Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1996 Kúba: Galopnast á næstu árum Vegna eindreginnar afstöðu Kúbu á stjórnmálasviðinu var landið lengi vel meira og minna lokað út- lendingum. Á síðustu árum hefur það verið að opnast og því er reynd- ar spáð að Kúba verði í framtíðinni einn af aðalsumarleyfisstöðum Karíbahafsins. Kúba lifir á fomri frægð og áður en kommúnisminn var tekinn upp í landinu var það eft- irsóttasta landsvæðiö á þessum slóðum fyrir ferðamenn. Fyrir íslendinga hefur það verið sem fjarlægur draumur að fara til Kúbu en allt í einu er það orðið raunhæfur möguleiki. Samvinnu- ferðir-Landsýn kynnti ódýra 6 daga ferð til landsins i miðjum nóvem- bermánuði og áhuga landans vant- aði ekki. Þegar er búið að bæta við einni ferð síðar í mánuðinum og hugsanlega verða þær fleiri. Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri SL, heimsótti Kúbu fyrr á árinu. Framar vonum „Ástæðan fyrir því að ég fór til Kúbu var sú að ég vildi komast að raun um hvort það gæti verið spennandi fyrir islendinga að fara þangað. Það er búið að tala mjög mikið um þennan möguleika en aldrei verið hægt að hrinda honum í framkvæmd fram að þessu. Það sem skiptir mestu máli er hvort að- stæðumar á Kúbu eru í samræmi við þær kröfur sem íslendingar gera um aðbúnað," sagði Helgi. „Þessar kröfur setja íslendingar í landi sem er vanþróað að mörgu leyti. Það sem kom mér mest á óvart er að aðstaðan fyrir ferða- menn er framar vonum. S/L hafa gert samning við spænsku hótel- keðjuna Melia sem er ein sú öflug- asta og traustasta í heiminum. Þeir hafa fengið að byggja þama upp hót- el, þau era nýleg og byggð með kröf- ur Evrópubúa í huga. Melia-hótelin era á Varadero- ströndinni sem er helsti sumarleyf- isstaður Kúbu. Þetta eru fjögurra og fimm stjömu hótel með mat og önn- ur þjónustuatriði eins og best verð- ur á kosið. Þar er hægt að fá mat að hætti Kúbverja og einnig annars konar mat. Samvinnuferðir-Landsýn er búin að setja upp tvær ferðir til Kúbu. Sú fyrri verður 13.-18. nóvember og hún seldist upp á svipstundu. Við bættum við annarri ferð dagana 19.-25. nóvember sem einnig seldist upp. Við erum að velta fyrir okkur hvort grundvöllur sé fyrir þriðju ferðinni. Veðrið er alltaf gott þarna, lítill munur á sumri og vetri. Ferð til Kúbu er að mörgu leyti einstök. Það eru ekki margir staðir mér frá því að þau væru á heimleið á puttanum. En af hverju fara þau ekki með skólabílum eða foreldram- ir sækja þau? spurði ég. „Ástæðan er einfold, farartækin eru ekki til,“ sagði fararstjórinn. En krakkarnir kunnu að bjarga sér. Ég sæi skólakrakka á íslandi í anda fara á puttanum í bæinn eftir að hafa ver- ið í heimvist úti á landi,“ sagði Helgi. Nýtísku varningur „Það er mjög ódýrt að lifa á Kúbu. Opinberir veitingastaðir em víðast með hagstætt verð, ódýrari en geng- ur og gerist almennt á eyjunum í Karibahafi. Veitingastaðir í Havana sem ekki era sérstaklega fyrir ferða- menn eru með hlægilegt verð. Verslun á Kúbu kom mér mjög á óvart. Ég bjóst ekki við að ég gæti keypt neitt af nýtísku varningi á Kúbu. Ég sinnti því lítið að fara í búðir en fyrir tilviljun álpaðist ég inn í verslanir og hélt að þær væru uppfullar af skrani sem íslenskur ferðamaður hefur engan áhuga á. Mér til mikillar furðu kom í ljós að þær voru með nýjustu tískuvör- urnar frá Calvin Klein, það nýjasta frá ítölskum hönnuðum og merkja- föt á mjög góðu verði. Castro er nefnilega búinn að uppgvötva það að hægt er að næla í gjaldeyri með dollaraverslunum. Kúbverjar eru búnir að koma upp dollarabúðum fyrir ferðamenn með ágætis vam- ingi á frábæru verði. Ég var hepp- inn að konan komst ekki að þessu fyrr en í lok ferðarinnar. Svo má ekki gleyma hinum frægu Havanavindlum sem hægt er að fá á góðu verði. Það gengur samt allt út á það að eiga dollara. Fyrir þá mynt er hægt að fá hvað sem er. Hægt er að taka bílaleigubíl, minibus, og lenda aldrei vandræði að ná í bens- ín (sem annars er skammtað í land- inu), ef greitt er með dollurum. Þrátt fyrir andstöðu Castros gegn Bandaríkjunum er nágranninn í norðri mjög nærri. Kúbverjar geta horft á fjölda sjónvarpsstöða með hjálp gervihnattadiska og oftast eru það