Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 16
16
lk
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
íslendingur í hjálparstarfi í Eþíópíu í tuttugu og fimm ár.
er en
- ber engin vopnf
segir Helgi Hróbjartsson
„Hjálparstarf og kristniboð hefur
verið mín köllun frá því ég var ung-
lingur. Ég hef alltaf verið kristinn
og ólst upp í minni barnatrú sem ég
hef tekið alvarlega. Faðir minn var
einnig mjög upptekinn af kristni-
boði,“ segir Hejlgi Hróbjartsson, guð-
fræðingur og iprestur, sem starfað
hefur að kristniboði frá 1968 í
Eþíópíu og Vestur-Afríku. DV hitti
Helga þegar hann var staddur hér á
landi i stuttri heimsókn hjá aattingj-
um sínum. Helgi er guðfræðingur
frá Háskóla íslands og starfaði sem
prestur í Hrísey en lagði svo land
undir fót og ákvað að hjálpa bág-
stöddum Afríkubúum. Lengst af hef-
ur Helgi starfað á vegum Norð-
manna. Helgi býr í Waddera, sem er
í Suður-Eþíópíu, og fór upphaflega
utan ásamt fjölskyldu sinni. Eigin-
kona hans var hjúkrunarkona en er
nú látin. Börnin eru uppkomin og
búa í Noregi við nám og störf. Hjalti
er hagfræðinemi, Ingibjörg Margrét
uppeldisfræðinemi og Hanna María
starfar í þjóðleikhúsinn í Ósló.
Hanna María var áður forstöðukona
saumastofunnar í Þjóðleikhúsinu í
Reykjavík.
„Ég byrjaði að starfa í Waddera í
Eþíópíu árið 1968 og er þar enn þá.
Einnig hef ég starfað á íslandi og í
Vestur-Afríku. Störfin hafa verið
margvísleg. f Eþíópíu fór mesta
vinnan í kristniboð og þróunarverk-
efni, svo sem uppbyggingu lestrar-
skóla, byggingu heilsugæslustöðva
o.fl.
Síðastliðin ár var ég fenginn til
að fara inn á svæði fyrir sunnan
Waddera, sem nær alla leið að
Sómalíulandamærunum, vegna
hungursneyðar sem ríkir þar. Ég
var ekki ókunnugur þessu svæði
því ég hafði stofnað lestrarskóla þar
stuttu eftir að ég kom fyrst til
Eþíópiu."
Hungurdauði
„Fyrir nokkrum árum var
ástandið mjög slæmt i Suðaustur-
Eþíópíu en þá sá ég daglega fólk
deyja úr hungri," segir Helgi. Að
hans sögn gerist það oft að aðeins
þeir sem komast í fréttirnar fá að-
stoð en aðrir sem eru jafnþurfandi
fá ekkert.
„Ég skrifaði bréf til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar í Noregi árið 1992
og gerði grein fyrir hvernig ástand-
ið væri. Það varð til þess að hjálpar-
starfið byrjaði.
Fólkið sem þama býr er aðallega
hirðingjar og mikilvægustu dýrin
eru úlfaldar og nautgripir. Eftir
tveggja ára þurrk voru flestir naut-
gripirnir dauðir og lágu bein þeirra
á skrælnuðum ökrunum. Þegar ég
kom þarna fyrst blöskraði mér
ástand fólksins og þá sérstaklega
barnanna.
Neyðin leiddi til þess að fólk
flosnaði upp úr heimabyggðum sín-
um og flutti sig milli héraða í von
um matbjörg. Við reyndum yfirleitt
að beina fólkinu aftur til síns
heima. Við fylgdum því eftir inn á
heimaslóðirnar og aðstoðuðum það
þar.
Einnig var mikið um flóttamenn
frá Sómalíu en þar rlkti ógnaröld á
þessum tíma eins og menn muna.
Þarna unnum við í tvö ár i beinu
hjálparstarfí. Samhliða settum við í
gang þróunarverkefni til að auð-
velda fólki að koma lífi sínu í eðli-
legt horf.
