Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1996, Side 12
12 %enning_ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 Húsnæði Byggðasafns Árnesinga flytur: Skemmtilegri umgjörð um safn finnst ekki - segir Lýður Pálsson safnstjóri DV, Selfossi:_____________________ „Ég get fullyrt að flutningur Byggðasafns Árnesinga í Húsið á Eyrarbakka á síðasta ári hefur breytt allri tilvist safnsins. Á Sel- fossi var safnið til húsa á efri hæð safnhússbyggingar inni i bænum, fjarri þjóðvegi 1 og naut þar lítiUar athygli. Hér á Eyrarbakka er Byggðasafn Árnesinga í einu elsta húsi landsins, Húsinu á Eyrar- bakka. Skemmtilegri umgjörð um safn flnnst varla,“ sagði Lýður Páls- son, safnstjóri Byggðasafns Árnes- inga, í samtali við DV. Húsið var flutt tUsniðið til lands- ins árið 1765 og er 659 rúmmetrar að stærð á tveimur hæðum með háa- lofti undir hanabjálka. Assistenta- húsið nefnist græna viðbyggingin vestan við Húsið, byggð árið 1881 fyrir verslunarþjóna Lefoliiverslun- ar á Eyrarbakka. Grjótgarðurinn fyrir framan Húsið er sjóvamar- garður sem gerður var í kjölfar Stóra-flóðsins árið 1799. Fyrir norð- an Húsið er kanínugarðurinn svo- kallaði þar sem ræktaðar voru kan- ínur til manneldis um miðja síðustu öld. Síðar var reft yfir garðinn og hertur þar fiskur en á þessari öld hefur lengst af verið ræktað þar grænmeti. Nú ræktar Lýður þar kartöflur og annað grænmeti. Aðallinn í Húsinu í Assistentahúsinu eru áhuga- verðar sýningar um sögu Ámesinga og í Húsinu sjálfu má sjá heimilis- brag fyrr á tímum auk smærri sýn- inga. Samtýnis Húsinu er Sjón- minjasafnið á Eyrarbakka sem rekið er af Eyrbekkingum en sameiginlegur aðgöngumiði er að söfnunum tveimur. „Frá 1765 til 1926 var Hús- ið heimili kaupmanna og annars starfsfólks Eyrar- bakkaverslunar. Það var nefnt „Húsið“ í daglegu tali vegna þess að lengi fram eftir 19. öld var ekkert annað íbúð- artimburhús á Eyrar- bakka og bar því höf- uð og herðar yfir ann- an húsakost. Hér í Húsinu bjó „aðallinn" verslunarstjórinn og fjölskylda hans. Árið 1847 flytjast hingað Guðmundur Thor- grímsen verslunar- stjóri og kona hans, frú Silvia Thorgrím- sen. Menningarleg áhrif frá Húsinu á tíma þeirra vom margvísleg en ekki síst á sviði tón- listar og mennta. Guðmundur beitti sér meðal annars fyrir stofnun barnaskóla á Eyrarbakka árið 1852 og er hann í dag elsti starfandi barnaskóli landsins. Hér í stássstofunni höfum við pí- anó frá 1871 sem margir lærðu á en hér var mikið spilað og sungið. Tengdasonur Guðmundar Thorgrímsen, Peter Niel- sen, tekur við húsforráð- um 1887 en hann er kannski þekktastur fyrir að hafa bjargað íslenska hafemin- um frá útrým- ingu snemma á þessari öld,“ segir Lýður. Asgrímur Jonsson vinnu- maður Menningar- leg áhrif bárust einnig til vinnufólks í Húsinu en eftirsóknar- vert þótti að komast í vist í Húsinu. Lýöur Pálsson, safnstjóri í Húsinu á Eyrarbakka. Frægasti vinnumaðurinn var Ás- grímur Jónsson sem síðar varð list- málari. Hann var vikapiltur í Hús- inu um tveggja ára skeið og segir í endurminningum sínum að áhugi og hvatning frú Eugeniu Nielsen hafi fremur öðru stuðlað að því að hann fetaði braut myndlistarinnar. Hægt er að skoöa vistarverur Ás- gríms uppi á háalofti en hitann fékk hann í gegnum lúgu frá næsta her- bergi að neðan þar sem faktorsdæt- urnar sváfu. „Þegar verslun á Eyrarbakka dregst saman á 3. áratug þessarar aldar