Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
Viðskipti
Sitt sýnist hverjum um vaxtaaðgerðir Seðlabankans:
Aminning um að eyðslan
standi á brauöfótum
- segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins
Vaxtaþróun ríkisvíxla
l ifrá áramótum
- meðalávöxtun 3ja mánaða víxla
í útboðum Lánasýslu ríkisins-
jan. feb.
ágúst sept.
DV
Vaxtahækkanir Seðlabankans
síðastliðinn mánudag hafa verið
mál málanna í viðskipta- og efna-
hagslífi landsmanna. Seðlabankinn
ákvað að hækka vexti í viðskiptum
við banka og sparisjóði um 0,4%,
sem og ávöxtun í tilboðum bankans
í ríkisvíxla á Verðbréfaþingi. Jafn-
framt var ákveðið að hækka lausa-
fjárhlutfall innlánsstofnana úr 10 í
12%. Markmið þessara aðgerða er
að draga úr þenslu í þjóðfélaginu og
lækka verðbólgu.
Vextir hafa hækkaö
Reiknað er með aö bankar og
sparisjóðar hækki vexti núna um
mánaðamótin. Svo er að sjá sem að-
gerðir bankans hafi komið mörgum
á óvart. Hins vegar hafa vextir ver-
ið að hækka síðustu mánuði, eins
og t.d. í útboðum á ríkisvíxlum.
Þetta sést nánar á meðfylgjandi
grafi.
Sitt sýnist hverjum um aðgerðir
Seðlabankans, eftir því hver staða
hans er í þjóðfélaginu. Hér á eftir
fara álit nokkurra valinkunnra
manna á aðgerðum bankans.
Óheppileg nálgun
Þórarinn V.
Þórarinsson,
framkvæmda-
stjóri VSÍ,
minnti á að
vinnuveitend-
ur hefðu ritað
fjármálaráö-
herra bréf í
byrjun ágúst sl.
og varað við
þróuninni í efnahagslífínu, vextir
myndu hækka ef ekkert yrði að
gert.
„Mér sýnist að Seðlabankinn sé
sammála okkur í þessu mati. Að-
gerð hans er einkunnagjöf fyrir
markmiðin i ríkisfjármálum, að þau
séu ekki nógu ákveðin. Þetta er
áminning til okkar allra um að
eyðslugleðin núna standi á brauð-
fótum. Við getum ekki haldið uppi
þessari eyðslu og slegið jafnharðan
fyrir henni í útlöndum. Það er ekki
hægt að halda uppi 8-10 milljarða
króna skuldasöfnun i útlöndum. Því
fyrr sem stjómmálamenn í lands- og
sveitastjórnarmálum meðtaka þessi
sannindi, þeim mun fyrr fara vext-
imir niður. Þetta er okkar áhyggju-
mál því háir vextir hamla gegn fjár-
festingum. Vaxtahækkun er óheppi-
leg nálgun til að draga úr þenslu,"
sagði Þórarinn.
Þórarinn sagði mun á innlendum
og erlendum vöxtum vera áhyggju-
efni. Það kæmi niður á atvinnu-
rekstri og möguleikum hans til sam-
keppni og framþróunar. Sömuleiðis
væru takmörk á því hversu vaxta-
munurinn gæti verið mikill eftir að
fjármagnshreyfingar urðu greiðar
landa á milli. Þá væri hæpið að
reka sjálfstæða peningapólitík.
Vega þarf aö rótum vandans
„Aðgerðir Seðlabankans eru
löngu tímabærar en hvort þær virki
nógu vel er ég ekki alveg sannfærð-
ur um. Við emm komin með það op-
inn markað gagnvart útlöndum að
vextir myndast
meira í tengsl-
um við útlönd
en þessi aðgerð
gefúr tilefni til.
