Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 20
20
fréttir
LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996
Hér fagna leiötogar R-listans sigri á kosninganótt. Nú er aö hefjast samstarf A-flokkanna sem gæti leitt til R-lista samstarf félagshyggjuaflanna um allt land.
DV-mynd GVA
Grasrótin hefur hafist handa við samvinnu og sameiningu félagshyggjuaflanna:
Forystumönnum flokkanna
boðið far með vagninum
- en þeir eiga ekki að standa þar við stýrið, segir Kristján Gunnarsson í Keflavík
I fréttaljósi í DV, fyrr i sumar,
um hugsanlega sameiningu A-flokk-
anna og annarra félagshyggjuafla í
landinu var því haldið fram að ef
flokksforingjarnir ættu að standa að
henni myndi hún ekki takast nú
frekar en áður þegar um hana hefur
verið rætt. Hins vegar var því hald-
ið fram, og það hafa fleiri gert og
fyrr, að ef grasrótin tæki sig til og
hæfist handa við að sameina félags-
hyggjuöflin í landinu væru miklar
líkur á að dæmið gangi upp.
í þessu sambandi vitna menn
gjarnan í R-lista framboðið í Reykja-
vík. Bent er á að það hafi ekki ver-
ið foringjar flokkanna sem komu
því á koppinn, enda þótt þeir hafi
átt frumhugmyndina.
Grasrótin byrjuð
að starfa
Nú virðist það vera að gerast að
grasrótin í A-flokkunum er að ná
saman víða um land, bæði í sveitar-
stjómarmálum og í verkalýðshreyf-
ingunni.
Innganga íjögurra þingmanna
Þjóðvaka yfir til Alþýðuflokksins
kemur þessu ekki við. Þjóðvaki er
samkvæmt skoðanakönnunum án
fylgis og er því ekki orðinn annað
en þessi fjórir þingmenn og hefur
ekkert að sameina öðrum flokkum
nema þá.
Það sem hefur gerst er að Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag, sem
eru í minnihluta í Reykjanesbæ,
hafa tekið upp samstarf i bæjarmál-
unum. Fulltrúar þeirra hittast fyrir
bæjarstjómarfundi til þess að und-
irbúa sig fyrir þá, rétt eins og um
meirihlutasamstarf væri að ræða.
Þetta samstarf hefur vakiö mikla
athygli um allt land. Þeir sem mest-
an áhuga hafa haft á R-Iista sam-
vinnu á landsvísu telja að þetta sé
upphaf að því.
Enginn málefnalegur
ágreiningur
„Við Jóhann Geirdal, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, höfum
verið að vinna saman í verkalýðs-
málum auk þess að vera bæjarfull-
trúar sinn fyrir hvom flokkinn. Við
höfum náð afar vel saman í verka-
lýðsmálunum og höfum oft kastað
því á mifli okkar og spurt, hvers
vegna við séum ekki í sama stjóm-
málaflokki? Málefnalegur ágrein-
ingur er enginn. Það er enginn mál-
efnalegur ágreiningur milli fólksins
í grasrót A-flokkanna. Umbúðirnar
eru sínar með hvorri áferðinni en
innihaldið er það sama. Það er aðal-
atriði málsins. Þaö er alltaf hægt að
skipta um umbúðir, segir Kristján
Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins i Reykjanesbæ og formað-
ur Verkalýðs og sjómannafélags
Keflavíkur.
Vagninn farinn af stað
Kristján sagðist bjartsýnn á að
þetta gæti tekist og að ferðin sé haf-
in.
„Ég hef trú á því að vagninn sé að
leggja af stað. Og þegar hann er
lagður af stað með grasrótin innan-
borðs, ákveðna í að vinna saman, þá
kemur hún til flokksforingjanna og
segir: „Vagninn er lagður af stað,
ætli þið að vera með?“ En þeir
verða ekki við stýrið.
Ég geri mér alveg grein fyrir því
að eftir munu sitja einhverjir gaml-
ir kommar og kratar í sínu hug-
myndafangelsi segjandi að þeir geti
ekki og muni aldrei vinna saman.
Við því er ekkert að gera.
Mitt álit er að það séu ekki bara
A-flokkarnir tveir sem eigi samleið
á hinum pólitíska vettvangi. Ég
horfi til og veit um marga fram-
sóknarmenn sem vilja koma inn og
hafa opnað sig fyrir manni um það.
Og raunar líka fólk sem hefur ekki
staðsett sig í stjómmálaflokkum
hingað til. Jafnvel fólk sem hefur
kosið Sjálfstæðisflokkinn vill vera
með,“ segir.Kristján.
Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi í
Reykjanesbæ og varaformaður Al-
þýðubandalagsins, sagði um sam-
starfið við Alþýðuflokkinn að það
hefði að sínum dómi tekist mjög vel
og að hann væri afar ánægður með
það.