lenti Húsið þá um sinn í eigu Landsbanka íslands og stóð jafnvel til að rífa húsið. Árið 1932 eignuðust Halldór Kr. Þorsteinsson og Ragn- hildur Pétursdóttir í Háteigi Húsið. Þau létu gera við það undir leiðsögn Matthiasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar sem hafði hvatt þau til kaup- anna og er talið að með þeirri við- gerð hafi tekist að bjarga Húsinu frá niðurrifi enda þá ekki algengt að vemda hús með gamla sögu. Er talið að það sé fyrsta markvissa endurgerð húss á vegum einstak- lings hér á landi sem tekur mið af húsavemd. Þau hjón og afkomend- ur áttu húsið til 1979 og getum við e.t.v. þakkað þeim fyrir að við eig- um Húsið í dag,“ sagði Lýður Páls- son, safnstjóri í Húsinu á Eyrar- bakka, að lokum. -KE erlend bóksjá Nixon dómharður til hins síðasta Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Catherine Cookson: The Obsession. 2. Stephen King: Coffey on the Mlle. 3. Nicholas Evans: The Horse Whisperer. 4. lain Banks: Whit. 5. Nlck Hornby: Hlgh Fldelity. 6. Bernard Cornwell: The Winter Klng. 7. Len Deighton: Hope. 8. Jostein Gaarder: Sophie's World. 9. Patricia D. Cornwell: From Potter’s Reld. 10. Pat Barker: The Ghost Road. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. Bfll Watterson: There’s Treasure Everywhere. 4. Paul Bruce: The Nemesis File. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Margaret Forster: Hldden Lives: A Family Memolr. 7. Bill Bryson: The Lost Continent 8. Danlel Goleman: Emotional Intelllgence. 9. Jung Chang: Wild Swans. 10. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. Innbundnar skáldsögur: 1. Dick Francls: To the Hllt. 2. Frederlck Forsyth: lcon. 3. Stephen King: Desperatlon. 4. Ruth Rendell: The Keys to the Street. 5. Catherine Cookson: The Branded Man. Linbundin rit almenns eölis: 1. Dave Sobel: Longltude. 2. R. Andrews & P. Schellenberger: The Tomb of God. 3. Antonla Fraser: The Gunpowder Plot. 4. Wendy Beckett: The Story of Paintlng. 5. Howard Marks: Mr. Nice£. (Byggt á The Sunday Tlmes) Síðustu áratugi lífs síns reyndi Richard Nixon allt sem hann gat til að bæta ímynd sína í Bandaríkjun- um. Honum var mikið í mun að reyna að tryggja sér sess í sögunni fyrir eitthvað annað en þá hneisu að neyðast til að láta af embætti sem forseti þjóðar sinnar á miðju kjör- tímabili vegna lögbrota. Þegar hann lést árið 1994 - tutt- ugu árum eftir að hann hrökklaðist með skömm úr Hvita húsinu í Was- hington - hafði honum orðið nokk- uð ágengt í þessu efni en þó mun minna en hann dreymdi um. Hann var til hins síðasta ástríðu- pólitíkusinn sem sá óvini í öllum homum og sem fyrr afar dómharð- ur um flesta aðra stjómmálamenn. Þetta kemur ljóslega fram í nýrri bók sem gefin hefur verið út vestan- hafs. Þar má segja að Nixon láti í sér heyra úr gröfinni Samtöi í fimm ár Nýja bókin nefnist Nixon off the Record og er eftir Monicu Crowley sem gerðist starfsmaður forsetans fyrrverandi um leið og hún lauk há- skólanámi. Þau töluðu reglulega saman síðustu fimm árin sem Nixon lifði. Hún skráði orð hans af mikilli samviskusemi - og hefur nú birt þau í þessari fyrstu bók sinni. Ýmsir kunna að efast um rétt- mæti þess að birta opinberlega slík samtöl. Til réttlætingar vitnar Crowley til þess að William Safire, fyrrum náinn samstarfsmaður Nixons, hafi hvatt hana til útgáf- unnar með þeim orðum að Nixon hafi án efa gert sér grein fyrir því