Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Útlönd ^ Læknar Jeltsíns ákveöa í dag hvort hann fer undir hnífinn: Atti í erfiðleikum með mál í sjónvarpsútsendingu Læknar Borís Jeltsíns Rússlands- forseta ákveða í dag hvort forsetinn er nógu heilsuhraustur til að fara undir hnífrnn. En ákveði þeir að bíða með aðgerðina verður Jeltsín fyrirskipað að taka það rólega sem aftur mun virka eins og olía á eld af- sagnarkrafna frá kommúnistum. Verði hins vegar ákveðið að skera Jeltsín upp er óttast um afleiðin- garnar. Þar sem likamlegt ástand Jeltsíns er mjög bághorið er hætta á truflun nýrnastarfsemi eða jafnvel lungnabólgu. Læknirinn sem stjóma mun aðgerðinni hefur gefið í skyn að henni verði frestað í allt að átta vikur í von um að forsetinn verði þá orðinn nógu hraustur. Myndir af Jeltsín birtust í rúss- nesku sjónvarpi í gær. Sást mjög vel að hann átti í miklum erfiðleikum með mál og þótti greinilegt að upp- takan af forsetanum hefði verið klippt mikið og löguð fyrir útsend- ingu. Þykir víst að kommúnistar muni nota þessar myndir í baráttu sinni fyrir afsögn Jeltsíns. Viktor Tsjernomyrdín forsætis- ráðherra sagði í gær aö afsögn for- setans væri alls ekki á dagskrá. Jeltsin hefur afhent Tsjemomyrdín völdin meðan hann er í aðgerð en samkvæmt stjómarskránni her for- sætisráðherra að taka völdin ef for- setinn verður óstarfhæfur. Hins vegar er óvíst hvernig það gengur í framkvæmd. Stjórnmálaskýrendur segja að embættismenn muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra slíka yfirtöku en hún kallar á kosningar eftir þrjá mánuði. Veikindi og fjarvera Jeltsíns hafa komið af stað valdabaráttu þar sem Tsjemomyrdín, Alexander Lebed öryggisfulltrúi og Yuri Lazhkov, borgarstjóri Moskvu, hafa sig mjög í frammi. Þá er ónefndur kommúnist- inn Gennadi Zjúganov sem krefst af- sagnar Jeltsíns og stólar á sigur í kosningum. Reuter Nauðgaði og myrti sjö ára stúlku Armin Schreiner, 27 ára gamall þýskur rafvirki, hefur játað að hafa rænt, nauðgað og myrt sjö ára stúlku, Natalie, í skógi nærri bæn- um Landsberg í Bavaríu. Mál þetta hefur valdið miklu uppnámi í Þýskalandi og vakið umræður um herta löggjöf fyrir kynferðisleg brot á börnum og bamaklám. Svipar máli þessu til alræmds barnakláms- máls í Belgíu á þann hátt að Schreiner var látinn laus úr fang- elsi í fyrra eftir að hafa afplánað einungis þriggja ára dóm fyrir kyn- ferðislega misnotkun á börnum. í Belgíu hefur tólfti aðilinn verið fangelsaður í tengslum við barnakl- ámsmálið þar í landi. Marleen De Cockere var ákærð fyrir eiturlyfja- smygl og fleiri afbrot en hún er einnig gmnuð um að hafa tekið þátt í ránum á bömum ásamt barnan- augðaranum Marc Dutroux. Lögregla í Belgíu verður fyrir enn meiri gagnrýni en sífeflt berast upplýsingar sem benda til sofanda- háttar og klúðurs lögreglunnar gagnvart Marc Dutroux og gengi hans. Reuter Armin Schreiner, 27 ára gamall rafvirki, horfir hér á staöinn þar sem hann myrti sjö ára stúlku, Natalie, eftir aö hafa rænt henni og nauögaö. Upplýst var aö Shcreiner heföi veriö látinn laus úr fangelsi snemma á síöasta ári eftir ein- ungis þriggja ára dóm fyrir kynferöislega misnotkun á börnum. Símamynd Reuter Palestínumenn mótmæltu jarögöngum fyrir feröamenn: Mikill viðbúnaður lögreglu ísraelskar öryggissveitir eru með mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir að átök brjótist út í Jerúsalem í dag vegna fyrirhug- aðra mótmæla Palestínumanna gegn opnun jarðganga fyrir ferða- menn nærri Musterishæðinni, helgistað bæði gyðinga og múslíma. „Við erum með ansi fjölmennt lið, fleiri eru á leið tfl Jerúsalem og ég vonast til að allt verði orðið rólegt i vikulokin,“ sagði Aryeh Amit, lögreglustjóri í Jerúsalem, í viðtali við ísraelska útvarpið. Til átaka kom í Jerúsalem í gær milli Palestínumanna og lögreglu eftir að verkamenn höföu, í skjóli nætur, gert annan inngang á ferðamannagöng nærri Musteris- hæð. Lögreglan sagðist hafa skotið Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Meö vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiöslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meö lögum nr. 871/1995 og meö vísan til reglugerðar dags. 24. sept. 1996, er hér meö auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tímabil Vörumag Verðtollur Magntollur Tollnúmer: kg % kr./kg 0602.9093 Aörar pottaplöntur til og meö 1 m á hæö 01.10.-31.12 1200 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.10.