Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
7
pv Sandkorn
Alltaf er ég jafn
heppinn
Þaö eru marg-
ar góöar sögur
til, bæöi sarrn-
ar og lognar,
frá þeim frægu
síldarárom og
lifmu í síldar-
bæjunum fyrir
noröan og aust-
an. Ein þeirra
segir frá því að
þrir herbergis-
félagar í síldar-
bragga á Rauf-
arhöfh hafi
ætlaö að gera
sér glaöan dag og sent pöntun til
ÁTVR á 6 flöskum af brennivíni.
Leið nú og beiö en loks kom til-
kynning frá pósthúsinu um aö
pakki væri kominn til þeirra félaga.
Þeir stormuðu á pósthúsiö en þegar
þeir fengu pakkann i hendur leit
hann illa út. Og þegar hann hafði
verið opnaður kom i ljós aö fjórar
flöskur voru brotnar. Einn 1 hópn-
um var Kristján Röðuls skáld. Hann
tók upp þessar tvær heilu flöskur
og sagöi um leið og hann gekk út:
„Alltaf er ég jafh heppinn, báðar
mínar heiiar."
Prestsfrúin og
fleira drasl
í bókinni Þeim
varö á í mess-
unni eru ýms-
ar prestasögur
flrá Vestmanna-
eyjum. Ein
þeirra fer hér
á eftir. „í
byggðinni fyrir
ofan hraun,
þar sem prest-
setrið Ofanleiti
stóö bjó meðal
annarra Krist-
mundur Sæ-
mundsson í Draumabæ, bóndi og
bílstjóri á Vörubílastööinni í Vest-
mannaeyjum. Einhverju sinni var
tiltekt á prestssetrinu og var Mundi
í Draumabæ fenginn til aö aka
draslinu vestur á Hamar til aö
fleygja því. Þar sem prestsfrúin, frú
Lára, átti erindi í bæinn þann sama
dag fékk hún aö sitja í niður í bæ
en síðan fór Mundi og skilaði af sér
draslinu. Viku síðar kom reikning-
urinn heim að Ofanleiti og á honum
stóð: „Akstur meö prestsfrúna og
fleira drasl.“
Hann komst alltaf
heim í mat
Enn segja
menn Hafh-
firöingabrand-
ara og hafa
alltaf jafh gam-
an af. Ein sag-
an segir frá
Jóa Hafnfirð-
ingi sem hitti
vin sinn,
Sigga, sem
líka er Hafh-
firðingur, á
götu. Höfðu
þeir kunningj-
amir ekki sést
lengi og uröu fagnaðarfundir.
Spurði Jói hvar Siggi hefði alið
manninn undanfarið. „Ég hef verið
í Svíþjóð að vinna,“ sagði Siggi. „í
Svíþjóð, hvar er hún?“ spuröi Jói.
„Æ, hún er einhvers staðar rétt hjá
Áfríku," svarði Siggi. „Getur það
verið," spurði þá Jói. „Ja, alla vega
þá vann ég með svertingja og hann
fór alltaf heim í mat i hádeginu,"
svaraði Siggi.
Heimurinn er í
smíðum
Við höfum
nokkrum sinn-
mn birt vísur
eftir þann góða
hagyrðing séra
Helga Sveins-
son sem lengi
var prestur í
Hveragerði.
Margar vísur
séra Helga eru
landsfrægar.
Ekki veit ég
hvort eftirfar-
andi vísa hefur
flogiö víða en hún á það sannarlega
skilið:
Rístu og sýndu sæmd og rögg,
sól er í miðjum hh'ðum.
Drottins glymja hamarshögg,
heimurinn er i smíðum.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Afleiðingar hörmunganna í fyrra og taprekstur landvinnslunnar ógna Vestfjörðum:
Þriðjungur íbúa
Flateyrar á förum
kvótabraskið á sökina, segir Sighvatur Björgvinsson alþingismaður
íbúar á Flateyri
voru 350 þann 1.
desember en sam-
kvæmt upplýsing-
um hverfisskrif-
stofunnar, áður
hreppsskrifstof-
unnar, á Flateyri
er íbúafjöldinn nú
svipaður. Síðustu
mánuði og vikur
hafa hins vegar
margir flutt brott,
þótt lögheimili
þeirra sé enn
óbreytt, og enn
aðrir eru að hugsa
sér til hreyfings
þannig að sam-
kvæmt heimildum
DV stefnir í það að
um næstu áramót
verði heildaríbúa-
talan komin niður
fyrir 250 manns.
Það lætur því
nærri að þriðjung-
fyrir utan sjávar-
útveginn. Því sé
ekki í önnur hús
að venda en að fyr-
irtækin reyni að
auka samvinnu,
bæta eiginfjárstöð-
una og í því efni sé
nauðsynlegt að
opna á möguleika
þeirra til að sækja
sér áhættufé út
fyrir landsteinana,
auk þess sem taka
verði fyrir brask
með kvóta sem sé
að sliga fiskvinnsl-
una. „Ég tel að það
eigi að heimila er-
lendar fjárfesting-
ar í fiskvinnslu og
síðan í framhald-
inu af því að setja
fyrirtækin á al-
mennan hlutafjár-
markað," segir
Sighvatur.
