Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 45 DV Martin Schuster leikur einleik meö Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói í kvöld. Norrænir músík- dagar í dag hefst tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar með tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói. Stjórnandi er Anije Manson, en hún stjórn- aði Sinfóníunni fyrst kvenna á Myrkum músíkdögum i fyrra. Trompetleikarinn Martin Schuster leikur einleik í konsert eftir Bent Lorentzen og breska sópransöngkonan Julie Kenn- ard mun syngja einsöng í Sin- fóníu nr. 2 eftir John Speight. Einnig verður flutt á tónleikum þessum Árhringur eftir Hauk Tómasson og Oaijé eftir Pár Lindgren. Fyrir þá sem eru óvanir því að hlusta á nýja tónlist, sem oft getur reynt á þolrif og athygli hlustenda, er boðið upp á ein- stakt tækifæri til þess að kynn- ast þessari tónlist á stuttum há- degistónleikum í Norræna hús- inu og eru þeir fyrstu á morgun, verða þá flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson. Tóiúeikar New Jungle Trio í Grindavík Tónleikar verða í Menningar- miðstöðinni í Grindavík í kvöld kl. 20.30. Danska sveitin New Jungle Trio ásamt Hamid Drake leikur. Bubbi á Hellu Bubbi Morthens heldur tón- leika í Hellubíói í kvöld kl. 21.00. Kanada og Grænland Á opnum fundi í Vináttufé- lagi íslands og Kanada í Nor- ræna húsinu í kvöld, kl. 20.30, mun Einar Bragi lesa úr þýðing- um sínum á bókmenntum græn- lenskra Inúíta. Síðan mun Sig- fús Jónsson landfræðingur fjalla um Nýfundnaland og Labrador. Dagskrá um Robert Bums Félag um átjándu aldar fræði heldur samkomu í tilefni af tveggja alda ártíð Roberts Bums í Skólabæ, Suðurgötu 26, kl. 20.30. Sveinn Yngvi Egilsson flytur erindi og lesið verður úr islenskum Bumsþýðingum. Samkomur ITC Melkorka Opinn fúndur verður haldinn í kvöld, kl. 20, i Menningarmið- stöðinni Gerðubergi i Breið- holti. Kvennakirkjan talar við stjómmálakonur Kvennakirkjan heldur kvöld- boð í safnaðarsal Digranes- kúkju í kvöld, kl. 20.30. Söngur og kaffidrykkja og viðræður við þrjár stjómmálakonur. Jon Weber í Kringlukránni: Sveifla í anda Guðmundar Ingólfssonar I minningu Guðmundar Ingólfs- sonar nefnast tónleikar á vegum RúRek djasshátiðarinnar sem eru í Kringlukránni í kvöld. Þar mun bandaríski píanóleikarinn Jon Weber leika lög sem Guðmundur Ingólfsson lék inn á plötur og not- ast að mestu við útsetningar hans. Með Weber leika Guðmundur Steingrímsson á trommur og Bjami Sveinbjömsson á bassa en þeir léku í mörg ár með Guð- mundi. Skemmtanir Það er vel við hæfi að hafa tón- leika þessa í Kringlukránni á mið- vikudagskvöldi en siðustu ár ævi sinnar lék Guðmundur í Kringlu- kránni á hverju miðvikudags- kvöldi. Jon Weber er bandarískur pi- anóleikari sem nýbúinn er aö gefa út plötu sem heitir Jazz Wagon. Þar leikur hann meðal annars ís- Bandaríski píanóleikarinn Jon We- ber leikur verk af efnisskrá Guö- mundar Ingolfssonar f Kringlu- kránni í kvöld. lenska þjóðsönginn í djassútsetn- ingu en það gerði Guðmundur einnig eins og frægt var og í kjöl- farið voru sett lög sem bönnuðu slíkar útsetningar á þjóðsöngnum. Jon Weber er ekki ókunnugur ís- landi, þetta er í fjórða sinn sem hann kemur hingað en í fyrsta sinn til þess að leika opinberlega. Á ferðum sínum hingað komst hann í kynni við plötur Guðmund- ar og hreifst af píanóleik hans. „Ég hef hlustað mikið á Guð- mund Ingólfsson, á sjálfur þrjár geislaplötur með honum. Hann var frábær píanóleikari og það er til heiðurs honum að ég held þessa tónleika í kvöld. Það er eiginlega sama hvað Guðmundur tók fyrir, allt lék þetta í höndunum á hon- um, hann svingar mjög vel og þá var hann ekki síðri i ballöðum," sagði Jon Weber þegar hann var spurður um áhuga hans á Guð- mundi Ingólfssyni. Tónleikamir hefjast kl. 22.00 í kvöld. Virðið hraðatak- markanir Vegir víðast hvar í góðu ásig- komulagi, þó eru vegavinnuflokkar enn að störfum á nokkrum stöðum og ber að fara eftir aðvörunum um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát. Á Suðurlandi er verið að lag- færa leiðina Suðurlandsv.