Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Eðlileg vaxtahækkun Seðlabankinn hefur hækkað bankavexti sína og verð- bréfatilboð-sín um 0,4% til að spoma við verðbólgu, sem er farin að skjóta upp kollinum eftir nokkurra ára hlé. Undanfama mánuði hefur hún verið um 2,5%, sem er nokkru hærra en í nágranna- og viðskiptalöndum okkar. Vaxtahækkunin var tímabær og þörf, þótt hún sé óþægUeg. Hún felur í sér eðlUeg viðbrögð Seðlabankans við því, að þjóðin er byrjuð að nýju að eyða um efni fram. Hún virðist telja, að varanlegt góðæri sé í uppsiglingu og er þegar byijuð að eyða væntanlegri tekjuaukningu. í febrúar var spáð 1,3 miUjóna króna viðskiptahaUa landsins, í júní 6,1 miUjónar króna viðskiptahaUa og nú er spáð 7-10 miUjóna króna haUa. Þannig hefur ört sigið á ógæfuhliðina mestaUt þetta ár, svo að vaxtahækkun Seðlabankans núna er raunar fremur seint á ferðinni. Fyrir hækkunina voru íslenzkir skammtímavextir rúmlega tveimur prósentustigum hærri en hliðstæðir vextir voru í útlöndum. Eftir hækkunina eru þeir tæp- lega þremur prósentustigum hærri en erlendir. Þetta segir mikla sögu um mismunandi eyðslusemi þjóða. Vextir þurfa greinUega að vera þremur prósentustig- um hærri hér á landi tU þess að vera sami hemiU á eyðslu fólksins í landinu og vextir eru í útlöndum. Þetta er auðvitað umtalsverður herkostnaður fyrir atvinnulíf- ið og skerðir samkeppnisgetu þess gagnvart útlöndum. Eyðslusemin kemur fram hjá öUum meginaðUum þjóðfélagsins, almenningi, fyrirtækjum og opinberum aðUum. Ríkið er raunar sá sukksamasti af þessum aðU- um og eyddi í fyrra 13,3% um tekjur fram. Á næsta ári ætlar það að bæta ráð sitt og ná haUalausum rekstri. Væntingar um góðæri eru ágætar, svo framarlega sem þær valda nauðsynlegri bjartsýni og knýjandi áræði í at- vinnulífinu, en skaðlegar, ef þær valda því, að menn rasa um ráð fram. Flest bendir tU, að væntingamar hafi verið nokkuð hátt spenntar að undanfornu. Engin ástæða er tU að reikna með framhaldi á góðum aflabrögðum. Reynslan sýnir, að afli er miklum sveiflum háður og að margir hafa áður farið flatt á að framreikna góðæri líðandi stundar. Stórframkvæmdir á borð við smíði álvera eru ekki heldur varanlegur þáttur. Affarasælast er að fara með löndum og eyða ekki of miklu af peningum, sem ekki eru enn komnir í hús. Þetta skUja flestar þjóðir, en íslendingar hafa hins vegar löng- um átt bágt með sig. Þessi munur hefur áratugum sam- an verið AkkiUesarhæU íslenzkra efnahags- og fjármála. Vandi líðandi stundar er meiri en eUa fyrir þá sök, að stéttaskipting hefur farið vaxandi að undanförnu. Fjöl- menn undirstétt á bótum eða á strípuðum taxta- og dag- vinniUaunum hefur ekki séð neitt af góðærinu, sem tal- að er um, og tekur ekki þátt í eyðslukapphlaupinu. Tilraunir tU að halda niðri kostnaði við félagslega þjónustu og tU að hindra sprengingar í töxtum fjöl- mennra stéttarfélaga koma að sjálfsögðu Ula við undir- stéttina, sem enga ábyrgð ber á þeirri auknu eyðslu, sem er ástæða aðhaldsaðgerða ríkisstjómarinnar og Seðla- bankans. Aðhald í ríkisfjármálum og hærri vextir em spor í rétta átt, en taka ekki tiUit tU sérstakra aðstæðna í þjóð- félaginu, svo sem vaxandi stéttaskiptingar. Þetta eru út af fyrir sig of einhliða aðgerðir, of hefðbundnar skóla- bókaraðgerðir, sem hljóta að kaUa á andóf. Ríkisaðhald og vaxtahækkun eru samt sem áður nauð- synleg byrjun, því að án þeirra er ekki hægt að taka af viti á neinum öðrum vandamálum og verkefnum. Jónas Kristjánsson „Fjármagn veröur sífellt alþjóðlegra í eöli sínu og rennur þangaö sem mesta arösins er von.“ Vaxandi gengi hluthafa nesku ríkjunum, engil- saxneska rekstrarhefðin svonefnda, þar sem stjórnendur verða að lúta hörðum kröfum hluthafa um arðgreiðsl- ur eða fiúka ella. Og það þaif varla að taka það fram að hluthafamir eru með nefið ofan í nánast hvers manns koppi. Menn velta því nú fyrir sér hvort afsögn Bene- dettis sé til marks um það að engilsaxneska hefðin sé að velta þeirri evrópsku úr sessi. Evrópski hluthaf- inn í nýju hlut- verki? Margir muna eflaust „Margt bendir til verulegra áherslubreytinga í evrópskum fyr- irtækjarekstri í bráð, hvað sem fræðilegum vangaveltum um mis- munandi hefðir í fyrirtækjarekstri líður.