Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
15
Enn um olíuleit
við ísland
„Onýttar auðlindir gætu verið á íslensku landgrunni og við þeirri spurn-
ingu þarf að koma svar,“ segir Guðmundur m.a. í greininni. - Borað eftir
jarðvegssýnum í Flatey á Skjálfanda.
sent inn greinar í DV þar sem
nokkurrar óþolinmæði gætir varð-
andi meðferð málsins og kemur
mér það ekki á óvart. Leita verður
allra leiða til að hraða rannsókn-
um, einkum undan Norðurlandi,
og leita til annarra samstarfsaðila
en Norðmanna. Ónýttar auðlindir
gætu verið á íslensku landgrunni
og við þeirri spurningu þarf að
koma svar.
Það er ekki hægt að láta áratugi
líða í óvissu varðandi þetta mál,
sem ætla má að gerist ef alvarlega
er tekið svar iðnaðarráðherra við
svohljóðandi fyrirspum minni: Hef-
ur ríkisstjómin mótað einhverja
stefnu varðandi leit að auðlindum á
íslensku landgrunni? - Svar iðnað-
arráðherra: íslensk stjómvöld hafa,
eins og þegar hefur komið fram,
reynt að stuðla að rannsóknum á
því hvort jarðfræðilegar forsendur
séu fyrir þvi að olía eða jarðgas
kunni að vera á landgrunni íslands,
Jan Mayen svæðinu og Hatton Roc-
kall svæðinu. Þetta hefur verið gert
annars vegar með beinum fjárveit-
ingum í fjárlögum og hins vegar
með því að reyna að efla áhuga fyr-
irtækja, stoíhana og háskóla á því
að rannsaka þessi svæði. Áfram
verður unnið að málinu með svip-
uðum hætti.
Að halda þessu athyglisverða
máli í sama farvegi og verið hefur
í áratugi er óviðeigandi þegar litið
er til tækni og framþróunar í olíu-
iðnaði. Velkjumst ekki í vafa einn
áratuginn enn, vinnum hraðar og
af festu skipulagðra rannsókna
hvort til séu auðlindir á íslensku
landgrunni.
Guðmundur Hallvarðsson
Á vordögum
setti ég saman
grein um olíuleit
við ísland, sem
meðal annars
byggðist á svari
iðnaðarráðherra
við fyrirspurn
minni um rann-
sóknir fyrri ára á
því hvort olía eða
jarðgas finnst á
landgrunni ís-
lands. Það sem
vakti hvað mesta
athygli í svari ráð-
herrans var sú
staðreynd að olíu-
leit í skilningi ol-
íuiðnaðar hefur
aldrei farið fram
við ísland.
Á síðastliðnum
25 árum hefur af og til verið í um-
ræðunni sá möguleiki að á land-
grunni íslands eða innan efnahags-
lögsögunnar kynni að finnast olía
en í gegnum tíðina má sjá að ís-
lendingar hafa ætlað öðrum frum-
kvæði og nánast allan þann kostn-
að sem af slíkri rannsókn hlytist.
Þannig hljóðar til dæmis samn-
ingur sem gerður var við Norð-
menn í október 1981 og fjallaði um
landgrunnið á svæðinu milli ís-
lands og Jan Mayen um sameigin-
legar rannsóknir á ákveðnum
svæðum en Norðmenn skulu kosta
forrannsóknir á hafsbotninum en
skipulag á að vera í höndum full-
trúa beggja þjóðanna. Allt er þetta
nú nokkuð gott að láta Norðmenn
borga brúsann en þeir hafa heldur
ekki verið á hraðferð i rannsókn-
um, sem gætu leitt Islend-
inga til olíuiðnaðar og lái
þeim hver sem vill.
Engin rök
í svari iðnaðarráðherra
segir meðal annars:
Könnun á setlögum í Öx-
ariirði og Tjömesi sem
Orkustofhun hefur unnið
á undanförnum árum eru
að eðli náskyld land-
grunnsrannsóknum.
Jarðsveiflumælingar, bor-
anir og efhafræðimæling-
ar hafa sýnt, að það eru
nokkur setlög til staðar
og vottur af olíugasi hef-
ur fundist. Hins vegar
hefur ekkert komið fram
sem gefur tilefni til að
ætla að um vinnanlegar
auðlindir sé að ræða.
Og síðar í svarinu: „Varðandi
líkur á því að olíu sé að finna á
landgrunninu eða innan efnahags-
lögsögunnar er rétt að fram komi
að hvergi hefur sannast að olia sé
til staðar á íslensku hafsvæði og
víðast hvar engin eða hverfandi
von til þess að
svo geti verið.