-31.12 3.200 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða meö sím bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16:00 fimm- tudaginn 26. sept. 1996. Landbúnaöarrá&uneyti6, 24. sept. 1996 gúmmíkúlum til að dreifa hópi unglinga sem kastaði steinum og flöskum. Þá voru gyðingar á bæn við grátmúrinn fluttir burt um stundarsakir vegna grjótkasts ofan af Musterishæðinni. Unglingarnir kveiktu einnig í bifreiðum og sagði lögreglan að ellefu hefðu ver- ið handteknir. Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, kallaði göngin glæp gegn óbreyttu ástandi I samskipt- um trúarhópanna í hinni um- deildu borg og brot á friðarsamn- ingum PLO og ísraels. Göngin, sem sýna undirstöður grátmúrsins frá tímum Heródesar, hafa verið opin um nokkurn tíma en til þessa hefur aðeins verið einn inngangur og útgangur í gyð- ingahverfi gamla bæjarhlutans. Reuter Dole klínir frjálslynd- isstimpli á Clinton Bob Dole, forsetafram- bjóðandi repúblikana, sakaði Bill Clinton Bandaríkjaforseta enn um það í gær að vera óforbetranlega frjálslynd- ur í skoðunum en forset- inn hafði áður svarið allt slíkt af sér. Á sama tíma bárust forsetanum góðar fréttir úr seðlabankanum þar sem ráðamenn þar á bæ ákváðu að hækka ekki vexti. Ákvörðun seðlabankans um að halda vöxtum óbreyttum þýöir að efnahagslífið fær að dafha eftir- litslaust þar til eftir forsetakosning- amar í nóvemberbyrjun. Næsti stefnumótandi fundur seðlabankans er ekki fyrr en 13. nóvember. Á fundi meö fréttamönnum áður en seðlabankinn gaf út tilkynningu sína eignaði Clinton sér heiöurinn af styrku efna- hagslífi. „Ég er mjög ánægður með að hagvöxturinn er traustur og að ekkert ból- ar á verðbólgunni,“ sagði Clinton. Clinton hefur 12 til 18 prósentustiga forskot á Dole í skoðanakönnunum og hann hefúr einnig meira fylgi í flestum þeirra ríkja sem hafa úr- slitaáhrif á niðurstöður kosning- anna. Dole var í Michigan í gær en þar hefúr Clinton 20 prósentustiga for- skot. í ræðu á fundi með kaupsýslu- mönnum veittist Dole að forsetan- um, sagði að hann væri frjálslyndur en héldi íhaldssömum gildum á lofti fyrir kosningarnar. Reuter Bob Dole, forseta- frambjó&andi repúblikana. Stuttar fréttir i>v Þrýst á um bann Bandaríkjamenn hafa for- ustu um að þrýsta á að bann verði sett við notkun jarð- sprengna en þær veröa tugþús- undum manna að bana á ári hverju. Áfram með smjörið Bandarísk stjórnvöld telja viturlegt að vinna áfram að kjamorkusamningi við Norð- ur-Kóreumenn þrátt fyrir norð- lensku flugumennina sem fóru inn í Suður- Kóreu. Á niðurleið Vinsældir Alains Jupp- és, forsætis- ráðherra Frakklands, minnkuðu til mikilla muna í september eftir að ríkis- stjórn hans lagði fram mjög umdeildar til- lögur mn skattalækkanir. Þetta kemur fram i nýrri skoðana- könnun. Tyrkir í vanda Tyrknesk stjómvöld eru enn í vandræðum með Kúrda eftir að átta manns týndu lífi í upp- þoti kúrdískra fanga. Ræða meiri gæslu Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna koma saman í Bergen í dag til að ræða um áframhaldandi friðargæslustarf í Bosníu. Simitis sver eið Costas Simitis, forsætisráð- herra Grikklands, og ný stjórn hans sverja embættiseiða í dag. Ross Perot óhress Milljarða- mæringurinn Ross Perot, forsetafram- bjóðandi mn- bótaflokksins í Bandaríkj- unum, gagn- rýndi harð- lega þá ákvörðun að meina honum að taka þátt í kappræðum með Clinton og Dole. Hver er O.J.7 Kona nokkur, sem sagðist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um fyrri réttarhöldin yflr O.J. Simpson, hefur verið valin í kviðdóminn fyrir síðari rétt- arhöldin. Öfgasinnum hjálpað Forsætisráðherra Búrúndí, skipaður af hernum, sagði að viðskiptabann á landið hjálpaði öfgasinnuðum öflum í landinu og ýtti undir algert hrun. Foröist bakslag Amr Moussa, utanríkisráð- herra Egypta, hvatti þjóðir heims til að tryggja að ísraelar hyrfu ekki frá viðræðum sín- um við Palestínumenn. Lofar fleiri húsum Fullyrt er að Benjamin Netanyahu hafi lofað rík- isstjómar- meðlim að 780 hús til viðbótar yrðu byggð fyrir ísraela á Vesturbakkanum. Mikil vopnakaup Bretar hafa keypt vopn fýrir milljarða króna af ísraelum frá því að banni á vopnaviðskipti við ísraela var aflétt. Nær lausn Brot úr eldsneytistanki TWA-vélarinnar, sem fórst undan vesturströnd Bandaríkj- anna í ágúst, fannst en talið er að það geti varpað ljósi á orsök slyssins. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.