Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Dýr sjónvarpsleikrit eiga ekki upp á pallborðiö hjá dagskrár- stjóra. Myndin er úr Þið munið hann Jörund. Stór sjónvarps- leikrit út í kuldann „Mig langar að hverfa frá þeirri stefnu að búa til stór sjón- varpsleikrit þar sem aðstandend- ur vita að þeir fá aldrei annað tækifæri á ævinni." Sigurður Valgeirsson dagskrár- stjóri, í DV. Fólk kýs ekki rétt „Það sem er að í þessu landi er að fólk kýs ekki rétt.“ Ingibjörg Vilhjálmsdóttir jafn- aðarkona, í Alþýðublaðinu. Ummæli Hlaupaskór besta vömin „Regla númer eitt, lendi mað- ur í einhverju þar sem líklegt er að áflog verði, er að hlaupa í burtu. Góðir hlaupaskór eru því besta vörnin.“ Olafur Nielsen karatemeistari, í Morgunblaðinu. Poppköflótt fortíð „Ég iðrast einskis og hef enga komplexa. Bak við poppköflótta fortíð blundar djassgeggjari." Jakob Frímann Magnússon, í Alþýðublaðinu. Brunahanarnir leika í Leikhús- kjallaranum í kvöld. Nýr íslenskur djass Það verða nokkrir áhugaverð- ir tónleikar á RúRek djasshátíð- inni í dag og í kvöld. Annars staðar á opnunni er minnst á tónleika bandaríska píanóleikar- ans Jons Webers í Kringlu- kránni en þeim sem vilja byrja daginn snemma er bent á smur- brauðsstofuna Jómfrúna, þar er djass á hverjum degi kl. 17.00. I dag leikur þar hljómsveitin Bergmenn og er aðgangur ókeyp- is. í Leikhúskjallaranum verða tónleikar undir yfirskriftinni Nýr íslenskur djass. Þar koma fram tvær hljómsveitir; Hljóm- sveit Stefáns S. Stefánssonar og Brunahanamir. Stefán mun ásamt sveit sinni meðal annars leika af nýútkominni geislaplötu sinni í þorpi englanna. Bruna- hanarnir er skipuð fjórum kunn- um djassmönnum. Jóel Pálsson leikur á saxófón, Kjartan Valde- marsson á píanó, Þórður Hörgnason á bassa og Einar Val- ur Scheving á trommur. Tónleik- amir hefjast kl. 22.00. Á sama tíma hefur leik á píanó Djasskvartettinn Djamm. Léttir heldur til Yfir íslandi er víðáttumikil 980 mb lægð sem þokast vestur á bóginn og yfir norðausturströnd Græn- lands er 1022 mb hæð á austurleið. 987 mb lægð 300 km norðaustur af Veðrið í dag Nýfundnalandi hreyfist allhratt austnorðaustur. í dag verður norðaustan stinning- skaldi norðvestan til á landinu en annars suðaustangola eða kaldi. Víða rigning eða skúrir, en styttir upp þegar líður á daginn og léttir heldur til á Norðurlandi. Hiti 6 til 11 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt fram eftir degi en síðan suðaustangola og skúrir ann- að slagið. Hiti 8 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.17 Sólarupprás á morgun: 07.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.06 Árdegisflóð á morgun: 05.28 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 7 Akurnes úrkoma í grennd 8 Bergstaðir skýjað 8 Bolungarvík rigning 6 Egilsstaðir úrkoma í grennd 8 Keflavíkurflugv. súld á síö.kls. 9 Kirkjubkl. skúr 8 Raufarhöfn rigning 8 Reykjavík rigning 8 Stórhöfói skýjað 8 Helsinki þoka á síð. kls. 3 Kaupmannah. þokumóða 8 Ósló léttskýjaö 3 Stokkhólmur léttskýjað 2 Þórshöfn alskýjað 11 Amsterdam þokuruðningur 7 Barcelona skýjaó 15 Chicago léttskýjað 8 Frankfurt þokumóða 9 Glasgow úrkoma í grennd 13 Hamborg þoka í grennd 3 London rign. á síö.kls. 14 Los Angeles skýjaö 18 Madrid hálfskýjað 9 Malaga heiðskírt 19 Mallorca skýjað 14 París skýjað 10 Róm þokumóða 14 Valencia skýjað 16 New York þokumóða 15 Nuuk léttskýjað 2 Vín alskýjað 11 Washington léttskýjað 18 Winnipeg skýjað 7 Óskar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Norrænna músíkdaga: Bíð eftir að komast í Kardimommubæinn „Annað hvert ár er haldin á Norðurlöndunum tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar og hefur það tíðkast í 100 ár. íslendingar gerðust aðilar að þessu samstarfi árið 1948 og siðast voru Norrænir músíkdagar haldnir hér fyrir tíu árum en hátiðin núna er sú þriðja sem haldin er hér á landi,“ segir Óskar Ingólfsson sem er fram- kvæmdastjóri hátíöarinnar að þessu sinni. Óskar segir að hátíðin sé mjög stór í sniðum: „Það verða haldnir sextán tónleikar, allt frá einleiks- tónleikum upp í sinfóníutónleika. Hátíðin hefst með sinfóníutónleik- um annað kvöld. Þar verður með- Maður dagsins al annars frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson sem búinn er að vera áberandi í tónlistarlífinu í sumar, siðan verða þetta tveir til þrir tónleikar á dag fram til 1. október. Við höfum reynt að setja dagskrána upp þannig að hún henti sem flestum. Fyrstu tónleik- ar á daginn eru hádegistónleikar og þeir síðustu eru kl. 23.00. Við reiknum nú ekki með að nokkur fari á alla tónleikana en meðal Óskar Ingólfsson. þess sem við höfum gert er að út- búa pakka á alla tónleikana og er hann seldur á aðeins 3.000 kr. Ef einhver myndi kaupa slíkan pakka og færi á alla tónleikana þá væri miðaverð fyrir viðkomandi 187 kr.