Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Fréttir Hjartaskurðaðgerðir á börnum: Reynslan af aðgerðum á íslandi góð Á síðastliðnum 30 árum hafa ís- lensk börn með alvarlega meðfædda hjartagalla gengist undir hjarta- skurðaðgerðir erlendis, en á árinu 1990 var fyrst framkvæmd hér á landi aðgerð á komabarni sem ella hefði þurft að fara utan til aðgerðar. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Gunnlaug Sigfússon, Hróðmar Helgason og Bjama Torfa- son sem er að finna í nýjasta hefti Læknablaðsins. Sambærilegur árangur og erlendis í greininni segja höfundar frá reynslu sinni af hjartaskurðaðgerð- um á bömum vegna hjartagalla hér á íslandi. Höfundar álykta að árang- urinn sé góður og sambærilegur við það sem gerist erlendis. Því sé það vel ásættanlegt að halda þessu starfl áfram og framkvæma fleiri aðgerðir hérlendis enda kostnaður minni en erlendis. Rannsókn höfunda náði til bama og unglinga, 18 ára og yngri, sem gengist höfðu undir hjartaskurðað- gerð á íslandi vegna meðfædds hjartagalla á árunum 1990-95. Nú hafa slíkar aðgerðir verið fram- kvæmdar á íslandi á þessu tímabili en áður höfðu þær verið gerðar er- lendis, aðallega í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Höfundar benda á að staða ís- lands sé sérstök í þessu sambandi, bæði vegna legu þess og fámennis, en töluverðar umræður hafa átt sér stað nýlega um hugsanlegan flutn- ing á hjartaskurðaðgerðum til ís- lands. Alls gengust 26 sjúklingar, 12 drengir og 14 stúlkur, undir 28 hjartaskurðaðgerðir á þessu sex ára rannsóknartímabili, eða að meðal- tali fjórar aðgerðir á ári. Af þessum aðgerðum voru 16 skipulagðar en 12 bráðar eða nokkuð bráðar. Bráöaflutningar hættulegir Ekki hafa þó öll börn með með- fæddan hjartagalla hérlendis og þarfnast aðgerðar fengið hana gerða hér. Af þeim 30-40 bömum sem fæð- ast hérlendis árlega með hjartagalla má reikna með að 20-25 þeirra þarfnist hjartaskurðaðgerðar. Flest- ar þessar aðgerðir væri nú hægt að gera hérlendis að fenginni þessari reynslu. Sumar þessar aðgerðir, eða um það bil fimm til sjö á ári, em þó það flóknar að höfundar telja að þær verði varla gerðar nema á fáum stofnunum erlendis eða þar sem nokkur hundruð hjartaskurðaðgerð- ir eru gerðar á bömum árlega. Sumar hjartaaðgeröir em þess eðlis að hægt er að skipuleggja þær með góðum fyrirvara en aðrar eru bráðar og þurfa að gerast innan ör- fárra klukkustunda eða daga. Slíkar aðgerðir telja höfundar að séu betur gerðar hér heima burtséð frá kostn- aði enda séu bráðaflutningar til út- landa erfiðir, hættulegir og kostnað- arsamir. Höfundar telja að álag á foreldra og böm, sem þurfi að takast á við framandi umhverfi, auk þess álags Fjöldi hjartaaðgerða á börnum - erlendis og á Islandi frá '83 til '95 - 30 aögerðir DV Frá árinu 1990 hafa verið framkvæmdar skurðaðgerðir á börnum með með- fædda hjartagalla hér á landi með góðum árangri. sem fylgi hjartaskurðaðgerð, sé mikið og ekki mælanlegt. Hins veg- ar sé sá kostnaður sem fylgi hjarta- skurðaðgerðum á íslenskum böm- um mælanlegur. Kostnaður fyrir foreldra sé umtalsverður enda þurfa þeir yfirleitt að greiða hluta af ferða- og dvalarkostnaði erlendis. Stofnkostnaður 30 milljónir Höfundar segja kostnað við hverja hjartaskurðaðgerð á bami í London vera um tvær milljónir. Stofnkostnaður vegna hjartaað- gerða á börnum á íslandi sé hins vegar áætlaður um 30 milljónir og árlegur rekstrarkostnaður tengdur þeirri starfsemi um 15 milljónir. Höfundar benda á að á hverju ári fari um 16-18 böm utan til aðgerða þannig að árlegur kostnaður sé um 32-36 milljónir, eða mun hærri en áætlaður kostnaður hérlendis. Stofnkostnaður myndi þannig spar- ast á tveimur árum. Höfundar álykta að vel hafi tekist til við hjartaskurðaðgerðir á börnum hérlendis og sé árangur góður og sambærilegur við árangur erlendis af svipuðum aðgerðum. Hægt sé að auka starfsemina með litlum tilkostnaði og líkur bendi til að hagkvæmni starf- semi af þessu tagi sé mikil hér á landi, auk þess sem slík starfsemi auki öryggi íslenskra barna með með- fædda hjartagalla. -ggá Eimskipafélagið: Eignast meirihluta í VM Eimskip og dótturfélög þess, Dreki hf. og Viggó hf„ hafa eign- ast 65% í Vöruílutningamiðstöð- inni hf. - VM. Þessi kaup eru lið- ur í áframhaldandi uppbyggingu félagsins á þjónustu á sviði áætl- unarflutninga á landi, að þvi er segir í frétt frá Eimskip. Vöruflutningamiðstöðin