Líka Hafnarfjörður
Þá hefur það líka gerst að stjóm-
ir Alþýðuflokksfélags og Alþýðu-
bandalagfélags Hafnarfjarðar hafa
haldið með sér sameinginlegan
fund. Þar var því lýst yfir að vilji sé
fyrir því hjá báðum félögunum að
taka upp náið samstarf.
Það sem er athyglisverðast við
þetta er að þessir tveir kaupstaðir
em án nokkurs vafa höfuð vigi Al-
þýðuflokksins um þessar mundir.
Að frumkvæðið skuli koma þaðan
vekur athygli.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
varaformaður Alþýðuflokksins, seg-
ir það rétt að þessi áhugi sé fyrir
hendi í Hafnarfirði. Hann sagðist
Opið um helgina
Sfmi 511B000
FÍBVtsfa
Vátryggt af IBEX MOTOR POLICIES at LLOYD'S
Klapparstíg 28 • 101 Reykjavík • Fax 511-6001
líka hafa orðið var við mikinn
áhuga hjá Alþýðuflokksfólki á Vest-
fjöröum fyrir A-flokkasamstarfi.
Þetta hafi komið skýrt fram þegar
hann ræddi fólk á kjördæmisráðs-
fund flokksins þar á dögunum.
Verkalýðshreyfingin
Það hefur ekki alltaf verið kært
með verkalýðsforingjum A- flokk-
anna. Þeir hafa ætíð verið einskon-
ar endurómur af flokksforingjnum
sjálfum. Þetta er að breytast.
Jón Karlsson, formaður Fram á
Sauðárkróki og varaformaður
VMSÍ, sagði það sem hefur verið að
gerast í Keflavík og í Hafharfirði
væri nákvæmlega það sem hann
vildi sjá eiga sér stað. Ekki bara í
sveitarstjórnarmálum heldur líka í
landsmálapólitíkinni og ekki síst í
verkalýðshreyfingunni. Hann segist
þess fullviss að ef grasrótin í A-
flokkunum ræður ferðinni geti sam-
eining félagshyggjuaflanna tekist.
Fram undan eru ef til vill erfið-
ustu kjarasamningar sem gerðir
hafa verið síðan þjóðarsáttasamn-
ingamir voru undirritaðiur 1990.
Það gefur augaleið að samstarfsfús-
ir A-flokkar munu gera verkalýðs-
hreyfinguna mun öflugri en hún
hefur verið til þessa.
Forsetakosningarnar
eiga sinn þátt
Um það erú viðmælendur blaðs-
ins sammála að R-listinn í Reykja-
vík og árangur hans í borgarstjóm-
arkosningunum hafi rutt brautina.
En það er líka annar atburður sem
menn segja að ráði mestu um að
þessi samvinna félagshyggjuaflanna
um land er nú farin af stað. Það eru
forsetakosningamar.
Sighvatur Björgvinsson alþingis-
maður hefur sagt að allar forseta-
Jóhann Geirdal, Kristján Gunnars-
varaformaöur Al- son, formaöur
þýöubandalagsins, Verkalýös- og sjó-
formaöur Verslun- mannafélags Kefla-
armannafélags víkur og bæjarfull-
Suöurnesja og bæj- trúi krata ( Reykja-
arfulitrúi i Reykja- nesbæ.
nesbæ.
kosningar síðan Ásgeir Ásgeirsson
var kjörinn forseti íslands hafi haft
afgerandi áhrif á landsmálapólitik-
ina. Hann benti á afleiðingar kjörs
Ásgeir á fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Hann nefndi félagshyggjusveiflu
sem varð í kjölfar kjörs Kristjáns
Eldjáms og kvennabylgju og stofn-
un Samtaka um kvennalista í kjöl-
far sigurs Vigdísar Finnbogadóttur
1980. Og hann spáði því að kjör
Ólafs Ragnars Grimssonar sem for-
seta íslands í sumar hefði mikil
áhrif. <
„Það er ljóst að forsetakosn-
Fréttaljós á
laugardegi
Sigurdór Sigurdórsson
ingarnar í sumar eiga hér stóran
þátt. Fólkið sem vann fyrir Ólaf
Ragnar Grímsson kom mest úr A-
flokkunum og Framsóknarflokkn-
um. Vissulega kom fleira fólk þar að
en fólk úr þessum þremur stjóm-
málaflokkum var mest áberandi.
Þegar menn unnu að því að afla
Ólafi fylgis sýndu menn hver öðmm
á sín pólitísku spil. Þá kom í ljós að
við áttum svo miklu meira sameig-
inlegt en það sem hefur sundrað til
þessa. Það kom fyrir þegar fólk úr
þessum þremur flokkum ræddi
saman um stjómmál að það skildi
ekki hver ágreiningurinn væri.
Hvað það væri sem myndaði gjá á
milli forystufólks flokkanna. Þess
vegna gengur grasrótinni nú svona
vel að vinna saman,“ segir Kristján
Gunnarsson.