Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 11 DV Flugeldhús Flugleiða á Keflavíkurflugvelli: Hlaut viður- kenningu fyrir innra eftirlit DV, Suðurnesjum: „Við erum mjög hreyknir að fá þessa viðurkenningu. Þetta segir okkur að við séum á réttri leið með því að hafa bestu gæðastjómun og gæðaeftirlit sem við getum sett upp. Þetta skilar sér til farþeganna," sagði Sigurður Jónsson, deildar- stjóri flugeldhúss Flugleiða á Kefla- vikurflugvelli, en það fékk fyrsta viðurkenningarskjalið á Suðurnesj- um fyrir að vera búið að koma sér upp innra eftirliti, GÁMES-kerfínu. Kerfi þetta stendur fyrir: Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlits- staða. Með innra eftirliti er átt við eftirlit á vegum framleiðanda eða dreifingaraðila til að tryggja gæði, öryggi og hollustu vömnnar. „Það eru tuttugu fyrirtæki á Suð- urnesjum farin að vinna eftir þessu kerfi en níu fyrirtæki eru búin að setja það upp og vinna samkvæmt því. Annars fá þeir ekki viðurkenn- ingarskjal. Það er ekki nóg að setja kerfið upp í tölvunni hjá sér. Mesta málið er að því sé framfylgt," sagði Klemens Sæmundsson, fulltrúi í Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, en hann er matvælafræðingur að mennt. ÆMK Innra eftirlit frá upphafi - segir Friörik Eiríksson matreiðslumeistari DV, Suðurnesjum: „Þegar ég lít til baka hefur þessi tími verið ágætur. Stundum hefur þetta verið erfitt og vinnan mikil. Á þessum nærri 40 árum sem ég hef starfað hér hafa farið hér í gegn 26 milljón matarafgreiðslur. Þegar mest var að gera komu 700-800 manns daglega í mat en er komið í dag niður í 300 manns,“ sagði Friðrik Eiríksson, mat- reiðslumeistari og yfirmaður mötuneytis íslenskra aðalverk- taka á Keflavíkurflugvelli í nærri 40 ár. Mötuneytið fékk nýlega afhent viðurkenningarskjal frá Heilbrigð- iseftirliti Suðurnesja fyrir að vera búið að koma upp innra eftirliti hjá fyrirtækinu, svokallað Gámes kerfl. Friðrik telur að hann hafi verið með innra eftirlit alveg frá upphafi og segist vera nokkuð sáttur að fá skjalið í hendumar sem staðfestir að þeir séu með Friðrik Eiríksson, yfirmaður mötuneytis íslenskra aðalverktaka, tekur við viðurkenningarskjali úr höndum Klemensar Sæmundssonar, fulltrúa í Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, en Klemens er matvælafræðingur að mennt. kerfið í gangi. Hamilton-félögum. Áður en Frið- Friðrik tók við mötuneytinu rik tók við mötuneytinu stundaði árið 1957 en byrjaði að vinna á hann nám í Danmörku og Banda- Keflavíkurflugvelli 1953 hjá ríkjunum ásamt því að vinna hjá Fulltrúar Toyota afhenda hjálparsveitarmönnum í Reykjadal hina fullkomnu björgunarbifreið. Frá vinstri: Hörður Sig- urðsson, gjaldkeri HSR, Hölmgeir Sigurgeirsson varaformaður og Guðjón Guðlaugsson formaöur. Á myndina vant- ar tvo stjórnarmenn, Jóhann Guðna Reynisson ritara og Inga Pál Sigurðsson meðstjórnanda. DV-mynd JSS Hjálparsveit skáta í Reykjadal: Eignast öfluga björgunarbifreið DV, Laugum: Hjálparsveit skáta í Reykjadal hefur fest kaup á nýjum og full- komnun björgunarbíl. Hann er af gerðinni Toyota Land Cruiser, bú- inn díeselvél með túrbínu og milli- kæli. Gamla björgunarsveitabifreið- in hefur verið seld. Nýja bifreiðin er með öflugustu björgunarbifreiðum sem notaðar eru til björgunarstarfa á landinu nú. Ýmsar breytingar hafa veriö gerðar á henni til að hún geti gegnt hlutverki sínu sem best. Settir hafa verið 44 tommu hjólbarðar undir hana, hún hefur verið búin svoköll- uðum milligír og einnig loftdælu svo dæla megi lofti í hjólbarða hennar. Öflugt spil er á bifreiðinni. Þá verður hún þannig útbúin að hún getur flutt fólk á börum, hvort heldur er í byggð eða á fjöllum. Nýverið gekkst hjálparsveit skáta í Reykjadal fyrir opnum degi, þar sem bifreiðin nýja var til sýnis, auk aðstöðu sveitarinnar. Fjölmargir gestir litu við, bæði úr Reykjadal og nærliggjandi byggðarlögum. Hjálparsveit skáta í Reykjadal gegnir mjög mikilvægu hlutverki, því hún er staðsett nærri helstu óbyggðum landsins, þar sem eru fjölfamar ferðamannaleiðir. Það er því mikilvægt að hún hafi yfir að ráða öflugum björgunartækjum svo hún geti aðstoðað fólk sem lendir í vandræðum. JSS Fréttir Sigurður Jónsson, deildarstjóri flugeidhúss Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, tekur við viðurkenningarskjali úr höndum Klemensar Sæmundssonar, heil- brigðisfulltrúa í Heilbrigöiseftirliti Suðurnesja. DV-mynd ÆMK Fjarstýrðir bílskúrsopnarar Höfum fengiö hina vönduðu þýsku Aperto bílskúrsopnara, samþykktir af P&S, keöjudrifnir. Verö aöeins kr. 22.938. Hrím, Bíldshöfða 14 - Sími 567-4235 tut/, jfGræn Grænt númer t / ’«///! Símtal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMI Vissir þú að... Vissir þú að ein af merkilegustu sönnunum í sögu sálarrannsókn arhreyfingarinnar fyrir lífi eftir dauðann eru líkamningar sem náðst hafa fram á Hkamningamiðilsfundum? En þar líkmnast hinn framliðni í eigin líkama, öllum sjáanlegur og áþreifanlegur. Og vissir þú að í Sálarrannsóknarskóianum er kennt allt um spíritisma, líf eftir dauðann og hvemig miðlar starfa, sem og allar rannsóknimar sem gerðar hafa verið á þessum afar merkilegu fyrirbærum og þær skýrðar út í máli og myndum fyrir nemendum? Kynningarfundir verða í skólanum annað kvöld kl. 20.30 og á sunnudaginn kl. 14.00. - Síðustu bekkir ársins í skólanum eru að byrja næstu daga. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um allt sem þig langar að vita um skemmtilegasta skólann í bænum og námið í honum. Svarað er í síma skólans kl. 14.00 til 19.00 alla daga vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.