Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 JjV Það hellirigndi þennan fóstudag um miðjan september 1988, svo það var ekki marga gangandi vegfarend- ur að sjá í enska bænum Watford í Hertfordshire. Þó voru þeir nokkrir á Aldenham Road, en þeim brá þegar skerandi neyðaróp bárust þeim skyndilega til eyma. Kevin Egan og Marc Strachan litu í kringum sig og komu þá auga á konu sem lá á rennvotri gangstétt- inni. Hún barðist um á hæl og hnakka, en við hlið hennar lá maður á hnjánum og hélt um háls hennar. Mennirnir tveir hlupu að parinu og reyndu aö losa tak mannsins á hálsi konunnar og ná honum frá henni. En þótt þeir væru báðir um þrítugt og sterkir gátu þeir ekki los- að kyrkingartakið. Það var þvi ekki fyrr en tuttugu og sjö ára lækna- nemi, David Topham, kom þeim til aðstoðar að tókst að ná manninum frá konunni. Topham reyndi að koma konunni til lífs með björgunar- aðgerðum, en það tókst ekki. Hún dó skömmu síðar. „Hún var mella" Ekki leið á löngu þar til lögregla kom á vettvang og handjárnaði ódæðismanninn, sem var enn svo ill- vígur að vart varð við hann ráðið. Honum var síðan komið fyrir í aftur- sætinu á lögreglubíl milli tveggja sterkvaxinna lögregluþjóna. Rétt á eftir kom sjúkrabíll og tók fórnar- lambið. Á lögreglustöðinni tókst að róa ár- ásarmanninn, en þegar yfirheyrsla hófst yfir honum varð hann aftur mjög æstur. Maðurinn reyndist heita Glen Braybrooke og konan sem hann haföi myrt var eiginkona hans, Christabel, sem hafði verið tveimur árum yngri. Þau höfðu aðeins verið gift í hálft annað ár og áttu fjórtán mánaða gamla dóttur, Nitu. Glen sagði loks lögreglunni að hann hefði komist að því að kona hans hefði unnið sér inn aukapening sem mella. „Hvar fréttirðu það?“ spurði rann- sóknarlögreglumaðurinn sem yfir- heyrslunni stjómaði. „Ég komst að því að hún vann á nuddstofu," svaraði Glen þá. „Hún Christabel og Glen Braybrooke á brúðkaupsdaginn. að Chris hefði einmitt verið að tjá sér að hún myndi senn hætta, því fjárhagur þeirra hjóna leyfði nú að hún færi að sinna heimilinu ein- göngu. Almennur misskilningur Holly Powny skýrði svo frá í rétt- inum að Christabel hefði verið lagleg og snemma vakið athygli karl- manna, en iðulega hefði hún fengið undarlegar augnagotur þegar hún var ógift og sagði að hún væri nudd- kona. „Vandinn er sá,“ sagði Holly, „að orðið nuddkona hefur fengið óheppi- lega aukamerkingu, því til eru nú nuddstofur sem eru allt annað en það sem orðið gefur til kynna. Það kom því fyrir meðan Chris var enn ógift að ungir menn sneru við henni bakinu þegar hún sagði hvað hún gerði. Þegar hún kynntist Glen ákvað hún því að leyna því að hún væri útlærð nuddkona, og þegar þau trúlofuðu sig sagði hún upp.“ Allt hafði svo gengið vel þar til fjár- hagsvandinn kom upp á heimilinu. Þá hafði Chris farið til Holly, og þeim hafði síðan komið saman um að segja að þær væru að selja sam- kvæmisklæðnað á kvöldin meðan Chris ynni á nuddstofunni. Þá þyrfti Glen ekki að komást að því hver aukavinnan væri. „Eins og villidýr" Kevin Egan, Marc Strachan og Dav- id Topham, mennirnir þrír sem skorist höfðu í leikinn þegar Glen missti stjóm á sér og kyrkti konu sína, voru látnir lýsa því sem gerst hafði. „Hann var eins og villidýr,“ sagði Egan, „og það var næstum því ómögulegt að draga hann frá vesal- ings konunni." Verjandi Glens Braybrooke reyndi að fá ákærunni á hann breytt úr morðákæra í ákæru fyrir manndráp, svo dómurinn yfir honum yrði mild- ari. En þeirri beiðni svaraði sak- sóknarinn meðal annars á eftirfar- andi hátt: „Auðvitað er það ekki gott að frú Braybrooke sagði manni sínum ekki frá menntun sinni, eins og fram er vann á nuddstofu Josephine við Aldenham Road. Og hvað haldið þið að gerist á nuddstof- um? Haldið þið að fólk sé nuddað? Nei, þær eru hóruhús í dulargervi. Þau eru bara kölluö nuddstofur til að þetta líti betur út.