Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Afmæli Guðni Jóhannsson Guöni Jóhannsson, svæðisstjóri VÍS, Vallarbraut 12, Hvolsvelli, er sjötugur í dag. Starfsferill Guðni fæddist í Teigi í Fljótshlið og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1944-45 og við Samvinnuskólann í Reykjavík 1947-49. Hann flutti á Hvolsvöll 1950 og hefur átt þar heima síðan. Guðni stundaði afgreiðslu- og skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Rang- æinga á Hvolsvelli 1950-53, var gjaldkeri og fulltrúi kaupfélags- stjóra 1954-64, tryggingafulltrúi fyr- ir Samvinnutryggingar 1964-89 og er svæðisstjóri Vátryggingafélags íslands á Hvolsvelli frá 1989. Guðni sat um skeið í stjórn Fé- lags ungra framsóknarmanna í Rangárvallasýslu og var formaður Fjárræktarfélagsins Hnýfils 1966-70 en hann hefur stundað fjárbúskap í fristundum. Fjölskylda Eiginkona Guðna er Svanlaug Kristjana Sigurjónsdóttir, f. 4.7. 1937, tryggingafulltrúi við sýslu- mannsembættið á Hvols- velli. Hún er dóttir Sigur- jóns Sigurðssonar, bónda á Mið-Skála undir Vest- ur-Eyjafjöllum, síðar í Reykjavík, og Ragnhildar Ólafsdóttur húsfreyju. Fósturforeldrar Svan- laugar Kristjönu: Krist- ján Þóroddur Ólafsson og Arnlaug Samúelsdóttir, á Seljalandi undir Vestur- Eyjafjöllum. Böm Guðna og Svan- laugar Kristjönu eru Öm, f. 1.8. 1958, við- skiptafræðingur og teiknari er rek- ur eigin auglýsingastofu í Reykja- vík, kona hans er Þórey Eyþórsdótt- ir blómaskreytingakona og er sonur þeirra Eyþór, f. 29.11. 1995; Margrét Guðnadóttir, f. 20.2. 1967, viðskipta- fræðingur hjá Sjúkrahúsi Reykja- víkur, maður hennar er Emil Bjöm Héðinsson kerfisfræðingur og er dóttir þeirra Ama Rut, f. 11.10.1993. Systkini Guðna: Albert, f. 25.9. 1926, fyrrv. kennari á Skógum und- ir Austur-Eyjafjöllum; Ágúst, f. 31.8. 1927, fyrrv. bóndi og skrifstofumað- ur á Selfossi; Sigrún, f. 1.7. 1930, starfsmaður við veitingastað á Hvolsvelli; Ámi, f. 2.4. 1932, bóndi í Teigi II i Fljótshlíð; Jens, f. 19.5. 1942, bóndi i Teigi I í Fljótshlíð. Foreldrar Guðna voru Jó- hann Guðmundur Jens- son, f. 10.2. 1895, d. 14.11. 1978, bóndi í Teigi í Fljótshlíð, og k.h., Mar- grét Albertsdóttir, f. 15.12. 1900, d. 21.3. 1989, hús- freyja. Ætt Jóhann var sonur Jens, b. á Torfastöðum og í Áma- gerði í Fljótshlíð, Guönasonar, b. á Torfastöðum, Jónssonar, b. á Sauð- túni, Eyvindssonar, en langafi Jóns var Eyvindur duggusmiður er smíð- aði einna fyrstur haffæra duggu á seinni öldum. Móðir Guðna var Guðrún, dóttir Áma Guðnasonar frá Húsum, og Vilborgar Gunnars- dóttur frá Valstrýtu. Móðir Jens var Kristín Jensdóttir, b. í Deild, Jens- sonar, b. í Deild, Jenssonar. Móðir Jens yngra var Guðbjörg Guð- mundsdóttir. Móðir Kristínar var Margrét Jónsdóttir, b. á Valstrýtu, Egilssonar, og Kristínar Ólafsdótt- ur. Móðir Jóhanns var Sigrún Sig- urðardóttir, b. á Torfastöðum, Ólafs- sonar, b. á