Fyrirtæki eru
þegar farin að
taka lán erlend-
is þannig að
þau eru orðin
óháð þessu auk
þess sem stórir aðilar á markaðnum
falla ekki inn í bindisskyldu, eins og
t.d. lífeyrissjóðirnir. Þar er stöðugt
framboð af peningum. Ég hygg að
það verði erfitt að hækka vexti því
þeir eru þegar orðnir hærri en er-
lendis. En að sjálfsögðu er þetta rök-
rétt afleiðing af þenslu til að gera
fjárfestingar dýrari. Fyrst og fremst
þarf að vega að rótum vandans sem
er geysilega mikil fjárfesting á stutt-
um tíma, eins og stækkun álversins
og Hvalfjarðargöngin. Ríkið þarf að
fresta framkvæmdum á sínum veg-
um og reyna að skera niður rekstr-
arkostnað, þ.e. að fækka fólki,“
sagði Pétur H. Blöndal þingmaður
við DV en hann á sæti í efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis.
Eftir vaxtahækkun Seðlabankans
er munur á innlendum og erlendum
skammtímavöxtum tæp 3% og hef-
ur ekki verið meiri í langan tima.
Aðspurður hvað valdi þessum mun
sagði Pétur það ekki liggja í þanka-
gangi íslendinga heldur kostnaði út-
lendinga við að kynna sér markað-
inn hérlendis.
„Til að njóta góðs af þessum
vaxtamun tekur það ekki útlend-
inga að kynna sér markaðinn, hann
er svo lítill. Annars myndu bara
streyma hér inn erlendir peningar
og vextir lækkuðu. Þegar allt er orð-
ið frjálst er erfitt að halda úti þess-
um vaxtamun til lengdar. Síðan má
ekki gleyma því að ótti við koll-
steypu í kjölfar kjarasamninga í vet-
ur heldur uppi háum skammtíma-
vöxtum,“ sagði Pétur.
Kemur ekki á óvart
Valur Vals-
son, banka-
stjóri íslands-
banka, sagði
við DV að að-
gerðir Seðla-
bankans kæmu
sér ekki á
óvart. Ýmis
þenslumerki
hefðu sést og
ekki óeðlilegt að bankinn gripi til
þeirra aðgerða sem hann réði yfir.
„Aðgerðirnar beinast að því að
vextir hækki í landinu og með þeim
hætti verði dregið úr eftirspum eft-
ir lánum. Þess vegna á ég von á því
að vextir banka og sparisjóða
hækki. Við reiknum einnig með að
markaðsvextir almennt muni
hækka, enda er það tilgangur þess-
ara aðgerða sem beinast að skamm-
tímamarkaðnum. Hvaöa áhrif þetta
hefur á markaðinn að öðru leyti er
óvíst á þessari stundu,“ sagði Valur
og reiknaði með að vaxtaákvörðun
íslandsbanka lægi fyrir um næstu
helgi.
-bjb
Enn lækkar álverðið
Álverð á heimsmarkaði heldur
áfram að lækka og hefur ekki verið
lægra í rúm 2 ár. Eftirspurn er ófull-
nægjandi og telja sérfræðingar að
markaðstregðan haldi áfram um
sinn, a.m.k. á meðan ekki verður
hækkun á koparverði. Staðgreiðslu-
verð áls var 1363 dollarar fyrir tonn-
ið þegar viðskipti hófust í London í
gærmorgun.
Hlutabréfaviðskipti um Verð-
bréfaþing og Opna tilboðsmarkað-
inn í síðustu viku námu rúmum 100
milljónum króna sem verða að telj-
ast lítil viðskipti miðað við undan-
famar vikur. Langmest var keypt af
bréfum Flugleiða eða fyrir tæpar 37
milljónir króna. Næst komu bréf
Síldarvinnslunnar með 12 milljóna
viðskipti.
Þingvísitala hlutabréfa náði sögu-
legu hámarki sl. fostudag og hélt
velli núna á mánudaginn með rúm-
um 2169 stigum þegar viðskiptin
námu 24 milljónum króna.
