Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 9 Utlönd Samningur um bann við öllum kjarnorkutilraunum undirritaður: Clinton fyrstur og not aði penna Kennedys Bill Clinton Bandaríkjaforseti varð fyrstur þjóðarleiðtoga til að undirrita tímamótasamning um bann við kjarnorkutilraunum í gær og skrifaði nafn sitt með sama penna og John F. Kennedy notaði til að undirrita samning um takmörk- un kjarnorkutilrauna árið 1963. Clinton sagði að með nýja samn- ingnum væru þjóðarleiðtogar að lofa að skapa betri og öruggari heim. Samningurinn bannar hvers kon- ar kjamorkusprengingar, hvort sem er í andrúmsloftinu eða neðanjarð- ar. Hann kveður einnig á um að komið verði á fót eftirlitskerfi til að fylgjast með hvort hann sé virtur. Clinton lýsti einnig yfir i fyrsta sinn að undirskriftir fulltrúa yfir- lýstu kjarnorkuveldanna fimm, Bandaríkjanna, Rússlands, Frakk- lands, Bretlands og Kina, svo og annarra þjóða jafngiltu tilrauna- banni, Jafnvel áður en samningur- inn gengur formlega í gildi.“ Hann sagði einnig að samningur- inn kæmi í veg fyrir að kjamorku- Bill Clinton Bandaríkjaforseti undir- ritar samning um bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn. Símamynd Reuter veldin smíðuðu fullkomnari og hættulegri vopn. Þá takmarkar hann einnig möguleika annarra ríkja á að eignast slík tól. Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, varaði hugsanleg kjamorkuveldi við því að allar til- raunir áður en samningurinn gengi í gildi mundu grafa mjög undan honum og gætu leitt til þess að mörg ríki endurskoðuðu afstöðu sína til hans. Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína, sagði á hinn bóginn að í ljósi mikilla kjarnorkuvopnabirgða hinna kjarnorkuveldanna yrðu stjómvöld í Peking \að ganga úr skugga um að kjarnorkuvopn sín væm örugg og áreiðanleg áður en því takmarki væri náð að eyða öll- um kjamorkuvopnum. Hann sagði þó ekki hvort Kínverjar mundu sprengja enn eina kjamorku- sprengjuna neðanjarðar. Fulltrúar hinna kjamorkuveld- anna fjögurra undirrituðu samning- inn strax á eftir Clinton og áður en lauk höfðu fimmtíu ríki gert hið sama og fleiri hétu þvi að gera það síðar. íslendingar vora meðal þeirra sem undirrituðu samninginn í gær. Fulltrúar þeirra 44 þjóöa sem hafa kjamorkuver á landi sínu verða að staðfesta samninginn. Indverjar, sem verða að undirrita samninginn til að hann öðlist gildi, neituðu að skrifa undir þar sem kjarnorkuveldin skuldbinda sig ekki með honum til að eyða kjam- orkuvopnabúrum sínum. Reuter SVARTI SVANURINN 10ÁRA AFMÆLISTILBOÐ: Smábarnaís kr. 30 Barnaís kr. 50 SVARTISVANURINN ■alhi UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskaö eftir tilboöum í leikskólann Arborg í Reykjavík. Verkiö felst í breytingum og end urbótum á eldra húsnæöi, fullfrágangi á 175m2 viöbyggingu ásamt frágangi lóöar vegna viöbyggingar. Framkvæmdum á aö Ijúka 15. ágúst 1997. Útboösgögn eru afhent á skrifst. vorri gegn 10.000, kr. skilatr. Opnun tilboöa: þriðjud. 15. okt. nk., kl. 14.00 á sama staö. bgd 130/6 ÍNNKÁUPÁStÖFNUN^ REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Díana prinsessa og Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hittust í Hvíta húsinu í gær þar sem Hillary hafði boö- iö ýmsu framáfólki til hádegisverðar. Tilefnið var samkoma síðar um daginn þar sem afla átti fjár til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. Díana sagði ekki orð þar sem hún stóð frammi fyrir blaðamönnum og Ijósmyndurum en Hillary sagði að heimsókn prinsessunnar væri þægilegasta breska innrás sem gerð hefði veriö í Hvíta húsið. Þó Díana sé ekki lengur innan bresku konungsfjölskyldunnar fékk hún konunglegar móttökur vestra. Símamynd Reuter Ný dönsk lög gegn útlendingum: Vísað úr landi vegna smábrota DV, Kaupmannahöfn: Eastwood féllst á greiðslu Leikarinn Clint Eastwood samþykkti í gær að greiða fyrr- um sambýliskonu sinni, Söndra Locke, ótilgreinda fjárhæð svo ljúka mætti málaferlum þeirra. Locke sakaði Eastwood um að hafa eyðilagt kvikmyndaferil sinn. Var fallist á greiðslu skömmu áður en kviðdómur kom saman til áframhaldandi funda. Eftir að málinu var lokið var haft eftir einum kviðdómenda að Locke hefði unnið málið hefði það haldið áfram. Kviö- dómurinn hefði aðeins átt eftir að koma sér saman um hve mikla peninga hún fengi. Bæði Eastwood og Locke, sem bjuggu saman í 13 ár, sögðust sátt við niðurstöðuna. Reuter Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið ófremdarástand á Vesterbro í Kaupmannahöfh vegna eiturlyfjasala sem flestir eru af er- lendu bergi brotnir. Fólk flýr úr húsum sínum af hræðslu en lög- regla og dómsfólar hafa ekkert get- að gert þar sem þeir eru aldrei tekn- ir nema með smávægilegt magn eit- urlyfja í hvert sinn. Era þeir komn- ir á götuna aftur fáum klukkutím- um eftir handtöku og sleppa undan- tekningarlaust við dóm. Því hefur innanríkisráðherrann, Birte Weiss, nú lagt fram lög sem heimila að vísa útlendingum sam- stundis úr landi jaftivel fyrir hin minnstu brot á fikniefnalöggjöfinni. Samkvæmt núgildandi reglum er þetta ómögulegt. Útlendingur sem búið hefur í sjö ár í landinu þarf að lágmarki 6 ára dóm til að vera send- ur úr landi, hafi hann búið í fjögur ár í landinu þarf fjögurra ára dóm og eftir tveggja ára vist þarf árs dóm til brottvísunar. -pj Aðalfundur Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 26. septem- ber nk. kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aöalfundarstörf og önnur mál. Kaffiveitingar. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Þú getur unnið hinn frábæra geisladisk Down on the Upside, með súperrokksveitinni Soundgarden í skemmtilegri tónlistargetraun í síma 904-1750, 39,90 mínútan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.