“ Félítil hjón En sagan af Braybrookes- hjónunum var ei- lítið flóknari en halda mátti af því sem nú var komið fram og miklum mun sorglegri. Glen hafði í æðinu sem runnið hafði á hann myrt konuna sína án nokkurrar gildrar ástæðu. Hann hefði getað fengið fulla og sanna skýr- ingu á því hvað hún gerði, en hann hafði ver- ið bæði blindur og heymarlaus fyrir öllu öðru í því sambandi en eigin mati á aðstæðum. í lögregluskýrslunni var meðal annars haft eftir honum: „Okkur tók að vanta fé eftir að dóttir okkar fæddist, og þótt ég ynni mikið dugðu tekjum- ar ekki. Þá sagði Chris að hún gæti fengið kvöldvinnu. Það hefði í for með sér að hún sæi um Nitu á daginn, en ég á kvöldin. Það myndi spara okkur viss útgjöld, en að auki yrðum við bæði á launum. Chris sagðist geta farið aö selja sam- kvæmisklæðnað ásamt vinkonu sinni, Holly Powny, fyrir fyrirtæki sem seldi aðeins beint til viðskiptavina í fámennum kvöldsamkvæm- um. Þetta hljómaði ágætlega, en þegar Chris hafði verið í starfinu í fimm mánuði var mér farið að þykja kvöldvinnan slæm fyrir heimil- islífið. Þá var fjárhagurinn orðinn það þokka- legur að mér fannst að hún ætti að hætta að vinna.“ Nuddkona! Glen Braybrooke ákvað, kvöldið örlagaríka, að fara með dótturina, Nitu, til tengdamóður sinnar. Þaðan hélt hann heim til Holly Powny, en ætlunin var að segja henni að hún yrði að finna sér aðra stúlku til að að- stoða sig við söluna. Holly reyndist ekki vera heima og var sögð á kránni White Hart, sem var skammt frá. í þeirri trú að Chris og Holly hefðu farið á krána til að fá sér hressingu hélt hann þangað, en þegar þangað kom sá hann að Holly sat þar með karl- manni. Honum fannst það skrítið og taldi aö ekki væri allt með felldu. Hann gekk að Holly, sem viður- kenndi loks að Chris hefði í raun ekki selt samkvæmis- klæðnað með sér, heldur hefði hún ráðið sig í það eina starf sem hún hefði menntun til að sinna, það er í starf nuddkonu. „Holly reyndi að sann- færa mig um að Chris væri lærð nuddkona," sagði Glen við yfirheyrsluna. „En ég hafði þekkt hana í þrjú ár og verið kvæntur henni í hálft annað. Ég hefði því vitað það ef hún hefði verið útlærð nuddkona.“ Þegar Holly hafði sagt Glen hvar Chris ynni hélt hann þangað, og þegar á nuddstofuna kom spurði hann hvort -Christabel Bray- brooke væri laus, því hann vildi helst að hún nuddaöi sig. Eigandi nuddstofunncir, frú Jos- ephine Hulbert, bað hann þá að fá sér sæti. Nokkram mínútum síðar kom Christabel svo fram. Sannleikurinn „Svipurinn á Chris þegar hún sá mig sagði allt,“ sagði Glen ennfremur við yfirheyrsluna. „Og þrátt fyrir andmæli frú Hulbert sagði ég upp fyrir hönd Chris og dró hana með mér út úr hóruhúsinu." Glen var reiður, en hugsan- legt er að framhaldið hefði orðið annað en raun varð á ef ungur maður hefði ekki gengið fram hjá þeim hjón- um fyrir utan nuddstofuna og sagt: „Hefurðu tíma til að nudda mig í kvöld, Chris?“ Við þessi orð missti Glen gersamlega stjóm á sér og varð gripinn af þeim mikla ofstopa sem kostaði konu hans lífið. En sannleikurinn um starf Christabel kom fram í sakadóminum í Wat- ford. Nuddstofan var nákvæmlega það sem hún var sögð vera, nuddstofa, og ekkert ann- að. Þá var Christabel útlærð nuddkona og vel metin sem slík af frú Hulbert, sem gat upplýst komið í framburði frú Powny, og að hún skýldi sér með ósannindum þegar hún réö sig til kvöldstarfans á stofú frú Hulbert. En það er aö mínu mati ekki afsökun fyrir þvi sem herra Braybrooke gerði. Frú Powny sagði honum sannleikann, en hann vildi ekki trúa honum, og hann hafði að minnsta kosti fimm mínútur til að hugsa sig um á biðstofunni áður en kona hans kom fram. Ég hef kynnt mér rekstur nuddstofunnar, og það er greinilegt af öllu sem þar er að sjá að einungis er um að ræða almenna nudd- þjónustu, meðal annars fyrir íþróttamenn sem hafa orðið fyrir meiðslum. Hinn ákærði hefði því átt að hugsa sig um.“ Málalok Dómarinn var sammála saksóknara, og það voru kviðdómendur einnig. Hins vegar þótti réttinum sem taka bæri tillit til vissra mild- andi aðstæðna, svo Glen Braybrooke fékk tólf ára fangelsisdóm, með möguleika á reynslu- lausn eftir níu ár. En það er sagður niðurbrot- inn maður sem fær frelsið á ný á næsta ári. Haft er eftir samfongum Glens að þau átta ár sem hann hefur setið inni hafi hann verið meö stöðugar sjálfsásakanir, og allt bendi til að hann fari beint á taugahæli þegar fanga- vistinni lýkur. Nita er nú að verða ellefu ára, en á fáar ef nokkrar minningar um föður sinn. Þá hafa gamlir samstarfsmenn hans og félagar að mestu gleymt honum og kona hans er dáin. „Til hvers getur hann þá snúið?" spyrja því sumir. Frú Josephine Hulbert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.