Kvoslæk í Fljótshlíð, Ambjamarsonar, b. þar, Eyjólfsson- ar. Móðir Sigrúnar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Múlakoti í Fljóts- hlíð, Árnasonar, og Þórunnar ljós- móður Þorsteinsdóttur, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyj- ólfssonar. Móðir Þórunnar var Kar- ítas Jónsdóttir frá Reynisstað. Margrét var dóttir Alberts, b. á Teigi, Eyvindssonar, b. á Skipagerði í Landeyjum, Þorsteinssonar, sem kominn var i íjórða lið af Fialla- Ey- vindi, og konu hans, Ambjargar Andrésdóttur, b. á Hemlu í Landeyj- um, Andréssonar, b. á Syðra-Hóli, Sighvatssonar. Móðir Arnbjargar var Guðrún Guðlaugsdóttir, b. í Hemlu, Bergþórssonar, og Margrét- ar Árnadóttur. Móðir Margrétar var Salbjörg Tómasdóttir, b. á Amarhóli í Lan- deyjum, Jónssonar, b. á Heylæk í Fljótshlíð, Tómassonar, b. á Teigi í Fljótshlíð, Jónssonar, dóttursonur Þorbjargar, systur Jóns Þorláksson- ar, prests og skálds á Bægisá. Guðni tekur á móti gestum i fé- lagsheimilinu Hvoli laugardaginn 28.9., kl. 17-20. Guöni Jóhannsson. Albert Jóhannsson Albert Jóhannsson, fyrrv. kennari, til heimil- is í húsi A.J. að Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Albert fæddist í Teigi í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1946, kennaraprófi frá KÍ 1948, stundaði tramhalds- nám í Askov í Danmörku 1949, við Kennaraháskóla Danmerk- ur 1952-53 og í Náás í Svíþjóð 1953. Albert var skólastjóri Bamaskóla Laugardals á Laugarvatni 1948-49 og kennari við Héraðsskólann á Skógvun 1949-88. Albert sat i hreppsnefnd Austur- Eyjafjallahrepps 1962-86, var oddviti þar 1978-82, sat um árabil í prófasts- dæmisráði Rangárvallaprófasts- dæmis, hefur sótt norræn kennara- þing í Osló og Kaupmannahöfn, var varaformaður Landssambands hestamannafélaga 1964-69, formaður 1969-83, formaður klúbbsins Ör- uggur akstur í Rangár- vallasýslu um árabil, sat í stjórnum hrossaræktar og hestamannasamtaka um árabil og var kjörinn heiðursfélagi hesta- mannafélagsins Sindra og Landsambands hesta- manna 1993. Albert hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um skólamál, hesta- mennsku og fleira auk þess sem birts hafa eftir hann ljóð í safnrit- inu Rangæsk ljóð 1968. Hann sat í ritnefnd og var ritstjóri tímaritsins Hestsins okkar um árabil, sá um út- gáfu ritanna Leiftur liðinna daga 1987; Handbók íslenskra hesta- manna 1991; Safn íslenskra hesta- vísna: Fjörið blikar augum í, 1992, auk þess sem hann vinnur nú að safni um íslensk sauðfjárnöfn með orðskýringum. Þá var hann frétta- ritari sjónvarps og blaða um árabil. Fjölskylda Albert kvæntist 30.4. 1955 Guð- rúnu Erlu Þorbergsdóttur, f. 1.7. 1933, matráðskonu við Skógaskóla. Hún er dóttir Þorbergs Bjamason- ar, bónda að Hraunbæ í Álftaveri, og k.h., Guðlaugar Mörtu Gísladótt- ur húsfreyju. Böm Alberts og Erlu eru Eyvind- ur, f. 7.10. 