Ekkert á sjálfu
landgrunninu
gefur von um
olíu nema helst
setlögin undan
Norðurlandi,
þar sem þau eru
þykkust. Þar
vantar þó
ábendingar um
fjölda annarra
þátta sem verða einnig að vera fyr-
ir hendi svo olía frnnist."
Hafandi lesið þessi svör og full-
yrðingar vakna enn fleiri spum-
ingar varðandi málið, einkum þeg-
ar litið er til þeirra fullyrðinga ráð-
herrans í fyrrnefndu svari að olíu-
leit í skilningi olíuiðnaðar hafi
aldrei farið fram.
Meiri hraöa og festu í málið
Nokkrir aðilar hafa komið að
máli við mig vegna þessa máls og
að minnsta kosti tveir aðilar hafa
Kjallarinn
Guömundur
Hallvarðsson
10. þingmaður Reykja-
víkurkjördæmis
„Að halda þessu athyglisverða
máli í sama farvegi og verið hef-
ur í áratugi er óviðeigandi þegar
litið er til tækni og framþróunar í
olíuiðnaði."
Tvöföld skilaboð
Ungur og greindarlegur sálfræð-
ingur þylur yflr okkur skynsam-
lega tölu þar sem ég sit á kennara-
þingi á Vestfjörðum. Hann er að
fjalla um sjálfsmynd nemenda og
námsárangur þeirra. Mér líkar
heldur vel við kenningar hans og
eins og vera ber leggur hann
mikla áherslu á að ekki megi gefa
nemendum tvöfold skilaboð. Þetta
er sálfræðimál og merkir það
sama og í gamla daga var lýst með
því að ekki skyldi hafa eitt á orði,
annað á borði. Það væri með öðr-
um orðum heldur vont mál ef
stönguðust á orð og gerðir.
Skilaboð til skólafólks
í öðru orðinu:
Það á að efla verkmenntun í
landinu.
í hinu orðinu:
Áfram skal haldið við að skera
niður fé til menntamála eins og
annarrar samneyslu. Þó vita allir
að verkmenntun hefur verið i sér-
stöku svelti hingað til.
í öðru orðinu:
Mennt er máttur.
í hinu orðinu:
Menntamenn eru best komnir
án samningsréttar undir kjara-
dómi hinum nýja.
í öðru orðinu:
Allir verða að
iæra eitthvað til
þess að geta
komist áfram í
lífinu.
í hinu orðinu:
Ævitekjur
flestra háskóla-
stétta skulu vera
til muna lægri
en margra þeirra
sem miklu
skemmri skólagöngu hafa.
í öðru orðinu:
í mannauðnum felst framtíð
þjóðarinnar.
í hinu orðinu:
í Ríkisútvarpinu er af því tilefni
fastur þáttur sem heitir Auðlind-
in, gefur ótvírætt til kynna að hún
sé aðeins ein og heiti sjávarútveg-
ur.
í öðru orðinu:
„. . . Menntun
og þekking verða
ómissandi vopn í
lífsbaráttu fólks í
flóknu samfélagi
á nýrri öld sem
komin er í hlað-
varpann. Vik-
veiji hefur það
fyrir satt að
menntun og
starfsréttindi
muni mestu ráða
um skipan fólks á
kjarabekki næstu
áratugi..
í hinu orðinu:
Leiðbeinand-
inn sem ráðinn
var í kennara-
skortinum um
daginn væri öllu
betur settur á atvinnuleysisbótum,
svona „kjaralega séð“.
í öðru orðinu:
Skólamir og ákvörðunarvaldið í
skólunum eiga að vera nær fólk-
inu, hjá sveitarfélögum en ekki
hinu persónulausa ríki.
í hinu orðinu:
Fyrsta verk Eyþings var að
skera niður fjárveitingar til
fræðsluskrifstofunnar. Maður þor-
ir ekki að hugsa þá hugsun til
enda hvað sveitarstjórnarfólk ger-
ir þegar hart verður í ári
og skortir fé í bæjarút-
gerðina.
Ekki brúklegur tónn
Hvers konar skilaboð eru
þetta eiginlega til barn-
anna í þessu landi? Þau
eru ekki tvöföld, þau eru
margföld. Og þau eru svo
fölsk að það er ekki brúk-
legur tónn í þeim.
