Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1996 Spurningin Áttu þér eitthvert áhugamál? Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir nemi: Já, dýr og að spila á fiðlu. Guðmundína Kristjánsdóttir, starfsmaður í þvottahúsi: Já, söng. Margrét Róbertsdóttir nemi: Já, fimleika, skíði og dýr. Thelma Rún Ásgeirsdóttir nemi: Já, skíði, skauta og dýr. Arnar Gestsson verkfræðingur: Já, ég á mörg áhugmál, t.d. íþróttir og vinnuna. Tómas Hrafn Guðjónsson lager- maður: Bilar eru eitt af áhugamál- unum og svo auövitað fjölskyldan. Lesendur_______________ Gúanó í Vest- fjarðagöngunum — megn óþefur fylgir fisk- og beinaflutningum um jarðgöngin Vegfarandi í Vestfjarðagöngum: Það var mikil gleði á Vestfjörðum þegar jarðgöngin undir Botns- og Breiðadalsheiðar voru formlega tek- in i notkun á dögunum. Allur frá- gangur er eins og best verður á kos- ið og má í rauninni segja að göngin séu falleg, svo vel er frá öllu gengið. Slíkur frágangur ætti því að hvetja til góðrar umgengni um þetta stór- kostlega mannvirki. En ekki verður á allt kosið. Nú aka fram og aftur um göngin beina- og fiskflutningabílar í stríðum straum- um með slorið lekandi niður. í lang- an tima eftir að slíkur bíll hefur far- ið þama um er megn pest í göngun- um sem erfitt er að sætta sig við. Það hljóta einhverjar reglur að vera í gildi um að ekki megi dreifa þessum ósóma um vegi landsins, hvað þá vegi í iðrum jarðar, þar sem loftskipti eru til muna hægari en úti á víðavangi. Og ekki er rign- ingunni til að dreifa til að skola skítnum burt. Það væri varla til of mikils mælst að bílar sem stunda svona flutninga væru lokaðir og vel þéttir þannig að ekki væri slorið lekandi úr þeim. Viðkomandi yfirvöld, hvort heldur sem er lögregla eða Vegagerðin, verða að láta þetta mál til sín taka áður en loftslagið í göngunum verð- ur eins og í hverri annarri bræðslu- þró - eða jafnvel þaðan af verra. Sleggjudómar úr lausu lofti Jóhann Eyjólfsson, fyrrv. yfirvél- stj. á Hafrafellinu, skrifar: Þau tilefnislausu og ærumeiðandi ummæli sem Skapti Skúlason, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, lét falla í DV 14. þ.m. komu mér óþægilega á óvart. Þar sem hann fór lofsamlegum orðum um starf mitt og Þorvaldar í okkar eigin eyru í tima og ótíma og lét sig ekki um muna að taka í hönd okkar og gefa smáklapp á bakið fyr- ir vel unnin störf og góða frammi- stöðu í starfi okkar sem vélstjórar þennan eina túr sem við vorum um borð í Hafrafellinu. Það eru vægast sagt miklir sleggjudómar sem Skapti Skúlason lætur falla og ekki er hægt að skella skuldinni á vélstjórana að bilana- tíðni hafi verið há, og þá allra síst af manni sem hefur, að mér vitandi, enga menntun, reynslu eða þekk- ingu á vélstjórn, enda gerði um- ræddur skipstjóri ekkert til þess að rökstyðja mál sitt sem var algjör- lega úr lausu lofti gripið. Ég tel enga ástæðu til þess að verja störf mín og Þorvaldar um borð í Hafra- fellinu, enda ásakanir Skapta Skúla- sonar þess eðlis að þær eru ekki svaraverðar. Ég skora á umræddan skipstjóra að biðjast afsökunar á framferði sínu. Það breytir þvi ekki að þau til- efnislausu ummæli sem hann lét falla hafa skaðað mannorð þeirra vélstjóra sem störfuðu hjá honum, Vélstjórafélagsins og stéttarinnar. Getur verið að erfiðleikar útgerð- arinnar Halakletts stafi af einhverju ööru en því sem Skapti Skúlason hefur haldið fram, með ásökunum sínum í garð annarra? Ég vona að umfjöllunin um Hafrafellið hafi ekki haft slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins sem átti Hafrafellið áður en Halaklettur tók við rekstri skipsins. Ég starfaði hjá því fyrirtæki áður en ég hóf störf á Hafrafellinu og tek fram að mér lík- aði mjög vel að starfa hjá því fyrir- tæki og lét því tilleiðast að taka við vélstjórastarfi á Hafrafellinu sem mér bauðst fyrir tilstilli þess. Bóndi góður, þú hefur enga afsökun Harpa Karlsdóttir skrifar: Mig langar til að láta álit mitt í ljós á hinu ógeðfellda dýradrápi bónda nokkurs í Svarfaðardal. Hann ber hönd fyrir höfuð sér í Degi- Tímanum 18. sept. sl. og segir þar orðrétt: „Gerði það sem hver einasti bóndi hefði gert í mínum sporum.“ Þetta er ég nú ekki viss um. Einnig segir hann: „Þama er um skaöræðisskepnu aö ræða.