annast vöruafgreiðslu fyrir landflutn- ingabíla i Reykjavík og um 30 akstursaðilar hafa aðstöðu á hennar vegum. Frá Vöruflutn- ingamiðstöðinni eru daglegar ferðir til helstu þéttbýlisstaða landsins. -SÁ Fimm nýir framkvæmda- stjórar hjá Pósti og síma Talsverðar breytingar verða gerð- ar í yfirstjóm Pósts og síma þegar nýtt hlutafélag yfirtekur reksturinn um næstu áramót. Nýtt skipurit verður tekið í notkun, rekstrinun verður áfram skipt í svið en skipt- ingu í umdæmi eftir landshlutum verður hætt. Auglýst veröur eftir fimm nýjum framkvæmdastjórum á næstu dögum og er gert ráð fyrir að þeir taki til starfa um næstu ára- mót. Sú nefnd sem undirbýr yfirtöku hlutafélagsins á rekstrinum hefur gert samkomulag við núverandi framkvæmdastjóra sem feliu í sér að þeir muni taka við nýjum störf- um eða vera falin sérstök verkefni. Dagfari Miðjan er tóm Af einhverjum dularfullum ástæðum hefur þessa haustdaga sprottið fram umræða um list og þó einkum myndlist og Dagfari hef- ur fylgst með uppbyggilegum greinaskrifum tveggja góðra manna í Morgunblaðinu, þar sem þeir hafa meðal annars deilt um það hvort sýna megi almenningi myndlist og höggmyndalist eða hvort geyma eigi þessa list í þar til gerðum húsum, sem fáir leggja leið sína inn í. Listfræðingamir eru ekki sammála um þetta. Vonandi verður framhald á þess- um tjáskiptum, enda telst Dagfari til almennings og vill fá að vita hvort listfræðingar telja heppilegt að almenningur fái aðgang að list- inni eða hvort hún á einungis að vera út af fyrir sig og þá fyrir þá sem hafa vit á list. Svo er það aftur spurning, hverjir hafa vit á list? Við þeirri spumingu fengust nokk- ur einfold og auðskilin svör á ráð- stefnu sem haldin var i Norræna húsinu um síðustu helgi. Um þá ráðstefnu má lesa í Morg- unblaðinu, sem lætur ekkert fram hjá sér fara sem snýr að list og list- heiminum. Á þessari ráðstefnu töl- uðu margir sem hafa mikið vit á list. Fyrst talaði Jon Bing sem sagði að nú væri öll list komin á Intemetið og þar gætu menn kynnt sér alla list sem til væri í heimin- um og nú þyrfti engar sýningar lengur eða tónleika eða aðra list- viðburði. Menn settust fyrir fram- an tölvuna og fengju þar allt. Næstu ræðumenn höfðu greinilega ekki sett sig í samband við Inter- netið og töluðu enn um sýningar og hlutverk sýningarstjóra og töldu jafnvel að sýningarstjórar væru mikilvægari heldur en listamenn- irnir sjálfir, vegna þess að það væru sýningarstjóramir sem röð- uðu málverkunum á veggina og sköpuðu merkingarþrungin verk úr óreiðukenndum táknum. Maður að nafni Harm komst að þeirri niðurstöðu að guð væri dauður, en það væri allt í lagi vegna þess að kúratorinn væri fæddur. Tveir íslendingar, sem hafa vit á list, kvöddu sér hljóðs á ráðstefnunni og annar þeirra kom þeirri skoðun sinni á framfæri að það væri hlutverk sýningarstjóra aö koma verkum listamanna þannig fyrir aö þau litu út fyrir að vera af vitsmunalegum toga. Hinn vildi aftur á móti demokratisera listina, sem þýðir í stuttu máli að listamaðurinn hefur ekki lengur einkarétt á listinni. Að þessu loknu hófst deila um það hvort listin hefði miðju eða jaðar. Allt tengist það hugtökum eins og sannleikur og vald. Segir um þessa umræðu í Mogga: „Allt hlýtur þetta að tengj- ast mjög náið. Sannleikurinn er vald. Sá sem hefur sannleikann á valdi sínu hlýtur að vera í miðj- unni. Sá sem er hinsvegar ekki innan sannleikans hlýtur að vera utan miðjunnar, hann hlýtur að vera á jaðrinum samkvæmt skil- greiningu handhafa valdsins og sannleikans. En hver er þá þessi valdhafi í listinni? Varla er hægt að benda á einhvern einn, heldur hlýtur það að vera um að ræða einskonar „stofnun“ í óeiginlegum skilningi, „listastofnunina" sem samanstend- ur til dæmis af listasöfnunum, list- fræðingunum og sýningarstjórun- um.“ Samkvæmt þessu segir svo að lokum i þessari frásögn frá ráð- stefnunni „er miðjan og jaðarinn raunveruleg í listaheiminum. Þau eru skilgreind afkvæmi handhafa sannleikans, „listastofnunarinn- ar“. Hvort miðjan er tóm er svo annað mál.“ Dagfari gerir sér grein fyrir því að þetta skilja ekki nærri allir. En það er annað mál. Hvort listamaðurinn skiptir máli i list- inni er líka annað mál. Hvor al- menningi kemur listin við er svo allt, allt annað mál. Haustið leggst misjafnlega í okkur. Dagfari I I I ( ( ( I I I t I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.