Því það er ekki nóg að
kennaramir og foreldr-
amir haldi því að skóla-
börmmum að það sé
nauðsynlegt að læra lexí-
umar og standa sig vel í
skólanum svo manni
vegni vel í framtíðinni ef
allir aðrir segja um leið:
„Hí á ykkur. Þetta er allt
í plati.“
Á allra næstu vikum mun fram-
varp til fjárlaga koma úr prent-
þrönginni. Ég skora á alla íslenska
foreldra að athuga hvað þar verð-
ur lagt til þeirra mennta- og upp-
eldismála sem enn heyra undir Al-
þingi og ég eggja þá lögeggjan að
fylgjast með fjárhagsáætlanagerð
sveitarstjómanna þegar lengra líð-
ur á árið. Hvaða skilaboð verða
gefin þá?
Heimir Pálsson
„Á allra næstu vikum mun frum-
varp til fjárlaga koma úr prent-
þrönginni. Égskora á alla íslenska
foreldra að athuga hvað þar verð-
ur lagt til þeirra mennta- og upp-
eldismála sem enn heyra undir Al-
þingi.u
Kjallarinn
Heimir Pálsson
íslenskufræðingur
Með og
á móti
Gjallnám úr Seyöishólum
Vanhugsað
upphlaup
Hafsteinn Þor-
valdsson, Selfossi.
„Eg er mikill
áhugamaður
um hvers kon-
ar náttúru-
vernd án þess
þó að hún bitni
á möguleikum
fólks til að afla
sér tekna af
augljósum
hlunnindum.
Nýting á námu-
réttindum í Seyðishólum I
Grímsnesi er I brennidepli og tel
ég vel vera hægt að nýta þessi
hlunnindi í verulegum mæli án
þess að valda óbætanlegu tjóni á
umhverfinu. Forráðmenn við-
komandi sveitarfélaga hafa heit-
ið því að nota það fjármagn sem
með þessu fæst m.a. til þess að
bæta aöstöðu íbúanna og ekki
hvað sist sumarhúsaeigenda í
Grímsnesi með vegagerö og
veitulögnum. Upphlaup sum-
arbústaðaeigenda og einhverra
forsvarsmanna þeirra út af þessu
máli finnst mér vanhugsað og
fráleitt á færi þeirra að geta
hundsað nýtingu slíkra hlunn-
inda. Hræðsla við umferð og há-
vaða vinnuvéla inni I námunni
held ég að sé óþörf. Það er alveg
ljóst að nýtingaraðilarnir munu
tryggja íbúunum og eigendum
sumarhúsa sem minnst ónæði og
því ástæðulaust að útleggja hlut-
ina á versta veg.“
Stundargróði
„Seyðishólar -—--
eru, asamt
Kerinu, mikið
náttúruundur
og fjölsóttir af
ferðamönnum.
Þessir gígar
era ein af örfá-
um eldstöðv-
um í byggð
sem enn era
tiltölulega heil-
Ásta Ragnheiöur
Jóhannesdóttlr al-
þinglsmaöur.
legar og aðgengilegar, enda vin-
sæll áningarstaður þeirra fjöl-
mörgu sem leggja leið sína að
Gullfossi, Geysi og Skálholti ár
hvert. Gjallgíga sem þessa er
nánast hvergi að finna í heimin-
um nema á Islandi. Við höfum
kynnt ísland sem hreint og
ómengað ferðamannaland og var-
ið miklu fé til slíkra kynningar-
mála á erlendum vettvangi og
því er mikilvægt að við stöndum
vörð um þá ímynd. Viö útflutn-
inginn á gígnum er hætt við að
hún hrynji.
Ferðir 150 þungaflutningabíla
daglega i 12 ár um vegakerfið í
Grímsnesi og um Selfoss kosta
einnig stórfé í viðhaldi vega,
jafnvel hundruð milljóna árlega
af skattpeningum okkar lands-
manna, til þess að nokkrir ein-
staklingar hagnist um 200 millj-
ónir á 12 árum. Það væri hag-
kvæmara fyrir ríkissjóð að
greiða Grímsneshreppi 200 millj-
ónir fyrir að hætta við útflutn-
inginn á gígnum.
Þessi útflutningur á eldgígn-
um í Seyðishólum er andstæður
fjárhags- og umhverfissjónarmið-
um, ógnar framtíð ferðamennsku
á íslandi og þjónar ekki hags-
munum skattgreiðenda þar sem
hann hefur milljóna útgjöld í för
með sér fyrir ríkissjóð. Það þarf
ekki annað en að líta til vikur-
flutninganna á Suðurlandi til að
sjá hvaða afleiðingar þungaflutn-
ingar sem þessir hafa á vegina
sem ekið er um.
Við megum ekki láta misvitra
sveitarstjómarmenn fórna fram-
tíðarhagsmunum þjóðarinnar
fyrir stundarhagsmuni og skjót-
fenginn gróða örfárra manna."
-HK