mun meira fjármagni að spila og þess vegna er mikið lagt í snyrtilegt umhverfi og félagslega þjónustu. Til dæmis er talað um að bestu skólarnir á Flór- ída séu i Naples. Ekki nóg með það, heldur eru afbrot nánast óþekkt þarna, sem verður, því miður, að teljast sérstakt á Flórída." Paradís golfaranna „Naples er einnig paradís golfar- anna, enda em hvergi i heiminum fleiri golfholur á hvem íbúa. Menn kvarta margir undan því að það sé boðið upp á litla menningu í Flórída en ekki er hægt að halda því fram um Naples. Þama er tónleikahöll þar sem er verulega góð dagskrá yfír veturinn, myndlistargallerí og ballett. Ég veit ekki um neinn ann- an stað í Flórída sem hefur upp á\ svo mikla menningu að bjóða nema ef vera skyldi Miami. Matarmenning stendur þarna með miklum ágætum og Naples minnir mig nokkuð á borgir við Miðjarðarhafið. Hún er nokkuð óamerisk og það eru þarna veitinga- hús sem halda í heiðri evrópskar, ítalskar eða franskar matarhefðir og eru sum hver í mjög háum gæða- flokki. Fram hjá Naples liggur US41_ hraðbrautin (Tamiami trail). Við þessa hraðbraut má segja að sé nán- ast ótrúlegur fjöldi verslana, vöm- húsa og veitingahúsa.“ Óspillt náttúra „Á þessu svæði era ákaflega vel hirtar strendur og mjög vel vaktað- ar. Fólk er bæði mjög öruggt um sig og líður vel á hreinum stöðum. Þvi miður er það orðið mjög víða vanda- mál í Evrópu að strendurnar era yf- irfullar og/eða illa hirtar. Túrism- inn er enn sem komið er varla kom- inn til Naples, enda er þar mikið af óspilltri náttúru. Þarna era hinar frægu flórídaskjaldbökur, mikiö af innfluttum pálmatrjám frá Kúbu og fuglalíf er ótrúlega fjölbreytt, svo að eitthvað sé nefnt. Það koma ekki bara milljónir ferðamanna til Flórída heldur einn- ig milljónir fugla frá N-Ameríku sem eru sérstaklega áberandi á þessu svæði,“ sagði Sigmar. -ÍS ardvölíheimsborg fyrir líkama og sál Nú er liðinn meira en áratugur síðan íslendingar uppgötvuðu töfra Flórídaskaga og þangað flykkjast þúsundir íslendinga á ári hverju. Sí- fellt bætast við áfangastaðir fyrir ís- lendinga og sá nýjasti er bærinn Naples sem er skammt sunnan Fort Myers á sunnanverðum Flórída- skaga. Hann er nýr áfangastaður Úrvals-Útsýnar. Hinn landsþekkti sælkeri Sigmar B. Hauksson hefur kannað þennan stað og skrifaði kynningarbækling um hann fyrir ferðaskrifstofuna. Sigmar er á því að Naples sé besti valmöguleikinn á Flórídaskaga. „Naples er talinn, af Banda- ríkjamönum sjálfum, áhugaverðasti ferðamannastaðurinn á Flórída og fyrir því er tvær meginástæður. í fyrsta lagi er veðurfar ákaflega gott þarna. Naples er við lítinn flóa inn úr Mexíkóflóanum og þar er sáralít- ið brim. Það er afar jafn hiti í Nap- Við Naples eru ákaflega vel i hirtar strendur sem eru mjög vel 29.900, á mann í tvíbýli í 4 daga*. 'Itmifalið: Flug, gisting með morgunverði ogflugvaUarskattar. Haföu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn, feröa- skrifstofumar eða söludeild Flugleiða í síma 50 50100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16). FLUGLEIDIR f Traustur tslenskur ferðafélagi ■ \ Falleg borg sem kemur á óvart - og verðlagið er mun hagstæðara en í Bandaríkjunum! Halifax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.