í gámasölu i Englandi seldust 287
tonn fyrir 38,5 milljónir króna. Þar
af seldist 131 tonn af ýsu fyrir 14,6
milljónir króna. Meðalverð
gámaýsu hefur ekki verið hærra um
nokkurt skeið. Enginn togari land-
aði afla sínum í erlendum höfnum í
síðustu viku en í gámasölu í Þýska-
landi seldust 119 tonn af karfa fyrir
12,3 milljónir.
Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart
íslensku krónunni hefur sama og
ekkert breyst síðustu daga nema
hvað jeniö hefur hækkað lítiUega.
-bjb
I>V
Sauðárkrókur:
Vinnslustöövun
Fiskiðjunnar
Skagfirðings
harðlega mót-
mælt
- af fiskvinnslufólki
Fiskvinnsla í landi á tveimur
vinnustöðum Fiskiðjunnar Skag-
firðings á Sauðárkróki hefrn- nú
legið niðri í 6 vikur. AUs var um
80 manns sagt upp í frystideUd á
Sauðárkróki og saltfiskvinnslu á
Hofsósi. Stofnfundur deildar fisk-
vinnslufólks innan Verkalýðsfé-
lagsins Fram á Sauðárkróki var
haldinn nýlega og þar var þessu
ástandi mótmælt harðlega. Fund-
armenn vUja að óvissuástandi
verði létt. Skorað er á stjórnend-
ur fyrirtækisins að láta uppi
hver þeirra áform eru um fram-
haldið.
Fundurinn óskar eftir því við
verkamannafélagið að það kanni
lögmæti þess að halda fólki í
þessari óvissu; að vera sagt upp
vegna hráefnisskorts en að vinna
hefjist ekki þrátt fyrir að nýtt
kvótaár sé hafið. Fiskvinnslufólk
viU að kannað verði hvort
vinnslustöðvun geti á þennan
hátt verið ótímabundin og varað
mánuðum saman.
Slóð Asks á
Internetinu
Vegna mistaka í umbroti féU
niður heimaslóð upplýsingakerf-
isins Asks á Intemetinu í frétt
DV um Askinn sl. mánudag. Um
leið og beöist er velvirðingar á
þessu kemur slóðin hér og nú:
http://www.skyrr.is/ask/
Viðskipti ís-
lands og Banda-
ríkjanna brotin
til mergjar
Ráðstefna um viðskipti íslands
og Bandaríkjanna fer fram á Hót-
el Sögu laugardaginn 5. október
nk. á vegum Amerísk-íslenska og
Islensk-ameríska verslunarráð-
anna. Staða og framtíðarhorfur í
viðskiptum landanna verður
brotin til mergjar sem og ferða-
þjónusta um ísland í austur og
vestur, sértækir og verðmætir
möguleikar íslenskrar ferðaþjón-
ustu og gagnkvæmir fjárfesting-
arkostir.
Meðal fyrirlesara verða Day
Olin Mount, nýr sendiherra
Bandaríkjanna, Friðrik Sophus-
son, Ólafur ísleifsson og Magnús
Oddsson.
Tæp 15 þúsund
í Höllinni
íslensku sjávarútvegssýning-
unni, þeiiri funmtu í röðinni,
lauk í LaugardalshöU um helg-
ina. Aðsóknarmet var slegið. Á
fjórum dögum komu tæp 15 þús-
und manns á sýninguna sem er
20% meiri aðsókn en árið 1993
þegar síðasta sýning var haldin.
Þetta gerðist þrátt fyrir að sýn-
ingin stóð yflr degi skemur.
Höskuldur heim
til ÍS
Höskuldur Ásgeirsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
markaðs- og sölusviðs hjá ís-
lenskum sjávarafurðum hf.
Reykjavík frá áramótum. Aðstoð-
arforstjóri ÍS, Sæmundur Guð-
mundsson, hefur stýrt sölu-
markaðsmálum tU þessa en mun
framvegis starfa náið við hlið
Benedikts Sveinssonar forstjóra
við daglega stjómun og eftirlit
með rekstri.
Höskuldur hefur verið fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood í
Evrópu sl. 4 ár en þar áður
stjómaði hann dótturfyrirtæki ÍS
í Boulogne í 5 ár. -bjb