Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 32
V I K I N TT« til nnifci/s að vino^ * V Vinningstölur 24.9/96 16) (29) (30) KIN FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá J síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Frostafold: Skemmdar- vargar réð- ust á mann Karlmaður veitti því athygli rétt fyrir klukkan tvö liðna nótt að þrír menn voru að skemma bifreiðar í Frostafold. Þeir höfðu ráðist á bif- reið, sparkað í hana og brotið fram- ljós. Maöurinn gaf sig á tal við skemmdarvargana og kunnu þeir litt að meta afskiptasemi hans, réð- ust á hann og köstuðu honum á aðra bifreið þannig að hún skemmd- ist. Gleraugu mannsins hrotnuðu og meiddist hann á síðu. Hann var fluttur á slysadeild. Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári tveggja þessara manna og er annar þeirra vistaður í fangageymslum. -sv Allt óskemmt - segir Friörik Þór „Þetta tafði okkur vissulega svo- lítið en ég er mjög ánægður með að hafa endurheimt tölvurnar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður en tölvunum, sem stolið var frá íslensku kvikmynda- samsteypunni, var skilað í gær. Friðrik segir að handrit, samningar og annað verðmæti sé allt óskemmt. -sv Áflog og líkamsárás Unglingar réðust aftan að götu- verði í gær rétt fyrir kvöldmat í Álfabakka. Hann var fluttur á slysa- deild en unglingarnir fundust ekki þar sem manninum tókst ekki að gefa nákvæma lýsingu á þeim. Um hálftvö í nótt var síðan til- kynnt um áflog unglinga í Tryggva- götu. Höfðu þeir meðal annars brot- ið glugga í Tollhúsinu. Tjónvöldun- um tókst að komast undan í bifreið en þótt vitað sé hver hún er hefur ekki tekist að hafa uppi á henni.-sv Árás í Rimahverfi: Sparkaöi í höfuð piltsins Ráðist var á 16 ára dreng við Rimaskóla við Langrima rétt fyrir klukkan 11 í gærkvöld. Maður kom akandi á bíl sínum, vatt sér að pilt- inum og sparkaði í andlitið á hon- um. Drengurinn fékk stóran og ljót- an skurð fyrir ofan vinstri auga- brún og var fluttur á slysadeild i sjúkrabifreið. Árásarmaðurinn hvarf af vettvangi en bíll hans fannst mannlaus eftir stutta leit. Maðurinn var síðan handtekinn í i^teimsókn hjá vini í Kópavogi skömmu síðar. -sv Tveir fimmtán ára drengir eltir og barðir um miðjan dag: Börðu annan drenginn í magann og höfuðið - ekki einkamál okkar, segir móðir annars þeirra „Það gengur hreinlega ekki að maður geti ekki leyft börnunum sínum inn í miðborgina af því að maður óttast að þau verði barin eða limlest. Strákamir fóru í bió á sunnudaginn fyrir rúmri viku og lentu þá I því að átta strákar hlupu á eftir þeim og börðu vin sonar míns í maga og andlit,“ segir Sig- rún Óladóttir, móðir fimmtán ára drengs sem varð ásamt félaga sín- um fyrir aðkasti frá hópi jafn- aldra. Vinirnir tveir ætluðu í Bíóborg- ina á Snorrabraut kl. fimm á sunnudegi og voru á gangi á Hverfisgötu þegar þeir sáu hóp stráka, um átta saman, koma gang- andi upp götuna. Þeim leist ekki betur en svo á hópinn að þeir ákváðu að snúa við. Þá tók hópur- inn á rás á eftir þeim, náðu öðrum og börðu hann í magann og andlit- ið. Ástæðan fyrir högginu í mag- ann var sú að þeir hefðu flúið og ástæðan fyrir högginu í andlitið var sú að hann var í eins jakka og einn úr hópnum. Drengurinn, sem ráðist var á í Rimahverfi, var fluttur á slysadeild eftir aö sparkað haföi verið í höfuð hans. Ljótur skurður kom fyrir ofan vinstra auga og fékk drengurinn aö fara heim eftir að gert hafði veriö aö sárum