-Gal- talækur og á Snæfellsnesi eru einnig vegavinnuflokkar að störfúm Færð á vegum við leiðina á milli Grundarfjarðar og Ólafsvikur og Heydalsv-Búðir. Þá eru vegavinnuflokkur að störf- um á Fjarðarheiði á Austurlandi. Ágæt færð er á hálendinu og eru allar leiðir færar, en vert er að taka fram að margar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjallabQum. Ástand vega m Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir ^nrstööu [[] Þungfært 0 Fært fjallabílum Sonur Petru og Einars Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Sjúkrahúss Akraness 28. júní. Hann Barn dagsins var skírður 11. ágúst í Sólheimakapellu í Mýr- dal og hlaut nafniö Þor- steinn Björn. Heimili hans og foreldra hans er að Ytri-Sólheimum í Mýr- dal. John Travolta leikur George Malley sem öölast snilligáfu og Kyra Sed- wich leikur unnustu hans. Fyrirbærið Fyrlrbærið (Phenomenon) sem Sam-bíóin sýna um þessar mundir gerist í litlu sveitaþorpi í Kali- fomíu. Sagt er frá George Malley en líf hans tekur óvænta stefnu á 37. afmælisdegi hans. Hann öðlast nýja hæfileika sem m.a. felast í að hann getur fært hluti með hugar- orkunni einni, lært ný tungumál á 20 mínútum, skynjað undanfara jarðskjálfta, innbyrt innihald allt að 5 bóka á sólarhring og fleira mætti nefna. Vinum George og þorpsbúum öllum verður brugðið við hina nýju hlið á honum en hann heldur sínu striki og fer að einbeita sér að lífrænum rann- sóknum og fleiri verkefnum sem engan hafði órað fyrir. Samt gleymir hann ekki unnustu sinni, Lace, sem á fastan stað í hjarta hans á hveiju sem gengur. Kvikmyndir Með aðalhlutverkið fer John Travolta og þykir hann fara eink- ar vel með vandmeðfarið hlut- verk. Kyra Sedwick leikur unn- ustu hans. Aðrir þekktir leikarar í myndinni em Forest Whitaker og Robert Duvall. Nýjar myndir Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbíó: Hættuför Saga-bíó: Stormur Bfóhöllin: Eraser Bíóborgin: Fyrirbærlð Regnbog- inn: Independence Day Stjörnubió: Svaðilförin Krossgátan Lárétt: 1 hratt, 8 viðbót, 9 hress, 10 úrkomu, 11 mora, 12 gangur, 14 inn, 16 flókið, 18 dans, 20 hópur, 21 tíð- um, 22 grein. Lóðrétt: 1 kvalafúllt, 2 kaka, 3 nöld- ur, 4 hótun, 5 kát, 6 guðhræddi, 7 fljótið, 13 geðvont, 15 blása, 16 þann- ig, 17 reið, 19 leit. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1 tálkn, 6 ón, 8 eril, 9 æöa, 10 fæð, 11 ómak, 13 æður, 14 þrá, 15 sigur, 17 át, 18 titrar, 20 alið, 21 sin. Lóðrétt: 1 tef, 2 áræði, 3 liðugt, 4 klór, 5 næm, 6 óðar, 7 na, 12 kátan, 13 æsta, 14 þras, 16 urð, 17 ári, 19 11. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 208 25.09.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,500 66,840 66,380 Pund 103,970 104,500 103,350 Kan. dollar 48,650 48,950 48,600 Dönsk kr. 11,4950 11,5560 11,6090 Norsk kr 10,3280 10,3850 10,3430 Sænsk kr. 10,1480 10,2040 10,0220 Fi. mark 14,6990 14,7860 14,7810 Fra. franki 13,0420 13,1160 13,0980 Belg. franki 2,1442 2,1571 2,1795 Sviss. franki 54,0900 54,3900 55,4900 Holl. gyllini 39,3800 39,6100 40,0300 Þýskt mark 44,1600 44,3800 44,8700 lt. líra 0,04382 0,04410 0,04384 Aust. sch. 6,2750 6,3140 6,3790 Port. escudo 0,4334 0,4360 0,4377 Spá. peseti 0,5246 0,5278 0,5308 Jap. yen 0,60560 0,60930 0,61270 írskt pund 106,970 107,640 107,600 SDR 96,15000 96,72000 96,83000 ECU 84,0300 84,5300 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.