Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
34
Fréttir
Vilja fækka vín-
veitingastöðum
DV, Suðurnesjuni
„Okkur I nefndinni finnst sem
of mörg vínveitingahús séu í
sveitarfélaginu. Við höfum óskað
eftir því að þessum stöðum verði
fækkað. Þeir eru hvað eftir annað
að fara á hausinn. Tekjur bæjar-
ins af þessum vínveitingahúsum
eru sáralitlar," sagði Hilmar Jóns-
son, formaður áfengisvarnar-
nefndar Reykjanesbæjar, við DV.
Hilmar lagði fram tillögu ný-
lega á fundi áfengisvarnarnefndar
um áskorun á Alþingi að hækka
vinveitingagjald úr 30 þúsund
krónum í 300 þúsund. Nefndin
samþykkti tillöguna og verður
hún send til Alþingis næstu daga.
-ÆMK
■ ^íssa
LUIIUSIMI
9 0 4 * 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
♦
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Lottósíma DV til að fá nýjustu
| tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
! og Kínó t
9 0 4 * 5 0 0 0
FIMMTUDAGAR
tza
Dagskrá:
Á fimmtudögum fylgir DV
áttasíðna blaðauki um
dagskrá Ijósvakamiðlana. DV
er eina blaðið sem gefur út
sérstakt dagskrárblað
vikulega. Blaðið er þægileg
handbók um dagskrá
sjónvarps og útvarps þar sem
m.a. er að finna stjörnugjafir
við flestum myndum sem
sýnar eru.
EHSMemiÍRg:
Fjölbreytt og skemmtileg
menningarumfjöllun í umsjón
Silju Aðalsteinsdóttur er alla
fimmtudaga í DV.
- skemmtilegt
blað fyrir þ.g
Síldarbragginn
varð aðlaðandi
gististaður
DV, Seyðisfirði:
Þóra Guðmundsdóttir hóf rekstur
Farfuglaheimilisins hér vorið 1975.
Hún hafði áður rekið slíkt heimili í
Reykjavík í eitt ár og var því öllum
hnútum kunnug. Þegar ferjusigling-
arnar hófust á vegum Smiril-Line
þetta sama vor þurfti að sjálfsögðu
að mörgu að huga til þess að þjón-
usta við skipið og farþega þess yrði
sómasamleg. Þegar skyggnst er um
öxl vekur það undrun hversu fljótt
allt féll í fastar skorður og varð
snemma hnökralaust. Nú er þróun-
in orðin sú að síðan stærra skip,
Norröna, kom í ferðirnar stíga hér á
land fjögur til fimm prósent af öll-
um árlegum komufarþegum til
landsins.
Þörfin fyrir aukið gistirými varð
strax mjög knýjandi. Þóra, sem er
arkitekt að mennt, keypti þennan
vetur gamlan síldarbragga á Haföl-
dunni, söltunarstöð, sem Sveinn
Benediktsson hafði reist 1961 og
Ólafur Óskarsson síðar rekið, en
báðir voru þeir miklir og mætir um-
svifamenn á þeim vettvangi.
Þóra lagði sjálf allar línur um
breytingar og endurbætur á hús-
næðinu og tók ávallt fullan þátt í
öllu starfi - bæði utan dyra og inn-
an. Þarna er allt mjög snyrtilegt og
aðlaðandi og ber vitni högum hönd-
um og glöggu auga. Gistirými er fyr-
ir 28 manns, sem hafa aðgang að
eldhúsi, borðstofu og setustofu.
Þóra segir að sínir gestir geti verið
eins og heima hjá sér: þvegið þvott-
inn sinn, fengið bækur úr bókasafn-
inu og horft á sjónvarp eða mynd-
band.
Á tímum vaxandi ferðaþjónustu
er það hverju byggðarlagi til álits-
auka að taka vel á móti gestum sín-
um og gera þeim dvölina eftirminni-
lega með alúð og myndarskap. Sú
mun verða raunin á þessum stað.
-JJ
Þóra Guðmundsdóttir sést hér fyrir utan farfuglaheimili sitt á Seyðisfiröi. Húsið var áður síldarbraggi en Þóra lét
breyta honum og bæta, þannig að úr varð aðlaðandi gististaður. DV-mynd JJ
Safnahúsið Húsavík:
Byrjað á öðrum áfanga
að Sjóminjasafni
DV, Húsavík:
Á Húsavík er verið aö koma upp Sjóminjasafni við Safnahúsið og standa bygg-
ingarframkvæmdir yfir þessa dagana. DV-mynd AGA
Eflaust hafa margir tekið eftir
sérkennilegri byggingu sem er
að rísa við Safnahúsið á Húsa-
vík. Minnir byggingin að mörgu
leyti á píramita eða kirkju. Að
sögn Guðna Halldórssonar, for-
stöðumanns Safnahússins, eru
menn þar á bæ ekki að fara út í
þess háttar byggingarfram-
kvæmdir, heldur er þetta annar
áfangi að Sjóminjasafninu sem
verið er að koma upp við Safna-
húsið.
Fyrir fimm árum var byggð
tengibygging út frá Safnahúsinu
í tengslum við Sjóminjasafnið en
engar aðrar framkvæmdir verið
unnar þar fyrr en nú. Límtrésbit-
ar, sem nota á í bygginguna, eru
komnir og er búið að byggja und-
irstöður fyrir þá. Er áætlað að
gera húsið fokhelt fyrir vetur-
inn. Það er Timburtak hf. sem er
verktaki. -AGA