Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Qupperneq 13
Kvöldverður.
\
Finnsk-íslensk
veisla
Jórunn í hlutverki Möshu með sjö lifandi rósir í hárinu
Tvær leikkonur, flnnsk og íslensk, standa
um þessar mundir að sérstæðri leiksýningu í
Vasa i Finnlandi: Pidot 96 gestaboð. Þrisvar
sinnum sýningardagana bjóða þær tólf áhorf-
endum tii konunglegs málsverðar i ævintýra-
legu umhverfi, morgunverðar, hádegisverðar
Kristiina Hurmerinta, kona með hugsjón.
og kvöldverðar. Og meðan þær bera lystugan
mat á borð fyrir gesti sína leika þær fyrir þá
líka.
Jörð, vatn og eldur
Það eru Kristiina Hurmerinta og Jórunn
Sigurðardóttir sem ganga í hlutverk þriggja
systra úr leikriti Tsjekovs í þessum matarboð-
um. Jórunn leikur aðalhlutverkið í hverri
máltíð; um morguninn er hún Olga, hin jarð-
bundna, skynsama, sem ber gestum sínum
ávöxt jarðarinnar á einföldum leirfötum; um
hádegi er hún Irína, vongóð og ástrík, sem ber
gestum sínum það sem hafið gefur á glærum
og bláleitum fótum; um kvöldið er hún hin
ástríðufulla og órólega Masha sem ber gestum
sínum villibráð, og allt í kringum hana er
íburðarmikið, gyllt og kóngablátt.
Textinn er ekki aðeins spunninn út frá
Tsjekov heldur líka Samdrykkju Platons,
Gestaboði Babettu eftir Karen Blixen, Nætur-
verði elskendanna eftir Toumier og Krydd-
legnum hjörtum Lauru Esquivel.
Margir listamenn leggja gjörva hönd á um-
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttír
gerð sýningarinnar, tónskáld, ljóslistamaður
og hönnuðir, finnskir og íslenskir. Helga
Pálína Brynjólfsdóttir textílhönnuður gerir
litríku sjölin sem einkenna systurnar og gesti
þeirra úr jarðlitum hör handa Olgu, silki
handa Irinu og leðri handa Möshu. Margrét
Jónsdóttir gerir matarstellin og Eija Leinonen
glösin, Mikael Nygárd gerir hnífapörin og
Dröfn Friðfinnsdóttir hefur gert málverk og
grafíkverk sem ramma sýninguna inn.
Finnsk-íslenska veislan er í litlu „einnar
konu leikhúsi" Kristiinu sem hefur lengi átt
sér draum um leikhúsverk þar sem matur
væri þungamiðja. Hún fékk styrk frá borginni
og ýmsum stofnunum í héraðinu, því sýning-
in er vitaskuld feikilega dýr.
Sýningar hófust um miðjan ágúst og verða
út þennan mánuð. En fáir komast að í hvert
sinn og því miður fyrir Finnlandsfara er upp-
selt á allar sýningar sem eftir eru.
Tákn systranna þriggja í anddyrinu. Málverk eftir Dröfn.
Norræn BrfBdfc
kvennastórsveit
RúRek djasshátíðin var sett I sal FÍH við Rauða-
gerði á sunnudaginn. Við athöfnina voru flutt sýnis-
hom af því sem boðið verður upp á næstu vikuna.
Bandaríski píanistinn Jon Weber lék einn þrjú lög,
m.a. lag Guðmundar Ingólfssonar, Tryggvi, en hann
mun seinna í vikunni verða með sérstaka tónleika til-
Djass
Ársæll Másson
einkaða Guðmundi, og flytur þá eingöngu lög af efnis-
skrá Guðmundar. „íslendingarnir heim,“ sagði Vem-
harður Linnet vera kjörorð hátíðarinnar að þessu
sinni - og næstur á svið var Pétur Östlund, ásamt
þeim Eyþóri Gunnarssyni og Þórði Högnasyni. Loka-
sýnishomið var svo tvö lög frá Stefáni S. Stefánssyni
og hljómsveit.
En aðaltónleikar dagsins voru haldnir á Sögu um
kvöldið, tónleikar April Light Orchestra, norrænnar
kvennastórsveitar sem fyrst gerði garðinn frægan á
Nordisk Forum kvennaráðstefnunni í Finnlandi. Efn-
isskráin var fjölbreytt; þær byrjuðu á dönsku þjóðlagi,
„Jeg gik mig ud en sommerdag", snoturlega útsett og
fallega sungið af Almaz Yebio. Stjórnandinn, Hanne
Rámer, á heiðurinn af megninu af útsetningunum sem
voru sérsniðnar fyrir sveitina, og var hún einnig höf-
undur margra laganna. Má þar nefna „Fragment of a
Hidden Treasure“ þar sem finnski píanistinn Kaisa
Kulmala átti einleikskafla, gott lag. Irene Becker,
hljómborðsleikari New Jungle kvartettsins, átti eitt
lag, „Magic Mistery Moon“, en hún var stödd á tón-
leikunum. Andrea Gylfadóttir steig á sviðið og söng
Happy Talk með þeim, og gerði það vel, en það hefði
mátt heyrast aðeins hærra í söngkonunum á þessum
tónleikum.
Lítil ástæða er til að nefna einstaka meðlimi öðrum
fremur, aðal sveitarinnar er gott samspil og léttleiki.
Sólistar fóru fram fyrir hljómsveitina og voru stund-
um tveir í einu, og einnig voru einleikskaflar og aðr-
ar uppstillingar sem brutu upp hinn massífa stórsveit-
arhljóm og léttu andrúmsloftið. Spilagleðin var líka
mikil og góður andi virtist ríkjandi í hljómsveitinni,
og smitaði það greinilega áheyrendur sem skemmtu
sér hið besta. Með dynjandi lófaklappi tókst þeim að
herja hljómsveitina fram á sviðið aftur eftir að efnis-
skránni lauk, og fluttu þær þá upphafslagið aftur. Tón-
leikarnir voru gott upphaf á RúRek’96, og vil ég ein-
dregið ráðleggja fólki að kynna sér hvað í boði er
þessa viku sem hátíðin stendur.