„Niðurstöður Þjóð-
ur íbúanna sé um Pótt atvinnuástand hafi verið þokkalegt á Flateyri undanfarna mánuði þá hafa íbúar veriö að flytjast brott. Því valda
þessar mundir að hörmungarnar í fyrra og að bolfiskvinnslan þar, eins og víöast annars staðar á landinu, hefur verið rekin með tapi hagsstofnunar um
flytjast á brott, og þeir sem við hana starfa eru að stórum hluta útlendingar sem dvelja tímabundið á staðnum. Einhæfni fiskvinnslu afkomu fiskvinnsl-
enda þótt atvinna og atvinnulífs almennt á Vestfjörðum er slík að menn óttast aö íbúum á Vestfjörðum haldi áfram að fækka. unnar falla alveg
hafi verið næg
fram undir þetta á
Flateyri. Meðal
þeirra sem voru að pakka saman
búslóð sinni til brottflutnings í gær
er fyrrverandi sveitarstjóri í 19 ár,
Kristján J. Jóhannesson.
Hörmungarnar og kvótinn
eiga sökina
Einar Oddur Kristjánsson, alþing-
ismaður og fiskverkandi, staðfestir í
samtali við DV að um mikla fólks-
fækkun sé að ræða en að hana sé
fyrst og fremst að rekja til hörm-
unganna sem dimdu yfir byggðina
fyrir tæpu ári. Fiskvinnslan á Flat-
eyri styðst nú, eins og viða annars
staðar, að stórum hluta við starfs-
fólk sem dvelur tímabundið við
störf á staðnum og kemur víða að úr
heiminum til starfa, flest þó frá Pól-
landi, Króatíu og víðar.
„Menn virðast gleyma því þegar
talað er um að minnst atvinnuleysi
sé á Vestfjörðum að atvinnuleysið
hefur í rauninni verið flutt burt.
Fólksfækkunin er gegndarlaus sem
sést á ibúatölum 1. des. 1991 og hins
vegar 1. des. 1995. Á því tímabili
hafa 850 manns flutt á brott úr fjórð-
ungnum og ég óttast að þetta hafi
aukist síðan,“ segir Gunnlaugur
Sigmundsson alþingismaður við
DV.
Almenningur lifir ekki á betri
bókhaldstölum
Með nýjustu breytingum á lögum
um stjórn fiskveiða var línutvöfold-
un afnumin sem þýðir að línuveiðar
hafa nánast lagst af á sunnanverð-
um Vestfjörðum. Þá var steinbítur
einnig tekinn undir kvóta en fisk-
vinnslan á Vestfjörðum hafði notið
góös af hvoru tveggja.
DV bar áhrif þessara breytinga
undir Gunnlaug Sigmundsson og
sagði hann að áhrif hennar hefðu
þýtt aðrar og jákvæðari tölur í efna-
hagsreikningum útgerða þeirra
skipa sem stunduðu veiðarnar og
eignuðust nú skyndilega kvóta út á
veiðireynslu. „En almenningur lifir
ekki á því þannig að það er ekki
alltaf, í það minnsta til skemmri
tíma, sem hagsmunimir fara sam-
an, en það er alveg ljóst að margir
eigendur fiskvinnslufyrirtækja og
báta og skipa töluðu fyrir því að
þessar breytingar yrðu gerðar," seg-
ir Gunnlaugur.
„Það hefur áður komið fyrir að
einstök fyrirtæki eða einstök svæði
á Vestfjörðum hafi átt i erfiðleikum.
Ég man hins vegar ekki eftir því úr
allri minni þingmennsku að erfið-
leikamir hafi verið jafn miklir og
jafn víða. Það má segja að það sé
enginn staður nú þar sem ástandið
er viðunandi, hvað þá gott,“ segir
Sighvatur Björgvinsson alþingis-
maður í samtali við DV.
Kalt vatn milli skinns og
hörunds
Staðfesting Þjóðhagsstofnunar á
fullyrðingum Samtaka fiskvinnslu-
stöðva um allt að 14 prósenta halla-
rekstur bolfiskvinnslunnar hefur
orðið til þess að mörgum hefur
runnið kalt vatn milli skinns og
hörunds. Það er í raun loðna og síld
sem niðurgreiða kostnað við bol-
fiskvinnsluna og þau landsvæði
sem ekki hafa neina loðnu eða sUd,
svo sem Vestur- og Norðurland og
Vestfirðir, em því í stórhættu. DV
spurði Sighvat hvort hann teldi að
stefndi í eyðingu byggðar á Vest-
íjörðum.
„Ég vU ekki taka svo djúpt í ár-
inni en það er mjög erfitt ástand hjá
fiskvinnslufyrirtækjunum fyrir
vestan og búið að vera lengi, eða frá
því kvótakerfið kom, þar sem Vest-
firðingar hafa ekki getað byggt á
neinu öðra en þorskveiðum og að
nokkru á rækjuveiðum." Sighvatur
segir það hafa verið einkenni frysti-
húsanna áður fyrr við Djúp að eig-
endur þeirra settu aUan ágóða inn í
fýrirtækin aftur og vora ekkert að
draga hann út úr rekstrinum til
þess að kaupa sér betri bU eða
byggja betri hús en aðrir menn.
