Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Fréttir Ólga í Birkimelsskóla í Vesturbyggð heldur áfram: DV Ekki rétt staðið að ráðningu kennara - segir Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar „Þetta er hið leiðinlegasta mál. Það er mikið áhyggjuefni fyrir alla aðila hér þegar nemendur flýja skól- ann vegna eins kennara, Helgu Nönnudóttur. Við í bæjarráði urð- um auðvitað að grípa til aðgerða í þessu máli,“ segir Gísli Ólafsson, bæjarstjóri í Vesturbyggð, en þar hefur undanfarið geisað mikil ólga, eins og fram hefur komið i DV, vegna ósættis í Birkimelsskóla. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur tek- iö ákvörðun um það að Helga verði ekki ráðin sem kennari við skólann. „Þar sem ekki var búið að ganga frá ráðningu Helgu með eðlilegum og löglegum hætti þá ákvað bæjar- ráð að ráða hana ekki sem kennara við skólann. Torfi Steinsson, skóla- stjóri Birkimelsskóla, hefur ekki heimild til að standa að ráðningu Helgu þar sem hún er kona hans. Ég ræddi bæði við Torfa og Helgu út af þessu. Það lá fyrir að margir for- eldrar ætluðu ekki að senda börn sín í skólann vegna þess að Helga væri starfandi sem kennari við hann þó hún væri ekki menntuð sem kennari. í fyrra var skrifaður mótmælalisti af mörgum íbúum Barðastrandar þar sem mótmælt var hvemig að ráðningu Helgu var staðið við skólann," segir Gísli. Ærumeiðandi ummæli Gísli segir að þessi ákvörðun bæj- arráðs sé ekki grundvölluð á ósætti kennara við skólann eins og víöa hafi komið fram. Hann segir enn fremur að öll muni bömin sem hættu í skólanum í haust snúa aftur þegar Helga hættir nú störfum við skólann. „Ég skrifaði Helgu bréf á fostu- daginn sl. þar sem henni var til- kynnt að hún fengi þriggja mánaða laun, án þess að hún eigi biðlauna- rétt. Þetta var gert vegna þess hvernig þetta mál bar að og því var tekin sú ákvörðun í bæjarráði að greiða henni þriggja mánaða laun. Ég vísa öllu tali um mafíustarf- Ffknó rann- sakar mál kraftlyftinga- manns Fíkniefnadeild lögreglunnar vinnur enn að rannsókn máls Áma Rafns Gíslasonar, þrítugs keppnis- manns í kraftlyftingum, en hann var tekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann reyndi að flytja 2.266 töflur af amfetamínskyldu efni og steralyfjum inn í landið. Töflurnar fundust í fórum Áma Rafns þegar hann var að koma ásamt eiginkonu sinni frá Mallorca í síðustu viku og hafði hann falið þær í kakó- og sæl- gætisdósum. Rúmlega þúsund töflur vom af tegundinni Efedrín sem er am- fetamínskylt efni og er töluvert not- að af íþróttamönnum til að ná meiri hraða og snerpu. Efnið er stór- hættulegt þar sem það er talið auka vinnugetu hjartans og við það hækkar blóðþrýsingurinn og öndun verður örari. Þá er talið að lyfið hafi slæm áhrif á miðtaugakeriiö. Einnig fannst í fórum hans steralyf- ið Winstrol en margir íþróttamenn hafa verið settir í langt keppnis- bann vegna misnotkunar á því. -RR/ÆMK Lögreglumenn viö rannsókn þjófnaðarins í versluninni Stúdíó á Laugaveginum í gær. Verslunin Stúdíó: DV-mynd S Vísitala byggingarkostnaðar: 6,3% hækkun sl. 12 mánuði Tösku með miklum fjár- hæðum stolið í gær Vfsitala byggingarkostnaðar hef- ur hækkað sl. 12 mánuði um 6,3% en undanfama þrjá mánuði hefur hún hækkað um 3,6% sem jafngild- ir 15,3% verðbólgu á ári, að þvi er segir í frétt frá Hagstofunni. Sé miöað viö að byggingarvísital- an stæði í 100 í júní 1987 þá reynd- ist hún um miðjan september vera 217,5 stig og haföi ekki hækkað frá því sem var í ágústmánuði. -SÁ „Það er alveg ljóst að þetta er gíf- urlegt tjón. Tösku meö miklum fjár- hæðum í virðist hafa verið stolið á milli klukkan tíu og tvö,“ sagði af- greiðslukona í versluninni Stúdíó á Laugaveginum en skjalatösku með mörg hundrað þúsund krónum var stolið úr versluninni í gær. Að sögn lögreglu mun þjófurinn eða þjófarnir hafa komist inn í búð- ina bakdyramegin og inn í kaffi- stofu verslunarinnar. Þar var skjalataska á stól og var hún tekin. í töskunni var nokkurra daga upp- gjör í peningum og ávísunum og tel- ur verslunarstjóri það hafa verið mörg hundrað þúsund krónur. Lögregla leitaði í nágrenni versl- unarinnar en ekkert fannst af þýf- inu. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú málið. -RR Grindavík: Þú getur svaraö þessari spurningu meö því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Á að leyfa sölu á áfengum gosdrykkjum í matvöruverslanir? Þrír hætta í bæjarstjórn fólkið fer nánast á sama tíma. Hall- DV, Suðurnesjum „Það hittist þannig á að fólkið fór í önnur störf og það að þrír fari úr bæjarstjórn í einu á nánast sama tima er hrein tilviljun," sagði Mar- grét Gunnarsdóttir, forseti bæjar- stjómar Grindavíkur, við DV. Þrir bæjarstjórnarfulltrúar í Grindavík af sjö eru annaðhvort hættir í bæjarstjóm eða komnir í ársfrí frá störfum á miðju kjörtíma- bili. Tilviljun ein virðist ráða því að dór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki, tók nýlega við framkvæmdasljóra- starfi Fj órðungssambands Vest- fjarða, Kristmundur Ásmundsson, Alþýðuílokki, fékk starf sem læknir í Keflavík og Valdís Kristinsdóttir, Framsóknarflokki, tók sér ársfrí og fór til Danmerkur. í staðinn koma í bæjarstjórn Ólafur Guðbjartsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Sverrir Vil- bergsson fyrir Framsóknarflokk og Pálmi Ingólfsson fyrir Alþýðuflokk. semi og mútugreiðslur til föðurhús- anna og þetta er þvílík firra að það nær engri átt. Það er spuming hvort ekki sé ástæða til að leita rétt- ar síns þegar slík ærameiðandi um- mæli eru borin fram eins og þessi frá Helgu um að ég standi í mútu- greiðslum og hafi í hótunum gagn- vart henni. Bréf þetta þar sem henni er boðin þriggja mánaða greiðsla afsannar það. Þetta eru mjög alvarlegar og ærumeiðandi ásakanir," segir Gísli. -RR Stuttar fréttir Kostakjör í Noregi Norskar heilbrigðisstofnanir bjóða íslenskum hjúkranarfræð- ingum kostakjör komi þeir til starfa í Noregi. Samkvæmt RÚV er mikUl áhugi fyrir tilboðunum. Lög um barnaklám Það varðar framvegis sektum að eiga klámfengnar myndir af bömum ef nýtt framvarp dóms- málaráðherra um barnaklám verður að lögum. Samkvæmt RÚV verður sömuleiðis refsivert að synja manni um t.d. inn- göngu á skemmtistað vegna lit- arháttar. Engin ferja Eyjamenn verða án ferjusigl- inga í dag þar sem Fagranesið, sem leyst hefur Herjólf af hólmi, er farið vestur á heimaslóöir. Herjólfur kemur úr slipp í Nor- egi á morgun. Ekki skilað sér Tuttugu og fimm milljónir króna, sem varið var til að kynna íslenskt lambakjöt í New York, hafa ekki skilað sér í sölu á kjötinu. Samkvæmt RÚV er salan treg og birgðir orðnar miklar. Fréttamaður rekinn Sigursteinn Másson frétta- maður hefur verið rekinn af Stöð 2. Samkvæmt Alþýðublað- inu tengist uppsögn hans þátta- gerð um Geirfinnsmálið. Losnað við bætur Ríkisstjórnin áformar að hætta að greiða 60% af kostnaði sveitar- félaga við húsaleigubætur um áramótin. Samkvæmt Degi-Tím- anum eru sveitarstjórnarmenn mjög ósáttir við þessi áform. Jónas hættur Jónas Kristjánsson hefur sagt af sér sem formaður Orðunefnd- ar. Samkvæmt Degi-Tímanum óskaði Jónas lausnar af persónu- legum ástæðum. 270 milljóna tap Stöð 3 tapaði 270 milljónum króna af rekstri fyrstu sjö mán- uða ársins. Samkvæmt Stöð 2 ríkir óvissa um framtíð fyrir- tækisins. Eftirsótt eistu Eftirspurn er eftir hrútseist- um í Bandaríkjunum, einkum hjá Itölum þar vestra. Mbl. greindi frá. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.