bandarískar sjónvarpsstöðvar. Sjónvarpsstöð þeirra númer eitt er CNN, en ekki kúbversk stöð. Það eru allir sammála um það að þegar Castro fellur frá muni Kúba galopn- ast fyrir bandarískum áhrifum,“ sagði Helgi. -ÍS Fólkiö á Kúbu virðist ekki harma kröpp kjör sín, er lífsglatt og afskaplega vingjarnlegt í viömóti. í heiminum þar sem ferðamenn geta fengið toppaðstæður og um leið virt fyrir sér umhverfi sem einangraðist fyrir fjómm áratugum. Fólkið virð- ist ekki harma kröpp kjör sín, er lífsglatt og afskaplega vingjamlegt. Þrátt fyrir lág laun er menntakerfið mjög gott og heilbrigðiskerfið með því besta sem þekkist. En laun al- mennings eru ótrúlega lág miðað við það sem við eigum að venjast. Fólk virðist samt ekki svelta og það kom mér nokkuð á óvart að lít- ið var um betlara á Kúbu. Ég varð lítið var við betl, en eitthvað var þó um það í Havana. Tónlistin er afar ríkur þáttur í lífi Kúbverja, dansinn er aldrei langt undan.“ Hjól og hestvagnar „Það er ótrúlega margt að skoða á Kúbu. Höfuðborgin Havana er í óðaönn að nútímavæðast aftur en til eru staðir sem litlum breytingum hafa tekið. Ég kom til bæjar sem er um 140 km frá Havana, þar sem tím- inn virðist algjörlega hafa staðið í stað i nokkra áratugi. Þar eru aðal samgöngutækin hjól og hestvagnar. Strætó í bænum er hestvagn með 6-8 kollum á. Manni finnst ótrúlegt að þetta kerfí geti gengið upp. Skólakerfi Kúbverja er að mörgu leyti sérstakt. Krakkar á aldrinum 11-14 ára eru sendir út á land í skóla og þegar ég var þarna var skólaárinu að ljúka. Á akstri min- um um sveitir landsins sá ég mikið af krökkum og það var mikið stuð hjá þeim. Ég vissi það ekki þá að þau voru skólakrakkar á leið í frí, en leiðsögumaðurinn minn sagði Höfuöborgin Havana er í óöaönn aö nútímavæöast aftur. Tóniistin er afar ríkur þáttur í lífi Kúbverja og dansinn er aldrei langt undan. Samkeppni Spánska flugfélagið Iberia 1 ætlar að hagnýta sér breytingar sem verða á reglum um flug með tilkomu nýrra reglna Evr- ópusambandsins. Iberia ætlar að hefja reglubundið flug milli Þýskalands og Skandinavíu. Öll flugfélög í Evrópu geta tekið þátt í samkeppni á flugleiðiun ; innan álfunnar þegar nýjar reglur Evrópusambandsins ganga I gildi í apríl á næsta ári. Öruggastir Singapore Airlines er örugg- : j asta flugfélagið í Asíu og Man- j ila er það óöruggasta í álfunni. Þessi niðurstaða er byggð á it- arlegri könnun tímaritanna | Asia Business News og Eastern Economic Review. 12 heimsborgir Gefnir : hafa verið út 12 bæklingar fl um pakka- ' ferðir til heimsborga Flugleiða en fl þetta er í : fyrsta skipti sem slíkir bæklingar eru gefnir út sérstaklega fyrir hverja | borg. Alls ; bjóða Flug- leiðir upp á haustferðir til 12 | borga og er búist við mestri að- | sókn til Glasgow, Barcelona, fl London og Halifax. Hinar borg- i irnar em Kaupmannahöfn, ' Amsterdam, Lúxemboi’g, Trier, | Boston, New York, Baltimore og Washington. Jarðskjálfti Hremmingar Króata í lönd- um fyrrum Júgóslavíu ein- skorðast ekki við striðsátök heldur hafa jarðskjálftar einnig | gert þeim grikk. í síðustu viku reið jarðskjálfti sem mældist 6 I stig á Richterkvarða yfir Króa- fl tíu. Upptök skjálftans voru rétt ; norðan hinnar fógru borgar : Dubrovnik. Hún hefur orðið : fyrir töluverðum skemmdum, bæði í stríðinu og vegna jarð- skjálfta. Kólera Yfirvöld á Filippseyjum greindu frá því í síðustu viku fl að nokkur tilfelli af malaríu hefðu greinst í Manila og tveir væm þegar látnir úr sjúkdómn- um. I Nýr flugvöllur Forsætis- ráðherra Grikklands, Costas Simit- is, lagði horn- stein að nýj- 1: um llugvelli við Aþenu sem ráðgert er að tilbúinn verði árið 2000. Hann er byggð- ur um 30 km utan við borgina og stefnt er að því að hann geti tekið á móti 16 milljón farþeg- um á ári hverju. Hækkar ekki Vangaveltur hafa verið uppi um það að flugfargjöld muni hækka vegna þess hve ófriðlega horfir í samskiptum íraka og Bandaríkjamanna. En fulltrúar ferðaskrifstofa víða um heim fullyrða að tækni í samskiptum sé orðin svo mikil að ástandið muni ekki hafa nein áhrif á verðlagið. Fargjöld hækkuðu töluvert 1990 í Persaflóastríð- I inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.