Þetta sé liðin saga og eiginfjárstaða
fyrirtækjanna orðin mjög slæm og
áframhaldandi haUarekstur bæti
gráu ofan á svart.
Frumkvöðlarnir töpuöu
Sighvatim segir augljóst að ástæð-
urnar séu takmarkaðar veiðiheim-
ildir og einhæft atvinnulíf. Sem
dæmi um slæmar afleiðingar kvóta-
kerfisins sé þegar kvóti var settur á
rækjuveiðar: „Rækjuverksmiðjurn-
ar við Djúp byggðu upp rækjuveið-
ar á íslandi en þegar farið var að
sækja á fjarlægari mið varð að leita
eftir skipum sem dugðu. Fyrir
þrýsting frá þáverandi sjávarút-
vegsráðherra var sá kostur valinn
að taka fremur leiguskip en að
stækka flotann með kaupum á nýj-
um skipum til veiðanna. Þegar kvót-
inn síðan kom á rækjuveiðarnar þá
fór hann allur til eigenda skipanna
þannig að verksmiðjumar sem gert
höfðu skipin út og búið þau öllum
veiðarfærum, framkvæmt allan
undirbúning og aflað veiðireynslu
sem þurfti stóðu eftir slyppar og
snauðar og þurftu að kaupa sér
kvóta til að halda sér í gangi. Þetta
fór algjörlega með eiginfjárstöðu
þeirra og segja má að bæði í rækju-
og þorskveiðum hafi kvótakerfið
leikið Vestfirðinga afskaplega grátt
því þeir hafa ekki haft í neitt annað
að leita,“ segir Sighvatur.
Auðlindaskattur til sægreifa
Sighvatur segir að í raun hafi
auðlindaskattur verið við lýði í
sjávarútvegi um árabil en hann hafi
lent í vösum þeirra einstaklinga
sem hafi fengið úthlutað veiðiheim-
ildum frá ríkinu fyrir ekki neitt.
„Vestfirsku fyrirtækin hafa verið að
borga gríðarlega háan auðlinda-
skatt í hendumar á þeim sem hafa
fengið úthlutað veiðiheimildum. Til
að halda úti vinnslu hafa þau síðan
gengið á eignir sínar með kaupum á
kvóta til að afla húsunum hráefnis
og nú era þau komin í þrot. Þetta
kerfi sem byggist á braski með afla-
heimildir er að setja vestfirsku fisk-
vinnsluna í þrot,“ segir Sighvatur.
Vantar erlent áhættufé
Sighvatur telur fá úrræði í at-
vinnumálum Vestfjarða í augsýn
DV-mynd Guðm. Sigurðsson að útreikningum
Samtaka fisk-
vinnslustöðva og
þessi þróun er Vestfjörðum, Vestur-
landi og hluta Norðurlands sérstak-
lega þungbær," segir Einar Oddur
Kristjánsson.
Hann segir að Flateyri hafi ekki
staðið illa í atvinnulegu tilliti hing-
að til en hins vegar hafi um þriðj-
ungur íbúanna flust á brott eftir
náttúruhamfarirnar í fyrrahaust.
„Við vorum með yfir 100 manns hér
í verbúðum en rekstrarstaðan hefur
skapað okkur óskaplega erfiðleika,"
segir Einar Oddur. ,
Hann segir að Flateyri standi
þannig að þar hafi verið mikil
vinna og þurft hafi að sækja vinnu-
afl út fyrir þorpið vegna þess hve
fólki hafi fækkað í plássinu eftir
snjóflóðin.
Samgöngubyltingin
til bjargar
Einar Oddur segir að sum byggð-
arlögin á Vestfjörðum hafi farið
mjög illa út úr þeirri þróun sem ver-
ið hefur í sjávarútvegi og fyrirtæki
lent í erfiðleikum. „Við óttumst það
að slæm afkoma fiskvinnslunnar
bætist ofan á önnur vandamál sem
hér era og ég er mjög áhyggjufullur
yfir stöðunni núna. Það er svo
óskaplegur afkomumunur innan
sjávarútvegsins. Á sama tima og
bolfiskvinnslan er með verri af-
komu en sést hefur lengi eru aðrar
greinar í góðum málurn."
Hann segir að á Vestfjörðum sé
hins vegar að verða mjög mikil bylt-
ing i samgöngumálum sem muni
geta breytt mörgu til betri vegar en
eigi að síður sé mjög mikil misskipt-
ing í afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
og í þeim efnum halli mjög á Vest-
firðinga. „Ég held að möguleikar
fiskvinnslunnar felist fyrst og
fremst í því að tileinka sér nýja
tækni og að ná breyttum vinnu-
samningum. Launakerfinu var
breytt á mjög róttækan hátt árið
1988 og það getur verið kominn timi
til að breyta því aftur,“ segir Einar
Oddur Kristjánsson. -SÁ