Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Stefnt að samstarfi Reykja-
nesbæjar og Hafnarfjarðar
„Undirbúningsviðræður eru
hafnar við atvinnumálanefnd Hafn-
artjarðar og stefnt er að því að
leggja drög að samningi með haust-
inu,“ sagði Friðjón Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofu Reykjanesbæjar, við
DV.
Friðjón skrifaði atvinnumála-
nefnd Hafnarijarðar bréf þar sem
óskað var eftiFviðræöum með það í
huga að koma á formlegu samstarfi
milli sveitarfélaganna á sviði at-
vinnumála. í bréfinu segir Friðjón
að samstarfið við nágrannasveitar-
félögin hafi verið gott undanfarin ár
og áhugi sé fyrir því að auka sam-
starfið enn frekar á þeim sviðum
sem hagsmunir sveitarfélaganna
fari saman. Er sérstaklega átt við
umhverfis- og skipulagsmál, ferða-'
þjónustu, markaðs- og kynningar-
mál og nýtingu auðlinda.
„Markaðs- og atvinnumálaskrif-
stofa Reykjanesbæjar starfar í um-
boði sveitarstjórna á Suðurnesjum
og er ætlað að vinna að stefnumót-
un í atvinnumálum á starfssvæði
sínu. Árið 1995 tók skrifstofan þátt í
121 verkefni af ýmsum stærðum og
gerðum. Þau voru allt frá því að
veita einstaklingum ráðgjöf um ein-
staka þætti atvinnureksturs svo og
þáttaka í stærri verkefnum á sviði
markaðssetningar og atvinnuupp-
byggingar á Suðurnesjum. Skrifstof-
an hefur unnið markvisst að mark-
aðssetningu Reykjaness og hefur í
því sambandi gefið út bæklinga á
ensku og þýsku, sem hefur verið
dreift víða erlendis," sagði Friðjón
Einarsson.
-ÆMK
Ný gjaldskrá INTÍS tekur gildi um mánaðamót:
Of mikið óöryggi
- segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður INTER
Ný gjaldskrá INTÍS hefur vakið
nokkrar deilur. Formaður INTER,
hagsmunasamtaka endursöluaðila
internetþjónustu, segir að nýja fyr-
irkomulagið, þar sem endursöluað-
ilar greiða INTÍS í hlutfalli við
notkun þeirra á bandvíddinni, skapi
þeim óöryggi. Til dæmis geri það þá
berskjaldaða fyrir því þegar mikið
af efni er sent á miðlara endursölu-
aðilanna en Helgi Jónsson hjá
INTÍS segir að tillit verði tekið til
þess þegar slíkt gerist.
Gjaldiö getur
stórhækkaö
„Við erum margbúnir að biðja
Intís að samþykkja að festa útgjöld
okkar í einhverja mánuði í senn en
það hefur fyrirtækið ekki viljað.
Gjaldskráin sem á að taka gildi um
mánaðamótin virkar þannig að
hver notandi greiðir fyrir kílóbæta-
fjölda sem er sendur til hans. Þetta
þýðir að ef einhver fer að senda
helling af tölvupósti á okkur, til
dæmis stóra pakka af skjölum eða
stórar myndir, þá verðum við að
gjöra svo vel að rukka viðtakanda
þessa efnis,“ segir Guðmundur.
Hann segir að þetta geti þýtt að út-
gjöld endursöluaðila geti hækkað
~ ■
Guðmundur Kr. Unnsteinsson, for-
maður INTER, hagsmunasamtaka
endursöluaðila, segir að ný gjald-
skrá INTÍS skapi endursöluaðilum
óviðunandi óöryggi.
DV-mynd Sveinn
um tugi þúsunda króna á milli mán-
aða og að þessu fylgi mikiö óöryggi
fyrir endursöluaðila internetþjón-
ustu. „Við megum ekki við þessu.