í Richard Nixon: rödd úr gröfinni. Umsjón Elías Snæland Jónsson samtölum þeirra að hann væri að „tala við söguna.” Mörgum mun svíða undan ýms- um ummælum Nixons. Þaö á ekki síður við um gömlu flokksbræður hans, repúblíkanana, en andstæð- ingana í flokki demókrata. Bush og Clinton Meðal þeirra sem fá falleinkum hjá Nixon í samtölum þessum eru ýmsir forystumenn repúblíkana. Það á t.d. við um forsetann fyrrver- andi, George Bush, náinn samstarfs- mann hans, James A. Baker, sem var lengi utanríkisráðherra, Pat Buchanan, sem áður var náinn sam- starfsmaður Nixons, og Jack Kemp, sem nú er varaforsetaefni Bob Doles í yfirstandandi forsetaslag. Inn í þá gagnrýni blandast særindi og reiði vegna eigin pólitískrar útlegðar. „Hvers vegna í andskotanum sýn- ir hann enga forystu?" segir Nixon á einum stað um George Bush, þá- verandi forseta. „Ég skal segja þér nokkuð, þegar (blótsyrði fellt út) og gengi hans koma og biðja mig um ráð þá mun ég ekki gefa þeim þau nema þeir séu tilbúnir að þakka mér opinberlega. Hvorki Reagan né Bush hafa nokkru sinni þakkað mér fyrir góð ráð öll þessi ár. Ég er hreint út sagt búinn að fá nóg af því.“ Nixon hefur lika ýmislegt miður gott að segja um Bill Clinton og þá ekki síður Hillary. En þegar Clinton var kominn í Hvíta húsið reyndi Nixon engu að síður að smjaðra sér leið inn í sali valdsins. Það bar nokkurn árangur. „Hann hefiu’ boð- ið mér í Hvíta húsið,“ sagði hann einn daginn við Crowley. „Hvorki Reagan né Bush buðu mér í heim- sókn í tólf ár.“ Þetta hungur eftir viðurkenningu valdhafa setti mark sitt á síðustu ár Nixons og stundum varð hann litlu feginn. Þegar Clinton minntist á stefnumál Nixons í ræðu í banda- ríska þinginu sagði hann t.d.: „Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Banda- ríkjanna nefnir mig á nafn. Ford, Reagan og Bush gerðu það aldrei." Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen King: The Green Mlle: Coffey on the Mlle. 2. V.C. Andrews: Melody. 3. Sldney Sheldon: Mornlng, Noon & Nlght. 4. Stephen King: The Green Mlle: Night Journey. 5. Sue Grafton: „L“ is for Lawless. 6. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 7. John Grisham: A Time to Klll. 8. Olivia Goldsmith: The Flrst Wlves Club. 9. Pat Conroy: Beach Music. 10. Stephen Klng: The Green Mile: The Bad Death of Eduard Delacroiz. I 11. Patrlcia Cornweil: From Potter’s Fleld. 12. Stephen King: The Green Mlle: Two Dead Girls. 13. Nancy T. Rosenberg: Trlal by Flre. ; 14. Stephen King The Green Mlle: The Mouse on the Mile. 15. Stephen Klng: The Green Mlle: Coffey's Hands. Rlt almenns eölis: 1. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 2. Mary Karr: The Liar's Club. 3. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 4. Gail Sheehy: New Passages. 5. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Clvlllzatlon. 6. Andrew Weil: Spontaneous Healing. 7. Colin L. Powell: My Amerlcan Journey. 8. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 9. Erma Bombeck: All I Know About Anlmal Behavior I Learned in Loehmann's Dressing Room. 10. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 11. Jonathan Harr: A Civll Action. 12. James Carville: We’ar Right, They’re Wrong 13. John Felnstein: A Good Walk Spoiled. 14. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 15. Isabel Allende: Paula.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.