Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Síða 24
40
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
Sviðsljós
DV
Harrison Ford
fær aðstoð
Harrison Ford, sem margir
eru famir að kalla steingerving
fyrir sakir einhæfni svipbrigð-
anna í andliti hans, fer með að-
alhlutverkið í gíslatökumynd
Wolfgangs Petersens um forseta
Bandaríkjanna og viðureign
hans við hryðjuverkamann.
Harrison leikur forsetann, Gary
Oldmann hryðjuverkamanninn
sem rænir forsetavélinni og þær
Wendy Crewson og Glenn Close
fara með helstu kvenhlutverkin.
Kvikmyndatökur era hafnar. '
Johnny Depp
á hrósið skÖið
Johnny Depp, litli sæti við-
skotailli leikarinn, er búinn að
leikstýra fyrstu bíómyndinni
sinni. „Johnny Depp er stórkost-
legur leikstjóri, hann veit hvað
hann vill,“ segir einn leikar-
anna sem koma fram í mynd-
inni. Framraun Johnnys heitir
Hinir hugrökku og er bæði ódýr
og litil.
Friðrik krónprins er hlédrægur en farinn að venjast kastljósinu:
Með um 18 þúsund
krónur í tímakaup
Friðrik, krónprins Dana, er vænt-
anlegur hingað til lands í vikunni en
hann gegnir nú herþjónustu á hafinu
austur af Grænlandi. Ef mönnum
væri ekki kunnugt um heimsóknina
hefði jafnvel farið svo að enginn
hefði tekið eftir honum. Friðrik er
nefnilega afskaplega hægur og venju-
legur ungur maður sem er ekki mik-
ið fýrir að baða sig í sviðsljósinu.
Samt er hann farinn að venjast því
enda á hann engrar undankomu auð-
ið. Hann mun taka við krúnunni eft-
ir móður sína, Margréti Þórhildi.
Það er sagt um Friðrik að hann sé
sannkallaður vinur vina sinna. Hann
ræktar ekki aðeins vinina heldur
einnig fjölskyldur þeirra. Ef móðir
eða amma einhvers vinanna fer á
elliheimili eða sjúkrahús getur hún
alveg átt von á að fá krónprinsinn í
heimsókn.
Meðan Friðrik er í sjóhemum fær
hann engin laun eins og félagar hans.
En hann er langt frá því að vera
blankur. Um hver mánaðamót eru
lagðar tæpar 2,8 milljónir inn á
bankareikning hans í Den Danske
Bank eða sem svarar um 18 þúsund
krónum á tímann, skattfrjálst. Á
greiðslukortinu hans stendur Hans
konunglega hátign krónprins Friðrik
og það notar hann vanalega þegar
hann fer út að borða eða rápar í búð-
Friðrik, krónprins Dana.
ir. En auk skattfrjálsra launa fær
hann ókeypis húsnæði og þarf ekki
að greiða nein opinber gjöld af bílum
eða öðru.
Uppáhaldsbíll Friðriks er Lancia
Delta HF Integrale sem er með 215
hestafla vél og nær 100 km hraða á
5,7 sekúndum. Þá á hann sjaldgæfan
Fiat Spider árgerð 1975.
Friðrik er 183 sm á hæð. Hann er
mikið fyrir íþróttir, spilar skvass,
tennis og strandblak. Hann hleypur,
syndir, kafar, fer á skíði, stekkur úr
fallhlíf og stundar veiðar. Besti tími
hans i maraþonhlaupi er 3:21.30.
Uppáhaldstónlistin hans er hip-
hop og hörð rokktónlist.
John F. Kennedy yngri kyssir á hönd brúðar sinnar, hinnar gullfallegu Carolyn Bessette, þegar þau yfirgefa litlu kirkj-
una á Cumberlandeyju undan strönd Georgíu-fylkis. Þau voru gefin þar saman á sunnudag. Brúðurin var í perluhvít-
um silkikjól en brúðguminn í dökkbláum fötum. Mikil leynd hvíldi yfir athöfninni. Heimili ungu hjónanna verður í New
York. Símamynd Reuter
l’ravolta fær
líka að leika
forsetann
Hvað eru eiginlega margir
Bandaríkjaforsetar til? Harrison
Ford er byrjaður að leika einn
og John Travolta fær að leika
annan áður en langt um líður.
Sagt er að Travolta fái um 1100
milljónir króna fyrir að leika
forsetann í mynd sem gerð verð-
ur eftir metsöluskáldsögunni
Primary Colors. Hún er byggð á
kosningabaráttu Clintons 1992.
jamix lUíivNia
HROL LVEKJAN D I
D ÍM U GA
HMEbækur
Ásókn
sígild mu&hibék
zftirjQtms fkrberi
Ásékn
imikikjúfídi dmigasaga
= dulmögmiú ászúmgú*
iftir þmúrí bðh getbi framis
ford Coppvla kvikmyndina
Hamted sm fðónteg er á
myndbandakigtím,
Áséim
á nmiú -sðitistúð
Imtúr úbeins B9S krðmir
- og ennþð minm í éskríft*
UMBBÆKUR
—
Heldur er hann efnislítill þessi kjóll sem ítalski tískuhönnuðurinn Valentino
gerir sér vonir um að einhverjar konur klæðist á vori og sumri komanda. Efnt
var til sýningar í Róm á mánudag. Símamynd Reuter