“ Óskai' sagði að það væri mikill undirbúningur sem lægi að baki hátíð sem þessari. „Ég hef starfað við undirbúninginn í eitt ár, það koma hingaö um eitt hundrað er- lendir gestir og það er að mörgu að huga þegar dagskráin er eins þétt og raunin er. Þótt margir út- lendir gestir séu þá er hlutur okk- ar stór. Það eru til að mynda ellefu íslensk tónskáld sem eiga verk á hátíðinni, þá kemur margt af okk- ar fremsta listafólki fram og Ás- hildur Haraldsdóttir flautuleikari og Rannveig Fríða Bragadóttir koma sérstaklega heim til að taka þátt í hátiðinni." Óskar sagði að- spurður að það væri aldrei hægt að segja til um aðsókn fyrirfram. „Það var ágæt aðsókn að síðustu hátíð sem haldin var í Danmörku og við vonum svo sannarlega að sem flestir komi á sem flesta liði tónlistarhátiðarinnar. Það er okk- ar von að hið lága pakkaverð okk- ar skili sér í góðri aðsókn en það á eftir að koma í ljós hvað mikið hefur selst af slíkum pökkum.“ Óskar er klarínettuleikari en hefur lagt hljóðfærið á hilluna þá daga sem hátíðin stendur yfir. „Ég híð núna eftir að komast i Kar- dimommubæinn, enda rólegur og skemmtilegur bær, sýningar fara brátt að hefiast aftur en ég leik í hljómsveitinni sem spilar í verk- inu og hef í gegnum tíðina mikið spilað i uppsetningum í Þjóðleik- húsinu." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1620: Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. DV Haukar og KA, sem á myndinni eru að keppa í 2. umferðinni, verða í eldlínunni í kvöld. Heil umferð í handboltanum Margir höfðu orð á því áður en keppni hófst í 1. deild hand- boltans að erfitt væri að spá um hvaða lið myndu berjast á toppn- um og hvaða lið á botninum. Þetta hafa hingað til verið orð að sönnu því svo virðist sem öll lið- in geti unnið hvert annað. íþróttir I kvöld fer fram þriðja umferð- in í 1. deild og verða örugglega margir leikir spennandi. í Garðahæ leika Stjaman og Val- ur, Fram leikur á heimavelli gegn ÍR, Haukar leika í Hafnar- firöi gegn Gróttu, á Akureyri mætast KA og HK, á Selfossi leika heimamenn við FH og í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Afturelding. Allir leikirnir hefj- ast kl. 20. Þá má geta þess að átta knatt- spyrnuleikir eru á dagskrá í meistaradeildinni í Evrópu í kvöld og verða tveir leikir sýnd- ir á Sýn. Bridge Leikur Landsbréfa og Búlka í undanúrslitum bikarkeppni BSÍ þótti æsispennandi þó munað hafi 22 impum í lokin (131-109). Sveit Landsbréfa tók snemma forystuna og náðu 40 impa forskoti eftir tvær lotur af fjórum en sveit Búlka minnkaði forskotið niður í 12 impa í þriðju lotu. Sveit Landsbréfa bætti svo 10 impum við forskotið í síðustu lotunni og náði síðan alla leið með naumum sigri á sveit Samvinnu- ferða-Landsýnar í úrslitaleiknum, 148-146. Sveit Búlka græddi 10 impa á þessu spili í annarri lotu undanúr- slitaleiksins. í lokuðum sal hafði Sigtryggur Sigurðsson í norður opn- að á einu hjarta og leiðin var því greið i 4 hjörtu þrátt fyrir spaða- hindrun austurs. Sagnir gengu þannig í opnum sal sem sýndur var á töflu. Vestur gjafari og allir á hættu: 4 5 M DG10953 * 72 4 D106 4 KD2 N 4 ÁKG10983 «4 876 V A * K ♦ 943 ♦ 752 4 ÁG543 S 4 107 4 D64 V Á42 ♦ ÁKG8 4 986 Vestur Norður Austur Suður pass 2 ♦ 3 4 p/h Tveir tíglar Þorláks Jónssonar í norður var multi-sagnvenja og lof- aði 6 spilum í hálit og 6-11 punkt- .um. Austur kom inn á hinni sjálf- sögðu spaðahindrun og Guðmundur Páll var í erfiðri ákvörðun. Hann hafði enga tryggingu fyrir því að 4 hjörtu stæðu og valdi loks að passa sögn austurs. Sennilega er hendi norðurs nægilega sterk til að opna á einu hjarta því tapslagir handarinn- ar eru ekki nema sex. En Þorlákur hefur það sér til málsbóta að opnun hans er á hættunni í annarri hendi. Suður er einnig á mörkunum að hrökkva eða stökkva en lét það vera í þetta skiptið. Báðir sagnhafanna fengu hina upplögðu 11 slagi og Búlki græddi 10 impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.