hans. Árásarmaöurinn fannst í Kópavogi. DV-mynd S „Strákarnir ýttu honum aftur á bak og á endanum féll hann aftur fyrir sig yfir grindverk. Þá náði hann að hlaupa undan þeim. Son- ur minn, sem hafði staðið álengd- ar og fylgst með, heyrði þá vera að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að taka hann fyrir næst. Þetta er gífurlegt áfall fyrir strákana og fyrir okkur fjölskyldur þeirra og mér finnst þetta alls ekki vera einkamál okkar,“ segir Sigrún. Sigrún segir að nauðsynlegt sé að bregðast við öllu ofbeldinu með einhverjum hætti. Það gangi ekki að einhverjir unglingsstrákar fái að vaða uppi og gera nánast það sem þeim dettur í hug. „Við foreldrar þurfum alvarlega að fara að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til þess að sporna við þessu. Ef ekkert verður að gert er verið að ala upp kynslóð forhertra ungmenna sem fmnst ekkert tiltökumál að ráðast á sam- borgara sína, jafnaldra eða ein- hverja aðra, og meiða þá. í þessu tilfelli sluppu piltamir við líkam- legt tjón en þetta hefur áhrif á and- legu hliðina og það er jafnslæmt. Nú spyr ég hvað hægt sé að gera í þessum rnálum," segir Sigrún Óla- dóttir. -sv Samið um raforkuverð vegna Columbia: Nær frágengiö að álverið rísi Samkvæmt heimildum DV er það nánast frágengið að Col- umbia Ventures reisi 60 þúsund tonna álver á Grundartanga um mitt ár 1998 og hefji framleiðslu í ársbyrjun 1999. Tveir mikil- vægir áfangar í átt að þessu markmiði hafa náðst, annars vegar samkomulag í grundvall- aratriðum um raforkuverð milli Landsvirkjunar og Col- umbia og hins vegar samningur Reykjavíkurborgar og Lands- virkjunar um raforkufram- leiðslu á Nesjavöllum. Áætlað er að Hitaveita Reykjavíkur reisi tvær virkjanir. Fyrsti áfangi verður tilbúinn til raf- orkuframleiðslu eigi síðar en 1. október 1998. Um fimm milljarða króna fjárfestingu er að ræða. Gild- istaka samningsins er háð því að iðnaðarráðherra veiti Hitaveitu Reykjavíkur leyfi til að reisa og reka jarðvarmavirkjun á Nesjavöll- um og að endanlegir samningar tak- ist milli Landsvirkjunar og Col- umbia Ventiues Corporation. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagðist í samtali við DV í morgun vera bjartsýnn á að endalegir samningar tækjust við Aðalsteinn Guöjohnsen rafmagnsstjóri og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri kynna sér raforkusamning vegna Nesjavallavirkjunar. DV-mynd ÞÖK forráðamenn Columbia Ventures. Stór skref hefðu verið stigin í rétta átt þótt takmarkinu væri ekki náð. „Það bendir allt tU að endanlegir samningar takist áður en langt um líður. Raforkuverð er stór liður í samningaumleitunum. Þessa stund- ina sjáum við ekki nein ljón í vegin- um. Það er búið að hnýta það marga hnúta,“ sagði HaUdór og bætti við að næstu skref væru að fá leyfi iðn- aðarráðherra fyrir orkusamningn- um og virkjunarleyfi. Auk NesjavaUavirkjunar er Sult- artangavirkjun liður í undirbúningi álversins. -bjb VIRKJA MENN ANDANN í ÞESSU GUFUAFLI? Veðrið á morgun: Hlýjast sunnan til Á morgun verður austan- og norðaustankaldi eða stinning- skaldi og rigning allra austast á landinu en fremur hæg austlæg átt. Þar veröur skýjað með köfl- um og hætt er við smáskúrum annars staðar. Hiti verður á bil- inu 5 til 12 stig, kaldast á Vest- fjörðum en hlýjast sunnan tU. Veðrið í dag er á bls. 44 Kvöld- og helgarþjónusta NSK kúlulegur Vbwlsen Suðurlandsbraut 10 - Sími 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.