“ Líti hann sér nær. Dýrið hlýtur aö hafa litið á hann sem skaðræðisskepnu. Auðvitað veiðir íslenski villti ref- urinn sér til matar er hungrið sæk- ir að, enda er það náttúrulögmálið. Ljónið veiðir sér til matar. Við út- rýmum því ekki vegna þess, enda myndi lífskeðjan skaðast við það. Maðurinn drap sér til matar hér QJDliGM þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 „Þú kallar íslenska rebbann okkar „kvikindi“,“ segir Harpa í bréfinu sínu. áður fyrr er þröngt var í búi en varla að gamni sínu. Nú veiða menn aðallega sér til skemmtunar. Bóndi góður, þú hefur enga afsök- un frambærilega fyrir að leika þér að því, fyrir augum bama þinna, að murka lífið úr málleysingjanum eft- ir að hafa króað hann af. Þú kallar íslenska rebbann okkar „kvikindi“. Það ertu vafalaust sjálfur í augum kinda þinna, enda slátrar þú lömb- um þeirra. Að lokum nokkur orð til fiöl- miðla: Þeir ættu að láta það ógert að slá upp sögum af fólki, og þá á ég ekki síður við böm, sem hafa kramið minka eða rotað með grjóti og slá því upp eins og um hetjudáð sé að ræða. Öll dýr finna til. Nú á tímum siaukins ofbeldis í þjóðfélag- inu bæta svona fréttir á forsíðum dagblaða ekki hugarfar óþroskaðra bama eða unglinga. Til að stemma stigu við auknu ofbeldi þarf að byrja frá grunni og þá er nauðsyn- legt að kenna bömum okkar að um- gangast dýrin af hlýhug og bera virðingu fyrir náttúrunni. DV Tryggingar, bankar og samgöngur Jón Steingrímsson hringdi: Ég las hugleiðingu ritstjóra Dags-Timans sl. laugardag um tryggingar, banka og þau um- mæli að íslensk tryggingafélög hafi í reynd aðeins reynst neyt- endum hér sem samtryggingarfé- lög. Allir hljóta að geta jánkað þessu. Nú kemst sem sé hreyfing á tryggingamálin. Og hvers vegna ættu erlendir bankar ekki að geta boðið okkur betri og sanngjamari kjör en við eigum nú kost á? Og enn má bæta við- skiptin. Nefnilega samgöngur. Landsmenn bíða bara eftir rýmri viðskiptaháttum á því sviði. Hvemig er þessu háttað t.d. í samgöngum við Bandarík- in, Suður- Evrópu á sumrin, o.s.frv., o.s.frv.? Verðbólgan - betri en ver- gangur Ásmundur hringdi: Nú hefur Seðlabankinn rumsk- að við þá staðreynd að hér er verðbólgan orðin verulega meiri en efni stóðu til. Gjaldeyris- streymi úr bönkunum er umtals- vert og órói á vinnumarkaði í augsýn. Það er mikil þensla í þjóðfélaginu. En er verðbólgan svo afskaplega óæskileg? Er hún ekki aflvaki í vissum skilningi? Fremur vil ég hafa hér verð- bólgu að gamla hættinum en vera á vergangi við núverandi aðstæður. Ekkert að marka Bisk- upsstofu? Bjami Ólafsson hringdi: Undarlegustu fréttir bárast frá Biskupsstofu fyrir nokkru þar sem greint var frá markaðsteng- ingu embættisins á þann hátt að ráða sérhæfðan starfskraft til fulltingis biskupi og biskups- embætti. Síðan ber biskupsritari allt til baka og segir hvorki bisk- up né Biskupsstofu hafa ráðið neinn markaðsráðgjafa. Þetta er allt mjög dularfullt í augum landsmanna. En er ekki ráð að biskup sjálfur komi fram í stað biskupsritara og geri hreint fyr- ir biskupsdyrum? Hann er von- andi ekki hættur að tala við alla fiölmiðla þótt Stöð 2 hafi hann aífskrifað í bili. Hlíf heldur rétt á spilum Eysteinn skrifar: Ég er þeirrar skoðunar að Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði sé á réttri braut í mótun launakrafna fyrir næstu kjara- samninga, gagnstætt því sem t.d. heyrist frá Rafiðnaðarsamband- inu. Enda kannski munur á við- horfum hjá hálauna-iðnaðar- mönnum og almennu verkafólki. Auðvitað væri skynsamlegasta leiðin hjá verkafólki að sameina krafta sína með því að sameina félög sín að einhverju eða öllu leyti. Dreifðir kraftar lægst laun- aða fólksins hafa ekki fært því nægar kjarabætur. Ólýsanleg mannvonska Kristinn Sigurðsson hringdi: Fáheyrð er sú mannvonska sem fram kemur hjá borgarfulltrúum í Reykjavík gagnvart lasburða konu sem heldur hund í ibúð sinni í ijölbýlishúsi. Ég skora á allt gott fólk að rétta konu þess- ari hjálparhönd og fordæma þá samþykkt sem gerð var í borgar- stjórninni. Það er engin regla án undantekningar og það hefði sannarlega átt við í þessu sér- staka máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.