Rauði krossinn vann mikið starf
fyrir norðan mitt svæði. Þar starf-
aði annar íslendingur, Bjöm Óli
Hauksson, og vann hann þar mikið
og gott starf. Voru aðstæður þar að
mörgu leyti svipaðar og var mikil
ánægja og gagn af þvi að hafa landa
sinn til skrafs og ráðagerða um
verkefnin sem við báðir vorum að
glíma við.“
Þróunarstörf
„Fyrsta verkefnið sem var sett í
gang var að koma upp áveitum á
Eitt af störfum Helga var að kenna innfæddum fiskveiöar í fljótinu Ganale.
svæðinu. Fljótin Ganale, Dawa og
Web renna gegnum þetta svæði og
reyndum við því að beina ræktun-
inni á land nálægt fljótunum til þess
að auðvelda vetnstöku. Næsta verk-
efnið var að haldin voru námskeið
fyrir bændur. Kennt var á einum
tíu stöðum til að tryggja að sem
flestir hefðu aðgang að þeim. Fólk-
inu var kennt að veita vatninu og
hvatt til þess að nýta sér það til
ræktunar. Markmiðið var að fólk
öðlaðist næga kunnáttu til að kom-
ast af þegar hjálparstarfinu lyki.
Við studdum bændur i því að
kaupa vatnsdælur og gáfum þeim
sáðkorn og tól. Einnig var fólki
hjálpað til að byrja fiskveiðar,
hunangsflugnarækt og
saltvinnslu. Þeir sem
voru fátækastir og
áttu ekkert fengu
að auki tvær
geitur þannig
að þeim tæk-
ist að rækta
upp stofn.
Við
byggð-
um að
auki
hús fyr-
ir
kven-
félögin
á svæð-
inu.
Það var
nýmæli
fyrir hin-
ar múslim-
sku konur
því yfirleitt
er litið svo á
að þær eigi
að hafa sig sem
minnst í frammi
á opinberum vett-
vangi. Því miður
hafa áhrif heittrúar-
manna aukist undan-
farin ár svo upp á
síðkastið klæða konur sig
svo bara sést í augun. Þetta
hefur ekki verið siður áður
meðal kvennanna á þessum
slóðum."
Ulfaldafár
„Síðasta árið
horfði til betri
vegar á svæð-
inu en þeg-
ar upp
kom
far-
aldur sem drap alla úlfalda sem
urðu fyrir smiti stefndi í nýja hung-
ursneyð. Þörf var á snöggum að-
gerðum ef stofninn átti ekki að
hrynja.
Dýralæknisembættið skorti bæði
lyf og fé til að takast á við slíkan
faraldur. Hjálparstofnun kirkjunnar
í Noregi fjármagnaði kaup á lyfium
og framkvæmd hjálparstarfsins.
Þetta var síðasta stóra verkefnið
sem ég tók þátt í fyrir heimför. Við
fluttum dýralækna og hjálparmenn
þeirra bæði með flugvélum og jepp-
um um allt svæðið. Ein sprauta
dugði til að bjarga hverjum úlfalda.
Þetta tókst vel og
hafa
þakkir borist frá eþíópskum yfir-
völdum en fyrir mig sjálfan var það
mikil uppörvun að fylgjast með
breytingunum á högum fólks síð-
ustu árin.“
45 söfnuðir
„Þegar ég var ekki að vinna að
hjálpar- og þróunarverkefnum starf-
aði ég við kristniboð í Waddera.
Þegar ég kom þangað fyrst voru þar
28 kristnir einstaklingar og ein lítil
kirkja. Á valdatíma kommúnista
var kristinboðsstöðin tekin og not-
uð sem herstöð. Þeir máluðu yfir
myndina af Kristi sem var yfir alt-
arinu og í staðinn kom mynd af
Marx, Lenín og Engels. Eftir sigur
uppreisnarmanna í borgarastríðinu
náði kirkjan aftur stöðinni og ný
mynd af Kristi var aftur máluð.
Síðustu fimm árin hefur starf-
ið gengið mjög vel. Nú eru
45 kirkjur í nágrenni
Waddera og fiöldi krist-
ina manna að nálg-
ast 10.000.
Á sama tima og
vel hefur geng-
ið í kristni-
Helgi Hró-
bjartsson
hefur starf-
aö við
kristniboö
frá 1968.
DV-mynd
GVA