1955, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, búsett- ur í Kópvogi, kvæntur Margréti Friðriksdóttur skólameistara og er sonur þeirra Bjami Þór, í sambúð með Lindu Hafþórsdóttur en dóttir þeirra er Kolbrún Ósk; Anna Guð- laug, f. 21.10. 1956, húsmóðir og starfsmaður við leikskóla, búsett á Homafirði, var gift Sigurði R. Ást- valdssyni frá Hvolsvelli en þau skildu og em synir þeirra Gylfi og Pálmi en sambýlismaður Önnu Guðlaugar er Sigurður Einarsson símsmiður og er sonur þeirra AI- bert Þórir; Jóhann, f. 24.7. 1958, B.Ed. frá KHÍ, skólastjóri við Laug- arbakkaskóla í Miðfirði, kvæntur Sigríði Lárusdóttur B.Ed. frá KHÍ, kennara, og era börn þeirra Hrund og Albert; Þorbergur, f. 1.1.1962, að- albókari á Hellu, kvæntur Önnu Guðrúnu Jónsdóttur hárgreiðslu- meistara og eru börn þeirra Kári Rafn, Erla Sóldís og Narfi Hrafn; Gísli Þórir, f. 16.11. 1965, d. 24.1. 1985, nemi við Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Systkini Alberts: Guðni, f. 25.9. 1926, svæðisstjóri VÍS á Hvolsvelli; Ágúst, f. 31.8. 1927, fyrrv. bóndi og skrifstofumaður, nú búsettur á Sel- fossi; Sigrún, f. 1.7. 1930, starfsmað- ur við veitingastað á Hvolsvelli; Ámi, f. 2.4. 1932, bóndi í Teigi II í Fljótshlíð; Jens, f. 19.5. 1942, bóndi i Teigi I í Fljótshlíð. Foreldrar Alberts vom Jóhann Guðmundur Jensson, f. 10.2. 1895, d. 14.11. 1978, bóndi í Teigi í Fjótshlíð, og k.h., Margrét Albertsdóttir, f. 15.12. 1900, d. 21.3. 1989, húsfreyja. Albert verður að heiman á afmæl- isdaginn. Albert Jóhannsson. Jóhannes Þorsteinsson Jóhannes Þorsteinsson renni- smiður, Hlíðarvegi 4, ísafirði, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Jóhannes fæddist á Stað í Stein- grímsfirði en ólst upp í Vatnsfirði við Djúp. Hann stundaði nám við Iðnskólann á ísafirði og lauk þaðan prófi í rennismíði og lauk líka vél- stjóraprófi frá Vélskóla íslands. Jóhannes starfaði hjá Vélsmiðj- unni Þór á ísafirði 1943-48 og 1953-84 og var þar yfirverkstjóri 1970-84. Hann var við vélskólanám 1948-51, stundaði sjómennsku 1951-53 en frá 1985 hóf hann störf hjá Vélsmiðju ísafjarðar. Fjölskylda Eiginkona Jóhannesar er Sjöfn Magnúsdóttir, f. 3.2. 1929, deildar- stjóri. Hún er dóttir Magnúsar Jóns- sonar, skipstjóra á ísafirði, og Hannesínu Bjamadóttur, húsmóður og verkakonu. Börn Jóhannesar og Sjafnar era Magnús Jó- hannesson, f. 23.3. 1949, ráðuneytisstjóri í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Hermanns- dóttur kennara, og eru böm þeirra Bergþóra og Jóhannes Páll; Þorsteinn Jóhannesson, f. 11.5. 1951, yfirlæknir á ísafirði, kvæntur Friðnýju Jó- hannesdóttur lækni, og er sonur þeirra Jóhannes; Þórir, f. 18.1. 1956, tækni- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Helgu Gunnarsdóttur nema og eru börn þeirra Sjöfn, Gunnar Freyr og Jóhannes Már; Hanna, f. 31.5. 1959, læknir í Reykjavík, gift Andrési Kristjánssyni sjúkraþjálfara, og era böm þeirra Sjöfn Eva, Kristján, Jó- hanna og Jóhannes Aron; Laufey, f. 1.1. 