Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
5
Fréttir
Skrifar þingmönnum VestQaröa bréf og biður um aðstoö:
Hefur verið illa með
okkur farið í kerfinu
_________________ ■ ' \ \ . ; i - ■
- segir Elísabet A. Pétursdóttir, bóndi og handverkskona í Önundarfirði
„Ég vonast til þess að fá ein-
hverja fyrirgreiðslu til þess að geta
hafið loðdýrarækt. Við erum með
tæplega 200 kindur en það dugar
okkur ekki til þess að draga fram
lífið hér. Mér finnst hafa verið illa
með okkur farið í kerfínu á undan-
fornum árum og finnst við hafa
mætt viðhorfi í þá átt að það væri
ekki forsvaranlegt að vera að
styrkja eða lána fólki sem byggi á
stöðum sem að miklu leyti væru
farnir í eyði,“ segir Elísabet A. Pét-
ursdóttir sem nú býr ásamt sambýl-
ismanni sínum á Sæbóli II við utan-
verðan Önundarfjörð. Hún hefur
skrifað öllum þingmönnum Vest-
fiarða bréf þar sem hún rekur sögu
sina frá 1989 og kvartar sáran und-
an því að fá ekki fyrirgreiðslu í
kerfínu. Einn þingmannanna hefur
sett sig í samband við hana og er að
skoða málið.
Elísabet segist hafa sótt um lán til
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
um svipað leyti og annar í sveitinni.
Hann hafi fengið vilyrði fyrir láni
en hún synjun. Segist hún þó síst
hafa haft lakari stöðu varðandi
eignn og lausafé. Segir hún pólitík
hafa ráðið för í það skiptið.
„í millitíðinni kynntist ég sam-
býlismanni mínum, Erik Engholm,
sem er sérfræðingur i loðdýrarækt,
og vorum við ósátt við niðurstöð-
una. Þá var okkur boðið að rífa
gamalt minkahús og byggja það aft-
ur á Sæbóli II og hét Stofnlánadeild-
in okkur aðstoð við að koma upp
búinu. Við lögðum í mikinn kostn-
að, keyptum lífdýr sem við geymd-
um í öðru húsi hér skammt frá á
meðan hitt var í byggingu og sátum
svo uppi með skuldir og vandræði
því þegar inna átti Stofnlánadeild-
ina eftir fyrirgreiðslunni var allt
gleymt og graflð,“ segir Elísabet.
Þama hófust vandræði Elísabetar
og Eriks'og ekki bætti úr skák að
bróðir hennar hefur að hennar sögn
svikið út úr henni helminginn af
öllu hennar fé og falsað svokallaða
ásetningarskýrslu til þess að svo liti
út sem hann ætti helminginn af öll-
um bústofninum.
„Ég sótti um greiðsluerfiðleikalán
til Byggðastofnunar haustið 1994 og
það tók þá ágætu stofnun átta mánuði
að komast að þeirri niðurstöðu að
ekki væri lengur lánað til fjár- og loð-
dýrabænda. í sama bréfi fékk ég til-
kynningu um 200 þúsund króna styrk
vegna handverks sem ég vinn að.“
Elisabet segist sjá eftir því í dag
að hafa tekið við þessum styrk því
þar með sé eins og hún sé að sætta
sig við að geta ekki fengið fyrir-
greiðslu til þess að koma upp húi en
sætta sig við að einskorða sig við þá
iðju sem geti aldrei orðiö annað en
búdrýgindi með öðru.
„Við erum eiginlega í biðsöðu
eins og er því við vitum ekki hvert
framhaldið verður. Við ætlum að
slátra lömbunum til að byrja með
og sjá svo til eitthvað fram eftir slát-
urtíðinni. Ef ekki rætist úr hér er
þrautalendingin aö flytjast til Dan-
merkur og hefja þar loðdýrarækt.
Mér finnst fáránlegt og afskaplega
sárt að flytjast héðan af þessari jörð
því hún er mjög arðvænleg og ræt-
urnar toga sterkt í mann. Við þyrft-
um bara aðstoð við að komast af
stað,“ segir Elísabet. -sv
Bílatryggingar FÍB-félaga:
Miðaðar við hags-
muni félagsmanna
- segir framkvæmdastjóri FÍB
„Tryggingaútboðið tekur fyrst og
fremst mið af hagsmunum félags-
manna FÍB. Það hefur alla tíð verið
yfirlýst af hálfu félagsins og enginn
þarf að fara í grafgötur með það,“
segir Runólfur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, aðspurður um
þá gagnrýni á FÍB Tryggingu að
ungt fólk hafi lítinn sem engan hag
af því að tryggja á vegum félagsins.