“ Kjallarinn Helga Guðrún Jónasdóttir framkvæmdastjóri Al- þjóöa verslunarráösins á íslandi Carlos De Bene- detti sagði nýlega af sér sem stjórnar- formaður Olivetti, stærsta fyrirtækis Evrópu á sviði raf- eindaiðnaðar, en hann hefur verið nánast einráður innan þess sl. tvo áratugi eða svo. í kjölfarið hafa vaknað spumingar um hvað lesa megi úr afsögn Benedett- is, en það er næsta fáheyrt að stjórn- endur stórfyrir- tækja á meginlandi Evrópu fái reisupassann, and- stætt bandarískum og breskum starfs- bræðrum þeirra. Mismunandi hlutverk hlut- hafa Gengi fyrir- tækjastjórnenda á meginlandi Evr- ópu hefur aðallega verið háð sam- skiptum þeirra við bankakerfið, sem séð hefur fyrir- tækjum fyrir lang- tímafjármögnun. Hluthafamir hafa í þeim efnum haft litlu hlutverki að gegna. Staða þeirra í virðingarstiga evrópskra stórfyrirtækja er eftir því. Hinn al- menni hluthafi veit oft á tíðum lít- ið sem ekkert um raunverulega rekstrarafkomu. í Bretlandi og Bandaríkjunum hvílir langtímafjármögnunin að verulegu leyti á hlutafjármörkuð- unum og þolinmæði hluthafanna. Fyrir vikið hefur þróast önnur hefð í fyrirtækjarekstri í engilsax- eftir fágaðri hönnun Olivetti rit- vélanna á áttunda áratugnum. Þær lögðu homsteininn að veldi fyrirtækjarisans, sem virðist kom- inn að fótum fram eftir mikinn hallarekstur, en Olivetti tapaði 300 milljónum dollara á fyrstu sex mánuðum ársins. Það má að sjálf- sögðu rekja til þess að Benedetti hefur mistekist, þrátt fyrir fögur fyrirheit, að setja Olivetti á stall með bandarísku og asísku tölvurisunum. Frammámenn í atvinnu- og fjár- málalífi Evrópu hafa verið uggandi yfir þessari þróun. Þeir óttast ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir evr- ópska hagþróun takist ekki að snúa henni við. Benedetti hafði því allan þann meðbyr, sem hugsast getur, allt þar til talsmenn fjárfest- ingar- og verðbréfasjóða lögðu af- sögn hart að honum, eftir mikinn krísufund í Lundúnum nýverið. Og ástæöan? Jú, Benedetti tókst ekki að sannfæra þá um að áætl- anir hans væru peninganna virði. Þama virðast fjármögnunaraðil- amir vera að taka að sér hlutverk hluthafanna að engilsaxneskri fyr- irmynd, enda leiðir nánari athug- un í ljós að þeir eiga 25% hlut i Olivetti. Nýjar áherslur staöreynd Margt bendir til verulegra áherslubreytinga í evrópskum fyr- irtækjarekstri í bráð, hvað sem fræðilegum vangaveltum um mis- munandi hefðir í fyrirtækjarekstri líður. Fjármagn verður sífellt al- þjóðlegra í eðli sínu og alþjóðafjár- magnið rennur þangað sem mesta arðsins er von. Þetta þýðir að þau fyrirtæki, sem hafa, líkt og Olivetti, vanist því að arðsemi skipti minna máli en náðug samskipti við banka- stjóra, em að vakna upp við vond- an draum. Jafnframt setur EMU (mynteining ESB) aukinn þrýsting á stjómenduma. Innan ESB kepp- ast allir við að skera niður velferð- arkerfi fyrirtækjanna til að upp- fylla skilyrði EMU fyrir 1999, á sama tíma og efnahagslífið hefur verið í nokkurri lægð. Þetta þýðir að fyrirtækin á meg- inlandi Evrópu geta ekki lengur reitt sig á stuðning opinberra aðila eða banka á erfiðleikatímum, held- ur verða þau að spjara sig sjálf, með hluthafana í broddi fylkingar. Helga Guðrún Jónasdóttir Skoðanir annarra Sporin hræða „Nýtt félag, FlB-trygging, hóf á dögunum sölu bif- reiðatrygginga hér á landi sem umboðsaðili Ibex Motor Policis, sem er á Lloyd’s tryggingamarkaðin- um í London. . . . Tryggingafélögin, sem fyrir em á markaðnum eru öll rekin undir merkjum frjálsrar samkeppni og geta því ekki gert athugasemdir við aö fleiri reyni fyrir sér. Reynslan leiðir svo í ljós, hversu langvinn sú starfsemi verður. Sporin hræða í þeim efnum, en í þeim orðum felst engan veginn áfellisdómur yfir hinu nýja tryggingafélagi." Úr forystugreinum Mbl. 24. sept. Greitt fyrir þjófinn „Nótulaus viðskipti eru skiljanleg að því leyti að bæði seljandi og kaupandi „hagnast". Öðm máli gegnir um þegar farið er hjá sjóðvélinni. Neytandinn greiðir fullt verð. Síðan greiðir hann skólagöngu bama þess sem stelur, sjúkrahúsvist hans og allt annað sem velferðarkerfið veitir honum. Þess vegna er beinn ávinningur af því að gera hróp að skattsvik- urum af þessu tagi. Þjóðin er hvött til að byrja strax í dag.“ Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 24. sept. Óttinn við hið óþekkta „Til þess að þjóðum líði vel með sjálfum sér og í samfélagi með öðrum þjóðum þurfa þær að vera frjálsar og finna þessi landamæri frelsis og fjötra... . Finnist samræmi og sátt á milli hinna hagfræði- legu og lögfræðilegu sjónarmiða þarf ekki að óttast um sjálfstæða íslenska þjóð. Óttinn við hið óþekkta og framtíð íslands í samskiptum við ESB, sem birt- ist í háværri þögn æðstu ráðamanna þjóðarinnar er sjálfstæði þjóðarinnar miklu hættulegra." Magnús M. Norðdahl í Alþbl. 24. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.