1966, nemi í Reykjavík, sonur hennar er Elías Þórsson. Systkini Jóhannesar: Tryggvi, f. 30.12. 1923, læknir í Reykjavík; Þur- íður, f. 22.6.1925, húsmóð- ir í Reykjavík; Jónína Þórdís, f. 5.9. 1930, hús- móðir í Reykjavík; Hauk- ur, f. 28.2.1938, tannlækn- ir í Reykjavík. Fóstursystur Jóhannesar era Elín Jónsdóttir, f. 26.10. 1922, húsmóðir í Reykjavík; Siglína Helga- dóttir, f. 4.12. 1932, gjald- keri í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar: Þorsteinn Jóhannesson, f. 24.3.1898, fyrrv. prófastur í Vatnsfirði, og Laufey Tryggvadóttir, f. 16.12. 1900, d. 30.12. 1990, húsfreyja. Jóhannes og Sjöfn taka á móti gestum í félagsheimili Rafmagns- veitu Reykjavíkur við Elliðaár í dag, kl. 17-20. Askrifendur fá IO% aukaafslátt af smáauglýsingunn DV aW mll/f hlrriin„ Smáauglýsingar DV 550 5000 Jóhannes Þorsteins- son. DV 111 hamingju með afmælið 25. seplember 90 ára Sigurbjörg S. Hoffritz, Ártúni 14, Selfossi. Hún tekur á móti gestum að Hjarðar- bóli í Ölfusi í dag, milli kl. 17 og 20. Ragnhildur Bjarnadóttir, Garðavegi 11, Hafnarfirði. 85 ára Hanna Kristín Guðlaugsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. 75 ára Hermanía Hansdóttir, Austurey I, Laugardalshreppi. Sigríður Hinriksdóttir, Hjallalundi 20, Akureyri. Gissur Þór Eggertsson, Engjaseli 65, Reykjavík. 70 ára Jón Gestur Jónsson skipasmiður, Lækjarkinn 4, Hafnarfirði, verður sjötug- ur á morgun. Kona hans er Rósamunda Amórsdóttir. Þau taka á móti gestum á Kaffl Borg (Hafnarborg) í Hafnarfirði milli kl. 19 og 22 á morgun. Björn T. Gunnlaugsson, Njálsgötu 112, Reykjavík. Haraldur Ágústsson, Laugavegi 24, Reykjavík. Ingeborg G. Skeggjason, Kvisthaga 16, Reykjavík. Ástríður Sveinsdóttir, Þinghólsbraut 33, Kópavogi. 60 ára Hafsteinn Ingvarsson, Baugholti 2, Keflavík. Sigfrið Ólafsson, Orrahólum 7, Reykjavík. Dýrley Sigurðardóttir, Hjaltabakka 6, Reykjavik. Ómar S. Zophoníasson, Fögrukinn 3, Hafnarfirði. Guðlaug Þórðardóttir, Amarsmára 24, Kópavogi. 50 ára Una Steingrímsdóttir, Goðabraut 13, Dalvík. Guðbjörg Elsa Sigiu’jónsdóttir, Brekkutúni 1, Kópavogi. Birgir Vilhelmsson, Norðurtúni 3, Siglufirði. Friðrik H. Ólafsson, Þórsgötu 15, Reykjavík. Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir, Bakkahlið 21, Akureyri. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Skipasundi 46, Reykjavík. Sædís L. Jónsdóttir, Fjarðarseli 2, Reykjavík. Sólveig Dorthea Jensen, Háalundi 12, Akureyri. Helgi Sigurður Þórðarson, Ægisgötu 16, Ólafsfirði. 40 ára Pétur Már Pétursson, Suðurgarði 6, Keflavík. Hjálmþór Bjarnason, Álfatröð 1, Egilsstöðum, Ágústa Benny Herbertsdóttir, Kleppsvegi 86, Reykjavík. Elsa Guðmxmdsdóttir, Suðurtanga 2, ísafirði. Oddný Guðmxmdsdóttir, Logafold 158, Reykjavík. Erla Gísladóttir, Skúlagötu 12, Stykkishólmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.