Okkar hugmynd var að gjöldin sem
við greiddum yrðu fóst í að minnsta
fjóra mánuði í einu. Eðlilegt er að
við aukum okkar útgjöld í samræmi
við aukinn fjölda notenda Internets-
ins enda þarf Intís á auknum fjár-
munum að halda vegna stækkunar
á flutningsgetu erlendis upp í fjögur
megabæt. Það verður samt að vera á
eðlilegum nótum,“ segir Guðmund-
ur.
INTÍS tekur tillit
Helgi Jónsson hjá Intís segir að
fyrirtækið muni taka tillit til þess
þegar ógrynni af efni er sent á ein-
hverja aðila. „Slíkt flokkast undir
árásir og er gert vísvitandi af ill-
vilja. Slíkt gerist sjaldan og þeir
sem sjá vel um sín kerfi verða varir
viö slíkt," segir Helgi. Hann segir að
endursöluaðilar geti gert ýmislegt
til þess að minnka umferð til sín.
„Það fer eftir því hversu góðan bún-
að menn hafa hjá sér. Við höfum
tekið eftir því að langflestir endur-
söluaðilanna Háfa þegar gert ýmsar
aðgerðir sem miða að því að notk-
unin verði heilbrigöari. Þetta er
spuming um tæknilega útfærslu,"
segir Helgi að lokum. -JHÞ
Nýtt útilistaverk var vígt viö skolasetningu Framhaldsskólans á Húsavík
þann 30. ágúst. Verkið er eftir Grím Marinó Steindórsson og heitir Vorkoma.
DV-mynd AGA
Húsavík:
Nýtt útilista-
verk vígt
DV, Húsavík:
Við skólasetningu Framhalds-
skólans á Húsavík 30. ágúst sl. var
vígt nýtt útilistaverk eftir Grím
Marinó Steindórsson. Verkið er úr
steini og jámi og heitir Vorkoma.
Því hefur verið komið haganlega
fyrir sunnan við skólahúsið, gegnt
anddyri þess og nýtur það sín vel
bæði frá skólanum og götunni
Stóragarði sem skólinn stendur við.
Það er mál manna að vel hafl til tek-
ist um valið á verkinu og það muni
verða bæjarprýði í þessum fallega
bæ sem er þekktur fyrir hlýleik og
snyrtimennsku i hvívetna.
Einhverjum verður ef til vill á að
spyrja hvernig skólinn hafi ráð á að
kaupa svo mikið og dýrt listaverk,
þegar saumað er að öUum mennta-
stofnunum landsins í fjárframlög-
um. Skýringin er sú, að foreldrar
fjögurra ungra manna, sem aUir
voru nemendur skólans en létust
allt of ungir, gáfu gjaflr í listaverka-
sjóð skólans í minningu þeirra HaU-
dórs Ásmundssonar, Heimis Eiríks-
sonar, Njarðar Óskarssonar og Sig-
urbjöms Sigurðssonar. Bæjarstjóm
og menningarmálanefnd Húsavíkur
lögðu líka rausnarlega tU
kaupanna, svo og skólasjóður Fram-
hcddsskólans. Aðalgeir Sigurgeirs-
son hf. gaf flutning á verkinu úr
Kópavogi. Trésmiðjan Vík hf., Ólaf-
ur Guðmundsson í Borgarhóli,
Tölvuþjónusta Húsavíkur hf.,
Málmtak hf. og Áhaldahús Húsvík-
urbæjar gáfu vélavinnu og vinnu
sína og kostnað aUan við að koma
verkinu fyrir. Það er skemmtilegt
að verða vitni að þeirri miklu rausn
og myndarskap sem þessir aðUar
sýna tU þess að gera bæinn faUegri
og byggilegri. -AGA
Miðvikudaginn 2. oklóber
mun aukablað um
gæludýr iýlgja I
Meðal efnis í blaðinu verður:
Hundur og eigandinn, er hægt að þekkja
eigandann af hundinum? Taminn köttur.
Skrauthænsni. Búrfuglar. Fiskabúr, heill
heimur. Fuglahundar (standandi) o.fl.
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði vinsamlegast hafi samband við
Ragnar Sigurjónsson í síma 550-5728 hið
fyrsta.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagur 26. september.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.