Runólfur segir að þegar aldur-
samsetning 18.500 manna úrtaks úr
hópi félagsmanna FÍB var athuguð
nýlega hefði það sýnt sig að aðeins
2,4% féiagsmanna væru 25 ára og
yngri. Langfjölmennasti aldurshóp-
urinn, eða 63%, sé á aldrinum 31-50
ára og sá næstfjölmennasti, eða
28,4%, sé á aldrinum 51-70 ára.
Runólfur segir það kunna stað-
reynd að yngstu ökumennimir eigi
hlutfallslega langstærstan hlut í
þeim umferðaróhöppum og -slysum
sem verða og það hafi frá upphafi
verið stefna FÍB að bílatryggingaið-
gjöld séu áhættutengd. -SÁ
Aldursskipting félagsmanna FÍB
63%
17-25ára 26-30 31-50 51-70 71+
Meban á Vestfjaröaheimsókn forseta Islands, Ólafs Ragnars Grímssonar, stóö afhenti hann nokkrum ungmennum
frá sunnanveröum Vestfjöröum viöurkenningarskjöl, „Hvatningu forseta Islands til ungra íslendinga". Eftirfarandi
ungmenni hlutu viöurkenningu: Birna Friöbjört Hannesdóttir, Dalbraut 7, Bíldudal, 16 ára; Jónas Þrastarson, Aöal-
stræti 114, Patreksfiröi, 11 ára; María Guöbjörg Bárðardóttir, Brunnum 16, Patreksfiröi, 15 ára; Finnur Bogi Hannes-
son, Eyri, Bíldudal, 15 ára, og Magnús Arnar Sigurösson, Sigtúni 5, Patreksfirði, 15 ára.
Húsnæðisvísitalan:
Húsaleiga
óbreytt
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði, sem samkvæmt
samningum fylgir vísitölu húsnæð-
iskostnaðar eða breytingum á með-
allaunum, verður óbreytt frá 1.
október nk.
Engar breytingar hafa orðið á
meðallaunum frá því vísitalan var
síðast reiknuð og helst húsaleiga
því óbreytt út árið, eða til 31. desem-
ber nk., að því er segir I frétt frá
Hagstofuni.
-SÁ
Enn er aö finna skafla þá í Esjunni sem veriö hafa þar um áratug skeiö en
undanfarið hafa menn haldiö því fram aö þeir væru horfnir. Skaflarnir eru í
svokölluöu Gunnlaugsskaröi, hvilft í fjallinu, en þar safnast mikill snjór aö
vetrarlagi. Skaflarnir eru aö sögn fróöra manna minni nú en undanfarin ár.
DV-mynd Gísli
Hoppkastali
N
Hoppkastali til leigu t.d. í afmæli
og fleiri tækifæri.
Söfnun til íbúðakaupa í þágu fjölskyldna veikra barna:
Bjartsýn á aö geta komiö íbúöum upp um áramót
„Söfnunin gengur mjög vel og lof-
ar góðu. Fólk hefur hringt til okkar
og við höfum einnig hringt í fólk og
beðið um aðstoð. Við vonum að við
getum staðið við það loforð að geta
komið upp íbúðum um áramótin.
Markmiðið sem við settum okkur
var að setja upp tvær íbúðir í
Reykjavík og eina á Akureyri og ég
er bjartsýn á að það takist," sagði
Kristín Jónasdóttir, framkvæmda-
stjóri Barnaheilla, við DV, aðspurð
um átak og söfnun samtakanna til
kaupa á íbúðum í þágu fjölskyldna
veikra bara.
í DV á þriðjudag var viðtal við
móður ungrar stúlku á ísafirði sem
þurft hefur að fara í níu lýtaaðgerð-
ir á níu ára ævi. Móðirin lýsti þar
þeim vandræðum sem hún og aðrar
fjölskyldur utan af landi eiga í ef
böm þeirra þurfa að leita læknisað-
stoðar í Reykjavík. Oftast sé mjög
erfitt að fá húsnæði til að dvelja í á
meðan bömin eru á spítölum.
„Það eru miklir erfiðleikar sem
margar fjölskyldur úti á landi lenda
í ef þær þurfa að sækja læknisþjón-
ustu til Reykjavíkur vegna veikinda
barna. Það væri mjög mikilvægt
fyrir þessar fjölskyldur að hafa íbúð
til umráða í borginni þvi það myndi
auðvelda allar aðstæður mjög,“
sagði Kristín.
-RR
Verð frá kr. 4.000 á dag (án vsk.)
Tjaldaleigan
Skemmtilegt hf
Krókhálsi 3 - sími 587 6777